Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 31 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Til sölu nýleg 6 mm fiskilína og balar. Uppl. í síma 95-4395 og 4318. Til sölu lopapeysur á hagstæöu verði. S. 26757 eftir kl. 7. ■vrjnyv-vYr tilkynningan A_CJLa-jJ Hilmar Foss Lögg. skjalaþýð., dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37, sími 12105. Kona eða stúlka óskast nú þegar til afgreiöslustarfa í söluturni við Háaleitisbraut, vaktavinna. Þarf ekki að vera vön. Uppl. gefur Sigurður í síma 43660 eftir kl. 7. á kvöldin. 3 háskólanemar óska eftir 3ja—4ra herb. íbúð. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Reglusemi og góöri umgengni heitiö. Uppl. í síma 36672. Enskukennari uppalinn í Oxford, kennir ensku. Uppl. i s. 13203. í húsnæöi : Stórt og glæsilegt einbýlishús sem er i byggingu í Garöabæ til sölu. Húsiö stendur í brekku og þaö er tvöfaldur bílskúr á jarö- hæðinni ásamt stórum geymsl- um. Einnig er gert ráð fyrir tveggja herb. íbúö á jarðhæö- innl. Tilboð sendist fyrir 7. nóv. merkt: „Glæsilegt — 4931“. Njarövík Til sölu vel meö fariö einbýlis- hús, ásamt 80 fm skúr. Skipti á fasteign á Reykjavíkursvæðinu koma til greina. Einbýlishús viö Borgarveg. Skipti á fasteign í Keflavík koma til greina. 3ja herb. íbúð viö Holtsgötu. Laus strax. Garður Glæsilegt einbýlishús viö Garö- braut ásamt bílskúr og ræktaöri lóö. Góöir greiðsluskilmálar. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. IOOF Rb. 4 = 1291168'/2 — 9.II. IOOF8 = 1617118'/2 = Fl. KR konur Aöalfundurinn verður í KR-heim- ilinu miövikudaginn 7. nóv. kl. 8.30. Mætiö vel. Stjórnin. Filadelfia Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur Einar J. Gíslason. KRI5TILEGT 5TRRF Biblíulestur í kvöld kl. 20.30 að Auöbrekku 34, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. Frá knattspyrnudeild FRAM Aöalfundur knattspyrnudeildar FRAM veröur haldinn í félags- heimilinu viö Safamýri, þriöju- daginn 13. nóvember kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. U l.l.l SIM, \SI\IIN\ Kli: 22480 JTlorjjmiliInþií) Jón Hjaltason og Hörður Arn- þórsson Reykjavíkurmeistarar UM helgina lauk Reykja- víkurmótinu í tvímenn- ingi með glæsilegum sigri Harðar Arnþórsson- ar og Jóns Óðalsbónda Hjaltasonar. Tóku þeir félagar íorystuna um miðbik mótsins og héldu henni til loka og höfðu liðlega 50 stiga forskot er yfir lauk. Staðan eftir 7 umferðir. Guðmundur — Karl 94 Karl — Þorfinnur 64 Stefán — Egill 51 Sverrir — Guðmundur 50 Bragi — Ríkharður 47 Helgi - Helgi 37 Sævar — Guðmundur 26 Jón — Hörður 16 Það vakti nokkra athygli að Óli Már og Þórarinn voru ekki meðal efstu para en þeir unnu undankeppnina. Þá+veru Reykja- víkurmeistararnir, Hjalti og Ásmundur, ekki meðal efstu para. Óli Már og Þórarinn voru með mínus 27 eftir 7 umferðir en þess má geta að Þórarinn var eitt- hvað sloj. Þeir áttu þó eftir að koma við sögu í keppninni. Á sunnudeginum byrjuðu Hörður Arnþórsson Hörður og Jón með miklum krafti og skoruðu mjög mikið. Óli Már og Þórarinn voru einnig drjúgir við að skora en þurftu fyrst að lyfta sér upp úr mínusn- um. Bridge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Staðan eftir 14 umferðir. Karl — Þorfinnur 118 Sverrir — Guðmundur Páll 116 Jón — Hörður 102 Guðmundur — Karl 86 Helgi — Helgi 82 Björn — Þorgeir 67 Þórarinn — Öli Már 45 Tryggvi — Steinberg 43 Þegar hér var komið vakti mikla athygli að Þorfinnur Karlsson, gamalreyndur spila- jaxl, var í efsta sæti ásamt ungum spilara, Karli Logasyni. Upp úr þessu tóku Jón og Hörður forystuna og héldu henni til loka eins og áður sagði. Þórarinn og Óli Már voru nú komnir í 7. sæti og skoruðu mikið. Staðan eftir 21 umferð. Jón — Hörður 229 Jón Hjaltason Þórarinn — Óli Már 