Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 46

Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Fólk og fréttir úr ýmsum áttum Þrír kunnir kappar endurnýj- uðu samninga sína síðustu dag- ana. Ron Greenwood var ráðinn til þriggja ára í viðbót sem landsliðs- einvaldur enska knattspyrnu- landsliðsins. Terry Venebles skrif- aði undir nýjan samning við Crystal Palace og er hann til fjögurra ára. Loks endurnýjaði Vestur-Þjóðverjinn Jimmy Hart- wig samning sinn við meistaralið- ið HSV til tveggja ára. - O - Það er víðast hver venja að reka þjálfara ef illa gengur. í Vestur- Þýskalandi er Hertha við botninn, enda var þjálfarinn, Kvno Klötzer rekinn fyrir skömmu. Frank „Presley" Worthington, miðherjinn sjálfumglaði hjá Bolt- on, er farinn í fýlu hjá félagi sínu og hefur óskað eftir sölu. Til þessa hefur enginn sýnt áhuga. - O - Tibor Nyilazi, einn efnilegasti knattspyrnumaður Ungverja- lands, hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 24 ára gamall. Heilsan gaf sig. - O — Einhver eða einhverjir hafa grætt væna fúlgu er leikur Liver- pool og Wolverhampton fór fram á Anfield á dögunum. Einhver rændi nefnilega 2000 stúkumiðum og seldi þá á svörtum markaði. Sökudólgurinn er ófundinn. - O - Nokkrar merkilegar sölur hafa átt sér stað í Englandi síðustu vikurnar. Sunderland keypti Stan Cummins frá Middlesbrough og hefur kappinn skorað tvívegis í tveimur fyrstu leikjum sínum með Sunderland. Þá keypti Aston Villa Terry Bullivant frá Fulham. - O - Gamli enski landsliðsþjálfarinn Bobby Moore lætur nú til sín taka á nýjan leik í ensku knattspyrn- HSV vann upp tveggja marka forskot og vann HSV tryggði sér tvö stig í þýskuj úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti gegn Stuttgart, sem náði tveggja marka forystu á útivelli gegn þýsku meisturun- um. Það var Kevin Keegan sem leiddi HSV til sigurs, hann lagði fyrst upp mörk þeirra Hrubesch og Hartwig sem jöfnuðu leikinn og skoraði siðan sjálfur sigur- markið með lúmskum skalla. Áður höfðu þeir Olicher og Volk- ert skorað fyrir Stuttgart. Markvörður Stuttgart, Uwe Greinar, átti ekki góðan leik og hefði átt að geta komið í veg fyrir öll mörk HSV. Áður en lengra er haldið skulum við líta á úrslit leikja um heigina. Bayer Lev.k. — VFL Bochum 3—1 Kaiserslautern — W. Bremen 3—1 Hamburger SV — Stuttgart 3—2 E. Frankfurt — FC Köln 3—0 MSV Duisb. — Bayer Uerdr. 2—2 Hertha — 1860 Munchen 1—1 Bayern M. — Bor. Dortm. 4—2 Mönchengl.bach — Dússeld. 2—1 '"-'halke 04 — Brunswick 1—0 Bayern skaust í annað sætið með stórgóðum sigri á Borussia Dortmund. Niedermayer skoraði fyrir Bayern fljótlega og skömmu síðar spyrnti Augenthaler að marki og breytti knötturinn um stefnu af varnarmanni Dortmund og smaug undir hinn 18 ára gamla markvörð Dortmuftd, Eike Immel. Dortmund átti sér ekki viðreisnar von úr því. Huber minnkaði þó muninn með því að skora úr víti, en Breitner skoraði snarlega þriðja mark Bayern, einnig úr víti, Karl Heins Rumenigge bætti síðan fjórða markinu við um miðjan síðari hálfleik, en síðasta orðið átti Manfred Burgsmúller fyrir Dortmund, 4—2. Frankfurt skaust í þriðja sætið með stórsigri yfir Köln, þar sem Tony Woodcoek, nýi maðurinn frá Nottingham Forest sat í stúkunni og líkaði ekki vel það sem hann sá til sinna manna. Kóreumaðurinn Cha Kun Bum skoraði tvö af mörkum Frankfurt og Krager það þriðja, en leikmenn Frankfurt • Leikmenn Bayern Mtlnchen fagna marki. Lengst til hægri er Paul Breitner og lengst til vinstri er Niedermayer, en báðir skuruðu fyrir Bayern um helgina. klúðruðu nógu mörgum dauðafær- um til þess að vinna 3—4 leiki. Schalke og Borussia Mönch- engladbach hafa nálgast toppinn mjög að undanförnu og bæði unnu góða sigra um helgina. Schalke lenti þó í nokkrum erfiðleikum með botnliðið Brunswick, en marði þó sigur með marki útherj- ans Rúdiger Abramczik. BMG var hins vegar marki undir gegn Dusseldorf, en það var Wenzel sem skoraði fyrir Dusseldorf. Edward Lienen og Karl Del Heye svöruðu fyrir BMG og Harald Nickel brenndi auk þess