Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 10

Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Fréttaskýring Afyrstu vikum ársins varð ljóst, að það stefndi í miklar hækk- anir á olíuverði hér á landi. Atburðirnir í íran, sem leiddu til minnkandi framboðs á olíu í heiminum, urðu til þess, að verðsprenging varð á svonefndum Rotterdam-markaði, en sam- kvæmt samningi íslands og Sov- étríkjanna frá 1975 skyldi það verð lagt til grundvallar í olíu- viðskiptum landanna. í umræðum á Alþingi 15. febrúar á þessu ári vakti Geir Hallgrímsson fyrstur Olíuviðskiptanefnd á fundi. Fré vinatri Geir H. Haarde ritari nefndarinnar, Björgvin Vilmund- arson, Ingi R. Helgason, Jó- hannes Nordal, formaður, Val- ur Arnþórsson og Kristján Ragnarsson. TÍMAMÓT í OLÍU- YIÐSKIPTUNUM manna máls á því, að forsendur væru að bresta fyrir verðlags- grundvellinum í olíusamningun- um við Sovétríkin. Hann hreyfði því „hvort ekki sé ástæða til fyrir ríkisstjórnina að óska að nýju eftir viðræðum við seljendur, Sov- étríkin, um að breyta verðviðmið- un olíu og þá á þann veg, að verðviðmiðun olíu sé annaðhvort bundin við framleiðsluverð olíu- ríkjanna, OPEC-landanna, að við- bættum eðlilegum vinnslukostn- aði, eða að Rotterdam-viðmiðunin sé áfram í gildi, en með einhvers konar hámarki eða þaki.“ Ríkisstjórnin daufheyrðist við þessum tilmælum. Þrátt fyrir magnaða gagnrýni aðhafðist hún ekkert raunhæft. Má segja, að vegna þess sleifarlags hafi stjórn- in, og ekki síst Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, verið kominn í mikinn vanda, þegar Geir Hall- grímsson sendi ríkisstjórninni bréf í júní og lagði til að skipuð yrði nefnd með fulltrúum allra flokka til að fjalla um olíuvið- skipti landsmanna og kanna ný úrræði. Ríkisstjórnin tók þessu bréfi fegins hendi og 29. júní skipaði viðskiptaráðherra í nafni stjórnarinnar sérstaka könnunar- nefnd til þess að athuga þegar í stað þá viðskiptakosti, sem kunna að standa til boða í olíukaupum erlendis frá. í nefndinni, sem síðan hefur verið kölluð olíuvið- skiptanefnd, eiga sæti Jóhannes Nordal formaður, Björgvin Vil- mundarson frá Alþýðuflokki, Kristján Ragnarsson frá Sjálf- stæðisflokki, Ingi R. Helgason frá Alþýðubandalagi og Valur Arn- þórssön frá Framsóknarflokki. Geir H. Haarde hagfræðingur er ritari nefndarinnar. Rikisstjórnin fór þess á leit við nefndina, að hún lyki við fyrsta álit sitt á réttum tveimur mánuð- um. I því kom fram viðurkenning stjórnarinnar á því, að tíminn væri naumur og vandinn brýnn. Þessi þröngu tímamörk voru sett með hliðsjón af því, að í septem- ber voru fyrirhugaðar árlegar viðræður við Sovétmenn um olíu- magnið á næsta ári, 1980, og vörukaup þeirra af okkur. Olíu- viðskiptanefndin skilaði áliti sinu 7. september 1979. En enginn fulltrúi frá nefndinni tók þátt í viðræðunum við Sovétmenn. Þær fóru fram undir forystu Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneýtisstjóra í viðskiptaráðuneytinu, með þátt- töku útflytjenda héðan og fulltrúa olíufélaganna. Skipun þessarar viðræðunefndar var nokkuð til umræðu, því að mörgum sýndist eðlilegt, að Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, væri í forystu fyrir henni. En hann skoraðist eindregið undan og komst einn samráðherra hans þannig að orði, að „ómögulegt væri að flytja Svavar í böndum" til Sovétríkj- anna. Sovésku samningamennirnir reyndust ófáanlegir til að breyta nokkru varðandi verðviðmiðunina á olíunni, þegar þeir ræddu við íslensku sendinefndina í Moskvu. Samningar tókust um sölu á íslenskum vörum