Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 7 „Fólk gefst upp . . .“ Dagblaöiö Tíminn birti sunnudagsviötal viö Þrúöi Helgadóttur, starfs- mann á Álafossi. Þar komu fram gamalkunnar en einkar athyglisverðar upplýsingar um, hvern veg flokkspólitískir „stjórnendur" verkalýös- fólaga berja niður þátt- töku hins almenna 16- lagsmanns, sýni hann sjálfstæöa viðleitni til áhrifa og stefnumörkun- ar. Þrúöur segir: „Eitt af því, sem ég er mjög óánægö meö í okk- ar þjóðfólagi, er, hvað stjórnir verkalýðsfólag- anna eru dauðar gagn- vart fólagsmönnum og bjóða mönnum hreinlega ekki upp á nein skoöana- skipti. Fær maður þaö strax á tilfinninguna á fundum, aö stjórnir ASÍ og Verkamannasam- bandsins sóu þegar búnir aó leggja línuna og frá henni verði ekki horfið. Ef einhverjir félagsmenn ætla sór aó berjast fyrir máli sínu á staðnum fá þeir gjarnan skæting yfir sig frá stjórninni.. Fólk gefst upp, enda þarf sterka persónuleika til þess að standa ofurvald- inu í móti.“ Tímaskekkja Jón Sigurósson, rit- stjóri Tímans, skrifar kreppuhugleiðingu í blað sitt um helgina. Þar rýnir hann í stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins og kemst aö þeirri niður- stööu, aö flokkurinn sé kominn aftur á 19. öldina, hvorki meira nó minna. Sjálfstæöisflokkurinn haldi því fram, að þjóðar- eyðsla þurfi að vera inn- an ramma þjóðartekna, sem só hvorutveggja: árás á velferðarþjóðfé- lagið og afturhvarf um hálfa öldl Þetta er íhugunarverð kenning hjá ritstjóranum. Ef því er haldið fram, að velmegun, sem á aö vera varanleg, og helzt vax- andi, þurfi að hvíla á auknum atvinnuumsvif- um í þjóðfélaginu, auk- inni verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, meiri þjóðartekjum til skipta í þjóðfólaginu, þá er það gagnrýni á velferðarþjóð- fólagið. Mönnum er sem betur fer að vaxa skiln- ingur á þeirri allt að því áþreifanlegu staðreynd, að verðbólguhömlur og jafnvægi í efnahagsmál- um sóu forsendur rekstr- aröryggis atvinnuvega og atvinnuöryggis almenn- ings, hvort heldur horft er til skemmri eða lengri tíma. Ný atvinnuumsvif, ný atvinnutækifæri, t.d. með stóraukinni nýtingu innlendrar orku, til aö tryggja atvinnuöryggi til frambúðar — og bætt lífskjör um vaxandi þjóö- artekjur, byggjast m.a. á því, aö hór megi takast aö koma á efnahagsjafn- vægi og færa veröbólgu niður á svipað stig og ( viðskiptaríkjum okkar. Og verðbólguhömlur þurfa að eiga frumkvæöi í ríkisbúskapnum, þ.e. niöurskurði ríkisútgjalda og skattalækkun, sem aftur yrði hvati í atvinnu- umsvifum. Verðbólguvöxtur á því hraóastigi, sem hann er nú, stefni hins vegar í rekstrarstöðvun, atvinnu- leysi og samdrátt verö- mætasköpunar. Hann er meinsemdin í velmegun- arþjóöfólagi okkar, sem nema þarf burt, ef þaö á lífi að halda. Þess vegna eru kreppuþankar Tíma- ritstjórans öfugmæli, tímaskekkja og raunar ' barnaskapur. Veröbólgu- kóngurinn Eftir tólf viðreisnarár, , meö innan við 10% verö- I þenslu að meöaltali á ári, | rauk verðbólgan upp í 54% í fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar. , Sagan endurtekur sig í ' hinni síðari. í báðum þessum stjórnum var Al- þýðubandalagið helzti verðbólguvírusinn. i báö- | um þessum stjórnum reyndi Ólafur Jóhannes- son aö ná málamiðlun , milli vírussins og sjálfs I síns og annarra sam- starfsaðila, með þeim af- leiöingum, að hann (þ.e. I Ólafur) varð ókrýndur i verðbólgukóngur í hug- 1 um almennings. Á þessu J verðbólgulimmi sprakk . vinstri stjórnin, eftir að- I eins 13% mánaðar feril j — stanzlauss gengissigs, skuldasöfnunar, ríkis- eyðslu, skattahækkana ■ og innbyrðis slagsmála. ' Og þessa vinstri stjórnar | verðbólgu vill þjóðin ekki framlengja. Hagstætt verð Btáskócjar Símar: 86080 og 86244 Húsgögn Armúli 8 Leóurstólar með háu og lágu baki Venus Dömur athugió meö megrunarkúr- athygli á 10 tíma Er byrjuð ana aftur Vil vekja sérstaka megrunarkúrnum. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunar- nudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseöill Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Opiö tii kl. 10 öll kvöld Bílastæði. Sími 40609. RO Y AL SKYNDIBÚÐINGARNIR V ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir 1065 1068 1070/125 1070 1077 1081 1090 1023 1026 1029 1029 F 1071 1031 1039 1060 1060 A Fyrirliggjandi fyrir gufu, vatn og olíu 1/4”—8” VALD POULSEN H/F Suðurlandsbraut 10, sími 38520 - 31142.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.