Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
47
Dollar
lækkar
I.ondon. 26. nóvember AP.
STAÐA dollarans batnadi
fyrst í dag en versnaði þegar
á daginn leið vegna nýrrar
óvissu í íran og dollarinn
lækkaði mikið i verði gagn-
vart flestum gjaldmiðlum.
Gullverð i Evrópu hækkaði
um 2.50 dollara únsan.
í London hækkaði dollar-
inn um rúmlega eitt cent við
opnun, en það var skamm-
góður vermir.
Pundið seidist við lokun á
2,1615 dollara miðað við
2,1595 dollara á föstudag.
Sérfræðingur í London
sagði að hann teldi að veik-
leiki dollarans mundi halda
áfram þótt staða hans kynni
að skána öðru hverju af
tæknilegum ástæðum. En í
Tokyo heldur dollarinn
áfram að hækka.
Andófsmanni
ekki sleppt
Moskvu, 26. nóvember AP.
ALEXANDER Ogorodni-
kov, ungur sovézkur andófs-
maður. á yfir höfði sér nýjar
ákærur sem gætu lengt
vinnubúðavist hans að sögn
andófsmanna i dag.
Ogorodnikov hefur skipu-
lagt nokkur neðanjarðar
„kristileg námskeið" í
Möskvu. Móður hans var sagt
á fimmtudag að Ogorodnikov
hefði auk þess verið ákærður
fyrir „andsovézkan" áróður
sem getur leitt til allt að sjö
ára vinnubúðavistar.
Andófsmenn höfðu búizt
við að Ogorodnikov yrði lát-
inn laus 20. nóvember eftir
dóminn yfir honum í janúar.
Hann var dæmdur fyrir að
vera „sníkjudýr" — það er að
stunda ekki þjóðfélagslega
gagnlega atvinnu.
Nóg
komið
Katmandu. Nepal, 26. nóv. — AP
HARSHA Bahadur Shrestha
er 62 ára og býr í fjallaþorp-
inu Danda í Nepal við rætur
Himalayafjalla. Hann eign-
aðist nýlega fertugasta barn
sitt, og ákvað þá að láta gera
sig ófrjóan. „Nú er ég búinn
að fá nóg,“ sagði hann við
fréttastofu Nepals á sunnu-
dag. Shreshta á sjö eiginkon-
ur, og barnabörnin eru orðin
74.
í f angelsi
fyrir klám
Osló. 26. nóv. -
Frá (réttaritara Mbl.
MESTI klámmynda- og
klámblaðasali Noregs, Leif
Ilagen, sem kallaður er
„Klám-Hagen“. hefur verið
dæmdur til hálfs árs fangels-
isvistar fyrir þessa iðju sína.
Fyrir tæplega hálfu ári
gerði lögreglan í Osló upptæk
í verziunum Hagens um 16
tonn af klámmyndum og
blöðum, og hefur réttur nú
úrskurðað að lögregiunni beri
að eyðileggja megnið af þess-
um birgðum.
Einnig var Hagen gert að
greiða eina milljón norskra
króna í sekt (nærri 80 millj-
ónir ísl. kr.) vegna hagnaðar,
sem hann hefur haft af söl-
unni. Verzlunarstjórinn hjá
„Porno-Hagen" var einnig
dæmdur til fangelsisvistar og
sektargreiðslu.
Amanda Knatchbull, dótturdóttir Mountbattens jarls, sem myrtur
var i haust. Foreldrar stúlkunnar særðust illa i sprengingunni þar
sem jarlinn lét lifið, en hún er nú orðuð við frænda sinn, Karl
rikisarfa i Bretlandi. (AP-simamynd)
Karl prins með
nýrri vinkonu
London, 26. nóvember. AP.
KARL Bretaprins hefur
eignazt nýja vinkonu að
sögn brezkra síðdegis-
blaða og snæddi með
henni hádegisverð í gær í
veiðivarðarkofa á sveita-
setri.
Vinkona hans er Am-
anda Knatchbull, 22 ára
dótturdóttir Louis Mount-
battens lávarðar sem beið
bana þegar írskir hryðju-
verkamenn sprengdu bát
hans á Donagal-flóa 27.
ágúst.
Amanda og prinsinn
eru skyld. Hún er dóttir
Brabourne lávarðar og
lafði Brabourne sem slös-
uðust í sprengjutilræðinu.
Þau komu saman til
hádegisverðar í veiðivarð-
arkofanum á landareign
Brabournes lávarðar í
Mersham, Kent, þar sem
Karl var við veiðar um
helgina.
Blöð segja að vopnaðir
lögreglumenn hafi verið á
verði fyrir utan kofann.
