Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 17

Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 17 Veiðimenn í svartíuglabyKKð i bjargi i Bjarnarey 1922. Frá vinstri: SiKurgeir Jónsson frá Suðuriíarði, Kristmundur Sæmundsson Draumbæ. Haraldur Eiriksson, Árni Finnbogason, Friðfinnur Finns- son og Hjálmar Eiríksson. KirkjuKarðshliðið í Eyjum sem frægt varð í gosinu. Ljósm. SiicurKeir. sinni í Vestmannaeyjahöfn. Að loknu þessu starfi var haft á orði að kafarinn sem vann að verkinu hefði verið eini kletturinn sem eftir stóð í innsiglingunni að lokum. Þegar lok- ið var við suðurhafnargarðinn hélt hafnarnefnd verkamönnunum glaðning á garðinum og að sjálf- sögðu voru ræður haldnar. Þar þakkaði Jóhann Þ. Jósepsson al- þingismaður verkamönnunum fyrir góð og vel unnin störf og kafaranum sem hefði staðið eins og klettur í hafinu með þeim árangri sem kunn- ur væri. „Um langt árabil stundaðir þú köfun við margskonar verkefni og m.a. við að ná grjótinu upp úr innsiglingunni til Eyja.“ „Árin sem kafarastörf komu við sögu urðu tuttugu og fimm. Þú nefndir innsiglinguna, en þannig gengu málin fyrir sig þá að Hafnar- nefnd lét smíða tréfleka úr gildum trjám og flaut flekinn á 200 trétunn- um. Stærð flekans var 12x12 metrar að flatarmali. Stórt handspil var á flekanum, sem fjórir menn unnu við til að hala upp grjótið. Það var mjög erfitt verk þegar stórir steinar voru í tauginni, en þeir stærstu voru um 7 tonn að þyngd áætlaði Finnbogi Rútur verkfræðingur. Stórar járn- tangir voru á vírendunum sem niður kom og var það kafarans að slá tönginni á steinana, gera klárt fyrir hífingu. Oft var erfitt að fá töngina til að grípa því að steinarnir voru sleipir af þaragróðri. Fyrstu tang- irnar voru danskar, en síðan smíðaði Mathías Finnbogason hafn- arsmiður allar tangir sem við þurft- um að nota. Þær voru smíðaðar úr fjaðrastáli og þoldu mikla sveigju. Seinna var sett bátavél á flekann og sneri hún spilinu. Eftir það gekk verkið betur. Þá setti Haraldur Eiríksson rafvirkjameistari síma í halda í höfn. Það var stór dagur í Eyjum þegar Gullfoss sigldi í fyrsta kafarahjálminn þannig að ég gat talað við línumann minn, en þetta var til mikilla bóta og öryggis fyrir kafarann. Seinna endurbætti Har- aldur þetta svo þannig að við gátum talað upp og niður. Daglega hlóðum við flekann en lítill mótorbátur dró flekann út undir Berggang þar sem grjótinu var hent í sjóinn. Þegar Básaskersbryggjan var byggð losuð- um við grjót í hana í tvö sumur. Það er margs að minnast frá þessum árum og mikill og brenn- andi var áhugi Eyjamanna á því ef hægt yrði að dýpka innsiglinguna. Fyrsta sumarið á flekanum þótti spá góðu þar um.“ „Þið hafið ráðið við öll björgin sem í innsiglingunni voru?“ I Sögu Vestmannaeyja eftir Sig- fús M. Johnsen segir að stórt bjarg hefi verið í innsiglingunni frá 17. öld og hefði komið að Eyjum með hafís. Þorsteinn í Laufási minnist einnig á þennan vágest í bók sinni, Alda- hvörf í Eyjum, og telur að bjarg þetta hafi ekki verið minna en 200 tonn. Finnur á Oddgeirshólum réðst til atlögu við þetta bjarg sem hafði ferðast með hafísnum en strandað á vondum stað fyrir Eyjamenn og hans var heiðurinn af því að koma því burtu. „Þetta bjarg var erfitt viðureign- ar. Ég setti vírstroffur aftur og aftur á klettinn, en gufukraninn sleit þær jafnharðan. Loks tókst mér að koma sjálfum kranavírnum utan um bjargið og þá hafðist á stórstraumsflóði að láta gufukran- ann draga það austur undir hafnar- garð þar sem það var síðan borað og sprengt í sundur með dínamíti í viðráðanlegri hluta á stórstraums- fjöru. Það var mikill sigur unninn þegar þetta stóra bjarg var farið úr innsiglingunni." „Hvernig var innsiglingin þegar þú byrjaðir að kafa 1927?