Morgunblaðið - 27.11.1979, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.11.1979, Qupperneq 33
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 41 Oskars-verðlaunin í 52. skiptið + SEM kunnugt er er það sér- stök stofnun, sem hefur með höndum skipulag allt og undir- búning þess mikla apparats í Bandaríkjunum, sem er í kring- um hin svonefndu „Oskars- verðlaun“, sem veitt eru beztu kvikmyndum, leikurum og leik- stjórum, og hinum ýmsu þátt- um í kvikmyndalistinni. Að baki liggur vinna heillar aka- demíu, sem heitir á ensku „Aca- demy of Motion Picture Arts and Sciences“. — Forseti henn- ar er konan á þessari mynd, sem heldur á vínglasinu, Fay Kanin. — Hún hefur sjálf starf- að við kvikmyndir og hennar sérgrein er gerð kvikmynda- handrita. — Hún var nýlega á ferð suður á Ítalíu. Hér er hún með ítölskum kvikmyndaleikur- um, Vittorio Gassmann (til v.) og Alberto Sordi. — Suður þar lét forsetinn i ljós þá skoðun að hún hefði áhuga á því að koma á samstarfi milli kivkmynda- leikara beggja vegna Atlants- hafsins m.a. með því að t.d. að Evrópuleikarar kæmu í kynnis- för til Hollywood og störfuðu þar með bandarískum kvik- myndaleikurum. Afhending Oskarsverðlaunanna mun fara fram 14. apríl næstkomandi. Verður það í 52. skiptið, sem þessi verðlaun eru veitt. At- höfninni verður sjónvarpað út um heimsbyggðina að vanda, til um 160 milljón sjónvarpsnot- enda. Það kvöld er kallað „stjörnukvöld". Bolivíu- forseti + HÉR höfum við hinn nýja forseta Boliviu (konuna til vinstri), Lidiu Gueiler. Hún tók við forsetaembættinu um siöustu helgi, er Alberto Na- tusch herforingi sem braust til valda 1. nóvember, tilkynnti þjóð sinni i sjónvarpinu, að hann hefði látið af forsetaemb- ættinu. Það sama kvöld yfirgaf hann forsetahöllina i La Paz i fylgd hervarðar. Sagt er, að hann sé kominn i útlegð. Sama daginn og hann varð að láta af embætti, hafði mikill mann- íjöldi safnast saman við forseta- höilina og var ekkert að fara i felur með skoðanir sinar á Natusch. Hinn nýi forseti Boli- viu, Lidia Gueiler, hefur haft mikii afskipti af stjórnmálum i Boliviu, en flokkur hennar er Byltingarflokkur vinstri bylt- ingarmanna. Hún er fyrsta kon- an sem kjörin var á þing Boliviu, árið 1956. Kominn í heimsmetabókina + ÞESSI Ástralíumaður, sem er frá borginni Bisbane, Johnny Rogwell, fær nú nafn sitt skráð í heimsmeta- bók Guiness. — Fyrir skömmu setti hann nýtt met á svona stökki á bifhjóli, yfir röð bíla. - Stökkið mældist 54 metra langt og hafði hann þá svifið yfir alls þrjátiu og tvo bíla, sem lagt hafði verið hlið við hlið framan við stökkpall bifhjólsins. LAUSIR TÍMAR é HÚSINU fyrir fjölskyldur, fyrirtæki eða einstaklinga. Upplýsingar hjá húsverði sími "14387. Laxidssmiðjan SÖLVHÓLSGÖTU* 101 REYKJAVIK-SÍMI 2068O TELEX 2307 Ávallt fyrirliggjandi lofftpressur af öllum stæráum JltlasCbpcc LANDSSMIDJAN annast viðgerðaþjónustu á öllum tegundum loftverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viðhald. Pappírsbleija — plastbuxur 5 stæröir Þurrbtoija iuhI barninu htoypir raka út I ytri pappiratögin, aam taka við mikilli vaatu Áfaatar ptoatbuxur koma {vag fyrir að fðtin btolni Barninu llður vai mað Pampars btoiju hún paaaar val og barnið ar purrt. cMmerióka 2 TUNGUHÁLSI 11. SÍMI 82700.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.