Morgunblaðið - 27.11.1979, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr.
eintakiö.
(
Hitaveitan—f ram-
tak og frumkvæði
Reykjavíkur
Reykvíkingar hafa í áratugi haft forystu um uppbyggingu
hitaveitu. Nánast öll hús í höfuðborginni eru hituð með
hitaveitu. Þetta hefúr jafnan verið mikil kjarabót fyrir
Reykvíkinga sem lengst af hafa búið við lægri hitakostnað en
aðrir landsmenn. Frumkvæði og framsýni forystumanna
Reykvíkinga fyrir nokkrum áratugum hafa valdið mestu um þau
hagstæðu skilyrði, sem íbúar höfuðborgarinnar búa nú við.
Aðrir landshlutar hafa fylgt fordæmi Reykjavíkur. íbúar
nágrannabyggða höfuðborgarinnar hafa notið góðs af uppbygg-
ingu Reykjavíkur á þessu sviði og aðrir hafa fylgt í kjölfarið,
sem eiga aðgang að heitu vatni. í árslok 1978 var svo komið að
um 146 þúsund Islendingar nutu góðs af hitaveitu. Á þeim tíma
er Gunnar Thoroddsen gegndi embætti iðnaðar- og orkuráð-
herra var gert stórt átak í hitaveitumálum landsins og á þessum
fjórum árum fengu 60 þúsund manns hitaveitu.
Reykvíkingar hafa notið góðs af eigin frumkvæði og-framsýni.
Á næsta ári er hálf öld liðin síðan framkvæmdir hófust við
Hitaveitu Reykjavíkur. Jafnan hefur verið litið svo á, að forysta
Reykjavíkur í þessum efnum ætti að tryggja höfuðborgarbúum
hagstæðustu kjör og ódýra hitaveitu. Það væri sanngjarnt, að
íbúar höfuðborgarinnar nytu framsýni forystumanna sinna. Við
og við hafa einstaka stjórnmálamenn á vinstri kantinum haft á
orði að leggja verðjöfnunargjald á hitaveitugjöld Reykvíkinga.
Borgarbúar hafa alltaf hrundið þeim tilraunum. Nú er
bersýnilegt, að nauðsynlegt er að gera nýtt átak til þess að sýna
vinstri mönnum fram á, að Reykvíkingar munu ekki una því, að
þer verði skattlagðir sérstaklega vegna dugnaðar og framsýni í
eigin málum.
Ólafur vill hita-
veituskatt
Olafur Jóhannesson, sem skipar fyrsta sæti á lista
Framsóknarflokksins í Reykjavík, skýrir frá því í Tímanum
sl. sunnudag að hann telji óhjákvæmilegt að leggja verðjöfnun-
argjald á hitaveitugjöld Reykvíkinga. Þessi áform Ólafs
Jóhannessonar um sérstaka skattlagningu á Reykvíkinga og
aðra þá, sem búa við hitaveitu, koma fram í svari hans við
spurningu um þetta efni á „beinni línu“ hjá Tímanum.
Skv. upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér yrði að
leggja 40% hitaveituskatt á Reykvíkinga til þess að áform Ólafs
Jóhannessonar næðu fram að ganga. Vinstri stjórnin hafði
skipað nefnd til þess að kanna þetta mál og komst hún að þeirri
niðurstöðu að nauðsynlegt væri að leggja 40% gjald á
hitaveitugjöld Reykvíkinga til þess að ná jöfnuði á hitakostnaði
yfir Jandið. Nú situr vinstri stjórn í Reykjavík, sem hefur sýnt
það, að hún er ekki tilbúin til að gæta hagsmuna Reykvíkinga í
einu eða öðru eins og glögglega kom fram í Landsvirkunarmál-
inu, þegar meirihluti vinstri stjórnarinnar var tilbúinn til að
fórna hagsmunum Reykjavíkur í orkumálum. Vinstri stjórninni
í Reykjavík verður því ekki treyst til að koma í veg fyrir þessi
áform. Taki vinstri stjórn við völdum á ný að kosningum loknum
er ljóst að hún mun fylgja fram þeim fyrirætlunum að leggja
sérstakan hitaveituskatt á Reykvíkinga og aðra þá, sem
hitaveitu njóta. Eina ráð Reykvíkinga til að hindra þetta er að
kjósa Sjalfstæðisflokkinn, sem hefur jafnan staðið dyggan vörð
um hagsmuni Reykvíkinga. Um leið eiga Reykvíkíngar að sýna
hver afstaða þeirra er til manns eins og Ólafs Jóhannessonar,
sem telja það sjálfsagt að skattleggja dugnað og framtak
höfuðborgarbúa á þessu sviði. Reykvíkingar eiga að þakka Ólafi
Jóhannessyni fyrir þann sérstæða hug, sem hann sýnir
borgarbúum með því að sjá til þess, að það fylgishrun
Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem hófst í síðustu kosning-
um, haldi áfram.
