Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
47 ~
Dregurögn
úr fylgi
Kennedys
New York, 4. nóvember. Reuter.
EDWARD Kennedy hefur enn
vinninginn yfir Carter Banda-
ríkjaforseta varðandi útnefningu
sem frambjóðandi demókrata, en
þó hefur dregið úr stuðningi við
hann frá því sem var á 8.1. sumri,
að því er Time segir í dag.
Blaðið segir, að í ágúst hafi
hlutföllin verið 2—1, Kennedy í vil,
en í síðustu skoðanakönnuninni sé
staðan nú 49% fyrir Kennedy og
39% fyrir Carter. Skoðanakönnun-
in var gerð dagana 23.-25. október
og voru 1027 manns spurðir álits.
Time segir, að ástæðan fyrir þessu
kunni að vera að margir telji
Kennedy of frjálslyndan svo og
aukinn áróður fyrir carter í Suður-
ríkjunum.
Búizt er við því, að Kennedy
tilkynni formlega á morgun, mið-
vikudag, að hann gefi kost á sér til
að keppa um útnefningu flokks síns
við forsetakosningarnar.
Simamynd AP.
HÁRBARN — Þessi tveggja ára gamli kínverski
drengur er alheilbrigður og hefur eðlilega greind. En
líkami hans er þakinn hári, svörtu og dökkbrúnu.
Stjórn Zimbabwe Ródesíu:
Stöðvar matvæla-
flutninga tíl Zambíu
Salisbury, Lundúnum, 5. nóv. AP. Reuter. kynnti í dag, að allur flutningur
STJÓRN Zimbabwe Ródesíu til- á maís til Zambíu um Zimbabwe
Ródesíu yrðu stöðvaður þar til
stjórnin í Lusaka kæmi i veg
fyrir árásir skæruliða inn í Zimb-
abwe Ródesíu frá Zambíu. Zam-
bia er landlukt ríki og járnbraut-
arlinan frá Zambíu til sjávar
liggur um Zimbabwe Ródesiu.
Stjórnin í Salisbury tilkynnti í
siðasta mánuði að ef Zambía
kæmi ekki í veg fyrir árásir
skæruliða, yrði tekið fyrir flutn-
ingana.
Prag:
Andófsmönn-
um sleppt
Prag 5. nóv. Reuter.
FIMM tékkóslóvakískum andófs-
mönnum var sleppt úr haldi í dag,
en þeir voru handteknir sl. föstu-
dag. Voru mennirnir gripnir eftir
að líflátshótun hafði fundizt i bréfi
til Husaks forseta. Fjórir aðrir,
sem vóru einnig teknir, munu að
likindum verða látnir lausir i
kvöld. Allir þessir níu eru í hópi
þeirra sem skrifuðu undir Charter
77.
í bréfinu, þar sem því var hótað,
að Husak yrði myrtur, var einnig
sagt, að meiriháttar bygging í Prag
yrði sprengd i loft upp.
Meðal þeirra sem voru teknir
voru Bednarbræðurnir Jiri og Jan.
Faðir þeirra, Otto, var einn þeirra
sem var dæmdur í fangelsi í
réttarhöldunum í sl. mánuði.
Larsen og Romanish-
in efstir í Tilburg
TilhurK. •'i. október — Reuter, AP
DANINN Bent Larsen og Sovét-
maðurinn Oleg Romanishin hafa
tekið forustu á skákmótinu i
Tilbrug, Hollandi, að loknum
þremur umferðum. Larsen vann
Vlastimil Hort í 3. umferð en
Romanishin gerði jafntefli við
heimsmeistarann Anatoly Kar-
pov. Hins vegar vann Romáhis-
hin Ilollendinginn Jan Timman 1
biðskák þeirra.
Úrslit í 3. umferð urðu —
Kavalek og Smyslov gerðu jafn-
tefli, Spassky vann Robert Hub-
ner, Jan Timman vann Lajos
Portisch, Sosonko og Guyala Sax
gerðu jafntefli, Larsen vann Hort
og Karpov og Romanishin gerðu
jafntefli.