til Sovétríkj- anna en varðandi olíuviðskiptin fengu íslendingar umhugsunar- frest fram til 15. nóvember. Á þeim vikum, sem liðu urðu mikil umbrot í stjórnmálunum, og með- al annars hvarf Svavar Gestsson úr sæti viðskiptaráðherra og Kjartan Jóhannsson tók við. Ekki voru fleiri íslendingar sendir til Moskvu heldur var viðræðum við Sovétmenn haldið áfram í Reykjavík og fyrir tilstilli sovéska sendiráðsins var þreifað á því, hvort ekki væri unnt að fá „olíufurstana" í Moskvu til að hreyfa sig. En þeir stóðu fastir á verðinu. Sovéski sendiherrann, sem hér er, hefur aðeins dvalist á landinu í nokkra mánuði. Voru þetta fyrstu kynni íslenskra ráða- manna af honum í slíkum viðræð- um. Sendiherrann þykir sleipur samningamaður og mun hann á sama tíma og hann ræddi olíu- málin við einn íslensku ráðherr- anna hafa afhent ráðherranum áróðursræðuna, sem Leonid Brezhnev forseti Sovétríkjanna flutti í Austur-Berlín í byrjun október gegn eflingu varna Vestur-Evrópu. En Sovétmenn hafa eins og kunnugt er lagt hart að sér að reyna að koma í veg fyrir ákvörðun um nýtt eldflauga- varnakerfi Atlantshafsbanda- lagsríkjanna á ráðherrafundi þeirra í Brussel í næsta mánuði. Jafnframt mun sendiherrann í viðræðunum við ráðherrann hafa ítrekað þau sjónarmið, sem Sovét- mönnum eru svo kær í sambandi við olíuviðskiptin við ísland, að auðvitað verði að líta á málin í „stærra heildarsamhengi", hvað sem það nú þýðir í raun. Greinilegt er, að Sovétmenn telja það sér alls ekki hagkvæmt, að olíuviðskiptin við ísland falli niður. Talsmenn sovéskra hags- muna innan Alþýðubandalagsins hafa endurtekið þetta viðhorf í umfjöllun sinni um málið. Það hefur einnig endurspeglast í um- mælum þeirra, sem nánast sam- band hafa haft við Sovétmenn um viðskipti landanna. Þórhallur Ás- geirsson ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins, sem um langan aldur hefur sinnt því vandasama verki að annast gerð viðskiptasamninga við Sovétríkin, telur til dæmis greinilega ekki heppilegt að víða verði leitað fanga við olíuinnkaup. Þá vakti það furðu margra á hvern hátt fulltrúar olíufélaganna brugðust við þeim umræðum, sem urðu fyrri hluta ársins um nauðsyn þess að leitað væri nýrra olíuselj- enda erlendis. Olíubirgðir Sovétríkjanna eru ekki ótæmandi. I síðasta mánuði skýrðu sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) þing- nefnd frá því, að sovéska olíu- framboðið hefði náð hápunkti og væri á niðurleið. Telja bandarísku sérfræðingarnir, að vegna auk- innar neyslu heimafyrir þurfi Sovétmenn á árinu 1982 að flytja inn 700 þúsund tunnur af hráolíu á dag frá Mið-Austurlöndum. í Sovétríkjunum eru uppi ráðagerð- ir um víðtæka herferð til sparnað- ar á olíu og frekari olíuvinnslu. 28%—30% af allri raforku Sov- étríkjanna er framleidd með olíu. Áform eru uppi um að lækka þetta hlutfall stórlega. í næstu fimm ára áætlun 1981—85 verður aukin áhersla lögð á olíuleit og hafa Vesturlönd keppst um að geta selt til sovétríkjanna tækja- kost í þessu skyni. Þegar er t.d. komin á samvinna milli Japana, Bandaríkjamanna og Sovétmanna um olíuleit á sovésku landsvæði. Má þar sérstaklega nefna rann- sóknir og boranir á landgrunni eyjunnar Sakhalin við Kyrra- hafsströnd Sovétríkjanna. Ríkis- olíufélag Japana á 44.7% hluta- fjárins í þessu fyrirtæki og bandaríska fyrirtækið Gulf Oil Corp. 5.5%. Hefur leitin þegar leitt til þess, að nokkuð magn af olíu og gasi hefur fundist. Hvað sem þessu líður hefur þrengst að Sovétríkjunum í olíumálum og geta þeirra til útflutnings er minni en áður, þeir