Morgunblaðið - 27.11.1979, Síða 38

Morgunblaðið - 27.11.1979, Síða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Víetnamar svipta Kambódíumenn mat Nong Samet, Thailandi, 26. nóvember. AP. FLÓTTAMENN frá Kambódiu halda því fram að víetnamskir hermenn hrifsi skipulagsbundið til sín matvælaaðstoð frá alþjóð- legum hjálparstofnunum, komi fyrir jarðsprengjum á hrísgrjóna- ekrum og skeri við nögl þá matarskammta sem þeir gefi Kambódiumönnum á iandsbyggðinni. Flóttamennirnir sem eru nýkomnir frá Kambódíu segja að þeir hafi svo til enga erlenda aðstoð fengið þótt erlend aðstoð hafi verið veitt landinu i tvo mánuði. Næstum þvi allir sögðu að þeir teldu að Vietnamar ætluðu að útrýma kambódisku þjóðinni. Þrátt fyrir bjartsýni sumra starfsmanna hjálparstofnana segja flóttamennirnir frá áfram- haldandi og kannski auknum dauðsföllum af völdum hung- ursneyðar og sjúkdóma. A mörgum svæðum hefur jarðsprengjum verið komið fyrir á hrísgrjónaökrum og víet- namskir hermenn hafa skotið suma bændur fyrir að fara inn á akrana. Kambódíumönnum var sagt að viðeigandi yfirvöld munu sjá um uppskeruna til að tryggja birgðir til framtíðarinnar og útsæði. Matvælaaðstoð erlendis frá ætluð kambódískum borgurum hefur verið beint í heilu lagi til um 200.000 hermanna sem Víetnamar hafa í Kambódíu. Stundum hafa hermenn komið um nætur og lagt hald á birgðir sem átti að dreifa morguninn eftir. Matvælagjafir voru fáan- legar í sumum sveitabæjum, en fengust aðeins í skiptum fyrir gull, kjöt eða aðrar afurðir — annað hvort frá hermönnunum sjálfum eða milliaðilum. Kambódíumenn í sveitum og bæjum fá yfirleitt rautt kort fremur en hrísgrjón sem mat- arskammt sem flóttamenn segja að sé miklu minni en dreift var í stjórnartíð Pol Pots. Dæmigerð- ur skammtur er ein korndós handa einum í 10 til 15 daga. Flóttamennirnir segja að mat- arskammtarnir séu aðeins við- unandi í Phnom Penh og þeir eru handa starfsmönnum ríkis- stjórnar Heng Samrin forseta. „Víetnamarnir vilja drepa okkur með því að taka burtu hrísgrjónin okkar," sagði Suon Saroen, fyrrverandi bóndi frá Kompong Cham. Starfsménn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins, þeirra tveggja stofnana sem samræma hið al- þjóðlega hjálparstarf, hafa lýst því yfir opinberlega að þeir telji nokkuð öruggt að aðstoðin berist óbreyttum borgurum og benda á að skortur á farartækjum tor- veldi dreifinguna í sveitunum. En þessar stofnanir játa að utan Phnom Penh hafi þær mjög lítið eftirlit með dreifingu að- stoðarinnar. Þær hafa líka gætt sín að styggja ekki stjórnvöld af ótta við að stofna aðstoðinni í hættu. Barn tottar móðurbrjóet i Sa Kaew-flóttamannabúð- unum í Thailandi skömmu eftir komuna frá Kambó- díu í síðustu viku. Keisarinn til Mexíkó innan hálfs mánaðar New York, 23. nóvember. AP. MOHAMMED reza Pahlevi fyrrum írnaskeisari sagði í viðtali i gær við Barböru Waiters, fréttamann ABC, að geislameðferð sem hann hefði fengið við krabbameini væri lokið og hann færi til Mexikó innan hálfs mánaðar. Keisarinn sagði að hann hefði mikinn hug á því að fara frá Bandaríkjunum og að hann hefði aldrei viljað fara þangað. Ungfrú Walters hafði eftir honum að hann þyrfti að fá aðra meðferð til