Morgunblaðið - 27.11.1979, Síða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
VlK>
MORö-dK/
KAFF/NU
(ö
Nei, ég þarf engan verjanda, ég
lýg miklu betur.
Er ykkur ekki sama
nágrannanna vegna?
TeT/r
þó að ég veiti svolitið viðnám
' \\í i—
'«” T' a
Hafið þér verið hér lengi?
Nokkur orð
um sjónvarpið
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Að ioknum spilum i úrslitaleik
heimsmeistarakeppninnar í Ríó í
siðasta mánuði höfðu Bandarikin
55 impa forskot yfir sveit Italíu
þrátt fyrir að Italirnir byrjuðu
leikinn með 37 impa í sínum
dálki vegna hetri útkomu í leikj-
um þjóðanna í fyrri hluta keppn-
innar.
En eins og búist var við mættu
ítalirnir tvíefldir til leiks í síðustu
16 spilin. Og í spili nr. 83 hófst
stigasókn þeirra. Suður gaf,
austur-vestur á hættu.
Norður
S. 82
H. 8753
T. G86
L. 6543
Vestur Austur
S. G109653 S. Á
H. K H. ÁDG64
T. 75 T. Á10432
L. Á1087 L. D2
Suður
S. KD74
H.1092
T. KD9
L. KG9
í opna herberginu sátu ítalirnir
í a-v og sagnirnar urðu þessar:
COSPER
®P,B COPINNUIN J L o
Q
3160 I|p. COSPER 1 “
Síðastliðið sumar var ráðinn
nýr forstöðumaður að skemmti-
og listadeild sjónvarpsins. Mörg-
um fannst slæmur pólitískur þef-
ur af þessari veitingu. Um þetta
var ekki að sakast, ef ekki hefði
verið gengið fram hjá hæfari
mönnum.
Nú hefur þessi forstöðumaður
ekki verið lengi í starfi og því
ósanngjarnt að kveða upp endan-
legan dóm.
„Bragð er að þá barnið finnur,"
er stundum sagt. Þetta sannaðist
nú nýverið, en um síðustu helgi
mætti hópur barna (10 ára) inn í
sjónvarpshúsi til að mótmæla
lélegu efni í barnatímum. Er hægt
að fá áhrifameiri viðvörun? Und-
anfarnar helgar hafa barnatím-
arnir verið óskemmtilegir og allt
að því ósmekklegir. Það er t.d.
ekki góð uppeldisaðferð að gera
grín að þekktum og virtum
mönnum í þjóðfélaginu. Einnig er
það í meira lagi vafasamt að mæta
í réttum og ræða við börnin innan
um jarmandi lömbin, sem týnt
hafa móður sinni, um það hvort
eigi að drepa lömbin þeirra.
Loks þriðja dæmið, en af nógu
er að taka. Sýnd var mynd af
fylliröftum súpandi á flösku um
leið og drengir á aldrinum 10—12
Sudur
1 lauf
pass
pass
Vestur
1 spaói
2 spaóar
3 ifrönd
NorÖur
pass
pass
allir pass
Austur
2 lauf
3 hjörtu
Eftir 2 lauf austurs, sem var
eðlileg kröfusögn í opnunarlit suð-
urs gat vestur sagt 3 grönd
óhræddur. Austur hlaut að eiga
gott í tíglinum en breytti í 4 spaða
að öðrum kosti. 3 grönd reyndust
mjög gott game, sem engin leið
var að hnekkja. Norður spilaði út
laufi og 9 slagir voru auðveld bráð,
600 til Italíu.
En í lokaða herberginu valdi
ítalinn með spil suðurs heppilegan
tíma til að fá einn punkt lánaðan
og opna á 1 grandi, sagðist með
því eiga 15—17. Og þessi þröskuld-
ur reyndist of hár fyrir Banda-
ríkjamennina. Eftir tvö pöss sagði
austur 2 hjörtu og fékk að spila
þau þegar allir möguleikar voru til
að ná hærri tölu. Suður hefði ekki
fengið marga slagi í einu grandi
dobluðu en gegn hjörtunum tveim
spilaði hann út tígulkóng, fékk
slaginn og skipti í tromp. Og
austur var ekki í vandræðum með
að fá 11 slagi. Beitti kastþröng í
svörtu litunum en 200 til a-v þýddi
400 eða 9 impar til ítala og
munurinn orðinn 46 í allt.
i Lausnargjald í Persíu
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
124
niður og séð hvernig henni leið
að hafa ekki fengið vott né
þurrt í næstum sólarhring. Hún
klæddi sig og gekk niður stig-
ann. Ljós var í talstöðvarher "
berginu.
