Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 1
262. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Síðustu árásarmenn- irnir umkringdir í kjallara moskunnar Allir verða að her- væðast og ráðast gegn „djöfullegu valdi“ Riyadh — 26. nóvember — AP SÍÐUSTU dfgamennirnir, sem náðu moskunni miklu á sitt vaid i siðustu viku, hafa verið króaðir af i kjallaragimaldinu undir helgi- dómnum, að þvi er Yamani, oliu- og upplýsingaráðherra, skýrði frá i útvarpi í kvöld. Hermenn munu enn bíða með lokaáhlaupið i von um að ná mönnum lifandi og til að komast hjá þvi að valda frekari spjöllum á helgidómnum en þegar er orðið. Yamani nefndi ekki hversu margir mennirnir væru, en hann sagði að efri hæðir moskunnar og mínarett- urnar sjö væru nú allar á valdi / stjórnarhersins. Yamani sagði, að skömmu eftir árás öfgamannanna hefðu öryggis- sveitir saudi-arabíska hersins slegið skjaldborg um moskuna og hefðu þær verið reiðubúnar að endur- heimta helgidóminn úr höndum árásarmanna þegar í stað. Kahled Spuming uin varnarvilja — segir Carrington Brössel — 26. nóvember — AP „ÁKVÖRÐUN ráðherra NATO- ríkjanna í næsta mánuði um hvort 572 meðaldrægum eldflaug- um skuli komið fyrir í Vestur- Evrópu mun leiða í ljós hvort Evrópuríki hafa döngun í sér til að verja sig sjálf,“ sagði Carr- ington utanríkisráðherra Breta i dag. Carrington kvaðst ekki búast við því að ákvörðun NATO-ríkjanna um slíka endur- nýjun á varnarkerfi sínu hefði i för með sér andstöðu Soveíríkj- anna við frekari afvopnunarvið- ræður. Almennt er búizt við því, að utanríkis- og varnarmálaráðherr- ar Atlantshafsbandalagsins sam- þykki á fundi sínum í Brussel í desember að koma fyrir í Vestur- Evrópu 108 Pershing-2 eldflaugum og 464 sjálfstýrðum eldflaugum, þrátt fyrir töluverða andstöðu ýmissa stjórnmálaflokka í aðild- arríkjunum um þessar mundir. Af hálfu Sovétríkjanna stendur nú sem hæst áróðursherferð gegn eldflaugamálinu, en slíkar her- ferðir eru algengar þegar ákvarð- anir eru teknar um vopnabúnað vestrænna ríkja. konungur hefði hins vegar viljað freista þess í lengstu lög að koma í veg fyrir átök, manntjón og skemmdir á helgidómnum. Að lokum hefði þó ekki verið um annað að ræða en að ráðast til atlögu og hefði moskan þá verið endurheimt. Nokkr- ir árásarmenn hefðu þó flúið niður í hvelfinguna undir helgidómnum, þar sem þeir væru nú umkringdir, og væri þess skammt að bíða að þeir gæfust upp. Dó ef tir sniglaát Nancy — 26. nóvember — AP 27 ÁRA methafi í sniglaáti, Marc Quinquandon, andað- ist í sjúkrahúsi i Nancy í gær eftir að hafa sporðrennt sex tylftum snigla á þremur mínútum og fjórum sekúnd- um. Quinquandon hafði verið heiðursgestur í sniglaveizlu á laugardagskvöldið. Hafði hann á orði að sér liði ekki sem bezt eftir átið og var fluttur í sjúkrahús á sunnu- dagsmorgun. Met hans í sniglaáti var frá því í júlí, en þá hámaði hann í sig tólf tylftir á 11 mínút- um. Hann hafði sett sér það mark að slá það met á næsta ári og eta þá 200 snigla á stundarfjórðungi, en kona hans hefur að undanförnu reynt að fá hann til að halda í við sig af heilsufarsástæð- um. Maðurinn vó rúm 180 kíló er hann lézt. Jedda — 26. nóvember — AP BOEING 707 frá Pakistan In- ternational Airlines, með 146 pílagríma og 11 manna áhöfn, fórst rúmum hálftima eftir flug- tak frá Jedda i morgun. —segir Khomeini Teheran — 26. nóvember — AP. KHOMEINI trúarleiðtogi var ær i garð Bandaríkjanna í ræðu sem hann flutti