Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 23

Morgunblaðið - 06.11.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 27 að þessi klofningur er ekki vilji þorra sjálfstæðismanna í Rang- árvallasýslu, þvi þótt ég hafi ekki átt skoðanabræður í hópi þeirra, sem kjördæmisráðsfundinn sóttu, þá veit ég af stuðningi margra sjálfstæðismanna austan Þjórsár við það sjónarmið að menn stökkvi ekki frá flokki sínum með þessum hætti og sá stuðning- ur á eftir að koma betur í ljós. Þessi ágreiningur hefði auð- veldlega getað leystst, ef menn af fundi andvígir þessari tillögu og myndu bjóða fram sér, ef hún yrði samþykkt. Gengu þeir aftur af fundi áður en gengið var til atkvæða um tillöguna. Tillagan var svo samþykkt með 41 atkvæði gegn tveimur, einn seðill var auður. Kjörnefnd tók síðan til starfa og skilaði tillögu að fram- boðslista eftir hádegi á sunnudag. Árrii Johnsen lýsti því þá yfir, að hann væri reiðubúinn að taka 5. sætið, ef menn teldu að eðlilegra og sterkara væri að hafa Skaft- felling í 4. sæti. Tillaga kjörnefnd- ar var svo samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu. hefðu ekki strax í upphafi verið með ótímabærar yfirlýsingar og samþykktir um það, hvað menn gætu alls ekki . Það er auðvitað erfitt að semja, þegar menn eru búnir að segja opinberlega, að þeir séu hreint ekki á því að semja. Ég er viss um það, að ef engin stór orð hefðu fallið í upphafi, þá hefði annar hvor, Guðmundur eða Egg- ert, farið í annað sætið. Guðmund- ur Karlsson brenndi aldrei allar brýr að baki sér í málinu. Það er rétt að það komi fram, að ekki var boðað til fundar í hvor- ugu sjálfstæðisfélaginu hér, hvorki í Sjálfstæðisfélagi Rang- æinga, eða Fjölni, félagi ungra sjálfstæðismanna. Ákvarðanatak- an í þessu alvarlega máli fór aldrei út fyrir raðir fulltrúanna, hinn almenni félagsmaður fékk ekki fundarfæri til þess að tjá sig um málið og gera út um það. Sjálfur er ég formaður sjálfstæð- isfélagsins, en meirihluti stjórnar- innar var í þeim hópi, sem gekk út af kjördæmisráðsfundinum. Ég var líka formaður framboðsnefnd- ar Rangæinga, en sagði af mér, þegar málin tóku þá óheillastefnu, sem ofan á varð. Ég hlýt að undirstrika það, að hér er ekki um neinn málefnaágreining að ræða. Þeir vildu prófkjör með skilyrð- um. Fjórir efstu mennirnir áttu að skiptast milli sýslnanna, þannig að enda þótt tveir Árnesingar hefðu orðið efstir í prófkjörinu, þá hefði annar þeirra orðið að fara í 5. sæti listans, þar sem efstu menn frá hinum hefðu komið á milli, hver svo sem atkvæðatala þeirra hefði orðið. Þetta var fellt á jöfnu. Þá beitti ég mér fyrir því að komið yrði á skoðanakönnun meðal flokksbundins fólks með þessum hætti, en það mál dagaði uppi. Fyrir prófkjörið í Reykjavík hafði verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins lýst yfir stuðningi við þá forystumenn flokksins í verka- lýðshreyfingunni, sem fóru í prófkjör eða vildu gefa kost á sér á lista flokksins. Sú áskorun, sem ég fékk svo frá framkvæmdastjórn- inni, var nánast árétting á þessari fyrri samþykkt, en engan veginn nein pöntuð