Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
5
Flestir vilja lata
rífa Fjalaköttinn
— segir Þorkell Valdimarsson, eftir að þús-
undir Reykvíkinga skoðuðu húsið um helgina
MILLI átta <>k níu þúsund
RoykvíkinKar notfa'rðu súr buð
Þorkels Valdimarssonar. eÍKanda
Aðalstrætis 8 í Reykjavík. Fjala-
kattarins. ok skoðuðu húsið um
helgina. að því er Þorkell tjáði
hlaðamanni MorKunhlaðsins í
Ka'r. Þorkell sagði. að fólk hefði
verið beðið um að svara því hvort
það væri reiðuhúið að verja allt
að einum milljarði króna til
viðserða á húsinu. ok hefðu
lanjfflestir verið þeirrar skoðun-
ar. að rífa a‘tti húsið. Hefðu sjó
verið þeirrar skoðunar. að ekki
ætti að sera húsið upp á móti
Tvær sölur
í Englandi
SNÆFELL seldi 96 tonn í Hull í
gær fyrir 52 milljónir, meðalverð
542 krónur. Aðalvíkin seldi 97
tonn í BGrimsby fyrir 56 milljón-
ir, meðalverð 570 krónur.
hverjum einum sem vildi gera við
það.
Þorkell sagðist vera þeim mörgu
Re.vkvíkingum, sem lögðu leið sína
í Fjalaköttinn um helgina, þakk-
látur, og vonandi hefði fólk nú
betri hugmynd um hvernig húsið
væri. Kvaðst Þorkell ekki hafa
fjárhagslegt bolmagn til að standa
straum af kostnaði við viðgerðina
einn, til þess þyrfti hann aðstoð
fleiri aðila. Hann kvaðst hins
vegar vilja láta það koma skýrt
fram, að hann stæði ekki í vegin-
um fyrir slíkum endurbótum á
húsinu.
„Það kostar mig 10 milljónir
króna á ári að eiga húsið," sagði
Þorkell, „eða 1250 krónur á
klukkustund, hvort sem ég er
vakandi eða sofandi. Tekjur þær
sem ég hef af húsinu eru hins
vegar ekki nema um það bil einn
tíundi þess sem greiða þarf í gjöld,
enda er mér óheimilt að leigja
nema 10% hússins út vegna eld-
hættu."
Töpuðu 6 af 99 netum vegna of mikils afla:
„Sjórinn gjör-
samlega s vart-
ur af síld....”
llnfn i HornafirOi .r>. nóv. 1!)79.
MJÖG mikill síldarafli hefur hor-
ist hér á land. og hefur orðið að
senda háta á aðrar hafnir með
afla til vinnslu þar sem ekki
hefur hafst undan hér á Höfn.
Ilefur verið leitað til Þorláks-
hafnar. Fáskrúðsfjarðar og fleiri
hafna. Er aflinn með því mesta
sem hér hefur borist á land.
Mikið netatjón varð hjá bátun-
um í nótt, frá tuttugu upp í
fjörutíu net töpuðust eða eyðilögð-
ust. Mesta tjónið var hjá Gissuri
hvíta, en skipverjar á honum
lögðu 99 net en náðu aðeins 6
netum inn, hin töpuðust. Var svo
mikil síld í netunum að þau náðust
ekki um borð.
En í þessi sex net fengust 170
tunnur eða 17 tonn, en við venju-
legar aðstæður er talið gott að ná
tveimur til þremur tunnum í net.
en þarna voru tæpar 30 tunnur í
hverju neti. Hefði allur aflinn
náðst inn hefði aflinn því getað
orðið 3 þúsund tunnur eða 300
tonn hjá Gissuri hvíta einum.
Sjórinn er gjörsamlega svartur af
síld og netin lágu aðeins í klukku-
tíma.