Talsmaður Bucking-
ham-hallar sagði: „Það
þyrfti ekki að koma á
óvart ef hann hefur snætt
hádegisverð með dóttur
gestgjafa síns. Hann hef-
ur þekkt hana síðan hún
var barn.“
Moskan öll á
okkar valdi
— segir Yamani
SAUDI-ARABÍSKIR hermenn hafa leitað af sér allan grun í
Moskunni miklu i Mekka og telja sig nú hafa náð öllum, sem þátt tóku
í árásinni á helgidóminn fyrir sex dögum. „Moskan er nú öll á okkar
valdi,“ sagði Yamani olíu- og upplýsingamálaráðherra stjórnarinnar í
Riyadh. Hann sagði að efri hæð moskunnar hefði náðst úr höndum
ofbeldismanna á laugardagskvöld. Enn væru nokkrir ofbeldismenn á
sveimi með fáeina gísla í undirgöngum moskunnar, svo og í garði
hennar, en af þeim stafaði engin hætta.
Sagt er að einhverjir árásarmanna hafi sloppið frá Mekka, en
hermenn séu á hælum þeirra i nágrannabyggðum borgarinnar. Hluti
moskunnar var á ný opnaður almenningi á sunnudag, en helgidómur-
inn hefur verið lokaður frá því að árásin var gerð á þriðjudaginn var.
Haft er eftir fulltrúum erlendra
ríkja í Riyadh, að árásarmennirn-
ir séu af ættflokki Oteiba, sem
heldur sig syðst í Saudi-Arabíu.
Ættflokkur þessi er afturhaldssam-
ur mjög í trúmálum, en leiðtogi
árásarmannanna, sem kveðst vera
lausnarinnar Mahdi, mun vera
meðal þeirra, sem her Saudi-
Arabíu hefur komið höndum yfir.
Hið eiginlega nafn „Mahdis" mun
vera Johaiman, en hann hefur
krafizt þess að stjórn Saudi-
Arabíu afnemi útvarp og sjón-
varp, banni fótbolta og útiloki
konur frá þátttöku í viðskiptalíf-
Eftir því sem næst verður kom-
izt var það Kahled konungur
sjálfur, sem ákvað að láta til
skarar skríða gegn árásar-
mönnum. Herflutningabílar skutu
að árásarmönnum úr garði mosk-
unnar, en bandarískur þingmaður,
Edwin Bethune, sem nú er í
Riyadh, segir að árásarmenn hafi
verið 200, hið fæsta, en vart hafi
þeir farið yfir 1000. Hann telur að
milli 50 og 300 manns hafi fallið
úr liði beggja í átökum um
moskuna.
Stjórn Saudi-Arabíu ætlaði að
svelta innrásarmenn til uppgjafar
en er sýnt var að það tækist ekki í
bráð gaf Kahled fyrirmæli um
hernaðaraðgerðir í moskunni.
Ekki er vitað um skemmdir á
helgidómnum en sjónarvottar
segja að á nokkrum stöðum í
moskunni hafi eldur verið laus
þegar átökunum lauk.
ýmsir Shiite-sinnar leggja trún-
að á það að Mahdi, hinn ódauðlegi,
sem undanfarnar aldir hafi dval-
izt í leynum á Radwa-fjalli, í
námunda við Mekka, eigi að birt-
ast á ný einhverntíma á 15. öld,
skv. tímatali Múhammeðs hófst
hófst hún í síðustu viku. Sam-
kvæmt þessari helgisögn birtist
Mahdi í Kaaba í dagrenningu.
Mekka-búar munu reyn að ráða
niðurlögum hans, en hann er
ódrepandi og kemst undan. Hann
heldur til Jerúsalem þar sem hann
frelsar borgina undan valdi Gyð-
inga. Þá snýr hann sér að því að
sigra heiminn. Það tekst honum
þegar sigur er unninn kemst á
réttlæti í heiminum, sem þó verð-
ur ekki til frambúðar. í Jerúsalem
gengur Mahdi í bandalag við
Jesúm Krist og í sameiningu
snúast þeir gegn falsspámannin-
um frá Persíu. Fjörutíu árum eftir
að friður og réttlæti kemst á, að
þessu undangengnu, verður svo
dómsdagur.
Sunni-menn, sem eru fjölmenn-
asta grein innan Múhammeðs-
trúar, trúa á endurkomu spá-
manns, sem eigi eftir að hefja
trúarbrögðin til nýrrar vegsemd-
ar, en þeir kalla þann spámann
ekki Mahdi. Samkvæmt Sunni-
kenningum er spámaður þessi ekki
einu sinni endilega ákveðin per-
sóna.
