Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 8

Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 8
LANDSPÍTALI — FRAMTÍÐARHUGMYNDIR Viðtöl: Fríða Proppé 8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Matthías Kjeld stend- ur hér hjá hluta af tækjabúnaði deildar hans. Ljósm. Mbl. Kristján. Húsnæðið engan veginn iullnægjandi Kjallarahúsnæðið, sem deild Matthíasar er staðsett í, er nokkuð niðurgrafið og gluggar litlir. Matthías sagði, að þetta væri einn af þeim fjórum stöðum, sem rannsóknadeild spítalans væri staðsett í. „Þetta er mjög bagalegt. Við þurfum nokkuð mikið að sækja á milli deilda og kostar það lélegri nýtingu á starfskröftum. Eins er húsnæðið engan veginn full- nægjandi hvað varðar aðbúnað starfsliðs. Við handleikum hér mikið af eldfimum efnum og þó nú sé búið að koma upp hand- slökkvitækjum á ganga, þá eru gluggar þannig staðsettir, að erfitt yrði að leita útgöngu ef óhapp yrði. Tækjabúnaður okkar hér er mjög dýr og það ætti að vera kappsmál að hann sé stað- settur í sem öruggustu húsnæði. Ég geri mér grein fyrir að húsnæðisvöntunin er brýn á ýmsum sviðum, s.s. fyrir krabba- meinslækningar og skurðstofur. En þróunin verður að vera sú, að þessi samtengda þjónusta, sem á rannsóknastofunum fer fram, sé ekki látin sitja á hakanum." Matthías sagði í lokin að honum fyndist nauðsynlegt að almenningi væri gerð betri grein fyrir þeirri starfsemi sem færi fram á rannsóknastofum. „Það er áreiðanlega algeng mynd, sem fólk dregur upp af sjúkrahúsi, að þau séu eingöngu byggð upp af sjúkrarúmum og læknaliði í kringum þau — í hæsta lagi er skurðborð inni í myndinni. Fæstir gera sér grein fyrir þætti rannsóknanna. En það er kannske mest okkur sjálfum að kenna, sem vinnum við þessi störf, að láta ekki oftar í okkur heyra." Uósm. Mbl. Krtetján. „ÞETTA er algjört bráðabirgðahúsnæði og það er brýnt að þær rannsóknir, sem hér fara fram nú og í framtíðinni, og til- heyrandi tækjabún- aður, komist í öruggt og varanlegt hús- næði,“ sagði dr. Matthías Kjeld, sér- fræðingur í meinefna- fræði og yfirmaður rannsóknardeildar 6 í Landspítalanum, er blaðamaður heimsótti hann og starfsfólk deildarinnar í kjallara húsnæðis Ljósmæðra- skólans á Landspítala- lóð. SJÚKRAHÚS ER NÁNAST AÐEINS SJÚKRAHÓTEL Sjúklingar á sjúkrahúsum allt aðrir í dag „Framfarir í almennri læknis- fræði hafa orðið geysimiklar á síðustu 20—30 árum og má rekja þá framþróun til síaukinnar tækni í flestum tegundum rann- sókna, sem sjúklinga varðar. Mér koma þá sérstaklega í hug framfarir í meinefnafræði, notk- un geislavirkra ísótópa með ýmsum hætti, nýjar aðferðir við röntgenrannsóknir og notkun tækja, sem byggja á úthljóði (ultra-sound) svipað og berg- málsdýptarmælar. Ég ræði ekki hér hinar miklu tækniframfarir í ýmsum greinum skurðlækn- inga. Möguleikar til að greina sjúkdóma hafa þannig aukist geysilega og í framhaldi af því eru sjúklingar á sjúkrahúsum í dag allt aðrir en þeir voru fyrir nokkrum árum og dvelja þar skemur. Þá má kannske í fram- haldi af þessu, spyrja þeirrar spurningar, hvað sé sjúkrahús. Sjúkrahús er í rauninni saman- safn ýmissa deilda, þ.e. hinar ýmsu sjúklingadeildir en auk þess svokallaðar stoðdeildir, svo sem margvíslegar