A ELLEFTA tímanum á sunnu-
dagskvöldið varð eldur laus i
verzluninni Bonanza, Laugavegi
20. Greiðlega gekk að slökkva
eidinn en mikiar skemmdir urðu
á fatnaði í verzluninni af völdum
reyks.
Skömmu eftir að eldsins varð
vart handtók lögreglan í
Reykjavik 18 ára gamlan pilt og
játaði hann við yfirheyrslur að
hafa borið eld að húsinu. Tróð
hann logandi bréfi inn um gat og
komst eldur i plasteinangrun i
vegg i kjallara.
Myndin var tekin á brunastað
á sunnudaginn.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Laaaartiagur
Í4. nóvember
1979
26Í- tbi.
59. Árg.
m
*UiS.b'
á borö og sigldi jullan fagurlega
fyrir landi í kikkertglasi stýrimanns.
En þegar nánar var aö gætt,
reyndist jullan lús, sem hrökk af
kikkertglasinu. Þannig er einnig
landsýn marxismans, og þannig
hafa jullurnar einnig hrokkiö af
kikkertglasi kommúnismans, hvort
sem stýrimennirnir hafa verið und-
an Kínaströndum eöa annars staö-
ar. Þess vegna þurfum viö íslend-
ingar nú aö horfast í augu viö
flóttamannavandamál, ekki síöur
en aðrar þjóöir. Eina lausnin á
vandanum er sú, aö alþýða manna
geri sér grein fyrir því, aö eitt er
julla, en annað lús. Þaö læra menn
af reynslunni, en hvorki gylliboðum
né fagurgala kommúnískra lýö-
skrumara né lestri marxískra
nítjándualdar rita.
En pólitísk kikkertglös geta
brenglaö öllum staöreyndum, ekki
sízt ef stýrimennirnir hafa fengið sér
einum of mikiö af „kenningunni“.“
Aö lokum má benda á „smáatr-
iöi“ í helgarsamtali Vísis viö Árna
Bergmann, en þaö kemur þessu
máii viö. í samtalinu er Árni auðvit-
aö genginn hinu frjálsa markaös-
kerfi á hönd, en margt „róttækt“
kúltúrfólk kann betur viö sig í því en
fjestir aörir, eins og kunnugt er.
Árni er einn af þessum kikkert-
mönnum. Og hann hefur marga
lúsina séð fyrir stafni kommúnista-
jullunnar. I samtalinu er hann
spurður, hvaö honum finnist um
Gúlagiö. Hann segir, aö þaö sé ein
af þeim bókum, sem menn veröa
aö þekkja og „horfast í augu
viö...“. En er Gúlagiö þá bara í
bókum? Eigum viö ekki heldur að
horfast í augu viö þaö, eins og það
er — austur í Síberíu?
En Árni virðist ekki hafa þrek til
þess, ef marka má frásögn hans í
Þjóöviljanum af Búkovskí-fundinum
og svarinu í Vísi. í laugardagsblaöi
Morgunblaösins var sýnt fram á,
hvernig hann sveipaöi frásögn sína
af fundinum yfirbragði hlutlægni
meö þeim hætti, aö þeir, sem lásu
einungis frásögn Árna „fengu rang-
ari mynd af honum en heföu þeir
enga frásögn lesiö. Þá heföu þeir
enga vitneskju fengiö um fundinn í
staö brenglaöra og villandi upplýs-
inga“. Meö tilvitnunum og rökum er
sýnt fram á þessa brenglun. Hún
felst m.a. í því, sem er undanskilið
— þ.e. matreiddum „sannleika",
sem er auðvitaö nær svörtum galdri
en hvítum. En þaö er þó ekki
aðalatriöi, heldur hitt, aö Gúlagiö er
ekki bók, heldur harmsaga þjóöar
og skipbrot pólitískrar stefnu „á
tuttugustu öld“. Viö þaö eiga menn
„að horfast í augu".