að fjarlægja annan gallstein en hann vissi ekki hvenær sú aðgerð hæfist þótt hann vonaði að það yrði innan tveggja vikna. Dr. Björn Þorbjarnarson, skurð- læknir keisarans, sagði þegar haft Nýtt njósnamál í Bretlandi London, 26. nóv. — AP NÝTT njósnamál hefur skotið upp kollinum í London, og hefur kona, sem starfaði i tengslum við brezku öryggisþjónustuna, verið handtekin Kona þessi heitir Pamela Lam- ble og er 44 ára. Að sögn lögregl- unnar starfaði hún í stjórnardeild er fjallaði um öryggismál, en talsmaður lögreglunnar neitaði að gefa frekari upplýsingar um starf konunnar. Dagblaðið Evening News segir hinsvegar í dag að konan hafi unnið hjá leyniþjón- ustunni M15, sem vinnur að gagn- njósnum. Er Pamela þessi sökuð um að hafa stefnt öryggi landsins í hættu með því að gefa öðrum aðila upplýsingar, er gætu orðið óvinum landsins að liði, eins og segir í ákærunni. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar um málið enn sem komið er. var samband við hann á heimili hans í gærkvöldi að hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um fréttina. En aðrir læknar sem stunda keisarann sögðu að þeir mundu ekki leggjast gegn því að hann færi þegar geislameðferðinni væri lokið og gallsteinninn hefði verið fjarlægður. Pahlevi var sagður mjög hress þegar hann talaði við ungfrú Walters. Hann kvaðst ekki hafa viljað fara til Bandaríkjanna en orðið að gera það svo að hann gæti notið góðs af fullkomnum geisla- leitartækjum. Hann sagði að kona sín, læknar og aðrir ráðunautar hefðu lagt fast að sér að fara. Keisarinn sagði að aðeins fjór- um mánuðum fyrir byltinguna í íran hefði hann verið hylltur af milljónum og hann hefði ekki átt von á byltingunni. Þegar ungfrú Walters spurði hann hvort hann ætlaði aftur til írans sagði hann: „Það má margt um mig segja, en ég er ekki heimskur." Pahlevi ræddi ekki töku banda- ríska sendiráðsins í Teheran, en ungfrú Walters kvað hann gera sér ljósa grein fyrir áliti fjölmiðla og fólks um allan heim á honum og hinni gífurlegu reiði í hans garð. Aðspurður hvort hann hefði getað verið um kyrrt í íran án þess að þurfa að óttast um líf sitt sagði hann: „Ef ég hefði viljað úthella blóði, en ég er konungur, ekki einræðisherra." Keisaranum gremst þegar sagt er að hann sé vellauðugur og eigi allt að 25 milljarða dollara. „Eg er ekki fátækur maður. Ég mundi segja að ég eigi eins mikið og bandarískur milljónamæringur. Hann kvaðst telja sig eiga 50—100 milljónir dollara en hafa fyrir 50 manns að sjá, þar á meðal örygg- isvörðum. Ungfrú Walters sagði að keisar- inn ætlaði að semja bók í Mexíkó. „Sagan getur ekki verið óréttlát," sagði Pahlevi. „Tölur sýna hvað ég hef gert fyrir landið miðað við það sem er að gerast núna. Sagan mun skilja það.“ Þettagerðist Þriðjudagur 27. nóvember 19fí7 — De Gaulle kemur í veg fyrir aðild Breta að ÉBE. 1%4 — Brottflutningur Belga frá Kongó eftir björgun gísla. 1962 — Bretar samþykkja að senda Indverjum vopn til að verjast árás Kínverja = 97 farast með brazilískri þotu við Lima. 1%1 — Sovézk tillaga um taf- arlaust bann við tilraunum með kjarnorkuvopn án eftirlits. 1950 — Herlið SÞ hörfar í Kóreu. 1942 — Stórum hluta franska flotans sökkt í Toulon. 