Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 25 Forseti við þingsetningu: Vandamál sem bíða mikil og mörg Ekki dragist úr hófí að mynda starf- hæf a þingræðislega rikisstjórn Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, flutti Alþingi eftiríar- andi ávarpsorð við þingsetn- ingu í gær: Það þing sem nú hefur verið sett, kemur saman við mjög óvenjulegar kringumstæður. Að baki eru alþingiskosningar, sem hvað árstímann varðar eru eins- dæmi í sögu Alþingis. Framund- an er fagnaðarhátíð jólanna þegar vér öll vörpum af oss hinum daglegu byrðum til þess að gleðjast og meðal annars þakka forsjóninni að þjóð vor skuli tilheyra hinum kristna heimi. En það liggur í augum uppi, að skammt hlýtur að verða milli þingsetningar og þinghlés, sem ekki verður á svipstundu sagt hve lengi muni standa. Blessuð jólin munu sem sagt setja strik í reikning Alþingis. Öllum er kunnugt að þjóðin býr nú við ríkisstjórn sem er starfs- stjórn með þá takmörkuðu möguleika til að taka á málum sem slíkum stjórnum er áskap- að. En þau vandamál, sem bíða þess að á þeim sé tekið, eru mikil og mörg, eins og lýst hefur verið á ærið mörgum ræðustólum um land allt að undanförnu. Og enn munu þau bíða um nokkurn tíma, eða þangað til Alþingi hefur leyst þann vanda af hönd- um að koma sér saman um þingræðislega ríkisstjórn, sem með fullri getu og fullri ábyrgð getur lagt gjörva hönd á þau brennandi úrlausnarefni, sem eru í verkahring fullgildrar ríkisstjórnar og ekki er á neins annars færi að fást víð. Þjóðin hefur kjörið yður, góðir alþingismenn, til að taka sæti á Alþingi, og þar með falið yður forsjá málefna sinna á hendur. Hún hefur kosið sína gamal- reyndu stjórnmálaflokka og að þessu sinni sýnt þeim öllum tiltölulega jafnari trúnað en stundum áður. Enginn þeirra getur með sanni sagt sem flokk- ur, að honum hafi verið hafnað og hann þar með leystur undan ábyrgð. Og hún hefur kosið jöfnum höndum þrautreynda þingmenn, og nýliða sem hún treystir vegna fyrri starfa þeirra. Þér hafið boðið yður fram til þessara ábyrgðarstarfa, og þjóðin hefur tekið boði yðar. Eg leyfi mér að fara með þessi orð á þessari stundu, þótt ein- hver kunni að kalla þau sjálf- sagða hluti, vegna þess að mér virðist það brýnni nauðsyn nú en oftast endranær, andspænis öll- um almenningi í landinu, að Alþingi beri gæfu til að láta ekki dragast úr hófi fram að mynda starfhæfa þingræðislega ríkis- stjórn. Hvort tveggja er, að vandamál bíða úrlausnar, þótt þau þoli illa biðina, og almenn- ingur sem er nýkominn frá kjörborði vill ekki láta reyna um of á langlundargeð sitt. Þjóðin mun eiga bágt með að skilja hvers vegna hún gengur til kosninga hvað eftir annað með stuttu millibili og þurfi svo að horfa upp á það langtímum saman, að þeir menn og þeir flokkar sem hún hefur veitt umboð sitt geti ekki náð þeirri samstöðu sem nauðsynleg er, eftir einhverri þeirra leiða sem þó eru mögulegar samkvæmt þingræðislegum reglum. Ég held að hugsanir í þessa átt séu mjög ofarlega í mönnum þessa dag- ana, og ég get vel skilið það. Og þetta segi ég eins fyrir því þótt öllum megi ljóst vera — og er ljóst — að lýðræðis- og þingræð- islegar leikreglur verða að hafa sinn gang og það tekur óhjá- kvæmilega sinn tíma. Ég vonast til þess að menn skilji orð mín rétt eins og þau eru hugsuð og töluð, sem hógvær varnaðarorð, því að ég met störf stjórnmála- manna mikils og mér er annt um veg Alþingis. A þingsetningardegi beina hugsandi menn athygli að Al- þingi öðrum dögum fremur og leiða sér í hug störf þess og stöðu með þjóðinni. Ég held að það sé mikill