“ „Hún var svo grunn að 12 tonna bátar urðu að sæta sjávarföllum til þess að fljóta út og inn um höfnina. Skip sem komu með salt, kol og aðrar nauðsynjar urðu oft að bíða í marga daga þar til straumur stækk- aði, en að lokinni hreinsuninni góðu gátu öll skip landsmanna siglt leiðina. Höfnin hefur ávallt verið lífæð Eyjamanna." Á trúarlega sviðið þegar úr kafinu kom Finnur kafaði við ótalda tugi báta, togara og önnur skip þá áratugi sem hann vann við köfun, en hann vann ekki aðeins neðan sjávar. Þegar úr kafinu kom tóku við önnur störf, m.a. á hinu andlega og trúarlega sviði, því að Finnur var lengi í sóknarnefnd Landakirkju. „Já, ég var í sóknarnefndinni í 25 ár og síðustu 10 árin formaður, en að því loknu safnaðarfulltrúi í 3 ár. Það var unnið að margvíslegum endurbótum á Landakirkju úti og inni þennan aldarfjórðung. Það fyrsta sem gert var eftir að ég var kosinn í nefndina var að setja slitlag á gólfið og varð að samkomu- lagi að setja á það terrassó. Þá voru bekkirnir niðri í kirkjunni mjög úr sér gengnir og var sóknarnefndin sammála um að láta smíða nýja bekki. Gerði Ólafur Björnsson hús- gagnasmíðameistari það. Stærsti áfanginn var að fá nýtt orgel í stað þess gamla sem var orðið ónothæft að dómi organista. En það var ekki hlaupið að því, kirkjan átti engan sjóð, en í orgel- sjóð sem búið var að safna í undanfarin ár voru 19 þús. kr. Nýtt orgel kostaði hins vegar hátt í 200 þús. kr. þá. Sóknarnefndin var bjartsýn og því var pantað orgel hjá því danska fyrirtæki Sterub og Sons. Við vissum góðhug safnaðar- ins til kirkjunnar og þetta gekk allt upp. Söfnuðurinn gaf til orgelkaup- anna 103.842 kr., en stærsta gjöfin, kr. 30.000 var frá Bátaábyrgðarfé- lagi Vestmannaeyja. Uppsett kostaði orgelið 182 þús. kr.“ „Þið létuð byggja nýja forkirkju í stað þeirrar gömlu." „Þá þurfti sóknarnefndin á mikilli bjartsýni að halda ekki síður en við orgelkaupin og sóknarnefndin var einhuga um að fara af stað með þetta og teysta eins og áður á stórhug og gjafmildi safnaðarins sem ekki lét nú þessa bjartsýni til skammar fremur en áður. Þegar hafist var handa á turnbyggingunni. voru til í byggingarsjóði einar 1000 kr. sem voru fyrsta gjöfin til turnbyggingarinnar. Gefandi var heiðursmaðurinn og kirkjuvinurinn Guðmundur Magnússon frá Goða- landi. Þetta var minningargjöf um konu hans, frú Helgu Jónsdóttur. Peningagjafir til turnbyggingarinn- ar á arunum 1955—1958 námu alls kr. 350.676. Þá reyndist Baldur Ólafsson bankastjóri okkur mjög vel með fyrirgreiðslu þegar á þurfti að halda. Ennfremur sýndi bæjarfó- geti, Torfi Jóhannsson, okkur mikla góðvild og hjálpsemi, en hann hafði innheimtu sóknargjalda með hönd- um. Veitti hann okkur mikla aðstoð þegar til hans var leitað. Og turninn komst upp með Guðs og góðra manna hjálp og varð kostnaðurinn um 600 þús. kr. Ólafur Á. Kristjánsson fyrrv. bæjarstjóri teiknaði turninn og var hann sam- þykktur af húsameistara ríkisins, athugasemdalaust. Ólafur hefur gegn um árin reynzt Landakirkju með afbrigðum vel og aldrei tekið neitt fyrir það sem hann hefur gert. Óskar Sigurðsson löggiltur endur- skoðandi endurskoðaði kirkjureikn- inga Landakirkju um árabil án endurgjalds. Það fannst mér mikið ánægjulegt hvað margir sýndu kirkjunni mikinn góðhug.