Morgunblaðið - 27.11.1979, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
23
Scnwarz leiddi
Þór til sigurs
EKKI var framkoma Grindvík-
inga þeim til sóma í leik þeirra
við Þór á Akureyri s.l. laugar-
dag. Þórsarar sigruðu 108:85,
staðan i hálfleik var 50:43.
Dómarar leiksins vísuðu þrem
af liðsmönnum UMFG út úr
salnum, í seinni hálfleik. Fyrst
var Mark Holms rekinn út fyrir
kjafthátt af varamannabekknum
um miðjan seinni hálfleik, en
hann var þá nýkominn útaf með
5 villur. Litlu síðar fylgdu svo
þeir Sigmar Eðvarðsson og Eyj-
ólfur Guðlaugsson í kjölfarið.
Þeim likaði víst ekki einhver
dómur dómaranna og voru þeir
helst til of hvassyrtir í garð
dómaranna, sem umsvifaiaust
vísuðu þeim út úr salnum. Á leið
sinni út úr salnum gerði annar
sér lítið fyrir og hrækti í átt til
annars dómarans, ekki beint
fyrirmyndarframkoma.
En lítum á gang leiksins. Þórs-
arar tóku strax forystuna í leikn-
um og héldu henni út allan
leikinn. Um miðjan fyrri hálfleik
höfðu Þórsarar gert 38 stig en
UMFG 25, en Grindvíkingar
minnkuðu muninn og var staðan í
hálfleik 50:43 Þór í vil. í seinni
hálfleik juku Þórsarar forystuna
jafnt og þétt og um miðjan
hálfleikinn var staðan 80:57 og
hélst sá munur allt til loka
leiksins en lokatölurnar urðu eins
og áður sagði 108:85.
Leikurinn í heild var ágætlega
leikinn, en varnir beggja liða voru
ansi götóttar.
Hjá Þór var Gary Schwartz
langbestur, hann átti mjög góðan
leik og hitti mjög vel þegar sá
gállinn var á honum. í leiknum
tóku sig upp meiðsli hjá Eiríki
Sigurðssyni, einni af styrkustu
stoðum liðsins, sem hafa hrjáð
hann að undanförnu, og er þar
skarð fyrir skildi ef hann leikur
ekki með á næstunni. Stig Þórs
skoruðu Gary Schwartz 42, Er-
lingur Jóhannsson 14, Alfreð
Túlinius 12, Eiríkur Sigurðsson 12
og aðrir minna.
Hjá UMFG var Mark Holms
bestur og aðrir leikmenn stóðu
honum talsvert að baki. Grindvík-
ingar létu smámunasemi dómar-
anna fara í taugarnar á sér og
kann það ekki góðri lukku að
stýra.
Stigahæstir hjá UMFG voru
Mark Holms 39, Eyjólfur Guð-
laugsson 11, Ólafur Jóhannsson
10, Ingvar Jóhannsson 6 og aðrir
minna.
Dómarar voru Hörður Túlinius
og Rafn Benediktsson. Dæmdu
þeir ágætlega en voru helst til of
smámunasamir.
sor.
UMFG lagói
Tindastol
ÞAÐ leit út fyrir að Grindvík-
ingar ætluðu að kaffæra Tind-
stælinga strax í upphafi leiks
þeirra á Akureyri á laugardag-
inn. Þeir skoruðu 9 fyrstu stigin,
og það var ekki fyrr en eftir 3
mín. að Kára Maríssyni tókst að
skora fyrstu körfuna fyrir Tinda-
stól. Við það vöknuðu Tindstæl-
ingar til lífsins og fóru að saxa á
forskotið. Eftir þetta varð mun-
urinn aldrei mikill og minnstur 2
stig. Staðan í hálfleik var 39—35,
Grindavík í hag.
í upphafi síðari hálfleiks tókst
Tindastól að jafna 39—39, en
síðan datt botninn úr leik þeirra
um stund. Gengu Grindvíkingar á
lagið og breyttu stöðunni í 55—45.
