Morgunblaðið - 30.11.1979, Page 11

Morgunblaðið - 30.11.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 11 Helgi Hálfdanarson: Sveinn í djúpum dali Erindið með þessum línum er umfram allt að flytja Hannesi Péturssyni þakkir fyrir prýðilega bók um kveð- skap Jónasar Hallgrímssonar. Satt að segja er orðið langt síðan ég hef fengið í hendur þess konar ritverk, sem ég hef lesið með meiri velþóknun en Kvæðafylgsni. Hannes fer í könnunarleið- angur um ljóð Jónasar, staldr- ar við á nokkrum stöðum, sem sumir eru eilítið úr alfaraleið, skyggnist um gáttir með for- vitni fræðimanns í augum, og handleikur hvern hlut af skáldlegri nærfærni. Ljóst er að mikil könnun og vandvirk liggur að baki þess- arar bókar, og mætti segja mér að vinnubrögð höfundar væru til fyrirmyndar. Sumum kann að þykja ýmislegt af þeim atriðum, sem um er fjallað, næsta lítilvægt, en öðrum þykir sem engin skák í bragartúni Jónasar Hall- grímssonar megi liggja í órækt, og þeir taka sérhverri athugasemd höfundar fegins hendi. Þess er vitaskuld ekki að dyljast, að sumt af viðfangs- efnum Hannesar er torveldara en svo, að niðurstöður hans hljóti ekki að orka tvímælis. Ég nefni sem dæmi „hrafn- tinnuþökin" í Gunnarshólma. En hin atriðin munu þó miklu fleiri, þar sem hann virðist hæfa beint í mark. Tökum til dæmis fyrsta kaflann, Svartir eru möskvar, sem er mjög sannfærandi og svo haglega saminn, að hann verður blátt áfram spennandi. Ellegar Bráð veiðigyðjunnar, mjög falleg ritgerð, sem fjallar um þá hlið á kveðskap Jónasar, sem fæstir hafa gefið náinn gaum. Höfundur gengur þess auð- vitað ekki dulinn, að skoðanir hljóta að verða mjög skiptar um stöku atriði í bók hans. Svo mun ekki sízt um Aldur Ferðaloka. Hann ræðir þar um skilnað þeirra Jónasar og Þóru Gunnarsdóttur, og hygg- ur að hann hafi orðið með þeim hætti, að Jónas hafi alls ekki þurft að telja kynnum þeirra lokið að fullu, þegar leiðir skildust í Öxnadal, og bendi það með öðru til þess, að hann hafi ort Ferðalok mörg- um árum síðar, en ekki að neinu leyti heima á Steins- stöðum það sumar, eins og Matthías Þórðarson taldi, og ég ætla að flestum þyki senni- legast. Vitnar hann í frægt viðtal, sem Matthías átti við Kristjönu Gunnarsdóttur Havsteen, hálfsystur Þóru, snemma á þessari öld. Þar greinir Kristjana frá viðskipt- um þeirra Jónasar og síra Gunnars, og segir að faðir sinn hafi ekki viljað heita Jónasi meynni að sinni, og borið við æsku þeirra og óvissu um framtíðina. Um þetta segir Hannes: „Hér stendur eins skýrt og verða má, eftir beztu heimild, að Jónas fékk allt annað en blátt og kalt afsvar...“ Af þessu ályktar hann svo, að Jónas hafi án tilefnis af hálfu þeirra feðgina gerzt Þóru afhuga innan skamms og tekið að líta til annarra kvenna þrátt fyrir órofinn ásetning þeirra Þóru að eigast síðar. Hefði Jónasi þá farizt verr en hráklega við ástmey sína, látið hana bíða sín í von og beiskri óvissu árum saman, meðan hann var að stíga í vænginn við annað kvenfólk með hjúskap í huga; ellegar honum yrði skipað í flokk með Hallfreði og Kormáki og öðr- um tataraskáldum, sem koma sér upp ástmey til að yrkja um grátbólgin tregaljóð, en vilja hvorki heyra þær né sjá, ef til á að taka. Slík ályktun þyrfti traustari sannana við en völ er á. „Allt annað" en afsvar var það vissulega ekki, sem Jónas fékk samkvæmt ummælum Kristjönu; og hina „beztu heimild", sem Hannes kallar svo, verður auk