Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 29 Frá fundi VerkfræðinKaíélaKsins. EkíH Skúli InjíiberKsson borjfar- stjóri Í ræðustóli. Ljósm. Emilía. Notkun naglahjól- barða kostar 250- 500 m. kr. á ári VERKFRÆÐINGAFÉLAG íslands hélt í fyrri viku fund um notkun naglahjólbarða og slit á malbiki i tengslum við hana. Fluttu þar framsöguer- indi Ingi Ú. Magnússon gatna- málastjóri um þróun í notkun naglahjólbarða og stefnu borg- arinnar í hálkuvörnum, Gutt- ormur Þormar um öryggi við notkun naglahjólbarða, Ás- björn Jóhannesson um efnisval i malbiki, Stefán Hermannsson um kostnað við slit á malbiki og Þórður Þorbjarnarson um saltdreifingu. Ingi Ú. Magnússon sagði í; samtali við Mbl. að fram hefðij komið á fundinum að menn væru sammála um að stefna borgar- innar væri rétt, að reyna að hamla gegn notkun naglahjól- barða með víðtækum hálkuvörn- um, aðallega með saltdreifingu. Sagði hann að Guttormur Þorm- ar hefði bent á að menn væru jafnan öruggastir væru notaðir INNLENT naglahjólbarðar, en það ætti þó einkum við um þá sem færu e.t.v. út fyrir bæinn, í umferðinni í Reykjavík væri ekki oft sem naglahjólbarðar skiptu verulegu máli. Ingi kvað myndu borga sig að auka fremur hálkueyðingu og ná enn frekar niður notkun naglahjólbarða, en hún er nú kringum 70% og var fyrir um 15 árum allt að 90-99%. Viðgerð- arkostnaður á malbiki taldi Ingi að væri á bilinu 250-500 milljón- ir króna og sagði hann að hálkueyðingin kostaði aðeins brot af þeirri upphæð og mætti því auka hana enn. Að loknum framsöguerindun- um fóru fram almennar umræð- ur. Saltdreifingin fer nú aðallega fram á leiðum strætisvagna, en Ingi sagði uppi hugmyndir að bæta hana enn á þeim götum, er mest væri kvartað yfir, í erfiðum brekkum og gatnamótum og myndi einnig vera komið fyrir saltkistum þar sem búast mætti við að menn gætu lent í erfið- leikum. Að lokum taldi Ingi Ú. Magnússon vaxandi skilning fyrir því að verulegar upphæðir mætti spara á því að draga úr notkun naglahjólbarða og því væri óhætt að telja borgaryfir- völd vera á réttri leið í þessu sambandi. 30. ársþing Landssambands hestamannafélaga: Tillögu um tilflutning á Landsmóti’82 vísað frá Albert Jóhannsson. formaAur L.II. og Pétur Hjálmsson, framkvæmda- stjóri L.II. afhenda Gunnari Bjarnasyni og Steinþóri Gcstssyni viðurkenningu i tilefni af kjöri þeirra sem hciðursfélaga L.H. ÞRÍTUGASTA ársþing Lands- samhands hcstamannafélaga var haldiö á Fluöum í Ilrunamanna- hroppi á föstudag í hoöi llosta- mannafélagsins Smára. Tæploga MO fulltrúar sóttu þingið auk gosta on aöildarfélog L.II. oru nú 11 og hofur þoim fjölgaö um fjögur frá síðasta ársþingi. Félagar í hostamannafélögunum í landinu oru nú alls um 5200 manns. í tilcfni af 30 ára afmæli L.II. voru tvcir kunnir hostamonn kjörnir hciðursfélagar samhandsins. þoir Gunnar Bjarnason. ráöunautur og Stoinþór Gostsson á Ilæli og voru þoim afhontar viöurkcnningar af því tilofni á kvöldvöku aö afloknu ársþinginu á Flúðum sl. laugar- dagskvöld. Þingið hófst árdegis á föstudag og að lokinni þingsetningarræðu Albérts Jóhannssonar, formanns L.H., fluttu Bragi Sigurjónsson landbúnaðarráðherra og Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags íslands, ávörp í tilefni af 30 ára afmæli L.H. Eftir hádegi á föstudag flutti formaður L.H. skýrslu stjórn- ar og Haraldur Sveinsson, gjaldkeri L.H. skýrði reikninga sambandsins. Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og var meðal þeirra tillaga uni að ársþingið breytti þeirri ákvörðun stjórnar L.H. að halda landsmót hestamanna 1982 á Vindheimamelum en halda það þess í stað á Melgerðismelum í Eyjafirði. Það voru fulltrúar þriggja hesta- mannafélaga i Eyjafirði, sem fluttu þessa tillögu og urðu miklar um- ræður um hana á þinginu. Að tillögu mótanefndar þingsins var samþykkt við leynilega atkvæða- greiðslu með 91 atkvæði gegn 30 að vísa tillögu Eyfirðinganna frá og var í frávísunartillögunni vísað til þess að ársþing L.H. 1978 hefði falið stjórn L.H. að taka ákvörðun um mótsstað fyrir næsta landsmót og það hefði þegar verið gert. Samþykktar voru fjölmargar breytingar á kappreiðarreglugerð L.H. að tillögu milliþinganefndar, sem fjallað hafði um málið. Fyrir þinginu lágu nokkrar tillögur um bre.vtingar á reglum um gæðinga- dóma L.H. en þingið samþykkti að breyta þeim ekki nema að undan- genginni rannsókn, þ.e. að hestum verði riðið í dómhring eftir fram- komnum tillögum. Var stjórn L.H. falið að koma á laggirnar starfs- hópum, sem vinni að þessum verk- efnum fyrir næsta ársþing. Sem fyrr sagði voru þeir Gunnar Bjarnason og Steinþór Gestsson kjörnir heiðursfélagar L.H. af stjórn sambandsins í tilefni af 30 ára afmæli L.H. Báðir voru þeir meðal stofnenda L.H. fyrir 30 árum og voru um árabil mjög virkir í félagsmálum hestamanna. Gunnar Bjarnason var ráðunautur Búnað- arfélagsins í hrossarækt á árunum 1940 til 1961 og frá árinu 1965 hefur hann verið ráöunautur félagsins um útflutning og markaðsöflun fyrir hross erlendis. Steinþór Gestsson var formaður L.H. á árunum 1951 til 1963. í lok þingsins á laugardag fór fram stjórnarkjör. Kosið var í embætti ritara og gjaldkera og varamenn þeirra. Úr stjórninni gengu Jón M. Gúðmundsson á Reykjum, sem gegndi störfum rit- ara og Haraldur Sveinsson, Reykjavík, sem gegndi embætti gjaldkera. Báðir höfðu þeir setið í stjórn L.H. sl. 12 ár og gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Voru Jóni og Haraldi þökkuð mikil og vel unnin störf i þágu samtaka hesta- manna á undanförnum árum. í embætti ritara var kjörinn Sigurð- ur Haraldsson, Kirkjubæ, með 83- atkvæði en Guðmundur Birkir Þorkelsson, Laugarvatni, fékk 22 atkvæði og Hreinn Árnason, Kópa- vogi, 10 atkvæði. Pétur Hjálmsson, Mosfellssveit, nýráðinn fram- kvæmdastjóri L.H. gaf ekki kost á sér til endurkjörs í embætti vararit- ara og var Árni Magnússon, Akur- eyri, kjörinn vararitari með 82 atkvæðum, en Birna Hauksdóttir, úr Herði fékk 36 atkvæði. Gjaldkeri var kjörinn Gísli B. Björnsson, Reykjavík, með 62 atkvæðum, en Árni Björnsson, Reykjavík, fékk 56 atkvæði. Árni Guðmundsson, Beig- alda, var endurkjörinn varagjald- keri. Stjórn og varastjórn L.II. ásamt fráíarandi stjórnarmonnum, taiió frá vinstri: Gísli B. Björnsson. Árni Magnússon. Stefán Pálsson, Sigurður Ilaraldsson. Iljalti Pálsson. Albert Jóhannsson. Jón M. Guðmundsson. Egill Bjarnason. Árni Guðmundsson. Leifur Kr. Jóhanncsson og Ilaraldur Sveinsson. Ljósm. Mbl. t.g. Bragi Eiríksson: Skreiðarsala til Nígeríu Það er sagt frá því í dagblaðinu Vísi þann 2. nóvember s.l. að Bjarni V. Magnússon hjá Samein- uðum framleiðendum hafi gert samning við Nígeríumenn um sölu á 6200 pökkum af skreið og að verið sé að ganga frá sölu á a.m.k. 19 þúsund pökkum til viðbótar. Þetta er haft eftir Daníel Þórar- inssyni hjá Sameinuðum framleið- endum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir hefur aflað sér þá fá Sameinaðir framleiðendur allt að 30% hærra verð fyrir skreiðina en fékkst með þeim samningum, sem Skreiðarsamlagið og sjávaraf- urðadeild SÍS hafa gert fyrir nokkru. Það er einnig haft eftir Daníel Þórarinssyni, að þeir töldu það ábyrgðarleysi að ganga að því verði án þess að kanna markaðinn í Nígeríu og hafi því Bjarni V. Magnússon farið til Nígeríu fyrir hálfum mánuði. Til skrifstofu Skreiðarsamlags- ins hefur borizt fjöldi bréfa og hafa þau verið óvenjulega mörg þetta árið. öllum þeim sem skrifa þessi bréf ber saman um að enn sé í gildi innflutningsbann á skreið. Ég vil í sambandi við framan- greinda frétt telja upp nokkrar staðreyndir um horfur í skreiðar- sölu til Nígeríu. 1. Enn eru í gildi lög um innflutningsbann síðan 5/7/1978. 2. Enginn einstaklingur né fyr- irtæki hafa fengið innflutnings- leyfi fyrir skreið frá þeim tíma nema eitt fyrirtæki, sem heitir Nigeria National Supply Company — í daglegu tali kallað NNSC — en það félag er innkaupastofnun ríkisins að miklum hluta innflutn- ingsins. 