Abdúllah Alayli sjeik, sem er
trúarleiðtogi og kennivald í Beir-
út, segir að leiðtogi árásarmann-
anna í Moskunni miklu sé falsspá-
maður og svikari. Hann sé á
srnærum annarlegra, vinstri afla,
sem boði guðleysi og beiti sér fyrir
spjöllum á helgum dómum. Alayli
segir að dómsdagur komi ekki fyrr
en Kristur hafi birzt aftur á
jörðinni: „ Að sögn Múhammeðs
spámanns verða endalokin þegar
Kristur kemur aftur. Þegar sólin
kemur upp í vestri og þegar hún
myrkvast þrisvar, í austri, í vestri
og á Arabíu-skaga. Því næst
kemur mikill eldur frá Yemen, og
þar með fellur dómur yfir gjörv-
öllu mannkyni," segir Alayli. Mú-
hammeð sagði um dómsdag að við
honum skyldi búizt „eitt þúsund,
fremur en tvö þúsund", og hefur
þetta verið túlkað svo að heim;
sendir verði fyrir árið 2000. í
Austurlöndum nær er nú deilt um
það hvort Múhammeð hafi hér
miðað við tímatal kristinna
manna eða Múslima. Alayli segir
að heimsendir sé „stöðug þróun“
um alla heimsbyggðina, og Mahdi
„birtist og hverfi stöðugt". Sjálfur
segist hann trúa því, sem standi
um hinn efsta dag í Kóraninum,
en þar segir að „jörðin og alheim-
urinn verði óþekkjanleg", en Al-
ayli útleggur þetta svo að sólin
hætti að skína og verði aska ein.
Veður
víða um heim
Akureyri -3 alskýjað
Amsterdam 16 heiðríkt
Aþena 27 heiðskírt
Berlín 8 rigning
BrUssel 6 skýjað
Chicago 9 skýjað
Feneyjar 4 skýjað
Frankturt 3 skýjað
Genf 5 skýjað
Helsinki 5 rigning
Jerúsalem 22 skýjað
Jóhannesarborg 15 skýjað
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Las Palmas 23 skýjað
Líssabon 16 heiðríkt
London 15 skýjað
Los Angeles 24 heiðskírt
Madríd 9 heiðrikt
Malaga 13 heiðskirt
Mallorca 10 léttskýjaö
Miami 26 skýjað
Moskva 1 skýjað
New York 25 heiörikt
Ósló 1 skýjaö
París 27 heiðskírt
Reykjavík -1 úrkoma í grennd
Rio de Janeiro 35 skýjað
Rómaborg 16 heiöríkt
Stokkhólmur 7 skýjað
Tel Aviv 15 skýjaö
Tókýó 15 skýjað
Vancouver 5 rigning
Vínarborg 4 skýjað
Anthony Blunt
með nýja játningu
London, 26. nóv. — AP.
ANTHONY Blunt próíessor, listaráðunautur brezku krúnunnar, sem áður
hefur viðurkennt njósnir fyrir Sovétríkin allt fram til ársins 1951, játaði á
laugardag að þessi tímatakmörkun á njósnunum hafi vissulega verið röng
hjá sér. Kvaðst hann hafa verið i sambandi við sovézku leyniþjónustuna
einu sinni á timabiiinu 1951—56 þegar hann aðstoðaði njósnarann Kim
Philby við að ná sambandi við Moskvu.
Þessi nýja játning Blunts kemur Að sögn Observer var það á árinu
fram í yfirlýsingu hans, sem birtist í 1955, sem Blunt tók við áríðandi
brezka sunnudagsblaðinu Observer í
gær. Þar segir Blunt meðal annars:
„Ég er feginn að fá þetta tækifæri til
að leiðrétta missögn mína. Mér
þykir leitt ef einhver hefur látið
blekkjast af svari mínu. Það sem ég
sagði blaðamönnum í viðtali í fyrri
viku var vissulega rangt. Ég var þá í
uppnámi eftir yfirheyrslurnar. Frú
Thatcher hafði á réttu að standa, en
ekki ég.“ Áður hafði Margaret
Thatcher forsætisráðherra skýrt
Neðri málstofu brezka þingsins frá
þessu sambandi Blunts við sovézku
leyniþjónustuna.
skilaboðum frá Sovézku leyniþjón-
ustunni til Kim Philbys þess efnis að
leyniþjónustan hefði alls ekki snúið
við honum baki, eins og Philby
óttaðist. Philby flýði til Sovétríkj-
anna árið 1963, en áður höfðu tveir
samstarfsmenn hans, njósnararnir
Guy Burgess og Donald MacLean
flúið þangað. Anthony Blunt játaði
árið 1964 að hafa stundað njósnir
fyrir Sovétríkin og að hafa aðstoðaö
þá Burgess og MacLean við flóttann,
en fyrir játningu sína hlaut hann að
launum loforð um að verða ekki
sóttur til saka.