“ „Þið létuð einnig lýsa upp kirkju- garðinn, en slíkt er óvenjulegt." „Það hygg ég enn þó hef ég frétt að slíkt sé gert í Þýzkalandi. Þá hitti ég að máli einn af velunnurum kirkjunnar, Garðar Sigurjónsson rafveitustjóra, og bað hann að kynna sér hvað ljósaútbúnaður sem færi vel á þessum stað myndi kosta. Garðari leizt vel á hugmyndina og lofaði að athuga þetta. Eftir stuttan tíma var Garðar búinn að fá myndir af litlum ljósastaurum með tilheyr- andi útbúnaði og verði og samþykkti sóknarnefdin einróma að kaupa 25 ljósastaura. Þessi ljós voru síðan sett í kirkjugarðinum og látin mynda kross. Fer þetta mjög vel. Garðar teiknaði þetta allt upp og var mjög hjálplegur við verkið, allt án endurgjalds. Kirkjugarðar eru helgir reitir og yfir þeim hvílir blær genginna kynslóða. Þarna fer fram síðasta kveðja til liðinna ástvina okkar. Á gönguferð um þennan helga reit koma í hugann hugstæðar minn- ingar um horfin ástvin og úr slíkri göngu komum við betri menn. Hann þjónar því lífinu með því að vera geymslustaður liðinna kynslóða og vel hirtur grafreitur ber minningu safnaðarins fagurt vitni." „Þú áttir frumkvæðið að því að setja upp ljóskrossinn á kirkju- garðshliðið." „Það er rétt, en upphaf málsins var það að systkinin frá Skuld í Eyjum gáfu ljóskross á Landakirkju til minningar um foreldra sína, Ingunni Jónsdóttur og Sigurð Oddsson. Krossinn var síðan settur á turn kirkjunnar, en vildi oft bila og því kennt um að hann þyldi ekki veðrin og þann titring sem þeim fylgdi. Var krossinn því tekinn niður með samþykki gefanda. Að krossinum var mikill sjónarsviptir, því að hann setti mikinn svip á bæinn. Ég, eins og margir aðrir, var oft að hugsa um hvar heppilegast væri að setja krossinn upp. Svo var það eina nótt í vöku eða svefni að mér var blásið því í brjóst að breyta kirkjugarðshliðinu og setja krossinn þar upp. Þetta tel ég að hafi verið innblástur frá því máttarvaldi sem mig hefur verndað alla tíð frá öllum slysum og háska- semdum við lífshættuleg störf í fjallaferðum, við sjómennsku í 20 ár, vetrarferðir og köfunarstörf í 25 ár og siglingar á stríðsárunum. Strax um morguninn gerði ég smá riss af hugmyndinni og fór með það til Ólafs Kristjánssonar. Honum leizt vel á hugmyndina og sagði mér að koma daginn eftir því þá skyldi hann hafa tilbúna teikningu af hliðinu eins og ég hafði hugsað það. Daginn eftir var teikningin tilbúin og um kvöldið kallaði ég saman sóknarnefndarfund. Voru allir mjög ánægðir með hliðið og samþykktu að fela mér framkvæmd verksins. Smiður h.f. tók að sér að smíða og setja upp bogann á hliðstólpana. Þá þurfti að styrkja bygginguna og járnbindinguna í bogann teiknaði Ólafur Gunnarsson bæjarverkfræð- ingur endurgjaldslaust. Garðar raf- veitustjóri teiknaði raflagnir sem að þessu verki lutu og þannig voru allar hendur á lofti að koma kross- inum upp. Á krossinum var kveikt 11. nóvember 1968 kl. 4.30.“ Orðin á hliði Eyjakirkjugarðs „Hver valdi orðin sem standa á boganum og urðu eins konar tákn- mál fyrir Eyjabyggð þegar eidgosið dundi yfir?“ „Það er nú það. Þegar búið var að mála hliðið og bogann datt mér í hug hvort ekki myndi fara vel á því að mála á hann viðeigandi ritning- arorð. Ég vissi ekki hvort það væri viðeigandi, svo að ég skrifaði bisk- upi íslands, herra Sigurbirni Ein- arssyni, og sendi með mynd af hliðinu ásamt hugmynd minni um þessi ritningarorð: „Ég lifi og þér munuð lifa“ á framhliðinni og á hliðinni að garðinum: „Friður sé með yður“. Eftir tvo daga kom þakkarbréf frá biskupi þar sem hann þakkaði nefndinni framtakið og kvað fyrr- greind ritningarorð mjög vel viðeig- andi á þessum stað. Mér þótti mjög gott að leita til biskups Sigurbjarn- ar um ýmislegt sem upp kom í sambandi við kirkjumál og á þar um ánægjulegar minningar.