En þeir veröa þá aö leggja
kikkertglasiö til hliöar.
Eitt er víst, aö maður fer ekki til
Sovétríkjanna til aö kynnast
ástandinu þar, ef marka má upplýs-
ingar A. Arbuzov, „líklega vinsæl-
astan núlifandi rússneskra leikrita-
höfunda", eins og hann er kynntur í
Lesbók, en þar er samtal viö hann
vegna uppfærslu á leikriti eftir hann
hér á landi. Arbuzov sagöi:
„Ég haföi aldrei heyrt á Bukovsky
minnst fyrr en ég kom hingaö, en
hér talar enginn um annað en hann
og hans mál. En hin daglega
lífsbarátta hins sovéska borgara er
bara ekkert á sama piani og mál
Bukovskys og annarra útlaga, sem
eru svo örlítill hluti af allri þjóöinni.
Þeir eru aö tala um mál, sem hinn
almenni borgari kynnist lítiö sem
ekkert."
KIKKERTGLASIÐ
rW tJHH
I f
Afstaöa hundadagastjórnar
vinstri manna til Pol Pots-stjórnar-
innar er alkunna og blettur á
íslenzkri utanríkispólitík — en
verstur er þó hlutur krata, sem hafa
fariö meö utanríkismálin.
Þar eö pistlar þessir eru skrifaöir
í tilefni af væntanlegum kosningum,
er ekki úr vegi aö minna á þaö
pólitíska axarskaft íslenzkra ráöa-
manna, þegar skæruliöastjórn Pol
Pots var veitt fulltingi á Allsherjar-
þingi Sameinuöu þjóöanna. Af-
staöa Morgunblaösins í því máli
liggur skýr fyrir og veröur rifjuö upp
hér á eftir, en áöur er ekki úr vegi
aö minna á, aö blaöiö þurfti einnig
aö gagnrýna þaö axarskaft for-
manns Alþýöuflokksins aö opna
herstöö varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli upp á gátt og taka þá miklu
áhættu, sem af því hefði getaö leitt.
Þar er komiö á jafnvægi sem
hindrar óþörf áhrif varnarliösmanna
á íslenzkt þjóðlíf — og hefur gefizt
vel. Björgunarsveit varnarliösins er
aö sjálfsögöu undan skilin, en hún
hefur unniö mörg afrek í fórnfúsu
þjónustustarfi.
Bandaríkjamenn hafa veriö meö
einhvern þrýsting og viljað aö
varnarstööin yröi opnuð meö þeim
hætti, sem utanríkisráöherra hugö-
ist fyrir, en okkur dettur ekki í hug
aö láta undan slíkum þrýstingi og
voru Benedikt Gröndal og ríkis-
stjórnin knúin til aö loka varnar-
stööinni þegar í stað. Slík varnar-
stöö er okkur aö vísu nauösyn, en ill
nauðsyn. Eitt eru gestir frá erlendri
þjóö, sem tryggja eiga varnir og
öryggi íslands á válegum tímum, en
annaö er íslenzkt þjóölíf. Gestirnir
eru hér í þágu okkar og Atlants-
hafsbandalagsins, en viö gerum
engar ráöstafanir til að þóknast
Bandaríkjastjórn, hvorki í þessum
efnum né öörum. Það hefur reynzt
okkur heillavænleg stefna og skul-
um viö halda henni til streitu,
meðan svo ógæfusamlega horfir í
heiminum, aö beztu menn telja
óráð annaö en halda uppi öruggum
vörnum í landinu sjálfu. Þess má
einnig geta, að þaö var ekki vegna
kröfu alþýðubandalagsmanna eöa
Þjóöviljans, sem utanríkisráöherr-
ann neyddist til aö loka varnarstöö-
inni á Keflavíkurflugvelli, enda haföi
málið ekki einu sinni verið rætt á
ríkisstjórnarfundi, þar sem ráöherr-
ar Alþýðubandalagsins tóku þaö
aldrei upp og létu sér fátt um
finnast.
