Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
þorskastríðinu
Englendingar
sæk ja f ram
Ármann Kr. Einarsson:
GoKKur vinur minn
Saga úr þorskastríðinu
Helgafell
Reykjavík 1979
KOMIN er út 33. bók eftir hinn
kunn.a og vinsæla höfund Ármann
Kr. Einarsson. Hann er tvímæla-
laust sá núlifandi barna- og ungl-
ingabókahöf. íslenskur sem þekkt-
astur er erlendis enda mikið af
bókum hans og leikritum verið
þýdd á erlend mál.
Saga þessi gerist á sjó, nánar
sagt um borð í íslensku varðskipi,
Tý, á fiskimiðum vordaga 1976.
Aðalpersóna sögunnar er
Magni, nýliði á skipinu: Hann
var sextán ára og hafði hætt í
skóla þegar skyldunámi lauk.
Annars ætlaði hann seinna að
halda áfram námi. —“
Magni réðist sem messadrengur
á varðskipið. Hann kynntist brátt
áhöfn skipsins: Best féll hon-
um við bátsmanninn, káetufélaga
sinn —“
Bðkmenntir
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
Sá hét Guðbjartur og var kall-
aður Goggur. Þótti hann manna
snjallastur að stjórna hinum
frægu klippum í þorskastríðinu.
Fyrstu dagarnir sem Magni var
um borð, fóru í það að sigla á
miðin fyrir austan. Þessir dagar
liðu með ró þar sem bæði tafl og
spilamennska voru mikið iðkuð.
Eitt kvöldið varð Magni fyrir
lífsreynslu er kom honum úr
jafnvægi, er hann var lagstur til
hvíldar í koju sinni: Rauðum
bjarma sló á kýraugað yfir koj-
unni. Var kviknað í skipinu? —“
Magni hentist upp á þilfar til að
vita vissu sína og komst þá að
raun um að kvöldsólin getur logað
eins og glóð.
Öll var skipshöfnin prúð-
mennskan sjálf og ekki lærði
Magni þar grófyrði eða orðheng-
ilshátt. Jón litli háseti um tvítugt
virðist með þeim röskustu á skip-
inu. Hann lét mikið yfir því hve
kvenhollur hann væri: Jón
hafði fallega söngrödd og söng oft
við raust við vinnu sína. Sérstakt
dálæti hafði hann á þessari gömlu
vísu:
„Kom ég upp i KvislarskarA.
kátleg stúlkan fyrir mér varð,
fögur var hún og frið að sjá,
fallega leist mér hana á.“
Goggur fræddi Magna heilmikið
um lífið og tilveruna. Engin spill-
ing var í þeirri fræðslu, sem
raunar var mestmegnis úr dýra-
fræðinni og fræðslan sú vakti
Magna til umhugsunar um að
maðurinn er hættulegasta dýrið,
sem einn er fær um að slíta
lífskeðju lífríkisins.
Ymsar upplýsingar um lífshætti
sjávardýra höfðu sterk áhrif á
Magna: Sagt er að hungraður
sæotur geti étið upp undir hundr-
að ígulker á dag. Hvílík býsn,
hrópaði Magni. Hann er ekki
magaveikur karlinn sá —“ Magni
gat ekki sofnað, svo mikil áhrif
hafði frásögn Goggs, um lífríkið í
sjónum á hann. Og þá loks hann
sofnaði tóku draumarnir við af
sögumanni.
Spilamennska varðskipsmanna
reyndist líka áhrifarík: „— Gleði
kvöldsins fylgdi Magna inn í
draumalöndin. Þegar Goggur
vakti hann árla næsta morguns
hrökk hann upp með andfælum og
hrópaði: „Ég segi pass —“
Þegar á miðin kom varð heldur
betur handagangur í öskjunum.
Og atburðir þeir sem höfundur
lætur gerast þar eru hverjum
lesanda kunnir, þar sem þeir
byggjast á fréttum fjölmiðla af
viðureign íslenskra varðskipa við
landhelgisbrjótana bresku og
breska flotann. Víða koma ná-
kvæmar lýsingar af viðureigninni.
En mitt i allri hringiðunni
lætur höfundur breskan pilt falla
fyrir borð á freigátunni. Magni
einn varð þess var og kastaði fyrst
bjarghring í sjóinn og stökk síðan
sjálfur. Honum tókst að ná bæði í
bjarghringinn og manninn. Ein-
mitt um það leyti, sem freigátan
og varðskipið náðu hámarki í
árekstri sínum: Sjórinn
streymdi og freyddi í fossaföllum
umhverfis þá og þeir voru komnir
á fléygiferð áður en Magni vissi af.
M
En baráttan við dauðann, sem
Magni raunverulega háði fyrir þá
báða endaði á ljúfan, rómantískan
máta: Magni beið í ofvæni.
Þei-þei. Hann lagði við hlustir.
Mjúkir tónar ómuðu líkt og úr
fjarska:
... fögur var hún og fríö að sjá,
fallega leist mér hana á.