stuðningsyfirlýsing af minni hálfu. Ég hygg að varafor- maður framkvæmdastjórnarinn- ar, Pétur Sigurðsson, hafi beitt sér fyrir þessari ítrekun á vilja verka- lýðsmálaráðsins, sem ég hins veg- ar hlaut að taka mjög gilda, þar sem ég er formaður þess og hafði staðið að fyrri yfirlýsingu um stuðning við þá fulltrúa launþega, sem hugðust gefa kost á sér í prófkjöri eða til sætis á fram- boðslistum. Að öllu þessu samanlögðu vafð- ist það aldrei fyrir mér, hvaða afstöðu ég ætti að hafa í þessu máli. Þess utan hefur það verið á hreinu, hvar í flokki ég stend“. Eggert séum að kljúfa, en hið sanna er að meirihluti kjördæmisráðsins hafnaði prófkjöri, sem við ætluð- um að hlita, á jöfnum atkvæð- um,“ sagði Siggeir Björnsson, bóndi i Holti, 2. maður á lista sunnlenzkra sjálfstæðismanna austan Þjórsár. „Því neita ég þeim ummælum formanns flokks- ins, að það séum við sem séum að kljúfa hér i kjördæminu, þar sem við höfum einnig boðið fleiri atriði til sátta.“ Siggeir kvað allar sáttatilraunir sjálfstæðismanna austan Þjórsár hafa komið fyrir ekki. „Satt að segja, fyndist mér það engin ofrausn, þótt það yrðu tveir þing- menn á þingi fyrir austan Þjórsá." Þegar Morgunblaðið spurði Sig- Slggeir geir, hve mörgum mönnum þeir félagar ætluðu að koma á þing, kvað hann bezt að segja sem minnst um það. Jón Þorgilsson: Ætlum að sýna að við höfum rétt fyrir okkur • „ÁSTÆÐAN fyrir þessu fram- boði okkar er sú, að við teljum að við höfum verið órétti beittir aí Jón meirihluta kjördæmisráðs,“ sagði Jón Þorgilsson 3. maður á lista sjálfstæðismanna austan Þjórsár í samtali við Mbl. í gær,“ og þegar við leggjum saman sjálf- stæðismenn i Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, höf- um við kjósendafylgi til þess að eiga þingmann úr hópi sjálfstæð- ismanna og annað sæti listans. Þetta vildi meirihluti kjördæm- isráðsins ekki fallast á og þá sáum við ekki annan kost en þann, að sýna það með þessum hætti, að við hefðum rétt fyrir okkur. Því ætlum við að bjarga okkur á eigin spýtur," sagði Jón, „og erum staðráðnir í því að koma manni á þing.“ D-listinn í Suð- urlandskjördæmi MEIRIHLUTI kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi gekk frá framboðslista flokksins um síðustu helgi. Listinn er þannig skipaður: 1. Steinþór Gestsson, bóndi Hæli, Gnúpverjahreppi, 2. Guð- mundur Karlsson, fyrrum alþing- ismaður, Vestmannaeyjum, 3. Sig- urður Oskarsson, framkvæmda- stjóri Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Rangárvallasýslu, 4. Árni Johnsen, blaðamaður, Vest- mannaeyjum, 5. Sigurður Niku- lásson, bankastjóri Vík í Mýrdal, 6. Páll Jónsson, tannlæknir, Sel- fossi, 7. Sigurður Haraldsson, bóndi Kirkjubæ, Rangárvöllum, 8. Sigrún Sigfúsdóttir, húsfreyja, Hveragerði, 9. Þór Hagalín, sveit- arstjóri, Eyrarbakka, 10. Sigríður Björnsdóttir, húsfreyja, Vest- mannaeyjum, 11. Ólafur Helgi Kjartansson, lögfræðingur, Sel- fossi og 12. Gísli Gíslason, fram- kvæmdastjóri, Vestmannaeyjum. Alls ekki útilokað að þrír menn fáist aftveimur listum „ÉG ER ekkert ánægður með þá niðurstöðu, að listarnir séu tveir, en úr því svo fór, er