i hinni helgu borg Qom i dag. Kvað hann alla þegna sína verða að hervæðast svo hægt væri að ráðast af alefli gegn „djöfullegu valdi“ Bandarikj- Pílagrimarnir voru allir frá Pak- istan, en þotan var á leið til Karachi. Að sögn forráðamanna flugfélagsins kviknaði í þotunni rétt eftir að hún hóf sig til flugs. Siðan varð sprenging og steypt- anna. Sagði Khomeini að nú væri allt i húfi fyrir írani, — ef þeir beindu ekki kröftum sínum óskiptum að því að yfirbuga Bandarikin væri saga þeirra senn öll. „Allir verða að læra að fara með vopn og skjóta," sagði Khomeini, „því að öðru vísi kemur trúar- styrkurinn okkur ekki að gagni. ist þotan þá til jarðar. Brakið dreifðist yfir mikið svæði rétt fyrir norðan hina helgu borg múhameðstrúarmanna, Mekka, og komst enginn lífs af. Tölur um þá sem fórust með þotunni eru nokkuð á reiki, en loftferðaeftirlitið í Saudi-Arabíu telur að 166 hafi verið um borð. Starfsmenn PIA-flugfélagsins í Jedda telja ekki útilokað að um skemmdarverk hafi verið að ræða, en í Karachi segja forráðamenn félagsins að skammhlaup hafi orðið í þotunni og hafi það orsakað íkveikju. Á fundi með frétta- mönnum í Karachi kom fram að 30 mínútum eftir flugtak hafi flugstjórinn tilkynnt að ekki væri allt með felldu, reykur væri í farþegarými og stjórnklefa, og hafi hann farið fram á leyfi til lendingar. Rétt á eftir steyptist þotan til jarðar, og kom niður í fjalllendi norður af Mekka. Þyrlur saudi-arabíska flughersins fundu flakið í fjalllendi eyðimerkur, og dreifðist það um 8 ferkílómetra svæði, sem er mjög örðugt yfir- ferðar. Þjóð, sem að fáum árum liðnum mun eiga 20 milljónir æsku- manna, verður líka að eiga 20 milljónir manna undir vopnum." Skömmu eftir að ræðu Khom- einis var útvarpað var lesin orð- sending frá byltingarráðinu um að senn hæfist skipulögð herþjálfun um allt landið, og væri frekari tilkynninga að vænta um hverjir skyldu taka þátt í henni. Ólgan í landinu fer stöðugt vaxandi, og trúarleiðtogar hafa hvatt til víðtækari mótmælaað- gerða gegn Bandaríkjastjórn en áður. Jafnframt hafa þeir ítrekað fyrri brigzl um að Bandaríkja- stjórn hafi staðið fyrir innrásinni í Moskuna miklu í Mekka. I nótt söfnuðust þúsundir manna saman fyrir utan banda- ríska sendiráðið í Teheran, en hingað til hafa nætursamkomur ekki verið haldnar fyrir utan sendiráðið. Margir mótmælenda klæddust hvítum skikkjum, sem tákna vilja til að deyja fyrir málstaðinn. „Carter dauðan, keis- arann dauðan," hrópaði múgurinn. Hjá Sameinuðu þjóðunum hefur verið samþykkt að öryggisráðið komi saman til fundar til að ræða málið hið allra fyrsta, en ekki hefur verið ákveðið hvenær. Bandaríkjastjórn lýsti því yfir í kvöld, að ekki yrði setzt að samn- ingaborði með íransstjórn nema öruggt væri að slíkar viðræður leiddu til tafarlausrar frelsunar gíslanna 49, sem enn eru í sendi- ráðinu. Bandarískur þingmaður, George Hansen, er staddur í Teheran á eigin vegum, og fékk hann að ræða við gíslana í sendiráðinu á sunnu- daginn. Kvað hann fólkið þreytt en við bærilega liðan að öðru leyti. Bandaríkjastjórn hefur látið í ljós áhyggjur af ferðalagi Hansens, og telur afskipti hans geta spillt fyrir samningum. Símamynd AP. Hundruö ættingja og vina biðu pilagrima, sem væntanlegir voru til Karachi, en Boeing-þotan fórst skömmu eftir flugtak frá Jedda i Saudi-Arabíu. Boeing-þota í pílagríma- flugi fórst með 157 manns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.