geta nú ráðstafað milljón tunnum af olíu á dag til landa í Vestur- og Austur-Evrópu umfram eigin neyslu. En eftir tvö til þrjú ár verða þeir orðnir olíuinnflytjend- ur eins og áður sagði. Hinu má þó ekki gleyma, að það er Sovét- mönnum lífsnauðsynlegt að geta flutt út olíu, því að hún gefur þeim í aðra hönd erlendan gjald- eyri, sem þeir hafa ótæmandi þörf fyrir. Er olían sú framleiðsla þeirra, sem veitir þeim mestar gjaldeyristekjur. Þá er það óhjákvæmilegur þáttur í viðskipt- um Sovétríkjanna eins og öllum samskiptum þeirra við aðra, að þau skal nota í pólitískum til- gangi og hernaðarlegum ef því er að skipta. Öllum ber saman um, að allt síðan 1953, þegar regluleg olíu- viðskipti við Sovétríkin hófust, hafi mátt treysta því, að sovésku útflytjendurnir stæðu við gerða samninga og afhentu umbeðið magn á tilsettum tíma. Auðvitað hefur þetta skapað mikið öryggi. I skýrslu olíuviðskiptanefndar seg- ir: „... framboð á olíuvörum (frá Sovétríkjunum) hefur verið ör- uggt og nægilegt, gæði í fyllsta samræmi við kröfur markaðarins, og sú verðviðmiðun, sem notuð hefur verið, hefur allt fram til sl. árs tryggt jafnhagstætt eða jafn- vel hagstæðara verðlag en yfir- leitt hefur verið fáanlegt annars staðar. Nú hefur hins vegar orðið mikil breyting hér á, en vegna tengingar á verðlagi olíuinnflutn- ings Islendinga við dagverð í Rotterdam, greiddu þeir í júní sl. um 70% hærra verð fyrir oliuvör- ur en yfirleitt gildir á olíumörk- uðum Vestur-Evrópu. (feitt letur Mbl.). Enginn nærtækur kostur til hagstæðari olíuviðskipta virð- ist nú fyrir hendi, enda rofnuðu hefðbundin olíuviðskipti íslensku olúfélaganna að mestu eftir að meginhluti olíuviðskiptanna varð bundinn við Sovétríkin. Þau geta því ekki við núverandi aðstæður aukið olíukaup sín frá Vestur- löndum, nema með því að greiða full dagverð, eins og þau eru á Rotterdam markaðnum á hverj- um tírna." Þetta var í stuttu máli kjarni vandans. Vegna viðskiptanna við Sovétríkin höfðu öll önnur sam- bönd drabbast niður. Þegar ljóst var, að Sovétmenn vildu ekki breyta neinu um verðviðmiðun- ina, nema ef til vill með því að beita okkur pólitískum afarkost- um, virtist sú leið ein fær að leita fyrir sér hjá öðrum. Að þessu vann olíuviðskiptanefndin kapp- samlega frá því hún skilaði áliti sínu 7. september fram til þess að fresturinn gagnvart Sovét- mönnum rann út 15. nóvember. Einkum var rætt við aðila í þremur löndum, sem einnig höfðu verið til athugunar á fyrsta starfstímabili nefndarinnar. Þessir aðilar voru Neste-ríkisolíu- hreinsunarstöðin í Finnlandi, norska ríkisolíufyrirtækið Statoil og Norsk Hydro, og breska ríkis- olíufyrirtækið British National Oil Corporation, BNOC. Kjörin í Finnlandi reyndust ekki hag- kvæm, Norðmenn eru ekki aflögu- færir strax, en í viðræðunum við Breta kom fram jákvæð afstaða þeirra, sem gaf vonir um hag- kvæmari kjör en hjá Sovét- mönnum og virtust Bretar aflögu- færir strax á næsta ári með nokkuð magn af gasolíu. Þetta lá fyrir 15. nóvember. Á grundvelli tillagna olíuviðskipta- nefndar hafði ríkisstjórnin nú meira svigrúm í viðræðunum við sovéska sendiherrann. Honum var sagt, að úr því hann vildi ekki lækka verðið yrði hann að sætta sig við það, að íslendingar skæru niður magnið á gasoliu og jafnvel bensíni í samningnum. Sovét- mönnum er verst við það af öllu í samskiptum við aðra, að svo virðist sem þeim sé sýnd lítils- virðing. Sú málamiðlun varð, að samið var um uppsagnarákvæði. íslendingar geta nú með þriggja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.