Þrátt fyrir þetta mótlæti gáfust
Tindstælingar alls ekki upp og nú
náðu þeir, á næstu mínútum, að
jafna 57—57 og komast yfir í
fyrsta skipti í leiknum, á 15. mín.,
59-57.
Sú dýrð stóð þó ekki lengi, því
strax í næstu sókn fékk Kári
Marísson, aðalmaður Tindastóls,
sína 5. villu er dæmdur var á hann
ruðningur. Grindvíkingar náðu
fljótt forystunni aftur og héldu
henni til leiksloka. Þegar upp var
staðið höfðu Grindvíkingar skorað
73 stig en Tindstælingar 67. Leik-
urinn í heild var frekar slakur þó
annað slagið brygði fyrir
skemmtilegum tilþrifum á báða
bóga.
Þó ekki væri skorað meira en
raun bar vitni var það ekki góðum
varnarleik liðanna að þakka, held-
ur hve illa leikmenn fóru með
upplögð tækifæri. Tindstælingar
hljóta að hafa nagað sig í handar-
bökin eftir leikinn, því sigurinn
hefði alveg eins getað lent þeirra
megin. Þeim virtist fyrirmunað að
koma boltanum ofan í körfu
Grindvíkinga á síðustu mínútun-
um og þá er ekki að sökum að
spyrja. Hjá Grindavík var Mark
Holmes langbestur, stór og sterk-
ur leikmaður sem hirðir mikið af
fráköstum. Tindstælingar áttu oft
á tíðum erfitt með að stoppa hann.
Hann skoraði 26 stig, næstir voru
Júlíus Ingólfsson með 17 stig,
Ólafur Jóhannsson með 9 og aðrir
færri. Hjá Tindastól voru þeir
Birgir Rafnsson og Kári Marísson
í algjörum sérflokki, og þeir einu
sem virkilega kvað eitthvað að.
Kári stjórnaði spilinu mjög vel
meðan hans naut við, og hittni
hans var mjög góð á köflum.
Birgir var óragur við að brjótast
inn í vörn andstæðinganna, sem
gekk mjög erfiðlega að stöðva
hann nema þá með því að brjóta á
honum. Skoraði hann margar
körfur á þennan hátt og var
stigahæstur með 26 stig. Kári kom
næstur með 19, Karl Ólafsson
skoraði 6 og aðrir minna. Góðir
dómarar leiksins voru Hörður
Túliníus og Magnús Jónatansson.
Stórsigur ÍBK
ÞAÐ heyrir til tiðinda, að enginn
Bandarikjamaður var meðal leik-
manna er Keflvikingar mættu
Borgnesingum i 1. deildinni i
körfuknattleik á laugardaginn.
Welshans þjálfari ÍBK og Web-
ster Spói, þjálfari Borgnesinga
máttu ekki leika með liðum
sinum og urðu að gera sér að
góðu að stjórna liðum sínum af
bekkjunum.
Keflvikingar unnu stórsigur i
leiknum, skoruðu helmingi fleiri
stig en Borgnesingarnir, 114:57.
Stigahæstir Keflvíkinga voru
Björn Skúlason með 28 stig,
Einar Steinsson með 25 stig og
Sigurgeir Þorleifsson með 24
stig.
- áij
• Stcfán Kristjánsson blakar knettinum til félaga síns Kristins Jörundssonar áður en að Jónas
Njarðvíkingur getur klófest hann. Ljösm. Emilía.
Sóknarleikurinn í fyrir-
rúmi er UMFN vann ÍR
NJARÐVÍKINGAR unnu ÍR-
inga 103:96 í bráðskemmtilegum
og á köflum mjög góðum leik í
úrvalsdeildinni i körfuknattleik i
Hagaskóla á laugardaginn.
Njarðvíkingar halda því enn
stöðu sinni á toppi deildarinnar,
en ÍR-ingar verða að herða sig ef
þeir ætla að vera með í slagnum í
vetur.