rannsókna- deildir, skurðstofudeildir, end- urhæfingadeildir o.s.frv. Það er hlutur stoðdeildanna, sem hefur farið ört stækkandi á síðustu árum og án þeirra væri viðkom- andi stofnun aðeins eins konar sjúkrahótel. Að mínu áliti eiga ákvarðanir í húsnæðismálum að vera í samræmi við þessa stað- reynd." A deild Matthíasar fara fram að hans sögn, mikilvægar horm- ónarannsóknir, sem hafa stuðlað að miklum lækningaárangri á undanförnum árum. Rannsóknir þessar byggja á mælingum með geislatópum og ónæmisefnum. Á deildinni eru ný og öflug tæki og má þar sérstaklega nefna sjálf- virka beta- og gammateljara. Við spurðum Matthías hvers konar rannsóknir færu þarna helst fram. Aukin þekking og tækni gefur mikla möguleika „Þetta eru ýmis konar horm- — án góðrar rannsókna- aðstöðu óna- og lyfjarannsóknir og hefur á síðustu árum tekist að ná mjög langt í greiningu t.d. ýmissa innkirtlasjúkdóma með þeim. Skjaldkirtilssjúkdómar eru til- tölulega algengir og mikið um hormónamælingar þeirra vegna. Möguleikar til meðferðar á t.d. ófrjósemi kvenna, hafa leitt til þess að nauðsynlegt er að mæla hormóna frá heiladingli og kynkirtlum. En sem dæmi um það hvernig ein staFfsemi sjúkrahússins binzt annarri má nefna eftirfarandi sjúkratilfelli. Skömmu eftir að við byrjuðum að mæla hormónið aldosterón sem framleitt er í nýrnahettum, lagðist sjúklingur inn á tauga- deild spítalans grunaður um að hafa fengið heilablóðfall. Sjúkl- ingurinn reyndist hafa mjög hækkaðan blóðþrýsting. Við rannsókn innkirtla, þegar sjúkl- ingur Iá á lyflæknisdeild, fund- um við hækkað magn aldoster- óns í blóði. Á röntgendeild voru æðar sjúklings þræddar og sprautað skuggaefni í nýrnaæð- ar. Kom þá fram æxli í hægri nýrnahettu og í blóðsýnum tekn- um frá æðum fannst aukið magn aldosteróns, sem einnig benti til æxlis í hægri nýrnahettu. Sjúkl- ingurinn var því skorinn upp og fannst þá æxlið, sem var fjar- lægt og sent í athugun á rann- sóknastofu í meinvefjafræði. Þar kom í ljós að um góðkynja æxli var að ræða, eins og þessi æxli oftast eru, þótt þau séu hættuleg vegna hormónaframleiðslu sinn- ar. Þessi maður er nú heill heilsu og kominn til vinnu sinnar. Fyrir u.þ.b. 20 árum hefði hann dáið innan fárra ára. Nú áttu sex deildir spítalans þátt í greiningu og meðferð. Auðvitað er mögulegt að senda sýni til rannsókna erlend- is. Það hefur þó ýmsa annmarka. Sýni geta eyðilagst í sendingu, það tekur langan tíma og stund- um hefur reynst nauðsyn að senda sjúklinga utan. Það er sjúklingi nógu erfitt að þurfa að takast á við sjúkdóm sinn, þótt erfiðar utanlandsferðir bætist ekki við og eins er það mjög kostnaðarsamt. Til eru þær rannsóknir þó, sem ekki borgar sig að halda úti hérlendis, vegna þess hve örsjaldan þarf að fram- kvæma þær. Um mikilvægi þess að hafa hérlendis góðan tækjakost og tækniþekkingu þarf ekki að fjöl- yrða. Það er ómetanlegt fyrir þjálfun nýrra lækna og annars starfsfólks á sjúkrahúsum og annars staðar í heilbrigðiskerf- inu.“ Meinatæknar rannsóknardeildar 6 að störfum. Kjallarahúsnæðið er nokkuð niðurgrafið eins or sjá má af staðsetningu glugga. Matthías telur húsnæðið ófullnægjandi af þessari ástæðu og öðrum, eins og fram kemur í viðtalinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.