Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 23

Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 31 „Mer fannst þetta allt svo ótrúlegt“ Stúlkurnar 10 sem kepptu um titilinn ungfrú ísland 1979. Talið frá vinstri: Guðbjörg Sigurðardóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Sigrún Sætran, Kristin Eria Karlsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Maria Björk Ingvadóttir, Kristín Bernharðsdóttir, Brynja Sigurðardóttir, Auður Elisabet Guðmundsdóttir og Björg Gisladóttir. - segir ungírú ísland 1979, Kristín Bernharðsdóttir írá Vestmannaeyjum „ÉG átti allra síst von á að hreppa titilinn,“ sagði nýkjörin ungfríiú ísland 1979, Kristín Bernharðsdóttir, í samtali við Mbl. í gær. Kristín er tvítug Vestmannaeyjamær og starfar í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. „Er úrslitin voru tilkynnt varð mér strax hugsað til 1. deildarliðs Í.B.V. í knattspyrnu, fslandsmeistaranna i ar. Mér fannst þetta allt svo ótrúlegt, ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir að þetta væri raunveruleiki fyrr en ég var komin niður af sviðinu.“ Hvers vegna fórstu út í það að taka þátt í þessari keppni „Ætli það hafi ekki verið vegna tilbreytingarinnar,“ sagði Kristin. Hvað hefur þú hugsað þér að gera nú „Ég fer bara heim að vinna í fþróttamiðstöðinni eins og vanalega. Ég hef ekki hugsað mér að gera neitt sérstakt vegna þessara úrslita.“ Næsta ár mun Kristín taka þátt í keppninni Miss Universe, fyrir hönd fslands og kvaðst Kristin ekkert vera farin að hugsa út i þá keppni. Bauð öllum gestum á krýningarkvöldinu Ýmis verðlaun fylgdu titlinum Ungfrú ísiand í ár, m.a. 500 manna kokteiiboð í Hollywood. Sagðist Kristín vera búin að bjóða 300 manns, öllum þeim sem voru á krýningarkvöldinu á Hótel sögu og sjálf ætlaði hún siðan að úthluta 100 miðum til vina og kunningja. „Ég ætla að halda hófið á miðvikudaginn og fer svo heim til Vestmannaeyja n.k. fimmtudag.“ f lok samtalsins sagði Kristín að siminn á hótelinu sem hún býr hefði ekki þagnað allan daginn, og heillaóskum hefði rignt yfir hana. Kristín Bernharðsdóttir, ungfrú ísland 1979, gengur um meðal áhorfenda að lokinni krýningunni. Ljósm. Emilia KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS Úlfar Þormódsson, kosningast. Alþýdubandal. ÉG SPÁI: Fjöldi þingmanna '78-79 Spá Alþýðubandalag 14 /*" * y Alþýðuflokkur 14 c. / Framsóknarflokkur 12 /.1 Sjálfstæðisflokkur 20 V- ■' Aðrir flokkar og utanflokka 0 V' Samtals 60 60 Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR FURUHUSG0GN sem eru feti framar Vönduö íslenzk framleiösla Við erum óhræddir að taka 5 ára ábyrgö á þessum húsgögnum. -u: FURUHUSIÐ Grettisgötu 46, sími 18580.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.