Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 244. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kambódía vill hjálp Bangkok. New York, 5. nóv. AP. Reuter. STJÓRN Heng Samrin í Kam- bódíu tilkynnti i dag, að landið væri nú reiðubúið til að þiggja aðstoð erlendis írá vegna hung- ursneyðarinnar í landinu. Þó var það skilyrði sett, að stjórnin i Phnom Penh sæi um dreifingu matvæla og lyfja. „Við getum annast dreifingu matvæla til allra landshluta, einnig landa- mærahéraða við Thailand,“ sagöi i tilkynningu stjórnarinn- ar. Þar eru skæruliðar Pol Pot, fyrrum forsætisráðherra, hvað sterkastir fyrir. Straumur flóttafólks hefur undanfarnar vikur flykkst yfir landamærin til Thailands. Stjórnin í Phnom Penh hafnaði á ný boði Bandaríkjamanna um að flytja matvæli frá Thailandi til Kambódíu með flutningabílum — aðstoðin yrði að koma til Phnom Penh. I New York var uppi fótur og Heng Samrin. fit í dag þegar fréttist að Keo Prasat, fulitrúi stjórnar Heng Samrin, væri í borginni. Samein- uðu þjóðirnar viðurkenna ekki stjórn Samrin í landinu. Fulltrúi Kína kallaði dvöl Prasat ólöglega. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði að Prasat væri ekki í New York í erindagjörðum stjórnarinnar í Phnom Penh. Hann sagði, að nokkrir öldunga- deilarþingmenn, sem væru með Cyrus Vance í New York vegna ráðstefnu um matvælaskortinn í Kambódíu, myndu hitta Prasat. Réttarhöld í Dyflinni: Ákærðir fyrir aðild að morði Mountbattens Dyflinni, 5. nóvember. AP. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust í dag í Dyflinni yfir tveimur írum. Thomas McMahon og Francis McGirl. Þeir eru sakaðir um aðild að morði Mountbattens jarls. Saksóknarinn sagði í dag, að þeir McMahon og McGirl hefðu komið sprengju fyrir undir báti jarlsins, en einhver annar hefði komið sprengjunni af saklausir af ákærunum. Þegar bátur Mountbattens jarls sprakk í loft upp hinn 27. ágúst síðastliðinn voru þeir McGirl og McMahon báðir í varðhaldi. I Sovétmenn skjóta und- anNoregs- ströndum Frá Jan Erik Lurc, fréttaritara Mbl. Osló, 5. nóvember. SOVÉSKUR kafbátur skaut um helgina langdrægri eld- flaug í norskri efnahagslög- sögu. Norska herstjórnin skýrði frá þessu í dag. Kafbát- urinn skaut eldflauginni und- an norsku eynni Söröya undan N-Noregi. Yfirmaður herráðs- ins, Sverre Hamre hershöfð- ingi, sagði við fréttamenn að norsk heryfirvöld hefðu ekki vitneskju um hvar eldflaugin lenti. Hann sagði, að hernað- araðgerðir væru ekki bannað- ar í efnahagslögsögu en venj- an væri að gefa viðvaranir áður en slíkt ætti sér stað. Sovétmenn hefðu ekki látið Norðmenn vita. Þá sagði hann að óvenjulegt væri að Norð- menn reyndu eldflaugar svo nálægt Noregi. stað. Þeir félagar kváðust báðir fötum þeirra fundust málningar- agnir af bátnum, sandur og leifar dýnamits. Bandaríska alríkislögreglan, Mountbatten. FBI, handtók í síðustu viku Mich- ael 0‘Rourke. Hann var tekinn fastur fyrir að hafa komið ólög- lega inn í landið og fyrir að bera fölsuð skilríki. 0‘Rourke er talinn viðriðinn morðið á Mountbatten jarli. Hann er í haldi í Salemi New Jersey. Hann á yfir höfði sér að verða framseldur til Bretlands. Þegar hann var handtekinn neit- aði hann að segja til síns rétta nafns, en af fingraförum tókst að komast að hinu rétta. 