Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979
21
Lárus Jónsson alþingismaður:
Þeir sem virða grundvallarlög og
reglur Sjálfstæðisflokksins að vettugi
geta ekki borið fram lista í nafni hans
Einn D-listi
Ég las yfirlætisfulla grein
Sturlu Kristjánssonar sálfræð-
ings í Morgunblaðinu sl. föstu-
dag og undrun mín óx með
hverri línu. Hann nefnir þessa
grein Framboð sjálfstæð-
ismanna í Norðurlandskjördæmi
eystra, lista DD. Sturla er nýliði
í Sjálfstæðisflokknum. Hann
mun hafa gengið í Sjálfstæðis-
félag Akureyrar fyrir réttri
viku, þegar grein hans birtist.
Honum er því e.t.v. vorkunn að
kunna ekki lög eða skipulags-
reglur Sjálfstæðisflokksins. Eitt
er þó athyglisvert. Þessi fullhugi
nýgenginn í Sjálfstæðisflokkinn
þykist geta dæmt formann
flokksins, Geir Hallgrímsson,
fyrir hrein afglöp í störfum hans
sem formanns fyrir það að láta
hafa eftir sér í fjölmiðlum, að sá
listi sem Sturla Kristjánsson er
2. maður á “sé ekki framboð
Sjálfstæðisflokksins né sjálf-
stæðismanna".
Ég vil hvetja Sturlu Krist-
jánsson til þess að kynna sér
skipulagsreglur Sjálfstæðis-
flokksins, sem eru þau lög, sem
sjálfstæðismenn vinna eftir. Það
er nefnilega svo, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er „flokkur lýðræðis,
frjálshyggju og frjálsrar sam-
keppni" eins og Sturla segir í
grein sinni. Hann er ekki flokkur
stjórnleysingja. Þess vegna
starfar hann samkvæmt lögum,
sem hann setur sér. Gagnvart
þeim lögum eru allir jafnir, þeir
sem starfað hafa í Sjálfstæðis-
flokknum í hálfa öld og líka þeir
sem hafa starfað þar í eina viku.
Það er líkt með lýðræðislegum
stjórnmálaflokki og þjóðfélag-
inu, að hlíti flokksmenn ekki
sínum lögum og starfsreglum
verður lýðræðisflokkur ekki
langlífur. Þannig er og um lýð-
ræðisþjóðfélag, ef þegnar þess
virða ekki landslög er stutt í
upplausn og einræði.
I Skipulagsreglum Sjálfstæð-
isflokksins segir svo í 55. gr:
„Kjördæmisráð ákveður fram-
boðslista flokksins við kosningar
til Alþingis." Þetta er skýrt.
Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi eystra
getur einvörðungu ákveðið
framboð, sem bera á fram í
nafni Sjálfstæðisflokksins í
þessu kjördæmi. Það getur valið
frambjóðendur eftir ýmsum leið-
um, t.d. viðhaft prófkjör, en
enginn getur tekið lokaákvörðun
um framboð Sjálfstæðisflokks-
ins nema kjördæmisráð.
Um prófkjör
Sturla ræðir mikið um próf-
kjör í grein sinni. Þær umræður
eru ekki nýjar af nálinni í þessu
kjördæmi og má minna á, að
fyrir síðustu kosningar höfðu
nokkrir flokksmenn skrifað á
áskorunarlista í því sambandi,
sem dregnir voru til baka, meðal
annars vegna tilmæla Jóns G.
Sólnes. Út af umræðum um
prófkjör vil ég minna á eftirfar-
andi punkta:
1. Kjördæmisráð kom til fund-
ar daginn eftir yfirlýsingu Al-
þýðuflokksins um að hann styddi
ekki ríkisstjórnina. Þá hefði
verið nægur tími til þess að
undirbúa prófkjör. Margspurt
var um tillögur fundarmanna
um að viðhafa prófkjör, og
bókaðar að ekki væru uppi radd-
ir um slíkt. Jón G. Sólnes var á
þeim fundi.
2. Jón G. Sólnes hefur undan-
farnar tvennar kosningar verið á
móti prófkjöri.
