Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Einn stærsti steinninn sem tekinn var úr hafnarmynninu i Vestmannacyjum með gufukrana 1934, en hann var talinn vega um 12 tonn. „Ég var ekki fæddur þegar faðir minn drukknaði við Vestmannaeyj- ar 16. maí 1901 í einu mesta sjóslysi sem þar hafði orðið. Hann var með Eyjafjallaskipinu Björgúlfi sem Björn bóndi í Skarðshlíð var for- maður fyrir. Skipið fórst á svokall- aðri Beinakeldu rétt suður af Yzta- Kletti, en þarna drukknuðu tuttugu og sjö menn og þar af átta konur. Það var mikil blóðtaka fyrir Eyja- fjallahrepp að sjá á bak þessum stóra hópi kjarnans úr litlu sveit- arfélagi. Má segja að þá hafi sól hnigið í Ægi að dagmálum í Eyja- fjallahreppi og að þungt hafi verið yfir Stóruborg þar sem móðir mín gekk með mig, sitt þrettánda barn. Sex börn voru þá heima á aldrinum frá tveggja til tólf ára, eitt í Vestmannaeyjum og hin dáin.“ Sendu rúgmélspoka ofan af landi Það er Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirshólum í Vestmannaeyjum sem hefur hér sögu sína í spjalli um líf og liðinn veg. Friðfinnur hefur búið yfir miklu þreki um ævina enda afreksmaður á mörgum sviðum bæði í atorku og reglusemi. Hann fæddist á Stóruborg undir Eyjafjöll- um 22. desember 1901, sonur Ólafar Þórðardóttur sem ættuð var úr Vestur-Skaftafellssýslu og Finns Sigurfinnssonar, Runólfssonar hreppstjóra og skálds í Skaganesi og prests á Krossi í Reynisþingum og á Krossi í Landeyjum Högnasonar prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð, sem nefndur var presta- faðir, en hann eignaðist átta syni sem allir urðu prestar. „Eftir þetta mikla slys hélt móðir mín áfram búskap í tvö ár á Stóruborg, en þá fluttist hún að Drangshlíð í sömu sveit með mig en hin börnin voru tekin á heimili í sveitinni og tvö fóru til Eyja. Jóhann, sem var elztur, fór til Sigurðar hreppstjóra föðurbróður síns í Eyjum. í Drangshlíð dvaldi móðir mín í 3 ár hjá þeim heiðurs- hjónum Guðfinnu og Gissuri sem reyndust henni sannir vinir. Þá fluttist móðir mín til Vestmanna- eyja og var ég þá fimm ára gamall. Farið var á áraskipi frá Eyjafjalla- sandi og ennþá man ég þegar lent var á klöppunum niður af Brydest- ofn. Þá sá ég Sigurð hreppstjóra í fyrsta sinn, hann kom til að taka á móti okkur ásamt Jóhanni bróður mínum. Móðir mín fór með mig að Brekkuhúsi fyrir ofan hraun í Eyj- um til hjónanna Sigurbjargar Sig- urðardóttur og Sigurðar Svein- björnssonar,. Þessi góðu hjón sendu móður minni rúgmjölspoka vorið sem slysið varð og faðir minn fórst og sá poki var mikil björg í bú á þeim tíma. Móðir mín skrifaði þeim hjónum þakkarbréf f.vrir send- inguna og eftir það skapaðist vin- átta sem hélzt ævilangt. I Brekku- húsum dvöidumst við í tvö ár þangað til móðir mín fluttist niður í bæ með Finnboga bróður mínum sem hafði verið í Þorlaugargerði í þrjú ár, einum af bæjum Ofanbyggj- Rabbað við Friðfinn Finnsson frá Odd- geirshólum i Eyjum ara, hjá þeim góðu hjónum Rósu Eyjólfsdóttur og Jóni Péturssyni. Ég varð hins vegar áfram í Brekkuhúsi til tuttugu og fjögurra ára aldurs og reyndust fósturfor eldrar mínir hinir beztu foreldrar en þau áttu tvö