132 Helgi — Helgi 125 Guðmundur — Karl 114 Karl — Þorfinnur 107 Sverrir — Guðmundur 101 Sigurður — Valur 93 Björn — Þorgeir 77 Þegar hér var komið mátti segja að efsta sætið væri lofað og baráttan stæði um annað og þriðja sætið. Þeirri viðureign lyktaði með sigri Þórarins og Óla Más en Guðmundur og Karl urðu í þriðja sæti. Reykja- víkurmeistararnir frá í fyrra Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson áttu erfitt uppdráttar í þessari keppni og enduðu í 17. sæti með 76 stig undir meðal- skor. Röð efstu para varð annars þessi. Jón Hjaltason — Hörður Arnþórsson 229 Þórarinn Sigþórsson — Óli Már Guðmundsson 186 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 175 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 160 Björn Eysteinsson — Þorgeir Eyjólfsson 156 Sævar Þorbjörnsson — Guðmundur Hermannsson 104 Bragi Erlendsson — Ríkarður Steinbergsson 89 Karl Logason — Þorfinnur Karlsson 71 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 69 Tryggvi Bjarnason — Steinberg Ríkarðsson 67 Skafti Jónsson — Viðar Jónsson 59 Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson 35 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 9 Guðlaugur R. Jóhannsson — Drn Arnþórsson +10 Páll Valdimarsson — Sigfús Örn Árnason +25 Allar þessar tölur eru miðaðar við miðlung. Ofantalin pör munu væntan- lega öll spila í íslandsmótinu i bridge en keppni þessi var und- ankeppni fyrir það mót. Þátturinn óskar nýbökuðum Reykjavíkurmeisturum til ham- ingju með árangurinn. Margrét og Bessí í hlutverkum sinum í „Á sama tíma að ári' Ankasýningar á „Á samatíma aðári,, FYRIRHUGAÐ er að hafa nokkrar aukasýningar á bandaríska gamanleiknum „Á sama tíma að ári“ eftir Bern- ard Slade í Þjóðleikhúsinu og verður sú fyrsta n.k. föstudag 9. nóvember. Persónur leiksins eru tvær, karl og kona, sem hittast á sveitahóteli og eiga þar saman ánægjulega helgi. Þar sem hvort þeirra um sig er í hjónabandi, stendur gamanið stutt en þau ákveða að hittast þessa sömu helgi á hverju ári. Leikritið spannar 25 ár af lífi þeirra þar sem við sjáum þau á 5 ára fresti. „Á sama tíma að ári“ var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrra- vetur auk þess sem verkið hafði áður verið sýnt í leikför um landið. Sýningar eru því orðnar yfir 130. Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir fara með hlutverkin tvö. Þýðandi er Stefán Baldursson, leikmynd eftir Birgi Engilberts og leik- stjóri er Gísli Alfreðsson. Til áréttingar um loðnuna í GREIN. sem birtist í sunnu- dagsblaði undir fyrirsögninni „enn um loðnuna og stjórnun loðnuveiða“, varð meinleg misrit- un á einum stað í greininni. Þar sem segir í 4. dálki, 14. línu „nema“ á að vera „ef“. Setningin yrði þá: Hann notar e.t.v., sem ég hélt að vísindamenn notuðu ekki, ef þeir væru alveg vissir". Þá féll eftirfarandi niður við hreinritun, en er nauðsynlegt að komi fram til frekari áréttingar: Oft var það síðasta, sem ég sagði á þessum fundum, að Vest- firðirnir hefðu verið fullir af smokkfiski eða krabba. Hann var veiddur á mjög frumstæðan hátt eða með öngli, svipað og krakkar veiða ufsa við bryggju. Og alltaf spurði ég: Var krabbinn ofveidd- ur? Engum datt það í hug. Þarna hefur ekkert annað getað gerst en að skilyrðin í sjónum voru ekki við hæfi krabbans. Nú gerast þau gleðilegu tíðindi í haust, að krabb- inn kemur á Vestfirðina og veiðist af honum nokkurt magn, sem svo var notað til beitu á línu og fékkst ágætur afli. Einhvers staðar las ég, að nú væri ísafjarðardjúp fullt af fiski. Hvað er að gerast þarna annað en það, að skilyrðin í sjónum á þessum slóðum hafa breyst. Strax og krabbinn er kominn kemur fiskurinn sem sæk- ir í hann. Steíán Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.