misskilningur að stjórn- málaáhugi sé lítill hér á landi. Þvert á móti er fylgst af lifandi áhuga með því sem í þjóðmálum gerist, og það mega kosningarn- ar eiga, með öllum sínum um- svifum, að þær glæða þennan áhuga. Og þjóðmálin og umræða um þau kristallast að lokum beint eða óbeint innan veggja þessa húss, í orðum og ákvörðun- um Alþingis. Ég hef oft látið þá skoðun í ljós, að því sé ranglega haldið fram að þorri mana beri litla virðingu fyrir Alþingi og þeim mönnum sem það skipa. Mér hefur stundum fundist eins og einhver vél væri í gangi til að ala á þessu. En þetta er að minni hyggju rangt, og vísast mætti færa sönnur á það með áþreifanlegum dæmum. Sem betur fer er þjóð vor ekki svo hamingjusnauð að hún viti ekki hvað hún á þar sem Alþingi er, og er hitt allt annað mál þótt menn kunni að verða óþreyju- fullir ef úr hófi fram seint gengur að koma því í fram- kvæmd sem þó verður að gerast. Ef til vill eru mjög langdregnar stjórnarmyndunarviðræður það sem einna roest reynir á þolin- mæði fólks og vinnur áliti Al- þingis mest tjón. Ég er sann- færður um að allur þorri manna bíður þess með talsverðri óþreyju að mynduð verði þing- ræðisleg rikisstjórn, vitaskuld innan þeirra tímamarka sem allir vitibornir menn skilja að ekki geta orðið mjög þröng, eins og fokkaskipting er nú og mál- efni flókin og erfið viðfangs, og þetta vil ég taka skýrt fram. Ég býð yður öll velkomin til þings, yður sem hér eruð heima- vön, og yður sem nú gangið í þingsali í fyrsta sinn og munuð því ef til vill lengi minnast þessa dags. Ég óska yður öllum vel- farnaðar í störfum yðar. Að svo mæltu bið ég þingheim að minnast fósturjarðarinnnar með því að rísa úr sætum. Jörundar Brynjólís- sonar minnzt á Alþingi Gunnar Thoroddsen, aldurs- forseti Alþingis, flutti eftirfar- andi minningarorð um Jörund heitinn Brynjólfsson, fyrrum þingmann Árnesinga, á setn- ingarfundi Alþingis í gær. Jör- undur andaðist í Reykjavík 3. desember sl., 95 ára að aldri. „Frá því að þing var rofið á liðnu hausti hefur einn fyrrver- andi alþingismaður fallið frá, Jörundur Brynjólfsson. Hann andaðist í Reykjavík mánudag- inn 3. desember, 95 ára að aldri. Jörundur Brynjólfsson var fæddur 21. febrúar 1884 á Starmýri í Álftafirði eystra. Foreldrar hans voru Brynjólfur bóndi þar Jónsson og kona hans Guðleif Guðmundsdóttir. Á æskuárum naut hann eigi skóla- kennslu, heldur heimilisfræðslu að hætti þeirra tíma. Fram til tvítugs dvaldist hann eystra og stundaði almenn sveitastörf og róðra. Vorið 1904 fór hann í Búnað- arskólann á Hvanneyri og lauk búfræðiprófi 1906. Veturinn 1908-9 stundaði hann nám í Kennaraskólanum og lauk þaðan kennaraprófi um vorið. Um haustið varð hann kennari við barnaskólann í Reykjavík og hélt því starfi til vors 1919, en var á því tímabili við nám í kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn 10 mánuði 1911- 1912. Á kennaraárunum samdi hann ásamt Steingrími Arasyni reikningsbók, sem var lengi not- uð við alþýðufræðslu. Þeir félag- ar gáfu einnig út mánaðarblaðið Unga ísland. A því tímabili, sem Jörundur Brynjólfsson var kennari í Reykjavík, voru umbrot í þjóð- málabaráttu Islendinga. í frels- ismálum þjóðarinnar fylgdi hann Sjálfstæðisflokknum, sem þá var. En nýir straumar komu til. Árið 1916 ákváðu Samtök verkamanna í Reykjavík fram- boð til bæjarstjórnarkosningar. Jörundur Brynjólfsson fylgdi þeim samtökum að rnálum, var í kjöri af þeirra hálfu og hlaut sæti í bæjarstjórn. Sama haust var kosið til Alþingis. Jörundur var í framboði fyrir hinn ný- stofnaða Alþýðuflokk, náði kosn- ingu og var fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins. Sat hann þá Alþingi til 1919. Hugur Jörundar Brynjólfsson- ar stefndi að búskap. Vorið 1919 lét hann af kennarastarfi og gerðist bóndi í Múla í Biskups- tungum. Þar bjó hann til vors 1922, síðan í Skálholti 1922-1948 og loks í Kaldaðarnesi 1948-1963. Hann bjó stórbúi á höfuðbólum, víkingur að störfum, gestrisinn og greiðasamur. Eigi leið á löngu, eftir að Jörundur hóf búskap í Biskups- tungum, uns Árnesingar völdu hann til forustu. Hann var í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn í Arnessýslu við alþingiskosn- ingarnar 1923, hlaut kosningu og var síðan þingmaður Árnesinga óslitið til 1956. Sat hann á 45 þingum alls. Forseti neðri deild- ar Alþingis var hann 1931-1942 og 1942-1945 og forseti samein- aðs þings 1953-1956. Hann var kjörinn til ýmissa nefndarstarfa utan Alþingis. í Norðurlanda- ráði átti hann sæti 1953. Hann var yfirskoðunarmaður lands- reikninga og síðar ríkisreikninga 1917-1925 og 1937-1963. Jörundur Brynjólfsson lifði langa ævi á miklum breytinga- og framfaratímum þjóðar sinn- ar. Honum auðnaðist að sitja á Alþingi árið 1918, þegar sam- bandslögin voru samþykkt og íslendingar fengu fullveldið við- urkennt, og hann var alþingis- maður við stofnun lýðveldis á íslandi 1944. Hann var í forsæti á Alþingi langt skeið, röggsamur og skjótráður fundarstjóri. Traustur málafylgjumaður var hann og vann ötullega að fram- faramálum héraðs síns. Meðal helstu áhugamála hans við þing- störf voru landbúnaðar- og sam- göngumál. I kappræðum hélt hann fram málstað sínum af fyllstu einurð og var markviss í svörum. Hann naut trausts og vinsælda. Nú er liðið á þriðja áratug síðan hann hvarf úr þingsal eftir merkan starfsferil. Að loknum æviferli er hans minnst með þökk og virðingu. Ég vil biðja þingheim að minnast Jörundar Brynjólfsson- ar með því að rísa úr sætum." Haf skip f estir kaup á f lutningaskipi RÍKISSTJÓRNIN staðfesti á þriðjudaginn leyfisveitingu til handa Hafskipi hf. til að kaupa norska flutningaskipið m.v. Borre, sem félagið hefur haft á leigu að undanförnu. Kaupverð skipsins er 2,3 milljónir Banda- rikjadala eða um 900 milljónir króna. Stærð skipsins er 2828 tonn að burðargetu. I frétt frá Hafskipi hf. um kaupin segir m.a.: „Sem kunnugt er, gerði félagið í ágúst s.l. tólf mánaða leigusamn- ing við Fred Olsen línuna í Noregi með kaupmöguleika, sem tilkynnt- ur skyldi innan þriggja mánaða. Skipið, sem búið er opnanlegum skut, tveimur vörulúgum á hlið og færanlegum millidekkjum, hefur í hvívetna staðist áætlanir. Er tal- ið, að skip þessarar tegundar henti mjög vel þeirri samsetningu, sem tíðkast í verulegum hluta flutn- inga til landsins, og eígi eftir að stuðla að lækkuðum flutnings- kostnaði á komandi árum, með fjölgun hliðstæðra skipa. Á árinu hefur hluthafafjöldi Hafskips hf. aukist verulega og nýtt hlutafé selt samtals nokkuð á þriðja hundrað milljónir." Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins: 3.3 milljarðar greiddir úr sjóðnum til 30. sept. SAMKVÆMT upplýsingum, sem fram komu i ræðu Kristjáns Ragn- arssonar við setningu 40. ársfundar LIÚ i gær, er áætlað að um 3.3. milljarðar króna verði greiddir úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins til 30. september í ár. Greiðslur skipt- ast þannig, að úr Mjöl- og lýsisdeild greiðast 1.830 milljónir, 1.340 millj- ónir úr Saltfiskdeild, 160 milljónir úr Saltsíldardeild, en inn i Freðfisk- deiid sjóðsins greiðist 240 milljónir. í sjóðnum eru nú um 8 milljarðar króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.