börn, Aðalheiði og Sigurjón. Þau ólu þó upp að meira og minna leyti átta börn frá öðrum án nokkurs endurgjalds. Þetta var mikið fórnarstarf og sýnir vel sam- stöðu fósturforeidra minna. Allt hið góða guðs- blessun að þakka Þarna ólst ég upp við leik og störf og alla algenga vinnu eins og mér var snemma haldið til sem þá var venja. í byggð Ofanbyggjara þar sem Brekkuhús er voru 10 bæir og þar bar Ofanleiti hæst. Þar bjó séra Oddgeir Guðmundsson með sinni fjölskyldu. Þessir bæir eru uppi á miðri Heimaey og er hálfrar klukkustundar gangur í bæinn. Þarna bjó mikið gott fólk sem lifði saman í sátt og samlyndi og það sannfærði okkur börnin um að allt það góða sem kæmi fram við okkur væri Guðs blessun að þakka. Sorg og gleði koma engum einum við þær heimsóttu alla byggðina hverju sinni. Húslestrar voru í heiðri hafð- ir og okkur börnunum kennt að virða kristindóminn og sækja kirkj- una á messudögum. Séra Oddgeir var mikilsvirtur sem prestur og héraðshöfðingi. Hann hélt okkur börnunum fast að fermingarundir- búningi og að við kynnum okkar Helgakver rækilega. Hann gaf okk- ur heilræði sem því miður hafa mörg gleymst, en sum af þeim man ég þó ennþá. Til dæmis sagði hann. Munið þið börnin góð að kristinn maður gerir engum vísvitandi rangt til, hann tekur ekki það sem annar maður á og hann lætur sér nægja sinn deildan verð. Hann krefst ekki hærri launa en hann veit að hann vinnur fyrir og hann svíkst ekki um við störf sín. Þetta eru aðeins nokkrar hinna kristnu dvggða, að kirkjan á að vera okkur móðir og griðastaður í ófriði daganna og gleymum aldrei 14. versinu í fyrsta Pssíusálmi. Lausnari venju lær og halt, lofa þinn Guð og dýrka skalt. Bænalaus aldrei byrjuð sé burtför af þínu heimili." lOára til róðra úr Klaufinni „Á þessum tíma gerðu Ofanbyggj- arar út í Klaufinni við Stórhöfða." „Já og minn fyrsta róður fór ég í þaðan með séra Oddgeiri sóknar- presti og syni hans Sigurði. Þá var ég á 10. ári og dró nítján fiska. Ég gaf Jóni í Gvendarhúsi og Sesselíu konu hans Máríufiskinn og fékk hjá þeim miklar blessunaróskir fyrir. 15 ára fór ég til lundaveiða í Bjarnarey sem fullgildur veiðimaður og þar var ég í ellefu sumur við fuglaveiði og eggjatöku með ógleymanlegum æskufélögum. Byggði húsið á 58 dögum Árið sem ég fór frá Brekkuhúsi, 1924, tók ég á leigu eina stofu í húsinu Stað á Helgafellsbraut hjá þeim heiðurshjónum Sigurbjörgu og Kristjáni Egilssyni og hafði ég þar einnig fæði og þjónustu. Lausa- mennskubréf keypti ég mér um þetta leyti og það kostaði 12 kr., en þar með var ég orðinn kóngsins lausamaður eins og sagt var. Við fuglaveiði vann ég á sumrin og byggingarvinnu og sjómennsku á vetrum, lengst af mótoristi eins og þá var kallað.“ „Ég hef heyrt að þú hafir, einn af fáum, byrjað aö byggja áður en þú giftir þig.