Morgunblaðið - 27.11.1979, Qupperneq 28
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
Gannar Már Kristófersson EiAur Guónoson GuÓraundur Vésteinsson
Sveinn Kristinsson
BJörrvin GuAmundsson
Skúli Alexandersson
Þórunn frá KaAalstöAum
DaviA AAalsteinsson
Valdimar IndriAason
Haukur Ingribergsson
Hetjur ríða um héruð Vesturlandskjördæmis:
Einn ræðumaður á hverja tíu
fundarmenn í Stykkishólmi
Hetjur stjórnmála-
flokkanna halda áfram að
ríða um héruð og halda
hvern framboðsfundinn á
fætur öðrum í nýjum og
nýju byggðarlögum. I
kjördæmunum úti á landi
eru mjög tíðkaðir fram-
boðsfundir allra flokka í
senn, þar sem kjósendur
fá að sjá hvernig frambjóð-
endum vegnar í kappræð-
um hver við annan.
Víða úti um land
þykja slíkir fundir hin
besta skemmtan, auk þess
sem ræðumenn miðla af
þekkingu og stefnu
flokka sinna.
Á fimmtudagskvöld
var haldinn sameigin-
legur framboðsfundur Al-
þýðuflokks, Alþýðubanda-
lags, Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks í
Stykkishólmi, nánar tiltek-
ið í hinu nýja og glæsilega
Hótel Stykkishólmi.
Hvorki meira né minna en
átján ræðumenn töluðu, og
sumir oftar en einu sinni,
þannig að Hólmarar
fengu á einu kvöldi yfir
sig meira en tuttugu fram-
boðsræður.
Ræðumenn voru mis-
jafnlega margir frá hverj-
um flokki, frá fjórum upp í
sex, og fundarstjórar voru
tveir.
£7/i/i ræðumadur á
hverja tíu íundarmenn
Að sögn fundarstjóra voru
fundarmenn um tvöhundruð
talsins, og lætur því nærri að
einn frummælandi hafi verið á
hverja tíu fundarmenn.
Fundarstjórar á fundinum
voru þau Olafur Torfason og
Kristín Bjarnadóttir og skiptu
þau störfum bróðurlega á milli
sín.
Ræðumenn voru eftirtaldir og
töluðu þeir í þessari röð: Skúli
Alexandersson setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna
fyrir hönd frambjóðenda. Síðan
töluðu: Þórunn Eiríksdóttir frá
Kaðlastöðum, Abl., Sveinn
Kristinsson Abl., Jósef Þor-
geirsson S., Davíð Aðalsteins-
son F., Ingibjörg Pálmadóttir
F., Eiður Guðnason A., Björgvin
Guðmundsson A., Ríkharð
Brynjólfsson Abl., Bjarnfríður
Leósdóttir Abl., Valdimar Ind-
riðason S., Óðinn Sigþórsson S.,
Jón Sveinsson F., Guðmundur
Vésteinsson A., Gunnar Már
Kristófersson A., Skúli Alex-
andersson Abl., Friðþjón Þórð-
arson S., Alexander Stefánsson
F., og loks talaði Eiður Guðna-
son aftur, og Skúli einnig, er
hann þakkaði fundarmönnum
fundarsetu, en frambjóðendur
skipta þeim störfum með sér
milli funda.
Stóð íram yfir miðnætti
Fundurinn var langur og
strangur og lauk honum ekki
fyrr en klukkuna var tekið að
halla í eitt eftir miðnætti, en
fundarmenn settu það ekki fyrir
sig og sátu sem fastast þar til
yfir lauk.
Ræðumenn virtust oft á
tíðum mun órólegri á fundinum,
iðuðu í sætum sínum, keðju-
reyktu pípur, vindla og vindl-
inga, og drukku reiðinnar ósköp
af vatni. Sumir þeirra gengu
einnig um gólf og hurfu að
tjaldabaki, svo sem þeir Eiður
Guðnason og Björgvin Guð-
mundsson flokksbróðir hans.
Þá kölluðust ræðumenn einn-
ig talsvert á, og voru ekki alltof
ánægðir með að þurfa að sitja
hljóðir meðan hinir töluðu.
Einkum var þetta áberandi
hjá Bjarnfríði Leósdóttur af
Skaganum, sem var síkvartandi
og nöldrandi úr sæti sínu yfir
því að ræðumenn hinna flokk-
anna skyldu ekki vilja lesa fyrir
hana ræðupart sem hún hafði
ekki tíma til eða áhuga á að lesa
sjálf í sínum ræðutíma. Gekk
hún á milli manna með ræðu-
bútinn á blaði og grátbændi
menn að lesa nú þetta lítilræði
fyrir sig, en allt kom fyrir ekki,
enginn fékkst til þess. Það vakti
nokkra furðu blaðamanns, að
ekki bað hún samframbjóðend-
ur sína um að lesa plaggið fyrir
sig, hefur trúlega vitað að þar
talaði hún fyrir daufum eyrum!
En öll var þessi framkoma
Bjarnfríðar hin kyndugasta og
tæplega hefur hún veitt mörg
atkvæði á þennan leikþátt sinn,
nema þá að kjósendur í Vestur-
landskjördæmi geri allt aðrar
kröfur til frambjóðenda sinna
en aðrir landsmenn.
Fátt kom á óvart
Ekki verður með sanni sagt,
að margt hafi komið á óvart á
framboðsfundi þessum og ekki
gerðust nein stórtíðindi sem
ekki hafa áður gerst í þessari
kosningabaráttu.
Stefna Sjálfstæðisflokksins
var til umræðu mestallan fund-
artímann, eins og víðast hvar
annars staðar á undanförnum
Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins i þungum þönkum: Talið frá vinstri: Friðjón Þórðarson, Valdimar
Indriðason, óðinn Sigþórsson og Jósef Þorgeirsson.