Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 39 Einar Ásgrúnsson Sighifirði -Minning Fæddur 6. nóvember 1896. Dáinn 5. október 1979. Langri lífsgöngu er lokið, hljóðnað er fótatak aldraðs manns, manns af þeirri kynslóð sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Hann hét Einar Asgrímsson og var fæddur 6. nóvember 1896 að Nefstöðum í Fljótum, einn af 7 börnum for- eldra sinna Margrétar Sigurðar- dóttur og Asgríms Guðmundar Ásgrímssonar er þar bjuggu. Öll eru systkinin nú látin nema yngsti bróðirinn, Helgi sem býr á Siglu- firði. Á Nefstöðum var heimili Einars til ársins 1916 er hann fluttist til Siglufjarðar, þar sem hann bjó óslitið til dauðadags. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Dórótheu Jónsdóttur og gengu þau í hjónaband árið 1925. Þau eignuðust 7 börn sem öll eru á lífi, talin í aldursröð. Jón, búsettur í Garðabæ, kvæntur Guðrúnu H. Valberg; Ásta gift Páli Gunnólfs- syni í Reykjavík, Ásgrímur sem alltaf hefur búið á Siglufirði með foreldrum sínum, Guðlaug í Sand- gerði, ekkja Sigurjóns Jóhannes- sonar er lést 1970, Sólveig, gift Helga Einarssyni í Hafnarfirði, Brynjar.kvæntur Guðrúnu Ólafs- dóttur í Vestmannaeyjum, og Stella, gift Páli Gunnlaugssyni, en þau búa á Siglufirði. Barnabörnin eru 26 talsins og fjöldi barna- barnabarnanna er kominnátt á annan tug. Áður en Einar giftist hafði hann eignast soninn Eystein Óskar sem er búsettur í Hafnar- firði. Auk barnanna stigu sum barna- börnin sín fyrstu spor á heimili afa og ömmu og öll áttu þau visst athvarf þar, hvenær sem var. Geta má því nærri að þar hafi oft verið mannmargt og hjónin þurft að taka til hendinni. Fyrstu ár sín á Siglufirði vann Einar alla algenga vinnu í landi auk þess sem hann stundaði sjóinn. En þegar síldarævintýrið hófst á staðnum vann hann við síldarverkunina í landi, ýmist sem matsmaður, verkstjóri eða beykir á sumrin, en á veturna vann hann við tunnusmíðar fyrir Tunnuverk- smiðjuna, einn fyrstur manna sem það verk vann á Siglufirði. En í þeirri verksmiðju varð síðan vettvangur starfsdags Einars þar til hann hætti störfum þá eitthvað kominn á áttræðisaldur. Til að drýgja tekjurnar til framfærslu heimilisins höfðu þeir feðgar Ein- ar og síðan Ásgrímur nokkrar kindur, og eina kú hafði fjölskyld- an á meðan börnin voru ung og öll heima. Á yngri árum hafði Einar gam- an af íþróttum og stundaði m.a. glímu. Hann var líkamlega vel á sig kominn fram á efri ár og það var ekki fyrr en hin allra síðustu ár að heilsu hans fór að hraka að ráði. Þá tóku við mikil veikindi og sjúkrahúslegur sem hann þó ailtaf virtist ná sér upp úr. En ekkert varir að eilífu, ævi Einars var öll að morgni 5. október s.l. Dauðinn fór um hann mildum höndum, hann andaðist í svefni á heimili sínu. Snemma á nýliðnu sumri var Einar staddur hér í Reykjavík til að leita bóta við augnmeini sem hafði angrað hann um tíma. Þau 2—3 ár sem liðið höfðu frá því að við hittumst þar áður höfðu síend- urtekin veikindi sett óafmáanlég spor sín á hann. Hann var orðinn lotinn og þreytulegur, en andlega hress og viðmótið var jafn hlýtt og fyrr. Eitt sinn sátum við tvö dágóða stund