Morgunblaðið - 27.11.1979, Side 15

Morgunblaðið - 27.11.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 15 Hristingur með Soya og Dario Fo Desembervaka Mennta- skólans við Hamrahlíð Leiklistaríélag Menntaskólans við Hamrahlíð: SKAPVONSKA Á FLÆKINGI eftir Soya. Þýðandi: Soífía Auður Birgis- dóttir. Leikstjórar: Soffía Auður Birg- isdóttir og Gunnlaugur Sigfús- son. Sama Leiklistarfélag: ÞEGAR ÞÚ VERÐUR FÁTÆKURSKALTU VERÐA KÓNGUR eftir Dario Fo. Tónlist: Guðni Franzson. Þýðandi: Sveinn Einarsson. Leikstjóri: Guðrún Alfreðsdótt- ir. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Á DESEMBERVÖKU gengst Leiklistarfélag Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir sýningum á tveim einþáttungum: Skap- vonsku á flækingi eftir Danann Soya og Þegar þú verður fátæk- ur skaltu verða kóngur eftir ítalann Dario Fo. Þetta er að vísu dálítið skrýtin blanda, en hún lukkast vel hjá hinum ungu og áhugasömu leik- urum. Skapvonska á flækingi er í átta stuttum þáttum. í þeim er sýnt hver áhrif skapvonska hef- ur á samskipti fólks. Önuglyndur eiginmaður hleypir öllu af stað. Það verður keðjuverkun í skap- vonskunni. Eiginmaðurinn hefur allt á hornum sér heima fyrir og skammar lestarstjórann í lest- inni sem hann fer með daglega til vinnu sinnar. Lestarstjórinn skammar konu sína fyrir vondan mat, en hún fer til slátrarans og tekur hann í karphúsið. Slátrar- inn finnur að trjám kaupmanns- ins sem byrgja fyrir honum útsýnið. Kaupmaðurinn hellir sér yfir ávaxtainnflytjandann fyrir lélega appelsínusendingu. Það veldur hjónaerjum. Svona leikur Soya sér að því að draga fram dæmi um ófull- komleik mannfólksins. Þetta er kjörið verkefni fyrir skólasýn- ingar, en krefst samt töluverðr- ar leikni. Skiptingar eru hraðar og leikurinn þarf að einkennast af því óþoli sem er undirrót alls. En leikstjórar og leikendur voru vanda sínum vaxnir og þýðing lipur. Þegar þú verður fátækur skaltu verða kóngur er einn af þessum skemmtilegu einþátt- ungum eftir Dario Fo. Bak við gamanið er alvara og boðskapur. Guðrún Alfreðsdóttir leikstýrir þessari sýningu, en þýðandi er Sveinn Einarsson. Tónlist er eftir Guðna Franzson. Yfir þessari sýningu sveif andi ævintýra og drauma sem rætast með kynlegum hætti. Dóttir ríkasta manns þorps nokkurs ákveður að gera þann draum hans að veruleika að verða kóngur. Hún fær farandleikara til liðs við sig. Þeir setja á svið ævintýri um konungdóm ríka mannsins. En það er ekki tekið út með sældinni að vera kóngur, margt er í raun eftirsóknarverð- ara. Það á platkóngurinn eftir að reyna. í leikskrá eru birt þau orð Dario Fos sem hljóða svo: „Of mikil samkeppni. Þess vegna fer leikhúsið norður og niður.“ Þetta gildir eflaust um fleiri en far- andleikara. Gáskafulla stemmningu Dario Fos tókst að laða fram í þessari sýningu. Hún var eins og Skap- vonska á flækingi verkefni sem hæfði ungu fólki sem vill vinna vel og skemmta sjálfu Sér og öðrum. Þótt leikur væri að sjálfsögðu misjafn verður ekki gert upp á milli leikara hér. Leikþættirnir tveir eru meðal þess sem Desembervakan býður upp á. Á henni eru einnig kynnt utangarðsskáld, ungir höfundar sem freista þess að fara nýjar leiðir í skáldskap. 1WM JS—i ■ EgíII Egílsson SVEINDÓMUR Saga úr Reykjavík, lýsir lífi drengs á ungl- ingsaldri, heima og í skóla. Hver eru þau uppeldis- og þroskaskilyrði sem samfélagið býr honum? Hvernig er heimilislífi hátt- aö í streituþjökuðu samkeppnisþjóðfélagi? Hvernig snýst skólinn viö þeim einstakling- um sem eiga örðugt með að aðlagast hegð- unarkröfum hans? Hvernig lifa menn af í þessu samfélagi? Þetta eru nokkrar spurningar sem vakna við lestur þessarar áleitnu og ögrandi sögu Egils Egilssonar. Víst er sú þjóðfélagsmynd sem hér er brugðið upp æði dökk, en um- fram allt er hún svo rauntrú aö henni verður ekki vísað á bug. Sagan bregður Ijósi á um- hverfi lesandans sem hann verður að kann- ast við, nauðugur viljugur. SVEINDÓMUR er tímabært framlag til umræðna um hag barna og unglinga. SVEINDÓMUR — bók sem þú verður að lesa. Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Adam er i góöu lormi þessa dagana enda stendur hann klár af vetrinum. Nú er allt fullt af kuldaflikum hvers konar, jafnt loöfóöruöum sem vatteruöum, úr tweecT, riffluöu flaueli og fleiri efnum. Kynntu þér vetrarvörur Adams þær eru heitar. LAUGAVEGI 47 SiM117575

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.