Morgunblaðið - 06.11.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.11.1979, Qupperneq 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 hljóða við óvænt tiltæki var án tafar skenkt í annað glas, eigi ógöfugra en hið fyrra, og Rússinn beðinn að glingra við glös sín að vild. Undi hann við íþrótt sína um sinn. Um leið og hann bar hönd húsfreyju að vörum, þá er hann yfirgaf samkvæmið, lét hann þess getið, að nú loks hefði hann gist híbýli sannra hefðarmanna. Væri slíkt með ólíkindum, að þjóð sú er hann hefði sannspurt að drykki að jafnaði úr hrútshornum, eða þambaði eldvatn af stút, en kaffi úr þrælapörum reyndist fremri ævafornum kúltúrþjóðum að glasamennt. Kvaðst koma hið fyrsta að endurnýja kynni við húsráðendur og klingjandi krist- alsglös þeirra og veggi. Þótt leitað væri með logandi lj'ósi verður hér hvergi vart við mávastell, jólarós, kornblóm, Bing & Gröndahl (sem minnir mig alltaf á forystu Alþýðuflokksins) eða aðrar þær postulínsvörur sem íslenskar húsmæður hefir margar hverjar dreymt um að bera á borð fyrir gesti sína. Það er eins og Frakkar komist af án þeirra. Þeir kunna til hlutanna, enda aldagöm- ul listgrein postulínsgerð. Ef ein- hvern langar til að sjá dæmi um handbragð þeirra, sér að kostnað- arlausa, má benda á kaffistell Steingríms biskups Jónssonar, sem prýðir einn glerskáp í Þjóð- minjasafninu heima. Það stell færðu þeir Páll Gaimard og Xavier Marmier honum, þá er þeir gistu land vort árið 1836 í leið- angri þeim hinum mikla er Loðvík Filipus sendi til íslands. Þá var nú heldur betur rennt á könnuna á biskupssetrinu í Laugarnesi, þar sem hross Sigurðar Ólafssonar söngvara hneggja nú við stall. Við undum lengi við glugga- skoðun og glasament í Paradísar- stræti. Stóðumst freistingar krist- alsglasa og skála, því annað var erindið. Létum okkur nægja tvö billeg bollapör af ætt Víðgelmis, til þess að mæla við í morgunsár, þá er heim kemur. Ekki svo að skilja, að fögur kristalsglös freisti ekki, þar sem ljósgeislar morgunsólar brotna í skyggðum fleti þeirra og flúri. Hér hefði Einar skáld Benediktsson fundið glös við sitt hæfi og ekki þurft að láta kaupin ganga til baka, eins og hann gerði hjá Gunnþórunni Halldórsdóttur og Guðrúnu Jónasson, þá er þær verzluðu með kristalsvarning sinn fyrir meira en hálfri öld. Innan- búðar hjá þeim var þá ung og fögur stúlka er síðar varð kunn af skörungsskap og rausn. Margrét Jónsdóttir, kona Þórbergs Þórðar- sonar rithöfundar. Margrét segir frá heimsókn þjóðskáldsins í verzlun Gunnþórunnar: Einar Benediktsson kemur dag nokkurn. Spyr um kristalsglös. A von á gestum. Hyggst veita þeim góðvín og leitar umgerðar við hæfi. Skoðar lengi. Velur af kost- gæfni. Finnur loks fögur glös er falla í smekk. Dregur upp veski sitt. Greiðir á staðnum það sem upp er sett. Segir: Þið sendið mér glösin í Þrúðvang. Þau eru á ykkar ábyrgð þangað til þau eru komin upp á skenkinn í stofunni. Gunnþórunn lofar að glösin skuli send samdægurs. Biður stúlkurnar Margréti og Guðrúnu Bjarnadóttur að búa tryggilega um glösin. Þær sækja pappírs- umbúðir. Vefja um hvert glas vænum ströngli. Leggja glösin í þvottabala er þær bera á milli sín. Er í Þrúðvang kemur færa þær glösin sem fyrir var lagt. Fjar- lægja umbúðir. Koma glösunum fyrir á stofuskenk frú Valgerðar. Kveðja og halda til búðar sinnar. Líða nú nokkrir dagar. Þá birt- ist þjóðskáld og veizlustjóri í búð Gunnþórunnar & Co. Segir: Ég vil að kaupin gangi til baka. Þetta eru ekki vínglös sem þið senduð mér. Valgerður kona mín segir að þetta séu blómaglös. Endurgreiðið mér andvirði glasanna. Sækið þau í Þrúðvang. Þau eru á ykkar ábyrgð þangað til þau eru komin aftur í vörzlu verzlunarinnar. Gunnþórunn: Ég treysti mér ekki til að rengja þetta. Því skyldi það ekki vera rétt, að hverri tegund hæfi ákveðin glös. „Dropi breytir veig heillar skálar." Eins Pétur Pétursson þulur: íParadísarstrœti snýst allt um kristal og postulín Það er ljóst, þótt ekki sé geng- ■ inn nema stuttur spölur um svo- nefnt Paradísarstræti í Parísar- borg, að hér bíða Evudætra og Adamssona margháttaðar freist- ingar við hvert fótmál. Nefnt stræti liggur skammt frá Rue Lafayette og kyssir Fiðrildastræti