“ „Þú fékkst því framgengt fyrir fáum árum að Kjalarnesprófasts- dæmi gaf út Fjallræðuna sérprent- aða.“ „Á síðasta héraðsfundinum sem ég sat sem safnaðarfulltrúi Vest- mannaeyja bar ég fram tillögu um að prófastsdæmið gæfi út Fjallræð- una sérprentaða. Rök mín voru þau að þetta væri eins og allir vissu sú fegursta ræða sem flutt hefði verið, um það yrði aldrei deilt. Og hefði þann háleita boðskap að færa sem við þekktum. Minnti ég á að fá orð hafa haft meiri áhrif en þau sem flutt eru í ræðunni og með því að gefa hana út í sérprentun væri hún aðgengilegri og handhægari fyrir aldrað fólk og sjúkt og reyndar alla aðra. Þessi tillaga var samþykkt og í framkvæmdanefnd voru kjörnir séra Garðar Þorsteinsson prófastur og séra Bjarni Sigurðsson á Mos- felli, ásamt tillögumanni sem kostaði útgáfuna. 10 þús. eintök voru prentuð og þeim dreift m.a. af prestum í prófastsdæminu. Þeir Hafsteinn Guðmundsson prent- smiðjustjóri og Einar J. Gíslason safnaðarstjóri veittu ómetanlega aðstoð við þessa framkvæmd ásamt meðnefndarmönnum mínum. Það er trú mín að boðskapur Fjallræðunn- ar muni hljóma um ókomin ár og verða mönnum eilíf leiðbeining í leit sinni að gæfu og hamingju." „Nú hefur þú starfað um langt árabil að kirkjumálum, hvernig var samstarfið við prestana?" „Mér líkaði mjög vel að vinna í sóknarnefndinni, en ég hef alla tíð verið mjög hlynntur kirkjulegum málum. Kona mín og synir okkar hafa öll sungið í kirkjukórum, svo að segja má að kirkjan hafi verið okkar annað heimili. Samstarfið í sóknarnefndinni var mjög gott öll þessi ár, þarna voru ágætismenn sem allir voru samhuga um að vinna sem bezt að þeim málum sem gætu orðið söfnuðinum og Landakirkju til sóma. Um samstarfið við prestana er allt gott að segja, ágætt alla tíð. Ég starfaði við þrennar prestskosn- ingar og þær fóru allar vel fram þótt stundum væru skiptar skoðanir eins og eðlilegt er í lýðræðisþjóðfé- lagi, en ágreiningur fannst mér jafnan gleymast að loknum kosning- unum og sögðu prestar mér að margir af þeim sem óskuðu eftir öðrum presti við kosningu hafi reynzt þeim mjög vel í safnaðar- starfinu. I samsæti sem prestum var haldið við brottför frá Eyjum skildu Vestmannaeyingar við þá alla sem kæra vini. Ég á ánægjulegar minn- ingar um starf mitt með söfnuðin- um og að hafa notið trausts safnað- arins til þess að vinna að hinum ýmsu málum. Kærkomnust gjöf sem mér hefur verið gefin var silfurskj- öldur með upphleyptri mynd af Landakirkju og nafni mínu áletr- uðu, en skjöldinn færði sóknar- nefndin mér fyrir hönd safnaðarins á 70 ára afmæli mínu.“ Margvísleg störf með útúrdúrum „Þú hefur starfað lengi að bindind- ismálum." „Við hjónin vorum um árabil í stúkunni Sunnu nr. 204 og synir okkar báðir þegar þeir höfðu aldur til. Það er mannbætandi að starfa í Reglunni og mikil gæfa hvers manns að vera bindindismaður. 1976 sat ég stórstúkuþing IOGT á 90 ára afmæli reglunnar, það var ánægju- legt.“ „Þú stofnaðir verzlunina Eyjabúð í Eyjum.“ „Þar verzlaði ég í 14 ár og það gekk ágætlega. Ég keypti húsið af Einari Sigurðssyni, en það var allt of lítið svo að ég varð að kaupa fiskhús við hliðina á búðinni og brjóta það niður til þess að byggja nýtt í staðinn, um 100 fm. Þá fékk ég ágætt pláss fyrir vörugeymslu og við það situr í dag. Þetta var þriðja húsið sem ég byggði, 4. húsið voru Oddgeirshólar neðst í túni mínu, nú Hólagata 40, en ég reikna með að Oddgeirshólanafnið fylgi húsi Jó- Sjá nœstu síöu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.