En til aö rifja upp afstööu
íslenzkra ráöamanna til polpot-
anna, skulum viö líta á brot úr
forystugrein í Morgunblaöinu —
þeim til glöggvunar, sem nú eiga aö
ganga að kjörboröinu og hafa í
hendi sér örlög íslands, pólitískt
siögæöi þess út á viö og innra þrek
lýöveldisins sjálfs.
Viö sögöum á sínum tíma:
„Þegar Víetnam-styrjöldin geis-
aöi, voru aöeins til tvenns konar
manngeröir að dómi kommúnista:
guös útvaldir, þ.e. víetnamskir
kommúnistar, og svo hinir. Nú er
öllum Ijóst, aö Víetnamar eru ekki
viö eina fjölina felldir í pólitík sinni,
heldur hafa þeir bæði ögraö fjöl-
mennustu þjóö heims, Kínverjum,
og gert innrás í land annarrar
nágrannaþjóöar, Kambodíu. Hafa
þeir lagt þaö land undir sig og
komiö leppstjórn sinni þar til valda.
Stundum heyrist sagt hér á landi,
aö atburöir í svo fjarlægum löndum
sem Indókína komi Islendingum
lítiö sem ekkert viö. En nú sjáum
viö, aö þessi lönd eru ekki lengur í
órafjarlægö, heldur er engu líkara
en þau séu viö túnfótinn hjá okkur.
Hingað hafa komiö víetnamskir
flóttamenn og verðum viö þannig,
ekki síður en aörar þjóöir, aö
horfast í augu viö blákaldar afleiö-
ingar þess, aö kommúnistar hafa
lagt undir sig Indókínaskagann aö
mestu. Sæluríkin, sem boöuö voru
undir alræöisstjórnum kommúnista
íVíetnam og Kambodíu, hafa reynzt
þarlendu fólki eins og heitasta
helvíti, margir hafa veriö drepnir,
aðrir eru sjúkir og hungraöir og
draga fram lífiö viö kjör, sem viö
getum ekki einu sinni gert okkur í
hugarlund, og enn aðrir leggja líf
sitt í hættu og flýja „sæluna". Þaö
er nú í Ijós komiö, eins og alls
staöar hefur oröiö, þar sem komm-
únistar hafa hrifsaö völdin, aö
boðskapur þeirra um framtíöarríkiö
á Indókínaskaga hefur í engu reynzt
haldbetri en annars staöar. Fals-
vonir marxismans minna einna
helzt á þá landsýn, sem bar fyrir
augu yfirstýrimanns Árna frá Geita-
stekk, og julluna, sem hann sá í
kikkertglasi sínu. Hann sá þrjár árar
Gjaldeyrisverðmæti
sjávarafurða hrapaði
um 45% 1967 og 1968
Atvinnuleysið 1968—1969:
Efnahagsáíöll, sem islenzka þjóðarbúið varð fyrir seinni hluta árs 1966 og árin 1967 og 1968, leiddu
til töluverðs atvinnuleysis hérlendis 1968 og 1969. Þessi staðreynd hefur verið notuð til þess, í
yfirstandandi kosningabaráttu. að varpa skugga á svokölluð viðreisnarár, 1959—1971, sem voru á
heildina litið farsælir jafnvægistimar með innan við 10% verðbólgu að meðaltali á ári. Hér verður í
stuttu máli gerð grein fyrir orsökum þessa timabundna atvinnuleysis. Fyrst verður þó litillega rakin
þróun mála frá myndun viðreisnarstjórnar 1959 fram að áföllunum, sem upphaf áttu síðla árs 1966.
V elmegunar tímabil
Ríkisstjórn Ólafs Thors beitti
sér fyrir frjálsræðisstefnu í
framkvæmdum og viðskiptum
1960, Sem fylgt var eftir af
ríkisstjórn Bjarna Benedikts-
sonar. Sú stefna, sem þá var
mótuð, og efnahagsaðgerðir, sem
gripið var til 1960, lögðu grund-
völl að öflugri uppbyggingu at-
vinnuvega, sem var örust á
árunum 1962—1966, og leiddi til
meiri velmegunar en áður hafði
þekkst hérlendis.
Þrír meginþættir stuðluðu að
þessu framfaraskeiði: 1. Frá-
hvarf frá höftum til frjálsræðis;
2. Mikil aukning síldarafla; 3.
Mjög hagstæð þróun útflutn-
ingsverðlags.
