Morgunblaðið - 27.11.1979, Síða 5

Morgunblaðið - 27.11.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 5 Sveit HM Norðurlanda- meistari SKÁKSVEIT Menntaskólans við Hamrahlíð sigraði með miklum yfirburðum í keppni norrænna framhaldsskóla, sem lauk í Stokkhólmi á sunnudaginn. Hlaut sveitin 16'/2 vinning af 20 mögulegum. I næst síðustu umferðinni vann ísland B-sveit Svíþjóðar 3 V2: lk og á sunnudaginn vann ísland A- sveit Svíþjóðar 2Vfe:l Vfe. í sveit MH tefldu Margeir Pétursson alþjóð- legur meistari á 1,- borði og hlaut hann 4'k vinning í 5 skákum, Jón L. Árnason alþjóðlegur meistari á 2. borði og hlaut hann 5 vinninga af 5 mögulegum, Þorsteinn Þor- steinsson á 3. borði og hlaut hann 3 vinninga af 5 og Róbert Harðar- son á 4. borði og hlaut hann 4 vinninga af 5 mögulegum. Sveit MH tapaði aðeins einni skák og var það gegn A-sveit Svíþjóðar. Róbert lék þá af sér drottningunni í gjörunninni stöðu og andstæð- ingurinn að auki í bullandi tíma- hraki. Sveit MH hefur þrisvar áður orðið Norðurlandameistari í skák. Sýning Braga og Sigurðar Arnar fram- lengd um viku HIN sérstæða myndlistar- sýning iistamannanna Braga Ásgeirssonar og Sig- urðar Arnar Brynjólfssonar í sýningarsölum Norræna hússins hefur gengið mjög vel, fengið lofsamlega dóma listrýna og vakið mikla al- menna athygli. í tilefni þess hefur Nor- ræna húsið boðið þeim sér- staklega að hafa sýninguna opna i eina viku í viðbót, sem þeir hafa þegið með þökkum. Sýningin fram- lengist þvi til sunnudagsins 2. desember og verður opin sem fyrr á milli 2 og 10 e.h. Skólabörn eru velkomin í fylgd með kennurum sinum. Afmælis- happdrætti í GÆR voru opnuð hin innsigluðu umslög í afmælishappdrætti Frí: kirkjusafnaðarins í Reykjavík. í því voru tveir vinningar, litsjón- varpstæki, og komu vinningarnir á miða nr. 776 og nr. 1168. Leiðrétting Þorsteinn Sæmundsson óskaði eft- ir leiðréttingu á frétt Mbl. þar sem kom fram að hann væri ritstjóri Almanaks Þjóðvinafélagsins. Er hann það ekki lengur þar sem hann lét af því starfi í fyrra eftir 12 ára starf og við tók dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður. hófst í morgun í gær uröu lítilf jörlegar skemmdir vegna reyks í verslun okkar. Þrátt fyrir það höfum viö ákveöiö aö gefa afslátt af vörum verslunarinnar í næstu 3 daga. Nú er gott tækifæri til að ná í ódýrar jólagjafir. Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.