3. Nígeríumenn hafa látið í ljós þá ósk og von í bréfum sínum að með nýrri ríkisstjórn mætti vænta breytingar á innflutningslögum og að innflutningur á skreið yrði að einhverju leyti gefinn frjáls. 4. í októbermánuði 1978 gaf ríkisstjórn Nígeríu út þau fyrir- mæli til NNSC að enga skreið skyldi kaupa til Nígeríu nema frá fyrirtæki, sem heitir UTEX s.a. og er aðalskrifstofa þess í Genf. 5. Árið 1978 seldu íslendingar skreiðina — þorsk, keilu og löngu á 200 dollara pakkann og ýsu og ufsa á 145 dollara pakkann hvorttveggja c. & f. Nígeríuhöfn og var NNSC eini kaupandinn. 6. Þegar UTEX s.a. hafði verið falið þetta verkefni þá var það fyrsta verk þeirra að semja við Norðmenn um að lækka skreiðina. Samþykktu Norðmenn 160 dollara verð fyrir þorsk og keilu en fyrir ufsa, ýsu og löngu 114 dollara hvorttveggja c. & f. Nígeríuhöfn og gerðist þetta í október 1978 og var samið um að UTEX keypti 180000 pakka plús eða mínus 10% í nóvembermánuði 1978 var skreiðarsamlaginu boðið að UTEX s.a. keypti 30000 pakka á þessu verði. Ræddi ég við forstjóra UTEX s.a., sem þá var staddur í Lagos. Var þetta verð of lágt fyrir íslenzku skreiðina og því var þessum viðskiptum hafnað. Þá voru og litlar birgðir til á íslandi. 7. í marz/apríl 1979 gerðu Norð- menn samning við UTEX s.a. í Genf um sölu á 6500 tonnum af skreið (þar af 900 tonn loðna). Nú hefur það komið í ljós að Norð- menn hefur vantað skreið upp í samninginn og hafa því keypt skreið á íslandi. 8. í maímánuði síðastliðnum ræddi ég skreiðarsölu við for- stjóra UTEX s.a. í Genf. Þá vildi hann enn kaupa skreið, 30000 pakka af SSF, en verðið var þá 193% dollar fyrir þorsk og keilu og 166 dollarar fyrir ufsa og ýsu. Þetta verð var enn of lágt. 9. í maímánuði síðastliðnum fór ég til Nígeríu og ræddi við for- stjóra NNSC í Lagos. Skýrði hann mér frá því að engin breyting yrði gerð á innflutningi skreiðar á árinu 1979. NNSC gæti ekki gert samning við SSF né neinn annan því UTEX s.a. hefði verið falið það verkefni. Ég spurði hann hvort hann áliti að einhver breyting yrði á starf- semi NNSC þegar ný ríkisstjórn tæki við að afloknum kosningum síðar á árinu. Neitaði hann því. I sumar fóru fram kosningar í Nígeríu. Þær fyrstu í fjölda ár. Borgaralega kosin ríkisstjórn tók við völdum hinn 1. október sl. í kosningabaráttunni voru kjósend- um gefin loforð um ýmsar breyt- ingar á lögum og reglum um innflutning og meðal annars var því lofað að einkaaðstaða, sem NNSC hefði notið um nokkurt skeið í innflutningi matvæla, með- al annars skreiðar, skyldi helzt afnumin eða að minnsta kosti skert á þann hátt að frjáls inn- flutningur gæti hafizt á skreið og öðrum matvælum. Mér er vel kunnugt um þetta mál og frá mörgum aðilum og standa vonir til að nokkur árang- ur muni nást innan tíðar. Fyrir okkur, sem í Skreiðar- samlaginu erum, vakir auðvitað fyrst og fremst að selja skreiðina á hæsta fáanlegu verði á hverjum tíma. Því var það ekkert vafamál að selja Norðmönnum skreið, sem þeir gátu selt til Nígeríu. Við höfðum engan samning. Það er áríðandi að tapa ekki neyzlu- tíma á markaðnum. Fyrirsjáanleg var bið sem enn gat varað í marga mánuði. Vaxtagreiðslur afurðalána eru háar hvern mánuð og þó svo sé að seldir hafi verið 6200 pakkar þá leysir það ekki allan vanda, enda verða þeir ekki fluttir út fyrr en bankaábyrgð hefur verið opnuð. Það fylgdi ekki fyrrgreindri Vísis frétt að svo hefði verið. Höfðum við erfiða reynslu af því undanfar- in ár að löng bið hefur orðið á opnun bankaábyrgða frá Nígeríu. í fyrrgreindri Vísisgrein er það talið ábyrgðarleysi að samþykkja sölu á verði sem nemur 1500/1600 kr. per kg. fob fyrir þorsk, keilu og löngu og kr. 1200/1300 per kg. fob fyrir ufsa og ýsu. Við skulum láta ábyrgðarleysið liggja á milli hluta. Það kemur síðar í ljós í hvers hlut það kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.