Síldaraflinn jókst úr um 300
þúsund tonnum 1961 í 771 þús-
und tonn 1966. Jafnframt var
hafin loðnuveiði og vinnsla.
Magn sjávarafurða jókst um
29% á tímabilinu 1962—1966 eða
um 5,2% á ári. Magnaukningu
sjávarafla fylgdi svo hækkun
útflutningsverðs, 46% á árabil-
inu 1961—1966, þannig að verð-
mætisaukning útfluttra sjávar-
afurða jókst á þessu árabili um
88% eða 13,5% á ári. Mikill
vöxtur í sjávarútvegi og fiskiðn-
aði hafði örvandi áhrif á aðrar
atvinnugreinar. Nefna má að
íbúðarbyggingar jukust um 86%
frá 1961—1966. Iðnaðarfram-
leiðsla, önnur en í sjávarútvegi,
jókst um 27,5% eða um 5% til
jafnaðar á ári.
Þessi hagstæða þróun í sjávar-
útvegi og öðrum atvinnugreinum
leiddi til þess að þjóðarfram-
leiðslan jókst um 8,9% á ári,
1961—1966, vöxtur útflutnings
og þjónustu um 10,8% á ári,
útflutningstekjur um 13,1% á
ári (vegna hagstæðra viðskipta-
kjara) og þjóðartekjur um 10,2%
á ári. Allt þetta leiddi til bættra
lífskjara á þessum árum, kaup-
máttaraukningar og batnandi
stöðu þjóðarbúsins út á við.
Bjarni heitinn Benediktsson,
sagði í ræðu í október 1966:
„Öruggar heimildir eru fyrir því,
að fjölmennustu atvinnustéttir
hafa frá árinu 1960 bætt hag
sinn milli 33% og nokkuð yfir
40%, þ.e.a.s. fengið ríflega sinn
hlut af stórauknum þjóðartekj-
um. Það er því hægt að fullyrða,
að þetta er eitt mesta, eða
réttara sagt mesta velmegunar-
tímabil, sem almenningur á
Islandi hefur notið...“
Aflabrestur — verð-
fall útflutnings-
framleiðslu
Fyrstu merki erfiðleika, sem
fóru í hönd, sögðu til sín um mitt
ár 1966. Þá hófst eitt mesta
verðfall útflutningsafurða okk-
ar. Það náði til freðfisks, fiski-
mjöls og lýsis eða fulíra %
útflutningsins. í október 1966
hafði lýsi lækkað um 37,5% og
mjöl um 23%. Frá vori 1966
fram á haust lækkaði verð
þorskblokkar í Bandaríkjunum
um 20%. Þorskaflinn varð og
verulega minni þetta ár en áður.
Árin 1967 og 1968 varð þjóðin
fyrir áframhaldandi efnahags-
áföllum. Verðfallið sem hófst
1966 hélt áfram. Gífurlegur afla-
Ólafur Thors
brestur varð á síldveiðum, en
þær veiðar og vinnsla voru þá
ein af meginstoðum verðmæta-
sköpunar í þjóðarbúskapnum.
Skreiðarmarkaður lokaðist
vegna borgarastyrjaldar í
Nígeríu. Síldarafli fór úr 770
þús. tonnum 1966 í 460 þús. tonn
1977 og 143 þús. tonn 1968.
Þorskaflinn var 15% minni 1967
en 1966 og 23% minni en 1965. —
Síldarlýsi féll í verði um 20%
1967, síldarmjöl um 15%, freð-
fiskur um 14%. Meðalútflutn-
ingsverð sjávarafurða var 10%
lægra en árið áður. Verðfallið
hélt áfram 1968 og á þessum
tveimur árum féll meðalútflutn-
ingsverð sjávarafurða um 15,5%
til samans.
Framleiðslumagn sjávaraf-
urða til útflutnings minnkaði
um 20% 1967 og verðmæti
bræðslusíldarafurða minnkaði
um 55%, saltsíldar um 18%.
Aflaverðmæti sumar- og haust-
síldarveiða fyrir Norður- og
Austurlandi varð aðeins 46%
þess er það nam 1966. Gjaldeyr-
isverðmæti sjávarafurða var
Bjarni Benediktsson
nær þriðjungi minna 1967 en
árið áður.
