Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 22

Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Slghvatnr: Konnr og bðrn I KJartan oc Svava: Hlupu undlr þlljur. þegar gaf á llfbátana bátinn Vegleysur ogr vinstri stjórn „Konur og börn í lífbeltin • • • FYRSTA lögbundna grunnkaupsskerðing vinstri stjórnarinnar var samþykkt á fundi í neðri deild Alþingis hinn 7. apríl síðastliðinn. Frumvarpið um stjórn efnahagsmála o. fl. sam- þykktu allir þingmenn stjórnarflokkanna, nema tveir. Frum- varpið hlaut því í deildinni 22 atkvæði stjórnarsinna, gegn 14 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og atkvæði Kjartans Óiafssonar. Svava Jakobsdóttir sat hjá. Atkvæðagreiðslur á fundinum voru nokkuð sögulegar með tilheyrandi nafnaköllum og greinargerðum fyrir atkvæðum, en þetta var lokaafgreiðsla frumvarpsins. í greinargerðum þingmanna fyrir atkvæðum sínum féllu í senn þung orð og önnur, sem nálguðust gamansemi. Við atkvæðagreiðsluna var hver kafli frumvarpsins fyrir sig borinn undir atkvæði, en í 1. kaflanum var fjallað um verðbætur á laun. Gegn honum greiddu tveir þingmenn Alþýðubandalagsins atkvæði, Kjartan og Svava, allir aðrir samþykktu. Sighvatur Björgvinsson sagði um þetta háttalag þeirra, að það væri hlutskipti sumra að hlaupa undir þiljur, þegar gæfi á bátinn og leita skjóls meðan skipsfélagar kæmu bátnum heilum í höfn. Slík sjóhræðsla þætti þó hvorki til fyrirmyndar á ísafirði né Súgandafirði. Svava greiddi öllum öðrum köflum frumvarpsins atkvæði, en sat hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarpið í heild. Kjartan Ólafsson sagði efnislega, að hann væri á móti, vegna þess að Þjóðhagsstofnun mæti frumvarpið sem 6% kaupskerðingu, sem næði að fullu til láglaunafólks. Frumvarpið gengi á gerða kjarasamninga og því segði hann nei. Sighvatur Björgvinsson kvað hér vera um tvennt að velja, að standa við gert samkomulag og stuðla þannig að áframhaldandi stjórnarsamstarfi, eða breyta í gagnstæða átt og ganga í lið með stjórnarandstöðu. Sighvatur Björgvinsson sagði, að ekki yrði bæði sleppt og haldið. Aðalatriðið væri að sigla þjóðarskútunni heilli í höfn. Þó væri ekkert á móti því, að „konur og börn“ meðal farþega færu strax í lífbeltin og leituðu skjóls í björgunarbátum ýmiss konar sérstöðu. Þar mun Sighvatur hafa átt við þá þingmenn Alþýðubandalagsins, sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu eða sátu hjá. Alþýðubandalagið og olíumálin í SEPTEMBER og október í haust var innvegin mjólk i mjólkursamlögunum um einni milljón lítrum minni en á sama tíma í fyrra. Var tekið á móti 20,7 milljón lítrum í haust, en í fyrra 21.7 m.l. Fyrstu 10 mánuði ársins var innvegin mjólk 101,4 m.l, sem er 2,8% minna en sama tímabil árið 1978. Óverulegur samdráttur varð í sölu nýmjólkur að því er kemur fram í Fréttabréfi Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins, en mikil aukning eða 11,7% varð í sölu rjóma. Undanrennusala fyrstu 10 mánuðina var hálfri milljón lítrum minni en á sama tíma í fyrra og smjörframleiðslan 1.295 Bíll út í læk Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ varð það óhapp að jeppabifreið fór útaf Hafnarfjarðarvegi við Hrauns- holtslæk og hafnaði í læknum. Þrjú ungmenni voru í bílnum og slasaðist tvennt og var flutt á slysadeildina. Fljúgandi hálka var á veginum þegar óhappið varð. tonn sem er 21% minna en fyrstu 10 mánuðina í fyrra. Var smjör- salan svipuð og í fyrra, aukning var í sölu 45% osta og aöluaukn- ing á flestum sérvörum mjólkur- iðnaðarins. Voru seldir 100 þúsund lítrar af jógurt-fyrstu 10 mánuð- ina, sem er 182% aukning frá fyrra ári, 47% aukning var í sölu kókómjólkur, 22% söluaukning bláberjaskyrs og 34% söluaukning á sýrðum rjóma. Ekki var hægt að flytja Svavar í böndum til Moskvu OLÍUMÁL og innkaup íslend- inga á þeim orkugjafa voru ofarlega á baugi í þjóðmálaum- ræðunni um mitt þetta ár, er menn vöknuðu upp við það, að oliureikningur landsmanna hjá Sovétríkjunum hafði nær þrefald- azt miðað við árið á undan, hafði stigið um 44 milljarða króna, í 68,4 miiljarða. Vegna þessa kom upp krafa um viðræður við Sovét- menn um nýja verðviðmiðun í