ég ekkert að leyna því, að ég styð lista Eggerts Haukdals,“ sagði Ingólfur Jónsson fyrrum ráð- herra, er Mbl. leitaði álits hans á framboðsmálunum í Suður- landskjördæmi. „Ég hefði talið heppilegast að leysa deiluna um skipan efstu sætanna með prófkjöri og veit satt að segja ekki, hvernig leysa á svona ágreining með öðrum hætti," sagði Ingólfur. „Ég taldi réttast að prófkjörið hefði verið með því sniði, að fjórir efstu menn listans yrðu úr sýslunum þremur og Vestmannaeyjakaup- stað, því það er að mínum dómi ólíkt sigurstranglegri listi, þar sem efstu menn eru úr öllum köntum kjördæmisins, en þar sem ójafnvægi er með það. Eggert bauðst til að taka þriðja sætið, ef slíkt prófkjör dæmdi hann í það. Nú, en fyrst samkomulag ekki náðist um prófkjör, þá batt ég vonir við þá tillögu Vestmanna- eyinga, að þeir hefðu þriðja og — segir Ingólfur Jónsson sem styður lista Eggerts Haukdal fjórða sæti listans, ef samkomu- lag næðist við Skaftfellinga, um að þeirra fulltrúi færi úr fjórða í fimmta sæti. Það náðist sam- komulag við Skaftfellinga um þetta og ég trúði því allt fram á laugardag að þetta yrði lausnin. Því miður strandaði hún, að því er ég held, á því, að margir í Vestmannaeyjum voru á móti þessu, þótt bæði Guðmundur Karlsson og Árni Johnsen væru þessa fýsandi. Persónulega tel ég að þessi lausn hefði tryggt það að þriðji maðurinn ynnist, þótt ég vilji engan veginn útiloka það, að þrír menn fáist af tveimur listum. Ég tek alls ekki undir þær raddir að það sé klofningur í Sjálfstæðisflokknum í Suður- landskjördæmi, þótt tveir fram- boðslistar séu. Það var deilt um það, hverjir ættu að skipa örugg sæti og það var eðlilegt miðað við úrslit síðustu kosninga, að menn hefðu fyrirvara á því að líta á þriðja sætið sem öruggt, þótt ékki hafi það verið nein hætta hér áður fyrr. Hitt er svo áríðandi, að báðir partar, bæði þeir sem skipa lista Eggerts Haukdals og vinna fyrir hann og þeir sem skipa lista Steinþórs Gestssonar og vinna fyrir hann, geri sér ljóst, að eftir kosningar eiga þeir að semja frið og vinna saman, því að auðvitað verður aðeins einn listi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suður- landskjördæmi næst þegar stillt verður upp.“ Listi sjálfstæðis- manna austan Þjórsár GENGIÐ var írá lista Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í Vík i Mýrdal í gærkveldi. Listinn er svohljóðandi: 1. Eggert Haukdal, fyrrum al- þingismaður, Bergþórshvoli, 2. Siggeir Björnsson, bóndi í Holti, 3. Jón Þorgilsson sveitarstjóri, Hellu, 4. Steinunn Pálsdóttir hús- freyja, Vík í Mýrdal, 5. Hilmar Jónasson formaður Verkalýðsfé- lagsins Rangæingur, Hellu, 6. Guðjóna Friðriksdóttir húsfreyja, Eyrarlandi, Þykkvabæ,7. Gunnar Oddsteinsson bóndi, Hvammi, Skaftártungu, 8. Arnar Halldórs- son bóndi, Brekkum, Mýrdal, 9. Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir húsfreyja, Skarði, Landsveit, 10. Sigursteinn Steindórsson skrif- stofumaður, Hvolsvelli, 11. Jón Thorarensen rafvirki, Hellu og 12.Sigþór Sigurðsson símavarð- stjóri, Litla-Hvammi, Mýrdal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.