Staðan í Tilburg er nú, að
Larsen og Romanishin hafa 2.5
vinninga, Spassky, Karpov og Sax
2, Hubner 1.5, Kavalek, Sosonko,
Portisch, Smyslov og Timman 1 og
lestina rekur Hort með 0.5 vinn-
inga.
Mafíumorð í Mílanó?
Ku Klux Klan-menn
myrtu 4 andstæðinga
Greenboro, Bandarikjunum. 5. nóv. AP.
FÉLAGAR úr Ku Kux Klan-
samtökunum bandarísku skutu á
fjöldagöngu í Greenboro, þar sem
andstæðingar hreyfingarinnar
heimtuðu að gengið yrði að hreyf-
ingunni dauðri. Fjórir létust i
árásinni og tiu særðust.
Lögreglan handtók fjórtán
manns vegna uppistandsins og við-
urkenndu tólf þeirra að vera félag-
ar í Ku Klux Klan-hreyfingunni.
Þeir verða allir ákærðir fyrir
fyrsta stigs morð að sögn tals-
manns lögreglunnar.
í Lundúnum féllst Abel Muzor-
ewa, forsætisráðherra Zimbabwe
Ródesíu, á tillögu Breta um að
afsala sér völdum og taka þátt í
kosningum í landinu. Þeir Joshua
Nkomo og Robert Mugabe; leiðtog-
ar skæruliða sögðu í dag að þeir
krefðust meiriháttar breytinga á
tillögum Breta. Muzorewa sagði í
dag í Lumjúnum að stjórn hans
féllist á tillögur Breta svo að
kosningar mættu fara fram sem
fyrst og viðskiptabanni á landið
yrði aflétt.
Mílanó 4. nóv. AP.
ÁTTA manns voru skotnir til
bana á veitingahúsi i Mílanó á
sunnudag, og þykja morðin bera
einkenni Mafíunnar. Fólkið var
allt skotið í höfuðið og lézt allt
samstundis. Lögreglumaður, sem
kom á staðinn, sagði að svo
virtist sem fólkinu hefði hrein-
lega verið stillt upp og líflátið án
þess nokkur gæti borið hönd
fyrir höfuð sér. Þetta er mesta
fjöldamorð á Ítalíu mörg síðustu
ár.
Þetta gerðist í veitingastofu
sem heitir „Töfrabarinn" og er í
úthverfi Mílanó. Meðal hinna
látnu var eigandi veitingastofunn-
ar, unnusta hans og tveir Suður-
Ameríkumenn.
Það var bróðir eigandans, sem
fann líkin, hann ætlaði að líta við
og heilsa upp á bróður sinn og var
þá aðkoman sú að karlarnir fimm
og þrjár konur voru þar öll önduð
inni. Ekkert er vitað um ástæðuna
fyrir þessu voðaverki.
Stúdentar halda sendiráðum
Bretlands og Bandaríkjanna
Teheran, New York, London,
5. nóv. AP. Reuter.
MIKIL andúð gegn
Bandaríkjunum og Bret-
landi ríkir nú í íran, og
hafa írönsk ungmenni,
aðallega stúdentar við
háskólann í Teheran,
hertekið sendiráð beggja
landanna í höfuðborg-
inni, auk þess sem hópar
ungmenna hafa lagt und-
ir sig tvær ræðismanns-
skrifstofur Bandaríkj-
anna utan Teheran.
Stúdentaaðgerðirnar hófust
upp úr hádegi á sunnudag að
staðartíma þegar um 200—300
manna hópur réðst inn í banda-
ríska sendiráðið. Varðmenn úr
bandaríska landgönguliðinu
(Marines) beittu táragasi til að
tvístra árásarliðinu, en voru
yfirbugaðir. Tókst árásarmönn-
unum að leggja undir sig sendi-
ráðið, og taka fjölda gísla. Um 65
Bandaríkjamenn starfa við
sendiráðið, en talið er að 15—25
þeirra hafi verið fjarverandi,
þeirra á meðal Bruce Laingen
sendifulltrúi, sem veitir séndi-
ráðinu forstöðu, en Bandaríkin
Krefjast
framsals
keisarans
hafa engan sendiherra í íran
sem stendur.