3.1 Morgunpósti Ríkisútvarps-
ins í gær segir Jón G. Sólnes, að
hann hafi orðið var við mótbyr
innan kjördæmisráðs eftir Mý-
vatnsfundinn og því ekki talið
óeðlilegt að farið yrði af stað
með prófkjör. Með því játar
hann að afstaða hans til próf-
kjörs miðast við hvort hann
sjálfur hafi fylgi innan kjör-
dæmisráðs eða ekki.
4. A sérstökum fundi kjör-
dæmisráðs, sem haldinn var að
ósk Jóns Sólness, um prófkjör
lýstu margir forráðamenn sjálf-
stæðisfélaga utan Akureyrar að
þeir hefðu rætt framkomin til-
mæli innan sinna félaga og væru
mótfallnir prófkjöri. Sumir
sögðust ekki treysta sér til að
framkvæma prófkjör og myndu
ekki gera það.
Nokkrir forystumenn Akur-
eyrarfélaganna voru einnig mót-
fallnir prófkjöri. Ástæður
manna voru mismunandi: fram-
kvæmdaerfiðleikar í strjálbýli,
tímaskortur, nokkurra vikna
gamlar prófkjörsreglur, sem
væru óaðgengilegar („opið
prófkjör") og að með prófkjöri
gætu Akureyringar einvörðungu
ráðið úrslitum um niðurröðun á
listanum. í þessu sambandi vil
ég taka fram, að ég mælti hvorki
með né á móti prófkjöri á
þessum fundi kjördæmaráðs.
Að teknu tilliti til framan-
greindra atriða og fleiri sjón-
armiða, sem hér verða ekki
rakin, synjaði kjördæmisráð
áskorun 451 stuðningsmanns og
félagsbundins sjálfstæðismanns
um prófkjör og má nærri geta,
hvort sú ákvörðun hefur verið
tekin með glöðu geði.
Lárus Jónsson.
— óháð framboð
Kjörnefnd, sem kjörin var
einróma á mývatnsfundinum,
tók síðan til starfa. Á fundi
kjördæmisráðs 28. okt. sl. kom
aðeins fram ein tillaga um skip-
an framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í þessu kjördæmi. Til
þessa fundar var boðið með viku
fyrirvara eins og ákvæði eru um
í Skipulagsreglum flokksins. Á
þessum fundi kom engin tillaga
fram um annan lista Sjálfstæð-
isflokksins í kjördæminu, svo
sem þó er skylt samkvæmt
lögum flokksins, ef áhugi hefði
verið á slíku. Framangreind til-
laga um skipan lista Sjálfstæðis-
flokksins var samþykkt með einu
mótatkvæði. Þar með var sá listi
ákveðinn eins og lög og reglur
Sjálfstæðisflokksins standa til.
Fjölmiðlar höfðu þegar um
helgina 28. okt. haft eftir að-
standendum fyrirhugaðs
DD-Iista, að slíkt framboð væri í
bígerð. Þetta gerðist á sama
tíma sem sá aðili, sem lögum
Sjálfstæðisflokksins samkvæmt
var að störfum við að bjóða fram
lista Sjálfstæðisflokksins. Þann
fund gátu aðstandendur fyrir-
hugaðs DD-lista ekki sótt vegna
„tímaskorts". Síðar var greint
frá því í fjölmiðlum, að þetta
framboð hefði verið ákveðið og
engin skýring gefin á því, hvern-
ig að því væri staðið eða eftir
hvaða reglum.
Ljóst er, að við framboð og val
frambjóðenda á sjálfskipaðan
lista þann, sem Sturla er annar
maður á var algerlega gengið
framhjá lögum og reglum Sjálf-
stæðisflokksins og ekki ofan í
kaupið reynt að viðhafa prófkjör
eða skoðanakönnun svo að vitað
sé, sem þó var sett á oddinn af
sumum forráðamönnum listans.
Kjarni málsins er sá, að þeir
sem virða lög og reglur Sjálf-
stæðisflokksins í grundvallar-
atriðum að vettugi geta ekki
borið fram lista í nafni hans.
Þeir eru að segja sig úr lögum
við Sjálfstæðisflokkinn en ekki
öfugt eins og Sturla hélt fram í
þeirri undarlegu grein, sem að
framan er vitnað til.