oliukaupasamningi okkar. Rætt var um, að Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, færi til Moskvu til viðræðna, en hann reyndist ófáanlegur til þess. Minnisstæð eru ummæli Stein- grims Hermannssonar, samráð- herra Svavars, og formanns Framsóknarflokksins, sem sagði, að ekki væri unnt að flytja Svavar í böndum til Moskvu. Raunar var það Morgunblaðið, sem hóf umræðuna um olíumálin og krafðist þess, að stjórnvöld gerðu ráðstafanir til þess, að Islendingar gætu fengið ódýrari olíu. Sighvatur Björgvinsson krafðist þess, að Svavar færi til Moskvu og Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra bauðst til þess að fara með honum til viðræðn- anna. „Það er ekki hægt að Ieggja meiri áherzlu á mál heldur en að senda ráðherra," sagði Benedikt, en Svavar sat við sinn keip. Þjóðviljinn, málgagn sósíalisma og þjóðfrelsis, kallaði þá kröfu Morgunblaðsins, að leitað yrði hagkvæmari markaða til olíu- kaupa „yfirþyrmandi móðursýki". Það kállaði það „hreinan barna- skap“ um sólstöður að óska við- ræðna við Sovétríkin um nýja verðviðmiðun. Benti blaðið m.a. á, að fáranlegt væri að ætla Sov- étríkjunum að selja íslendingum olíu á sama verði og þau selja Austur-Evrópuþjóðum þetta „svarta gull“. I annan stað benti það á, að ekki gæti talizt eðlilegt, að Sovétríkin verðlaunuðu íslend- inga fyrir aðildina að Atlantshafs- bandalaginu. Um þetta atriði sagði í leiðara Þjóðviljans: „Annað mál er svo það, að viðskiptaráð- herra hefur að sjálfsögðu haft samband við Rússa og reynt að fá þá til að taka upp samninga um betri kjör okkur til handa. En samningsstaða Rússa er mjög sterk og ekki von, að þeir séu að hygla sérlega Nató-þjóð.“ Hátíð sjálfstæðismanna á ísaf irði og Hníf sdal Haustmjólkin tæp- um milljón lítrum minni en í fyrra ísafirði 23. nóv. Á föstudag gengust sjálf- stæðisfélögin á ísafirði og í nágrenni fyrir fjölbreytt- um hátíðahöldum fyrir stuðningsmenn flokksins. í eftirmiðdaginn var opið hús í Sjálfstæðishúsinu, þar sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi sátu fyrir svörum. Mikill fjöldi manna kom og þáði veitingar og ræddu við frambjóð- endur. Um kvöldið var svo skemmtun í félagsheimilinu í Hnífsdal, þar sem 5 efstu menn D-listans fluttu ávörp, Halldór Jónsson flutti kvæði um vinstri stjórnina sálugu. Hildur Einars- dóttir úr Bolungarvík söng gam- anvísur og kvintett úr Bolung- arvík, skipaður séra Gunnari Björnssyni, Einari Jónatanssyni, Önnu Kjartansdóttur, Guðrúnu Magnúsdóttur og Veroniku Björnsson, söng nokkur lög við mjög góðar undirtektir. Samkom- unni stjórnaði Guðmundur Þórð- Frá hátið sjáifstæðismanna i Hnifsdal. Ljósm.: Úlfar arson formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á ísafirði. Sjálf- stæðiskonur á ísafirði og úr Bol- ungarvík sáu um kaffiveitingar sem voru með miklum myndar- brag. Að lokum var svo dansleikur að Uppsölum. Þar söng Ásthildur Þórðardóttir gamanvísur. Bæði í Hnífsdal og á Uppsölum var fullt hús og góð stemmning. Úlfar. Frambjóðandi Framsóknar nyrðra: Andvígur veru varnarliðs GUÐMUNDUR Bjarnason bankastjóri, 3 maður á framboðslista Framsóknarflokks á Norðurlandi eystra, lýsti því yfir, aðspurður, á framboðsfundi á Dalvík, að hann væri andvígur veru varnarliðs í landinu. Guðmundur tók hins vegar fram að hann væri fylgjandi aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þessi afstaða hans kom fram i svari við fyrirspurn framan úr sal. Victor Korchnoi stórmeistari: Leitar aðstoðar ís- lenzkra stjómvalda UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU barst i gær bréf frá Victor Korchnoi, hinum landflótta sovézka stórmeistara, þar sem hann óskar aðstoðar íslendinga við það að fá konu sína og son frá Sovétríkjunum. Bréfið er skrifað frá Wohlen í Sviss, þar sem Korchnoi nú býr og er það stílað til ríkisstjórnar íslands. Benedikt Gröndal, forsætis- og utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að bréfið hefði þá rétt borizt. Það væri nú til athugunar í utanríkisráðuneyt- inu og kvaðst hann vænta þess, að viðbragða yrði ekki langt að bíða vegna þessarar málaleitanar stórmeistarans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.