af úr vítaspyrnu. Sænski miðherjinn Benny Wendt var í ham er lið hans Kaiserslautern vann Werder Bremen örugglega 3—1. Wendt skoraði öll mörk liðs síns, öll með sköllum og öll á innan við 9 mínútum um miðjan fyrri hálf- leik. Reinders minnkaði muninn fyrir Werder snemma í síðari hálfleik, en markið breytti engu um úrslitin. Nýliðarnir frá Bæheimi, Uerdr- ingen og Leverkusen tryggðu sér dýrmæt stig um helgina. Lever- kusen sigraði Bochum örugglega 3—1 með mörkum Demuth (2) og Hermann, en Abel svaraði fyrir Bochum með marki úr vítaspyrnu. Uerdringen krækti í stig á útivelli gegn Duisburg, en aðeins vegna þess að Bernd Dietz, fyrirliði Duisburg, spyrnti úr vítaspyrnu í stöngina rétt fyrir leikslok. Loka- tölur leiksins urðu 2—2, Dietz og Kempe komu heimaliðinu í 2—0, en Emke og gamla kempan Siggi Held, 38 ára gamall, skoruðu mörk Uerdringen. Þá er aðeins ógetið um einn leik, viðureign Herthu og annars botn- liðs 1860 Munchen. Jafntefli varð og græddi hvorugt liðið á því. Klieman náði forystunni fyrir Herthu, en Sensen jafnaði þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Staðan í Þýskalandi er nú þessi. Ilamburger SV Bayern Munchen Eintracht Frankfurt öorussia Dortmund FC Schalke 04 Borussia Mönchenglb. FC Köln VFB Stuttgart FC Kaiserslautern VFL Bochum Bayer Uerdingen Bayer Leverkusen Fortuna Dtlsseldorf MSV Duisburg Werder Bremen 1860 Munchen Hertha BSC Berlin Eintracht Brunswick 14 8 4 2 31:14 20 14 8 3 3 28:16 19 14 905 28:15 18 14 8 24 27:22 18 14 65 3 23:14 17 14 6 53 27:21 17 14 644 28:23 16 14 6 3 5 24:22 15 14 536 22:18 13 14 536 16:17 13 14 536 17:22 13 14 455 19:27 13 14 4 4 6 29:31 12 14 4 37 17:28 11 14 437 16:28 11 14 257 12:22 9 14 25 7 12:24 9 14 3 29 14:26 8, • Kvennabósinn John Tate og Sjaplín • Paul Breitner unni. Hann hefur nú tekið við framkvæmdastjórastöðunni hjá Rotherham í 3. deild. - O - Austurríski landsliðsmarkvörð- urinn Friedl Koncilia, sem ekki alls fyrir löngu var orðaður við Manchester Utd., er nú kominn til Anderlecht. Honum hefur þó ekki gengið allt í haginn og varaliðið hefur verið hlutskipti hanS í vetur. Þrátt fyrir það afþakkaði hann gylliboð, þriggja ára samning við Cosmos, fullt af seðlum! - O - Það er skammt öfganna á milli. Brasilíski knattspyrnumaðurinn Levinha var á sínum tíma geysi- lega vinsæll hjá félagi sínu Sao Polo. Áhangendur liðsins dýrkuðu hann. Síðan lá leiðin til Atletico Madrid þar sem Levinha átti Þetta eru danskar handknattleikskonur, stæðilegar í meira lagi, a.m.k. þær dökkklæddu. Hefur margur haft á orði þá furðulegu breytingu sem verður á kvenfólki frá þeim tíma sem menn sjá þær hverfa til búningsklefa og þar til þær koma út aftur í fullum handboltaskrúða. Ef mcnn gera sér ekki í hugarlund hvað átt cr við, þá... Sigur og tap hja Tékkum Tékkar, Evrópumeistararnir í knattspyrnu landsliða, tryggðu sér endanlega sæti í úrslitum keppninnar á Ítalíu næsta sumar með því að sigra Luxemborg í landsleik um helgina og um leið tryggði liðið sigur sinn í 5. riðli. Tékkar skoruðu fjögur mörk gegn dvergríkinu. Staðan i hálfleik var 3—0 og yfirburðir Tékka voru miklir. Panenka skoraði fyrsta markið og átti allan heiðurinn af næstu tveimur mörkum sem Marian Masny skoraði. Viszek bætti fjórða markinu við í síðari hálf- leik, en þá fóru Tékkarnir sér hægar, enda sigurinn í höín. Loksastaðan í riðlinum varð þessi: Tékkóslóvakía 6 5 0 1 17— 4 10 Frakkland 6 4 11 13— 7 9 Svíþjóð 6 1 2 3 9-13 4 Luxemburg 6 0 1 5 2—17 1 Tékkar kepptu á fleiri vígstöðv- um þessa helgi, en ólympíulið þeirra mætti ólympíuliði Ung- verja í undankeppni 01. Tékkarnir gátu ekki stillt upp bestu mönnum sínum vegna Evrópukeppninnar við Luxemburg og mættu því Ungverjum með skraplið. Ung- verjarnir mættu hins vegar með alla atvinnumennina og sigruðu auðveldlega 3—0. Tatar Karsai og Kiss skoruðu mörk Ungverja. Einn leikur er eftir í þeim riðli sem Tékkar og Ungverjar leika í, en það er síðari leikur þjóðanna. Er það úrslitaleikur riðilsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.