Kjördæmisráð kom saman til
skyndifundar sl. miðvikudag og
staðfesti einfaldlega, að einn
listi sjálfstæðismanna væri í
kjöri fyrir komandi alþingis-
kosningar, borinn fram í sam-
ræmi við lög og skipulagsreglur
flokksins. Gildandi kosningalög í
þessu Iandi kveða svo á, að
kjörstjórn mun úrskurða lista
Jóns og Sturlu óháðan eða utan
flokka.
Stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi eystra.
Fylkjum okkur um hugsjón og
stefnu Sjálfstæðisflokksins gegn
pólitískri ævintýramennsku og
þjóðarvoða óðaverðbólgunnar.
Klofningslisti Jóns og Sturlu
gæti hugsanlega fellt Halldór
Blöndal og komið bankastjóra úr
Keflavík á þing sem 3. þing-
manni Framsóknarflokksins. Ég
skora á alla góða menn að láta
slíkt ekki henda.
Jón Magnússon, form. SUS:
Framboðslistar Sjálfstæðis-
flokksins hafa nú verið lagðir
fram í öllum kjördæmum. Ýmsir
forystumenn flokksins og stuðn-
ingsblöð hafa af því tilefni séð
ástæðu til þess að harma hve
hlutur launþega og kvenna er lítill
að þessu sinni. Ég hef hins vegar
ekki orðið var við að þessum
aðilum þætti nokkuð miður hvað
hlutur ungs fólks í Sjálfstæðis-
flokknum er lítill á framboðslist-
um flokksins, þess hóps sem frem-
ur hefur unnið stefnumótandi
störf á vegum flokksins á undan-
förnum árum. í þessum hópi ungs
fólks eru að sjálfsögðu bæði
launþegar og konur.
Nú má enginn misskilja orð mín.
svo að ég telji að hlutur kvenna
eða launþega sé nægilega mikill.
Að mínum dómi væri æskilegt að
hann væri meiri, en aðalatriðið
má aldrei gleymast. Til stjórnun-
arstarfa þarf Sjálfstæðisflokkur-
inn fyrst og fremst að velja
hæfustu einstaklingana sem kost-
ur er á hverju sinni, óháð mennt-
un, kynferði, búsetu eða aldri. Það
er æskilegast að sá hópur sem
þannig velst sé sem fjölbreyttast-
ur með tilliti til þess sem hér er
nefnt, en það má hins vegar ekki
fórna hæfum einstaklingum á
kostnað slíkra sjónarmiða.
Aðalatriði stjórnmálastarfs er
að móta þjóðmálastefnu, vinna
henni fylgi og koma henni í
framkvæmd, þessi atriði mega
ekki gleymast þegar menn eru
valdir á framboðslista flokksins.
Þar veljum við hæfustu málsvara
flokksins hverju sinni. í flokki
eins og Sjálfstæðisflokknum er
ekkert óeðlilegt við það, að menn
Þegar prófkjörsreglur Sjálf-
stæðisflokksins voru til afgreiðslu
í miðstjórn flokksins, hafði ég
ýmislegt við þær að athuga. Taldi
eðlilegt að gefnir væru ákveðnir
valkostir í sambandi við prófkjör
vegna mismunandi aðstæðna í
ýmsum kjördæmum, frambjóð-
endur gæfu kost á sér í ákveðin
sæti o.fl. Engin af þessum athuga-
semdum var tekin til greina og
tillögur og/eða athugasemdir sem
skiptu máli við framkvæmd
prófkjörs komu ekki fram frá
öðrum. Þetta er vert að hafa í
huga m.a. með tilliti til þess, að
þeir sem skipuðu 4 efstu sætin í
þetta fólk hefur í langan tíma sýnt
sig í að vera verðuga málsvara
flokksins. Aðdragandi prófkjörs-
ins var stuttur og því alveg ljóst
að aðrir áttu engan möguleika á
að blanda sér í baráttuna um þessi
sæti. Allir þessir einstaklingar
hlutu líka mikið fylgi og stærsti
hluti Sjálfstæðisfólks sýndi þeim
traust með því að kjósa þá.
Nokkrir hafa orðið til að gagn-
rýna þau úrslit, sem þarna fengust
og vissulega hljóta sérstakir
stuðningsmenn einstakra fram-
bjóðenda að vera óánægðir með
það, ef þeirra maður nær ekki eins
langt og vonir þeirra standa til.