yfir kafffibollum og röbbuðum saman. Hann lét í ljós áhyggjur yfir því hvort okkur dóttursyni hans veittist ekki erfitt að sjá fyrir okkar stóra barnahópi, vel minnugur þess hve til slíks þurfti stórt átak þegar hann var i þeim sporum. Hann sagði mér sitthvað frá gamalli tíð, störfum sínum og lífsbaráttu og því hvern- ig hann og kona hans lögðu ofurkapp á að vera efnalega sjálf- stæð og að geta komið þeirra stóra barnahópi vel til manns. Það hvarflaði að mér þá eins og oft áður hve lærdómsríkt það getur verið þeim yngri að heyra þá sem Baldur Þ. Gísla- son — Minning Baldur Þ. Gíslason kaupmaður, Þingholtsstræti 17 í Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi dags hinn 30. október 8.1. Útför hans fer fram í dag kl. 15 frá Fríkirkjunni. Baldur fæddist við Þing- holtsstrætið í miðbæ Reykjavíkur 15. júní 1909. Foreldrar hans voru Þórunn Pálsdóttir og Þorsteinn Gíslason ritstjóri. Börn þeirra voru 6, en þrjú þeirra létust á undan Baldri: Ingi (1905—1956), Nanna (1906—1967) og Freyr (1911—1976). Eftir lifa bræðurnir Vilhjálmur og Gylfi. Baldur hóf nám í Menntaskól- .anum í Reykjavík, en hætti því eftir skamman tíma og réðst til starfa hjá föður sínum, sem þá gaf út tímaritin Lögréttu og óðin, rak bókaforlag og bókaverslun við Lækjargötu. Þessum rekstri var hætt á kreppuárunum. Vann Bald- ur eftir það í um 15 ár við listmunagerð. Fyrir þremur ára- tugum hófu Baldur og Nanna systir hans rekstur hannyrða- verslunar í húsinu við Þing- holtsstræti, og er sú verslun enn starfandi og nýtur vinsælda. Eftir andlát Nönnu hafði Baldur versl- unina einn, en naut þó aðstoðar starfsmanna, venjulega tveggja kvenna, sem unnu hálfan daginn. Þetta er í fáum orðum sagan af lífsstarfi Baldurs Þ. Gíslasonar. Hann starfaði lengstum með ætt- ingjum sínum og hefur því aldrei verið launþegi í venjulegum skiln- ingi þess orðs. Hann vildi vera sjálfstæður og engum háður. Á kreppuárunum mun hann hafa heitið því að stofna aldrei til skulda, svo að nokkru næmi, og við það stóð hann til æviloka. Versl- unina hafði hann opna kl. 1—6 síðdegis 5 daga vikunnar. Á morgnana heimsótti hann póst- hús, tollstofu, banka og skipafélög, því að meginhluta söluvöru sinnar flutti hann inn sjálfur frá Dan- mörku og Þýskalandi. Síðdegis var hann til taks á lager sínum til að finna litbrigði, sem um var beðið, og sníða af hespum sínum það magn, sem viðskiptavinir þörfnuð- ust. Á öllum tímum sólarhrings virtist hann, eftir því sem færi gafst, taka til stramma og garn, sem um hafði verið beðið í versl- unninni eða í bréfum. Við þetta starf þarf natni og nákvæmni. Baldur bjó alla sína ævi ókvæntur í Þingholtsstræti 17, og héldu foreldrar hans og þau syst- kini, sem áður eru fallin frá, heimili saman. Þar var um ára- tuga skeið samkomustaður fjöl- skyldunnar og öllum tekið opnum örmum. Faðir Baldurs dó 1938, en móðir hans lifði til 1966. Síðustu 12 ár bjó Baldur einn af fjölskyld- unni á hinu gamla heimili. Á morgungöngum snum um mið- bæinn hitti hann kunningjana, leit oft inn í fyrirtæki þeirra, og á yngri árum var hann oft gestur í kvikmyndahúsum í borginni og vestur á Melavelli. Hin