1940 — Þjóðverjar innlima Lot- hringen. 1926 — Tirana-friður ítala og Albana = Uppreisn kommúnista á Jövu. 1919 — Búlgarar undirrita Neuilly-sáttmálann og láta land af hendi við Grikki og Júgóslava. 1912 — Spánverjar stofna verndarríki í Marokkó. 1905 — Noregur verður sjálf- stætt konungsríki. 1885 — Búlgarar taka Pirot, en neyddir að hörfa frá Serbíu. 1879 — Franska þingið flutt frá Versölum til Parísar. 1815 — Alexander I Rússakeis- ari gefur út pólska stjórnarskrá. 1792 — Frakkar innlima Savoy og Nizza = Jakobínar hrifsa völdin af Gírondínum í Frakk- landi 1703 — Lundúna-fárviðrið mikla (8,000 fórust). 1562 — Sigismund III verður konungur Svíþjóðar við lát Jó- hanns III. 1095 — Urban páfi II byrjar að predika Fyrstu Krossferðina í Clermont. 602 — Rómverski keisarinn Moritz og fimm synir hans hálshöggnir í Chalcedon í Litlu- Asíu. Afmæii. Fanny Kemble, ensk leikkona (1809-1893) = Caroline Kennedy, bandarísk forsetadótt- ir 1957 ---). Andlát. Anders Celsius, upp- finningamaður, 1701 = Eugene O’Neill, leikritahöfundur, 1953 = Arthur Honegger, tónskáld, 1955. Innlent. Vilhjálmur Einarsson vinnur silfurverðlaun á Ólympíuleikunum = D. Eiríkur Briem 1929 = f. Einar Árnason ráðherra 1875 = Friðrik Bjarna- son tónskáld 1880 = Útför Gunn- ars Gunnarssonar 1975 = Við- ræður við Breta 1972 = „Leir- finns“-líkanið birt 1974 = Tveir handteknir í „Pundsmálinu" 1975 = Forseti ed. segir af sér 1978 = f. Ingimar Oskarsson 1892. Orð dagsins. Flestir vildu heid- ur deyja en hugsa og gera það raunar — Bertrand Russel, brezkur heimspekingur (1872— 1970). Greenpeace- samtökin með nýja herferð hér Vancouver, Kanada, 26. nóv. — AP NÝLEGA lauk í Amsterdam fjög- urra daga fundi alþjóðaráðs Greenpeace-samtakanna, og sátu fundinn fulltrúar átta ríkja. Voru þar lögð drög að starfi samtakanna á næsta ári, og er meðal annars reiknað með frek- ari aðgerðum gegn hvalveiðum við ísland á næsta ári. Fund þennan sóttu fulltrúar frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretl- andi, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Kanada og Nýja Sjá- landi, og sagði stofnandi samtak- anna, Bob Hunter, í Vancouver í gær að með samstöðu Green- peace-samtaka fleiri landa ætti að nást margfaldur árangur, og auð- veldara ætti að vera að skipu- leggja alþjóða aðgerðir gegn um- hverfisspillingu. Á fundinum í Amsterdam var ákveðið að herða baráttuna gegn hvalveiðum, og verður leitað til Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem þingar í London í júní, með ósk um að það samþykki algjört bann við hvalveiðum. Einnig er ákveðið að senda skip samtakanna, Rainbow Warrior, til að trufla hvalveiðar við ísland á sumri komanda. Af öðrum samþykktum fundarins má nefna herferð gegn seladrápi við Nýfundnaland og baráttu gegn því að geislavirkum úrgangsefnum verði varpað í sjó. Svíar hækka forvexti í 9% Stokkhólmi 22. nóvember. AP. SÆNSKI seðlabankinn hefur ákveðið að hækka forvexti úr átta í níu af hundraði. Vextirnir voru hækkaðir úr sjö í átta af hundraði 26. september. Bankinn segir hækkunina nauð- synlega til að samræma vaxta- ástand í Svíþjóð alþjóðlegu ástandi vaxtamála.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.