Hvernig
kjörsins hafi verið veik fyrir
flokkinn.
Mér finnst eðlilegt að sá rit-
stjóri Morgunblaðsins sem ritar
þetta geri Sjálfstæðisfólki grein
fyrir því, fyrst hann heldur þessu
fram, hvaða aðilar í fremri sætum
prófkjörsins hefðu átt að fá lakari
útkomu til þess að listinn yrði
sterkari að hans mati, því það
leiðir af sjálfu sér að ef einn
færist upp í prófkjöri þá færist
annar niður. Hvernig átti listinn
að vera að mati höfundar Reykja-
víkurbréfs, til að ná fram þeim
atriðum, sem hér er vitnað í.
Skrif sem þessi í Reykjavíkur-
bréfi Morgunblaðsins, óháð því
hvernig úrslit prófkjörsins voru
og skrif í samskonar bréfum eftir
prófkjörið fyrir Alþingiskosn-
ingarnar 1978 eru að mínu mati til
átti listinn að vera?
greini á um það, hverjir séu
æskilegustu frambjóðendurnir og
úr því verður einfaldlega að skera
með lýðræðislegum aðferðum.
Settar hafa verið reglur á Lands-
fundum flokksins hvernig að
þessu vali skuli staðið og af
miðstjórn hvernig prófkjör skuli
framkvæmt, ef gripið er til þess
ráðs. í lýðræðisflokkum verður að
gera þá kröfu til þeirra sem þar
starfa að þeir virði leikreglur
lýðræðisins, starfi samkvæmt
þeim og virði þau úrslit sem
þannig fást. Séu menn óánægðir
með þær reglur sem settar hafa
verið er þá fyrsta atriðið að
gagnrýna þær og leita eftir því að
breyta þeim.
prófkjöri á Reykjanesi, að undan-
skildum Óíafi G. Einarssyni og
þeir sem skipuðu 9 efstu sætin í
prófkjöri í Reykjavík, að undan-
skildum Friðrik Sophussyni, eiga
sæti eða sátu þá miðstjórnarfundi
þar sem prófkjörsreglurnar voru
til umræðu og afgreiðslu. Leik-
reglurnar voru því settar af þeim
aðilum sem helst komu til álita við
skipan framboðslista flokksins á
þessum stöðum.
í nýafstöðnu prófkjöri í
Reykjavík, vissu allir fyrirfram að
baráttan stóð á milli þeirra sem
síðan skipuðu 9 efstu sætin í
prófkjörinu. Um var að ræða 8
fyrrverandi þingmenn flokksins
og fyrrverandi borgarstjóra. Allt
Kosningaúrslit eru hinsvegar
staðreynd þegar talningu atkvæða
er lokið og við þau hljóta og verða
lýðræðissinnar að sætta sig. Því
má heldur ekki gleyma að það er
ætlast til mikils af þeim sem njóta
víðtæks trausts.
í prófkjörinu í Reykjavík kusu
nú fleiri en áður. Það kemur
manni því á óvart, þegar það er
fullyrt í Morgunblaðinu í Reykja-
víkurbréfi s.l. sunnudag, að um
þann lista sem kom út úr próf-
kjörinu hefði ekki tekist nægileg
samstaða meðal Sjálfstæðis-
manna í höfuðborginni. Þá er
jafnframt fullyrt í sama Reykja-
víkurbréfi að niðurstaða próf-
þess fallin að draga úr samstöðu
og baráttukrafti Sjálfstæð-
ismanna.
Að loknum þeim kosningum
sem nú fara í hönd geta Sjálfstæð-
ismenn endurskoðað þær reglur
sem gilda um framboð flokksins.
Prófkjörin hafa reynst vel að
mörgu leyti, en miður að öðru. Slík
atriði skipta hinsvegar ekki máli
nú, heldur það, að Sjálfstæðis-
menn standi fast saman og hefji á
nýan leik þá sókn sem Sjálfstæðis-
flokkurinn var í þegar vinstri
stjórnin sáluga gafst upp.
Reykjavík 4. nóvember 1979
Jón Magnússon, formaður
Sambands ungra Sjálfstæð-
ismanna