— Ahmed, kallaði hún. Hún
leit i kringum sig og sá hvar
hann lá. Blóðið í munnvikum
hans var storknað. Hún hafði
séð menn drepna á þennan hátt
áður. Hún gleymdi öllu um
Eileen Field. Hún stökk að
stiganum og hrópaði hástöfum
á Resnais.
Þegar Logan kom var bíll
merktur stjórninni að taka á
móti honum. James Keily kom
til hans. Engin formsatriði.
Hann var iátinn fara beinustu
leið og James skýrði ekkert
fyrr en þeir voru komnir inn I
bilinn.
— Keisarinn sendir eftir
þér, sagði hann. — Ráðherra
hirðarinnar hringdi i morgun.
Guði sé lof fyrir að ekki varð
seinkun á velinni.
— Hvað í fjáranum hefur
eiginlega gerzt? sagði Logan
önuglega.
— Hefur eitthvað komið
fyrir varðandi Imshan?
Janfes gat varla fengið af sér
að svara honum.
— Állf er farið fjandans til,
sagði hann. — Þess vegna vill
keisarinn hitta þig.
Hann gaf bendingu i áttina
að bilstjóranum.
— Ég held það sé ekki vitur-
legt að ræða það hér, sagði
hann hljóðlega. — Margt af
starfsfólkinu skilur ensku. AHa
vega við crum komnir á áfanga-
stað.
Saadabadhöllin var löng
tveggja hæða bygging úr
hvítum steini. Það rétt grillti í
hana handan skreyttra og út-
skorinna hliða. Bíllinn nam
staðar og báðir mennirnir stigu
út. Ilermaður kom til þeirra og
James sagði nöfn þeirra og
hermaðurinn kannaði á lista
sinum. Þeir gengu eftir breið-
um trjágöngum sem lágu beint
að höllinni. Morguninn var
heitur og himininn heiður og
blár. Þetta var nútimaleg bygg-
ing, byggð þó undir sterkum
griskum áhrifum.
— Hvað vill hann eiginlega?
sagði Logan og óþol hans hafði
enn aukizt. — í hamingju
bænum. Hvað áttirðu við með
að segja að alit sé sprungið eða
íarið fjandans til!
— Homsi hefur verið hand-
tekinn, sagði James. — Hann
dó í pyndingunum. Ardalan veit
allt.
— Guð minn góður, stundi
Logan.
Þeir lögðu af stað upp þrep-
in. Einkennisklæddur hirðvörð-
ur kom á móti þeim og ávarpaði
James sem hann kannaðist við
frá fyrri heimsóknum til hallar-
innar.
— Hans keisaralega tign
mun taka á móti yður og hr.
Field innan fárra minútna.
Dyrnar lokuðust að baki
þeim. Þetta var stærsta her-
bergi sem Logan hafði nokkurn
tima komið inn i og var hann þó
vanur viðum og miklum salar-
kynnum. Það var sérstakur
iburður yfir öllu i salnum, en
allt var þar ekta og tiikomu-
mikið og hver hlutur og hvert
húsgagn virtist valið af óvenju-
legri þekkingu og aðdáunar-
verðri smekkvísi.
Logan sagði ckki orð. Hann
var að safna kröftum fyrir
samtalið. Hann neitaði að sætta
sig við að það sem James hafði
sagt gæti haft þau áhrif að
eyðileggja fyrir honum Imshan.
Hann var ekki fullkomlega klár
á því hvers vegna svona bráðlá
á að hitta keisarann umsvifa-
laust. Og af öllum mönnum í
valdastöðum var Mohammed
Reza Pahlavi sá sem einna mest
ógn stafaði af. Hann mundi
hvaða lýsingu James hafði gefið
á honum. Kaldur, afburða-
gáfaður og stjórnsemin lýsti af
honum. Lét sjaldan eða kannski
aldrei leika á sig. Fullkominn
hæstráðandi í landi sínu. Hirð-
vörðurinn kom aftur og lauk
upp dyrunum.