Með þessum sigri tókst Njarð-
víkingum, auk þess að leggja
erfiðan andstæðing að velli, að
sigrast á þeirri hjátrú að þeir
geti ekki unnið ÍR í Hagaskólan-
um. Njarðvíkingar töpuðu þrem-
ur leikjum þar við ÍR í fyrra,
tvisvar í deildinni og einu sinni í
bikarkeppninni. Að auki vann ÍR
lið UMFN á heimavelli þeirra
siðarnefndu í fyrstu umferð úr
valsdeildarinnar í haust, þannig
að þessi sigur var sérlega kær-
kominn fyrir UMFN.
ÍR hafði forystu allan fyrri
hálfleikinn og í leikhléi var mun-
urinn 2 stig, 52:50, en munurinn
var mestur 5—6 stig á liðunum.
Njarðvíkingum tókst fljótlega að
komast yfir í seinni hálfleiknum
og undir lokin tókst þeim að auka
muninn og innsigla öruggan sigur
— sem þeir stálu engan veginn,
eins og þeir hafa leikið sér að, að
undanförnu.
E.t.v. hefur það skipt sköpum í
þessum leik að þegar leikmenn
UMFN-
ÍR
103=96
beggja liða komust í villuvand-
ræði, þá voru varamenn UMFN
mun sterkari heldur en IR-inga.
Þannig misstu Njarðvíkingar Ted
Bee og Júlíus út af þegar 8 og 6
mínútur voru eftir, en nokkru
áður og síðan þegar 5 mínútur
voru eftir fóru Stefán Kristjáns-
son og Jón Jörundsson útaf með 5
villur. Skörð Stefáns og Jóns voru
ekki fyllt, en þetta virtist ekki
breyta neinu fyrir Njarðvíkinga,
skiptimennirnir stóðu fyrir sínu.
Síðast var jafnt 94:94, en þá
skoruðu leikmenn UMFN 9 stig
gegn 2 og tryggðu sigurinn.
Þrátt fyrir ósigurinn eiga ÍR-
ingar hrós skilið fyrir þennan leik.
Þeir komu með allt öðru hugarfari
til þessa leiks, heldur en gegn KR
á dögunum. Hreyfanleikinn og
baráttan var allt önnur í liðinu.
Keyrt var á sömu 5 leikmennina
allan tímann og allir stóðu þeir sig
vel, en þegar þeir þurftu að fara út
af voru aðrir leikmenn liðsins ekki
þeirra makar.
Njarðvíkingar leika mjög hrað-
an körfuknattleik og sóknarleik-
urinn er þeirra aðall. Oft á tíðum
er mjög gaman að horfa á Njarð-
víkurliðið leika og þeir eru ekki á
flæðiskeri staddir með leikmenn.
Beztu menn UMFN að þessu
sinni voru Guðsteinn Ingimarsson
og Gunnar Þorvarðarson, miklir
baráttumenn og hittni þeirra
beggja var í góðu lagi að þessu
sinni. Júlíus, Ted Bee og Jónas
léku einnig vel og ekki skal þeim
gleymt Brynjari og Jóni Matthí-
assyni. Beztir ÍR-inga voru Krist-
inn Jörundsson og Stefán Krist-
jánsson, en Mark, Jón Jörundsson
og Kolbeinn gerðu allir fallega
hluti í þessum leik, en sín mistök á
mílli.
STIG UMKN: Guðsteinn 22. Gunnar 20. Ted
Bee 19. Jónas 14, Július 12, Brynjar 10. Jón
6.
STIG ÍR: Mark Christiansen 25, Kristinn 22.
Jón 17, Stefán 15, Kolbeinn 13, Sigmar 4.
DÓMARAR: l’ráinn Skúiason og Guóbrand-
ur Sigurðsson dæmdu leikinn. Voru ÍR-ingar
óánægðir með frammistöðu þeirra að leik
loknum, en hefðu úrslltin orðið Njarðviking-
um í óhag er vtst að þeirra menn hefðu
bðlvað dómurum ieiksins.
- áij.