síðari ár undi hann að mestu við störf sín, bækurnar sínar og við sjónvarpið. Þó fór hann stundum á tónleika og hin betri veitingahús. — Baldur dvaldist um skeið í Danmörku á æskuárum síum, en síðaustu 40 lifsreynslu hafa segja frá og reyna að gera sér í hugarlund við hvernig aðstæður þá var unnið og lifað. Ég kynntist Einari og Dórótheu fyrst fyrir rúmum 14 árum þegar ég kom í nokurra daga heimsókn á heimili þeirra, sem væntanleg tengdadóttir elstu dóttur þeirra. Sú heimsókn einkenndist af þeim viðtökum sem ég átti eftir að sjá að voru þeim töm og eðlileg við hvern sem var. Hvort sem gesti bar að garði óvænt eða áður vitað var þeim tekið af sannri gestrisni og rausn, og voru þau hvert sem annað húsráðendur þar. Sá háttur verður eflaust á hafður áfram á Grundargötu 9 á meðan heilsa Dórótheu endist og nýtur hún þar sem áður stuðnings Ásgríms sonar síns. Stór niðjahópur þessara hjóna hefur alltaf átt hug þeirra allan. Yfir velgengni var glaðst en ef vitað var um erfiðleika einhvers staðar olli það þeim áhyggjum og kvíða. Stór var foreldrafaðmurinn og opinn öllu þessu fólki. Ég verð þeim báðum ævinlega þakklát fyrir þá umhyggju sem þau hafa sýnt okkur og þá ekki hvað síst fatlaðri dóttur okkar. Ef Einar hefði lifað hefðu ætt- menn hans og vinir í dag sam- glaðst honum á 83 ára afmælinu, en í þess stað er hans nú minnst , með virðingu og þökk og honum óskað velfarnaðar á ókunnum stigum. Hvíli hann í friði. F.K.Þ. árin fór hann ekki utan nema til fylgdar systur sinni, sem þurfti að gangast undir erfiðar skurðað- gerðir erlendis. Honum leið best í miðbænum, vildi helst ekki síðustu ár fara yfir Elliðaárnar. Bíl sinn hreyfði hann lítið nema til að aka heim starfsfóli sínu á kvöldin, enda munu fáir bifreiða- eigendur láta sér nægja, eins og hann gerði, að aka aðeins um 3.000 km á ári. Honum var þó ljóst, ekki síst þegar áttræðisaldurinn nálg- aðist, að það frelsi, sem hann hafði skapað sér með atvinnu sinni, lagði á hann byrði langra vinnudaga, sem oft hafa sjálfsagt ekki skilað háu tímakaupi. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að breyta lífsháttum sínum og njóta við nýjar aðstæður afrakst- urs vinnu sinnar. Baldur Þ. Gíslason var Reykvík- ingur af gamla skólanum. Hann var um margt sérkennilegur maður. Ættingjar hans og vinir kveðja hann með söknuði að leið- arlokum, því að hann var góður viðræðu, velviljaður og þolinmóð- ur vinur. Þór Vilhjálmsson. Kristín Einarsdótt- ir—Minningarorð Fædd 14. maí 1891 Dáin 10. október 1979. Kristín Einarsdóttir, sem í hartnær sjö áratugi bjó að Frakkastíg 24 hér í Reykjavík, andaðist að morgni hins 10. októ- ber s.l. Útför hennar fór fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 17. október, og hún var jarðsett við hlið eiginmanns síns sáluga í Gamla kirkjugarðinum við Suður- götu þann dag. Kristín fæddist i Holti í Álfta- veri þann 14. mái 1891 og náði þvi 88 ára aldri. Hún var elzt í hópi níu systkina, dóttir hjónanna Ein- ars Jónssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Kristín naut aðeins samvista foreldra sinna níu fyrstu ár ævinnar, en þá fluttist hún til vandalausra, þar