við gatnamót í morgunsólinni þá er gengið er á þriðjudagsmorgni og vegfarendur fletja út nefin við gluggaskoðun. Strætið er enn í fersku minni frá fyrri heimsókn. Hér ráða ríkjum stéttar- og starfsbræður Bieringsfeðga, Zoega, Sigurðar í Hamborg, Vil- helms Norðfjörð, Hjartar Nielsen, Tékkkristal, Rosenthal, Kosta Boda, Sigurðar Kjartanssonar, K. Einarsson & Björnsson, Þorsteins Bergmann, Domus, Rammagerð- arinnar, Jóns Jóhannessonar, Kristjáns Siggeirssonar, kristals- kaupmanna og búsáhaldabúða, hvað sem þær nú heita allar, er sjá okkur fyrir bollum, drykkjar- ílátum, kaffistellum, tepottum, súkkulaðikönnum í barnagilli, tertuspöðum, kökudiskum, að ógleymdum glösum, til ýmiskonar brúks, allt frá saklausum mjólkurglösum er bleyjubörn bera að munni, til háfættra kampavíns- glasa sem þeytt er í vegg að loknum munnsopa, bergðum af aðalbornum vörum. Saga er sögð af rússneskum barún, eða greifa, einum þeirra er deildu örlögum með landflótta þjóðbræðrum og systrum í lok byltingar bolsévíka árið 1917, að sá eðla herra, er var einn fárra landflóttamanna er naut þeirrar náðar að þurfa ekki að aka leigubíl um breiðstræti Parísar, taka á móti dvalargestum hótela, eða vísa til sætis í kvikmyndahúsum, var tíður gestur í samkvæmum heldra fólks í Parísarborg milli- og eftirstríðsáranna. Þar kom sögu að svarf að búsáhaldakaup- mönnum og gekk á brothættar vörubirgðir þeirra er tekist hafði að forða frá steypiárásum Stuka- flugvéla og fólkorustum frelsis- garpa. Að sama skapi gerðust húsfreyjur og gestgjafar sam- haldssamari á fagran borðbúnað og aðrar gersemar er enn prýddu hillur og skápa. Var því aflagður sá siður er Rússum áður hélst uppi að varpa krotuðum kristalsglösum í hallarveggi, strax þá er þeir höfðu tæmt þau. „Kristallen den fina“ segir í sænsku ljóði frá dögum Karls 12. sem „ern og ungur í eld og styrjöld vóð og hvassar hjaltatungur lét hefja sigurljóð" segir Matthías Joch- umsson í ljóði um postulíns og sverðabrjót þeirra Svía. Brugðu nú húsfreyjur á það ráð, að bera þeim er grunaðir voru um slíka fyrirætlan, að varpa glösum í vegg, drykkinn fram í óbrjótan- legum glösum, eða einhverjum þeim, af ódýrri gerð, er eigi var í eftirsjá þótt týndu tölunni. Land- flótta Rússar tóku því með þögn og þolinmæði, sem mörgu öðru mótlæti er þeir máttu þola, þá er sól Nikulásar Rússakeisara gekk til viðar. (— Ájæja, sagði Bjartur í Sumarhúsum og hló. Er nú Rússakeisari fallinn.) Þó herma frásagnir, að einn þeirra, ónafn- greindur, hafi harmað það hlut- skipti sitt, að fá ei að halda fyrri háttum. Fór hann veizlu úr veizlu. Hvarvetna var sama sagan. Þjón- ustufólk hefðarmanna Parísar- borgar fékk ströng fyrirmæli um að verja Rússanum kristalglösin. Einkum háfætt, af ætt storka. í öllum betri húsum vissi hver þjónn og hver þerna, að þá er Rússann bar að garði skyldi þegar í stað bruna fram með silfurbakka og bera honum drykk vænan í bleyjubarnaglasi, eða öðru því íláti er eigi var söknuður að þótt varpað væri í vegg. Við þau tíðindi varð Rússanum að orði: Fækkar nú hefðarfólki í París. Tómur pöbull og plebbar. Hvergi ærlegir aðalsmenn er halda í heiðri fornar venjur og státtarsiði. Var hann vart mönnum sinnandi sakir trega og hugarangurs, unz hann bar að íslenskum rausnargarði. Þar réðu ríkjum heiðurshjón af göfugum ættum. Sendiherra smárikis með háleitar hugsjónir ristar á skjöld, víkingslund í brjósti og geð Vær- ingja. Sendiherrann og kona hans, göfug kunnu vel að fagna gestum. Þar kemur ferð Rússans er fyrr var getið, að hann knýr dyra í bústað sendiherrahjóna. Var þar fagnaður góður og vel veitt, að vanda. Drykkur borinn fram í fægðum kristalglösum. Freistar nú landflóttamaður gæfunnar. Heitir á dýrlinga rétttrúnaðar- kirkju sinnar, að magna sér mátt og gengi, þá er hann varpi glasi í vegg. Er skemmst frá að segja og þarflaust lengi að þæfa. Fagurgert staupið flýgur í vegginn og spring- ur með þokka og þýðum hljómi í þúsund mola I stað þess að húsráðendur og gesti þeirra setti Gluggi f Paradísarstrœti. Starfsstúlka í Þjóöminja- safni skenkir stallsystur Gunnþórunn sinni úr stelli Steingríms Halldórsdóttir. biskups.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.