Heit fagnaðarbylgja fór um
Magna og hann leit upp. Hann sá
ljósan kollinn á Jóni litla gægjast
yfir borðstokkinn. —“
Þessum tveim ungu piltum var
síðan bjargað um borð í varðskipið
Tý. Þar bundust þeir vináttubönd-
um og hvaða áhrif sú vinátta er
látin hafa á framgang mála verð-
ur lesanda látið eftir að kynna sér
í sögunni.
Stundum fylgir höfundur
sönnum atburðum nákvæmlega
eftir: Síðdegis næsta dag
barst svo frétt um að samningar
hefðu tekist í Osló og verið
undirritaðir. —“
Að þorskastríðslokum ríkti mik-
ill fögnuður meðal skipsmanna á
Tý. Og nú tóku þeir fallbyssuna í'
notkun. Goggur tók sér stöðu við
fallbyssuna og eitt þrumuskotið af
öðru kvað við. Hið síðasta til
heiðurs Gullkistunni. En hver var
Gullkistan?
Frágangur bókarinnar er góður.
Það hefur áreiðanlega ekki
dulist neinum sem fylgst hcfur
með skákfréttum undanfarinn
áratug að skákáhugi hefur
hvarvetna aukist gífurlega. Sú
þjóð sem mestum framförum
hefur tekið á skáksviðinu upp á
síðkastið eru vafalaust Eng-
lendingar. Þar hefur verið gert
mikið átak bæði til þess að auka
vinsældir skáklistarinnar með-
al almennings svo og til þess að
auka vinsældir skáklistarinnar
meðal almennings svo og til
þess að auka styrkleika fremstu
meistaranna.
Nú er svo komið að Englend-
ingar eiga fjóra stórmeistara,
en þeir áttu fyrir fjórum árum
engan og Anthony Miles. Oflug-
asti skákmaður þeirra um þess-
ar mundir tók um daginn þátt í
millisvæðamótinu í Riga í Sov-
étrikjumun.
Þessar miklu framfarir hafa
orðið til þess að ensk mót vekja
ávallt mikla athygli erlendis og
þá e.t.v. sérstaklega meistaram-
ót þeirra, en skákþing Bretl-
ands 1979 verður einmitt efni
þáttarins í dag.
Eins og nafnið felur í sér er
hér ekki eingöngu um að ræða
meistaramót Englendinga, held-
ur hafa skákmenn frá öllum
samveldislöndunum rétt til
þátttöku. Það er þó tilskilið að
allir þátttakendur í efsta flokki
verða að hafa unnið sér rétt til
þátttöku, en öll slík úrtökumót
fara fram á enskri, welskri eða
skoskri grund.
Á mótinu kennir því oft marg-
ra grasa, en sennilega hefur það
þó aldrei verið betur skipað en í
ár. Tveir öflugir stórmeistarar
tóku þátt, þeir Miles og Nunn,
auk sex alþjóðlegra meistara.
Athyglin beindist þó ekki
verulega að neinum þessara
kappa, heldur var það fjórtán
ára gamall skólapiltur, Nigel
Short að nafni sem gjörsamlega
stal senunni.
Short hefur um nokkurt skeið
verið þekktur í Englandi sem
undrabarn. Þetta ár hefur hon-
um gengið afburða vel á mótum,
hann varð efstur ásamt öðrum á
9pnu alþjóðlegu skákmóti á
Italíu, annar á heimsmeistara-
móti sveina og tapaði titlinum
aðeins vegna lakari stiga. Hann
leiddi síðan ensku sveitina í
heimsmeistarakeppni unglinga-
sveita til sigurs með því að
hljóta 6 V2 vinning af 7 möguleg-
um á fyrsta borði. Á brezka
meistaramótinu var Short í ein-
staklega góðu formi og tókst
honum að leggja bæði Miles og
Speelman, meistarann frá árinu
áður, að velli.
I síðustu umferð var um
hreina úrslitaskák að ræða á
milli hans og alþjóðameistarans
Roberts Bellins um efsta sætið.
Short sem hafði hvítt var öllum
hnútum kunnugur í byrjuninni,
enda eyddist Bellin drjúgur tími.
í stað þess að fara hægt í
sakirnar fórnaði Short vanhugs-
að skiptamun og fljótlega var
komið að honum að hugsa. Hann
neyddist til þess ,-að velja leið
sem leiddi til jafnteflis, enda
urðu úrslit skákarinnar á þá
leið. Þar með varð Bellin brezkur
meistari, þar eð hann hafði betri
stig, en þeir Short og Nunn, sem
komst upp að hlið þeirra. Urslit
mótsins urðu þessi:
1.—3. Bellin, Nunn og Short
8 v. af 11 mögulegum. 4. Miles
7l/i v. 5,—13. Botterill, Chendl-
er, Haygarth, Hebden, Large, J.
Littlewood, P. Littlewood, Þo-
vah og Speelman 7 v. 14. Copper
6*A v. 15.—21. Britton, Cumm-
ings, Fuller, Mestel, Penrose,
Watson, Wells 6 v.
Þátttakendur voru alls 48 tals-
ins.