Þetta hrun í útflutningsfram-
leiðslu þýddi að vöruflutningur
landsmanna nam aðeins 4300
m.kr. 1967 (en hafði verið 6000
m.kr. árið áður). Viðskiptajöfn-
uður varð stórlega óhagstæður
og gjaldeyrisforði, sem orðinn
var nokkur, snarminnkaði.
Á árunum 1967 og 1968 til
samans hrapaði gjaldeyrisverð-
mæti sjávarafurða um 45% og
samdráttur nettógjaldeyrisverð-
mætis af framleiðslunni varð
enn meiri, eða yfir 50%.
Samdrátturinn í sjávarútvegi
hafði fljótlega neikvæð áhrif á
aðrar atvinnugreinar, eins og að
líkum lætur. Haustið 1967 fór að
síga á ógæfuhliðina og í febrúar
1968 voru 1500 manns atvinnu-
lausir eða um 2% af mannaflan-
um. I árslok 1968 nam atvinnu-
leysið um 3% af mannaflanum.
Hæst komst atvinnuleysið í jan-
úár 1969, 7%, en þar gætti áhrifa
sjómannaverkfalls, sem leiddi til
stöðvunar bátaflotans. Á þessum
tíma leituðu margir atvinnu
utan landssteina, bæði verka-
menn en aðallega iðnaðarmenn,
en samdráttur í byggingariðnaði
var verulegur 1967 og 1968.
Upp úr öldudalnum
Af framanskráðu má ljóst
vera, að efnahagsáföll en ekki
stjórnarstefna orsökuðu tíma-
bundið atvinnuleysi á þessum
árum. — I raun — og skoðað
eftir á — gegnir furðu, hve
skjótt tókst að draga úr áhrifum
svo gífurlegra áfalla og komast
upp úr öldudalnum.
Þegar á árinu 1969 fór að sjá
fyrir ný umskipti í íslenzkum
efnahags- og atvinnumálum. Þá
fór þjóðarbúskapurinn að lyfta
sér upp úr lægðinni. Kom þar
hvort tveggja til: efnahagsað-
gerðir stjórnvalda og batnandi
ytri skilyrði. Þjóðarframleiðsla
jókst um 2% 1969 og viðskipta-
kjör bötnuðu að meðaltali um
3—4%. Heildaraflamagn lands-
manna óx um 17% þetta ár og
nýting aflans varð mun betri en
fyrr, m.a. vegna meiri vinnslu í
neytendaumbúðir. — Útflutn-
ingsverð fiskafurða hækkaði og
nokkuð, nema á saltfiski og
skreið, er lækkaði. I’ramleiðslu-
aukning varð og mikil í iðnaði
þetta ár, samkvæmt úrtaksat-
hugun er þá fór fram, en gengis-
breyting hafði styrkt stöðu út-
flutningsiðnaðar.
Þróun efnahags- og atvinnu-
mála 1970 tók af öll tvímæli um
það, að lokið var kreppuáhrifum
efnahagsáfalla, aflasamdráttar
og verðfalls útflutningsfram-
leiðslu undangenginna ára. Þjóð-
arframleiðslan 1970 jókst um
6% (2% 1969) og þjóðartekjur
jukust um 10,5% (3% 1969). —
Framleiðsla sjávarafurða jókst
um 4% enda var 1970 einn mesti
þorskafli fram að þeim tíma,
nær 480 þúsund lestir.
Á þessum árum var og brotið
blað í atvinnusögu þjóðarinnar
með byggingu Búrfellsvirkjunar
og álvers í Straumsvík, sem
síðustu árin hefur lagt til 14—
17% heildarútflutnings héðan.
Þar með var hafin, svo um
munaði, nýting þriðju auðlindar
þjóðarinnar, orkunnar í vatns-
föllum landsins, sem hlaut að
koma til, samhliða hefðbundnum
atvinnuvegum, ef halda á í til
jafns við aðrar þjóðir um þjóðar-
tekjur og lífskjör.
Þegar alls er gætt og mál
skoðuð í réttu samhengi og í ljósi
staðreynda þessara ára, verða
fréttaskýringar vinstri blaða nú
á tímabundnu atvinnuleysi
1968—69, haldlitlar, svo að ekki
sé sterkara að orði kveðið.
—sf.
Þrekvirki, hve
fljótt tókst að
rétta úr kútnum