Jón Sveinsson útgerðarmaður
sagði að svona lagað hefði aldrei
gerst áður, þetta væri í fyrsta
skipti sem menn yrðu fyrir
skakkaföllum af þessu tagi. Ekki
eru menn þó af baki dottnir þrátt
fyrir tjónið, því að sendar voru
tvær flugvélar austur með net í
dag, og bátarnir voru farnir aftur
um klukkan fjögur í dag. Það er
því ekkert verið að gefa eftir, og
allir bátar komnir út aftur, nema
þeir er sigla þurftu lengra með
aflann, og er búist við miklum afla
aftur á morgun.
— Einar.
Már Magnússon
Jónina Gísladóttir
Ljóðasöngur á hádegis-
tónleikum Söngskólans
FIMMTU „hádegistónleik-
ar“ Söngskólans í
Reykjavík verða á morgun,
miðvikudag, klukkan 12.10.
A tónleikunum flytja þau
Már Magnússon, tenór, og
Jónína Gísladóttir, píanó-
leikari, ljóð.
Á efnisskránni eru 5 ljóð úr
Malarastúlkunni fögru eftir Fr.
Schubert, Adelaide eftir L.v. Beet-
hoven, Minnelied og Stándchen
eftir Joh. Brahms og Auck kleine
Dinge og Nimmersatte Liebe eftir
Hugo Wolf.
Bæði starfa þau Már og Jónína
sem kennarar við Söngskólann í
Reykjavík.
Þannig er umhorfs í sumum vistarvcrum Fjalakattarins. og eigandi
hússins tclur það kosta um einn milljarð króna að gera það upp.
25kindur
drápust í
skurði
Miöhúsum 5. nóv.
AÐFARARNÓTT sl. miðviku-
dags i áhlaupagarði vestur hér
drápust 25 kindur á Múla í
Gufudalssveit. Þær höfðu farið
ofan í skurð sem var fullur af
snjó og krapi.
I viðbót við þessar 25 kindur
vantar enn 9 sem voru á þessu
svæði og eru miklar líkur á að þær
hafi einnig drepist. Eigendur
þessa fjár eru Snorri Sturluson
kennari og kona hans, Jóna Krist-
insdóttir, en þau hófu búskap að
Múla í haust. Tjón þeirra er því
verulegt og sérstaklega þegar þess
er gætt að þau eru frumbýlingar.
Sveinn.
Haustfundur ullariðnaðarins:
Utflutningur jókst en afkoma versnaði
HAUSTFUNDUR ullariðnaðarins
var haldinn s.l. föstudag og var þar
helzt tvennt til umfjöllunar. af-
koma iðngreinarinnar og ýmis
atriði varðandi tæknimál svo og
útflutningurinn sjálfur.
Að sögn Úlfs Sigurmundssonar
framkvæmdastjóra Útflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins jókst útflutn-
ingurinn mikið á þessu ári og
markaðsmöguleikar virtust vera
góðir. Aftur á móti versnaði afkoma
iðngreinarinnar verulega á þessu ári
miðað við árið á undan og engin bót
virðist í augsýn á því.
„Þetta kenna menn rangri geng-
isskráningu, sem alltaf er miðuð við
þarfir sjávarútvegsinsTHvað tækni-
málin áhrærir eru þau í mikilli
endurskoðun, ekki sízt vegna þeirrar
ánægjulegu þróunar á árinu, að það
hafi allir nóg að gera. Að öllu
óbreyttu verður því svipað ástand á
næsta ári að okkar mati,“ sagði
Úlfur.
leggðu kostina
á vogarskálarnar
A hverjum miðvikudegi
frá Rotterdam og alla fimmtudaga frá Antwerpen
Góð flutningaþjónusta er traustur grunnur á
erfiðum tímum í íslensku efnahagslífi. Þegar
þú leggur hagkvæmni vikuiegra hraðferða
Fossanna á vogarskálamar koma ótvíræðir
kostir þeirra í ljós.
Vönduð vörumeðferð og hröð afgreiðsla eru
sjálfsagðir þættir í þeini markvissu áætlun að
bæta viðskiptasambönd þín og stuðla að
traustum atvinnurekstri hér á iandi.
Haföu samband
EIMSKIP
SIMI 27100
*