Talsmenn stúdentanna segjast
hafa um 100 gísla í haldi í
sendiráðinu, en réttara er talið
að gíslarnir séu innan við 50,
þeirra á meðal nokkrir íranskir
starfsmenn sendiráðsins.
Eftir töku sendiráðsins lýstu
talsmenn stúdenta því yfir að
gíslarnir væru allir ómeiddir, og
að vel yrði farið með þá, en þeir
ekki látnir lausir fyrr en yfirvöld
í Bandaríkjunum féllust á að
framselja Reza Pahlevi fyrrum
Iranskeisara, sem nú liggur í
sjúkrahúsi í New York vegna
krabbameins. Krefjast stúdent-
-arnir þess að keisarinn fyrrver-
andi verði sendur heim til írans
og dreginn þar fyrir dóm.
Taka bandaríska sendiráðsins
fylgir í kjölfar yfirlýsinga
Khomeinis trúar- og byltingar-
leiðtoga að undanförnu. Hann
Reza Pahlevi.
sagði í ræðu nýlega að hann
vonaði að satt væri að keisarinn
fyrrverandi væri í raun dauð-
vona vegna krabbameinsins. í
annarri ræðu bar hann fram þá
spurningu til hvers íran þyrfti
að eiga samskipti við Bandarík-
in, og í enn einni ræðu, sem hann
hélt á laugardag í helgu borginni
Qom, sagði Khomeini: „Þeir sem
styðja stórveldi eins og Bretland,
sem hefur veitt (fyrrum forsæt-
isráðherra Shapour) Bakhtiar
hæli, og Bandaríkin, sem hafa
veitt spillingunni (keisaranum)
hæli, fá að mæta viðbrögðum
Khomeini.
okkar ef þeir halda stuðningi
sínum áfram."
Khomeini og aðrir trúarleið-
togar í íran hafa lagt blessun
sína yfir töku sendiráðsins, og
vopnaðir hermenn eru á verði
utan sendiráðsgarðsins, bersýni-
lega á bandi stúdentanna.
Þegar fréttist til Bandaríkj-
anna um töku sendiráðsins,
brugðu samtök íslamskra (Mú-
hammeðstrúar) stúdenta þar
skjótt við. Um 40 þeirra réðust
inn í Frelsisstyttuna í New York,
og hengdu um 30 metra langan
borða efst á styttuna. Á borðann
var letrað: „Það verður að draga
keisarann fyrir dóm og refsa
honum." Sjö þessara manna
hlekkjuðu sig fasta efst í stytt-
unni, en lögreglu tókst að leysa
þá, og voru allir handteknir.
I dag, mánudag, var aðgerðun-
um haldið áfram í íran. Fyrst
voru ræðismannsskrifstofur
Bandaríkjanna teknar herskildi,
og síðdegis ruddist hópur manna
inn í brezka sendiráðið í Teher-
an. Með töku brezka sendiráðs-
ins átti að mótmæla meintri dvöl
Bakhtiars fyrrum forsætisráð-
herra í Bretlandi, en hann dvelst
ekki þar, heldur í Frakklandi,
þar sem hann hefur verið búsett-
ur um margra mánaða skeið.
Þetta eru ekki fyrstu árásir á
erlend sendiráð í íran eftir að
keisaranum var steypt af stóli.
Skömmu eftir valdatöku Khom-
einis í febrúar s.l. réðust vopnað-
ir menn til inngöngu í banda-
ríska sendiráðið í Teheran,
drápu íranskan starfsmann, og
tóku um 100 gísla, þeirra á meðal
William Sullivan þáverandi
sendiherra. En þá greip Khom-
eini í taumana og hrakti árásar-
mennina á brott rúmum þremur
klukkustundum eftir að árásin
var gerð.