sem hún var til 16 ára aldurs. Þá réðst hún í vist í Reykjavík, eins og algengt var í þá daga. Árið 1912, þá tuttugu og eins árs gömul, giftist hún eiginmanni sínum, Guðmundi Elíasi Guð- mundssyni. Guðmundur var hag- leiksmaður á alla handíð, og eru til eftir hann smíðisgripir úr málmi, svo og skinnbundnar bæk- ur, allt frábærlega vel úr garði gert. Þau Kristín og Guðmundur reistu sér hús að Frakkastíg 24, þar sem gæfan blasti við þeim hjónunum, og fjölskyldan stækk- aði. Alls urðu börnin níu. Óham- ingjan lét þó ekki á sér standa á þeim bæ, frekar en svo víða varð á þessum árum, þegar sjúkdómar og óáran gerðu meiri usla á flestum heimilum en nútímafólki almennt er unnt að gera sér í hugarlund. Börn þeirra Kristínar og Guð- mundar féllu í valinn hvert á fætur öðru, unz fimm þeirra voru öll. Guðmundur Elías lézt svo árið 1931, aðeins fertugur að aldri. Hafi kröpp kjör saumað að Kristínu í æsku, þá keyrði um þverbak þegar hún stóð ein uppi með fjögur börn. En Kristínu var gefinn sá óbilandi kjarkur og bjartsýni, að hún bauð byrginn aðstæðum, sem að öllu jöfnu væru vonlausar, og með einstökum dugnaði og útsjónarsemi tókst henni að halda heimilinu saman og koma börnum sínum til mennta. Ekkert fékk bugað þessa stóru sál. Jafnvel þegar heimilið varð eldi að bráð, svo að allt brann sem brunnið gat, þá varð það aðeins enn ein ögrun lífsins, sem bjóða varð byrginn með því að byggja allt upp frá grunni að nýju. I tímans rás höfðu synirnir þrír náð að menntast og fluttu þeir sig síðan um set hver af öðrum, og stofnuðu sín eigin heimili, en dóttirin, Ósk, varð eftir hjá móður sinni. Þegar svo Ósk giftist, árið 1943, Þorkeli Guðjónssyni, mikl- um sómamanni, sem Kristín hafði miklar mætur á, stofnuðu þau Ósk sitt heimili og bjuggu með börnum sínum í sambýli við Kristínu á Frakkastígnum. Það varði allt þar til Þorkell lézt árið 1970, en síðan hafa þær mæðgurnar búið saman, og naut Kristín einstakrar um- önnunar dóttur sinnar allt til æviloka. Við fráfall Kristínar verður eftir tómarúm, sem ekki verður fyllt öðruvísi en með minningum okkar sem henni kynntust — minningum um konu sem við bárum öll mjög mikla virðingu fyrir. Þær minningar bera ofurliði öll orð, en upp úr stendur samt þessi minning um styrk konu, sem tekið hefur fleiri próf í skóla lífsins, og staðizt þau óaðfinnan- lega, en okkur börnum allsnægt- anna verður ljóst í fljótu bragði. Þessi óbilandi kjarkur og lífsgleði, og auk þess heiðarleiki og velvild í garð annarra, bæði í orði og verki, verða ofarlega í huga sem aðals- merki þessarar ágætu konu. Allt fram í andlátið hafði hún mjög mikla ánægju af samskiptum við aðra, og ætíð lét hún frekar satt kyrrt liggja en hnjóða í nokkurn mann, og alla tíð held ég að henni hafi fundizt að hafa þyrfti fyrir öllu í lífinu, gagnstætt því algenga hugarfari, að allt skuli falt fyrir ekkert. Blessuð sé minning hennar. GÞ + Systir mín, SÚSANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, tré Ólafsvík, verður jarösungin frá Bústaöakirkju í dag kl. 1.30. F.h. vandamanna, Sigurður J. Guömundsson. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.