“ „Já, ég var trúlofaður og mér fannst ekki nein framtíð í því að byrja búskapinn í leiguíbúð. Þá var það að minn góðkunningi Kristján Egilsson hvatti mig til að byggja og bauðst hann til þess að lána mér 2000 kr. og minn góði bróðir, Finnbogi, hvatti mig einnig og sagðist hjálpa mér eftir því sem hann gæti. Með þessum fyrirheitum byrjaði ég að byggja húsið Heima- götu 22 árið 1926, eina hæð, þrjár stofur og eldhús. Um sumarið, 7. ágúst, varð bróðir minn Finnbogi fyrir slysi við vélgæzluna og dró það til dauða hans. Hann hafði verið vélstjóri hjá ísfélagi Vestmanna- eyja með Högna frænda sínum frá Vatnsdal. Hafði hann búið í ný- byggðu húsi sínu að Heimagötu 26 með móður okkar, en þar hafði ég eina stofu á leigu og fæði þetta sumar. Á Heimagötu 22 áttum við heima í 8 ár, en þá keypti ég Oddgeirshól- atúnið og byggði sumarið 1934 húsið Oddgeirshóla sem nú heitir Stuðlab- erg. Þarna hafði ég nokkurn búskap tvær kýr og um 20 kindur og 4—£ hundruð hænsni. Túnið gaf af séi um 70 hesta af heyi, var um fjórai dagsláttur að stærð.“ „Það munu hafa verið snögg handtök við byggingu hússins." „Þetta var nú reyndar áður en átta tima dagvinnan kom til sög- unnar og þá má ef til vill segja að það hafi verið hraðbygging. Við byrjuðum að grafa fyrir grunni 1. júní, en 28. júlí fluttum við inn, eða eftir 58 daga frá því að byrjað var, en margt var nú óklárað þótt það kæmi smátt og smátt. Þarna áttum við heima í 22 ár, en hófumst þá handa við að byggja nýja Oddgeirshóla og nú neðst í túninu sem síðar varð Hólagata 40. Þar áttum við heimili í 16 ár, eða þar til eldgosið flæmdi okkur burtu. Konu minni, Ástu Sigurðardóttur frá Nýja kastala á Stokkseyri kvæntist ég 16. október 1926 og hefur hún reynzt mér sannur ævifélagi. Því miður hefur hún búið við mjög skerta heilsu hin seinni ár. Við eignuðumst tvo drengi, Finnboga og Jóhann, og búa þeir báðir í Eyjum með fjölskyldur sínar." Vissu allt sem þurfti úr lífsins skæola „Þú hefur kallað móður þína og fóstru stórar í því smáa.“ „Um móður mína og fóstru vil ég segja þetta. Frá því fyrst ég man eftir mér að ég flúði til móður minnar og fórstu með lítinn meidd- an fingur og tár í auga, þá vissi ég ávallt að þar fengi ég allt það bezta til hjálpar og sama var þegar ég fullorðinn maður talaði við þær um ýmis framtíðarmál. Margt gat brugðist, en þær aldrei. Þær höfðu aldrei setið á skólabekk, aðeins lífsins skóla, en það var samt eins og þær vissu það sem þurfti að vita. Þær áttu mikla góðvild til samferðamanna sinna og vissu hvað þær áttu að segja þegar breyskur meðbróður leitaði til þeirra eða þegar þær fóru sjálfar óbeðið á fund slíkra ógæfusamra meðbræðra. Það má því segja að móðir mín og fóstra hafi verið stórar í því smáa eins og kallað er. En hvað er stórt og hvað er smátt þegar allt kemur til alls. Sjálfsagt er það eitt stórt.að vera trúr yfir litlu. Menn í slíkri þjónustu hafa ætíð verið farsælir." Þótt Friðfinnur hafi verið kafari í 25 ár er fullmikið sagt að hann hafi veið í kafi allan þennan tíma, en hann vann mörg og erfið verkefni á þeim vettvangi enda gerði Kafara- félag íslands hann að heiðursfélaga 1958. Þegar innsiglingin í Eyjum var dýpkuð þannig að hún varð í rauninni fyrst skipgeng vann Frið- finnur mikilvægt starf ásamt mörg- um öðrum og til liðs fengu þeir grafskipið Getti sem vann við verkið með tröllslegum hætti undir það síðasta þegar innsiglingin gat boðið hvaða skipi landsmanna sem var að ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.