0‘Rourke slapp úr fangelsi á N-írlandi fyrir þremur árum. Stúdentar yfirgáfu brezka sendiráðið — en halda enn um 60 gíslum í bandaríska sendiráðinu í Teheran Teheran. Lundúnum. Washington, 5. nóvember. AP. Reuter. ÍRANSKIR stúdentar yfirgáfu í kvöld byggingu brezka sendiráðsins í Teheran, sem þeir tóku fyrr í dag. Ayatollah Khomeini trúarleiðtogi trana lýsti yfir stuðningi við aðgerðir stúdenta en þeir halda enn um 60 starfsmönnum bandariska sendiráðsins i Teheran, sem þeir tóku á sitt vald i gær. Auk sendiráðsins hafa stúdentar á valdi sinu tvær ræðismannsskrifstofur og menningarmálastofnun Bandaríkjanna í Teheran. Khomeini hvatti stúdenta gegn „ameríska risanum“ svo takast mætti að fá keisarann fyrrverandi, sem nú dveiur á sjúkrahúsi í New York, framseldan. Bandaríkjamenn þvertóku fyrir í dag, að keisarinn fyrrverandi yrði framseldur til írans. Blaðafulltrúi Jimmy Carters, Jody Powell, sagði í kvöld að björgun gíslanna í Teheran með hervaldi kæmi ekki til greina. Meginmarkmið forsetans, sagði hann, er að stofna ekki lífi gíslanna í Teheran í hættu. Þá varði hann ákvörðun stjórnarinnar að heimila keisaranum að dveljast á sjúkrahúsi í New York. í útvarpinu í Teheran sagði, að Bandaríkjamenn hefðu verið varaðir við aðgerðum gegn þeim, ef þeir heimiluðu keisaranum að koma til Bandaríkjanna. Jody Powell sagði að stjórnin í Washing- ton væri í stöðugu sambandi við stjórnvöld í Teheran. Hann sagði að írönsk stjórnvöld hefðu sagt að vel væri farið með gíslana í sendiráðinu. Jimmy Carter ræddi í kvöld við óryggismálaráðgjafa sinn, Zbigniew Bzrezinski. í Teheran krafðist Khomeini þess, að brezk stjórnvöld framseldu Bakthiar, fyrrum forsætisráðherra. Bakthiar sagði í París í kvöld, að Khomeini vissi fullvel að hann byggi í París. „Hann skammast sín að biðja Frakka um framsal mitt,“ sagði Bakthiar og átti við að Khom- eini hefði sjálfur dvalið í útlegð í Frakklandi. Útvarpið í Teheran sagði í dag, að stúdentar í banda- ríska sendiráðinu krefðust þess nú, að Iran sliti stjórnmálasambandi viö Bandaríkin. Olíumálaráðherra írans, Ali Ak- bar Moinfar, sagði í kvöld að írönsk stjórnvöld hefðu nú í athugun að taka fyrir alla olíusölu til Bandaríkj- anna. Sjá frétt um töku sendiráðanna á bls. 47. Símamynd AP. Keisaranum verður að refsa — stóð á borða, sem íranskir stúdentar komu fyrir á frelsisstyttunni í New York í dag. Njósnari dæmdur Kaupmannahöfn. 5. nóvember. AP. A-ÞYZKUR njósnari var í dag dæmdur í sex ára fangelsi í Kaupmannahöfn. Hann var dæmdur fyrir að hafa fengið danska stúiku. scm starfaði i utanrikisráðuneytinu. til að koma undan leyniskjölum. A-Þjóðverjinn, Jörgen Meyer, hefur búið í Danmörku síðan 1973. Hann notaði skilríki látins V-Þjóðverja. Stúlkan Karen Vint- en, 29 ára gömul, var dæmd í 18 mánaða fangelsi. Hún fékk dóm- inn mildaðan, þar sem sýnt þótti að hún hefði verið undir „sterkum áhrifum“ frá elskhuga sínum. Bólivía: Natusch ætlar að sitja sem fastast La Paz, 5. nóvember. AP. Reuter. ALBERTO Natusch, sem á fimmtudag hrifsaði til sín völdin í Bóliviu og lýsti sjálfan sig forseta, bar í kvöld til baka sögusagnir um, að hann myndi segja af sér embætti. Andstaðan gegn Alberto Nat- usch hefur verið mjög hörð. Ruben Sanchez, forseti þingsins, átti fund með Natusch í dag og eftir fundinn sagði hann, að Natusch hefði lofað að segja af sér emb- ætti. Sanchez sagði, að Natusch hefði lofað að segja af sér „innan nokkurra klukkustunda.“ Kaþólska kirkjan kom fram sem sáttasemjari þegar Natusch og Sanchez ræddust við í dag. Óeirðir héldu áfram í landinu. Fulltrúi Rauða krossins sagði, að 23 hefðu fallið í dag. Síðan Natusch hrifs- aði til sín völd á fimmtudag er talið að um 50 manns hafi fallið í bardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.