þess að meta með allri gát, svo sem staða Kristjönu var í þessu máli. Hvernig sem síra Gunnari hefur litizt á þennan fátæka skólapilt sem væntanlegan tengdason, má nærri geta, að hann hefur ekki rekið á nasir honum hranalegt nei, þegar hann sá í hugskot hans. Auð- vitað hefur hann svarað bón- orði hans af svo kurteislegri nærgætni sem hann gat, enda þótt hann ætlaði biðlinum að skilja til hlítar, hvað hann fór. Hvernig hann hagaði hverju orði í það sinn, gat hann naumast sjálfur vitað með vissu mörgum árum síðar, þegar atvikið bar á góma við stjúpmóður Þóru. En um hitt er engin þörf að efast, að Jónas skildi þau svör sem endanlega synjun. Eða hví skyldu opinská ljóð Jónasar sjálfs vera þar lakari heimild en loðin ummæli Kristjönu Havsteen um viðbrögð föður síns, þegar fundum hennar og Matthíasar Þórðarsonar bar saman nær öld síðar og Jónas hafði verið þjóðar-dýrlingur um langt skeið? Kristjana fæddist ekki fyrr en átta árum eftir þennan atburð; og hún hafði vitneskju sína frá móður sinni, Jóhönnu Briem frá Grund, sem var ári yngri en Þóra stjúpdóttir hennar og giftist ekki síra Gunnari fyrr en rúmum sex árum eftir skilnað Jónasar og Þóru. Þar má að nokkru marka mat síra Gunnars á manns- efnum til handa dóttur sinni, að hann giftir hana „hálfnauð- uga“ (að sögn Matth. Þórð., Iðunni 1925), ráðsettum ekkjumanni, vel metnum heið- ursklerki, sem átti fyrir sér að verða prófastur í einhverju bezta brauði landsins, Sauða- nesi. Hvað sem líður ummælum Kristjönu Havsteen, mætti víst lengi deila um tímasetn- ingu Ferðaloka. En hafi Jónas orðið Þóru afhuga og brugðizt henni, hví skyldi hann þá hafa ort til hennar eitthvert tær- asta ástarljóð á íslenzka tungu, eftir að svo fór, fremur en áður? Ætli samanburður við Sigrúnarljóð verði ekki helzttil langsótt skýring á því? Þess er varla að vænta, að Hannesi gangi betur en öðrum að koma viti í síðara erindi ljóðsins Ég veit það eitt, fyrst hann vefengir ekki lestur fyrirrennara sinna á „alaug- un“ umfram það að breyta því í „alaugum". En ritgerðinni fylgir mynd af handriti Jónas- ar, og ég fæ ekki betur séð en þar standi nokkurn veginn skýrt og greinilega það eina orð, sem þarna hlaut að standa: „almúginn“. Og þá segir á þessum stað: Þótt almúginn sjái ekki enn háar leiðir beztu sonanna, sem sannlega verði að treysta, að þjóðarranni. — Leiðrétting Hannesar á fyrra erindinu, „friðar valdi“, er hins vegar hafin yfir allan efa. Þó að ég hafi drepið hér á atriði, sem ég hygg að líta megi ýmsum augum, þá eru Kvæðafylgsni ekki síður fyrir það heillandi lesning og án vafa merkilegt fræðirit. Hannes hefur áður samið af- bragðsgott verk um Steingrím skáld Thorsteinsson. Þessi bók er af nokkuð öðrum toga, og vonandi má líta á hana sem fyrirheit um annað rit helgað Jónasi Hallgrímssyni. Enginn sem les Kvæðafylgsni getur efazt um, að þar á Hannes Pétursson margt ósagt. TÖKUM NU UPP NtJAR VÖRUP DAGLEGA TIL JÖLA EIGUM NÚ OPSALEGT ÖRVAL AF: □ HERRAFÖT / MARGAR GERBIR / MÖRG EFNI □ HERRAPEYSUR - VESTI / OFSALEGT ðRVAL □ DÖMUPEYSUR - VESTI / OFSALEGT ÚRVAL □ KÍPUR / Þ0 ÆTTIR AÐ SJÍ LEÐURKÍPURNAR □ BLOSSUR / MARGS KONAR □ SKYRTUR / ALLA VEGA □ SPORTJAKKAR / DÖMU - HERRA □ BUXUR / ALLAR GERÐIR NEFNDU ÞAÐ / VIÐ EIGUM ÞAÐ OPIÐ FÖSTUDAG 9-19 OPIÐ LAUGARDAG 9-4 TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Laugavegi 66. Sími 85055.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.