Mér hefur nýlega borist í
hendur fjölritað hefti með öllum
skákunum frá mótinu. Það vakti
sérstaka athygli mína er ég
blaðaði í gegnum það hversu
margar skákir fengu skjótan
endi vegna þess hve djarft var
teflt. Þetta er vafalaust afleiðing
Monrad kerfisins, en í slíkum
mótum er nauðsynlegt að tefla
til vinnings í hverri einustu
skák. Við skulum nú virða fyrir
okkur nokkur áhugaverð augna-
blik á mótinu:
Söguslóðir
SÖGUSLÓÐIR. 424 bls.
Ufg.: Sögufélag.
Reykjavík, 1979.
MJÖG hefur fjölgað í stétt sagn-
fræðinga seinni árin. Eru orsak-
irnar einkum tvær að því er í
fljótu bragði virðist: I fyrsta lagi
almennur áhugi ungra mennta-
manna á sögu. í öðru lagi sú
staðreynd að sagnfræði var í tölu
fyrstu greina sem unnt var að
ljúka til lokaprófs við Háskóla
Islands, það er að segja eftir að
Háskólinn tók að færa út kvíarnar
— út fyrir hinar hefðbundnu
embættisgreinar. Meðal hinna
mörgu ungu sagnfræðinga, sem
komið hafa fram í dagsljósið
seinni árin, er óneitanlega talsvert
mannval. Og sem vera ber um svo
húmaníska stétt eru þeir hver með
sínu einkenni, hver öðrum ólíkir.
Bók þessi, Söguslóðir, «afmælisrit
helgað Ólafi Hanssyni sjötugum
18. september 1979» er eins konar
sagnfræðingamót, þarna koma
þeir saman og sýna sig í allri sinni
sundurgerð. Sumir eru skemmti-
legir, aðrir svona í meðallagi hvað
það snertir, sumir alþýðlegir, aðr-
ir fræðilegir; og fyrir nú utan að
miðla af viskubrunni sínum
staldra sumir við og tala í sinn
hóp — og spyrja, hvar stöndum
við og hvað er sagnfræði fyrr og
nú? Meðal þeirra er Gunnar
Karlsson, en ritgerð hans heitir:
Krafan um hlutleysi í sagnfræði.
Gunnar segir frá manni sem kom
inn í bókabúð í London og bað um
bók um tiltekið sögulegt efni.
Þegar einhverjar vöflur komu á
hann að taka við fjörutíu ára
gamalli bók um efnið var svarað
stutt og laggott: «Jú, en þetta er
saga.» Á svipuð mið rær Sigurður
Ragnarsson í ritgerðinni Sagn-
fræðin og kaida striðið. Sigurður
Bergsteinn Jónsson
Einar Laxness
Heimir Þorleifsson
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
gerir afarfróðlega grein fyrir því
hvernig menn líta tvennum aug-
um á kalda stríðið eftir því hvort
þeir standa til hægri eða vinstri í
pólitík. Hvar er þá krafan um að
hafa það heldur er sannara reyn-
ist? Er þá öll sagnfræði allra tíma
lituð þegar öllu er á botninn hvolft
— annað hvort til hægri eða
vinstri eftir því hvernig byrinn
blæs í pólitíkinni? Sigurður segir
að síðustu tíu til fimmtán árin
hafi vinstri sinnuðu sagnfræðing-
arnir «verið í árásarstöðu*. Orða-
lagið gefur hugmynd um eðli og
einkenni þess sem um er að ræða.
En eftir á að hyggja: Það eru
einungis viðhorfin til kalda
stríðsins sem um er vélt hér. Og
því er raunar ólokið. Þarna eru
menn því farnir að tjá sig um
hrein pólitísk málefni undir fræði-
legu yfirskini. Sigurður rekur
árekstur hinna ólíku sjónarmiða
til Viet-nam stríðsins og er ekki
að efa að sú skýring sé í fyllsta
máta sannleikanum samkvæm.
En viðhorf breytast ekki aðeins
andspænis dægurmáli eins og
kalda stríðinu. Bruninn mikli í
Kaupmannahöfn 1728 nefnist rit-
gerð eftir Þórhall Vilmundarson.
Þórhallur er einn örfárra núlif-
andi fræðimanna (ef ekki sá eini)
sem tekist hefur að ná alla leið tií
— almennings! Fáum öðrum
mundi nú á dögum heppnast að
fylla stærsta samkomusal borgar-
innar og ræða samt um efni sem
þorri manna lætur sig annars litlu
varða. í þessari ritgerð um brun-
ann mikla er kannski of mikið
sagt að Þórhallur varpi yfir efnið
nýstárlegri birtu. En hvort
tveggja er að hann leiðréttir
bagalegar missagnir sem verið
hafa furðulífseigar og svo lýsir
hann atburðinum á svo ljósan hátt
að frásögnin verður eins og spenn-
andi saga. Þórhallur ber Kaup-
mannahöfn á dögum Árna Magn-
ússonar saman við Reykjavík og
dregur dæmi af því að bruninn
hefði orðið hér — innan Hring-
brautar — sem er raunar dregin
eins og virkin í kringum Kaup-
mannahöfn og beinlínis stæld eft-
ir þeim. Sá sem kunnugur er í
miðborg Reykjavíkur sér þá ljós-