Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. desember Bls. 33-64 Maöurinn er kóróna sköpunarverks- ins. En í milljónir ára ráfaöi hann samt um jöröina eins og dýr merkurinnar, áöur en hann öölaðist fyrstan snefil af valdi yfir umhverfi sínu, náttúrunni. Kannske gerðist þaö, þegar honum læröist aö kveikja eld. Enn reikaði hann um í árþúsundir í leit aö fæöu, áöur en hann tók aö rækta jöröina. Hvenær varö þessi tvífætta vera í raun og veru maöur? Var þaö ef til vill, þegar samvizkan vaknaöi í brjósti hans? Löngu seinna fór hann aö leita þekkingar. Þaö eru ekki nema tvö til þrjú þúsund ár síöan vísindi uröu til. Og enn var maöurinn örsnauöur að veraldlegum gæöum. Það, sem viö nú köllum auölegð mannkyns, hefur oröið til á undanförnum tveim til þrem öldum, sem árangur tækni, er hefur hagnýtt þekkingu vísinda. Samt er þaö ekki fyrr en á þessari öld, meira aö segja á tímum okkar, sem komnir eru yfir miöjan aldur, aö maðurinn hefur öölazt slíkt vald yfir náttúrunni, sem guöum einum var ætlaö fyrrum, ómælanleg orka kjarnans er nú á valdi hans, í örtölvu, sem er á stærö viö nögl á fingri, getur hann nú geymt vitneskju um hundruö þúsunda atriöa. Slík tækni getur fyrr en varir gert flesta framleiöslu sjálfvirka og ótrúlega ódýra. Þegar þessi tæknibylting vísindanna var aö hefjast á síöustu öld, var maðurinn bjartsýnn á framtíö sína. Hann þóttist sjá fram á auðlegö, jafnvel allsnægtir. Hagsældina hefur hann sannarlega hlotiö. En hefur ekki ýmislegt annað siglt í kjölfariö? Kjarnorkan knýr ekki aöeins vélar. Hana er enn í ríkari mæli aö finna Gylfi Þ. Gíslason: ingar. Slíkt er aö mínu viti rangt. Tilfinning er vísindum jafnnauösynleg og skynsemi listum. Hitt er annaö mál, aö of köld skynsemi er bæöi listum og vísind- um jafnskaðleg og of heitar tilfinningar. Sannleikurinn er sá, aö kjarni hvors tveggja, lista og vísinda, er hinn sami, og þegar öllu er á botninn hvolft líklega skyldari tilfinningu en skynsemi. Upphaf sérhvers listaverks er hugmynd. ímynd- unarafliö, hugmyndaflugiö, er undirstaða allrar listsköpunar, en hiö sama á viö um vísindin. Hugmyndaauögi er höfuöein- kenni mikils vísindamanns. Ég hef ein- hvers staöar séð, aö vafasamt veröi aö telja, hvor hafi veriö hugmyndaríkari, Newton eöa Shakespeare. Fróöleikur einn er ekki fremur vísindi en orö ein eru skáldskapur. Þaö er sama afliö, sem gerir fróðleik að vísindum og orð aö skáldskap, liti aö málverki og hljóö aö tónlist: ímyndunarafliö, hugmyndaflugiö, sköpunargáfan. En eru vísindi og listir allt þaö, sem maöurinn þarfnast? Þegar Winston Churchill var sæmdur doktorsnafnbót viö Tækniháskólann í Massachusetts áriö 1949, sagöi hann m.a.: „Sá arfur okkar, sem fólginn er í þeim traustu reglum um manngildi, siöferði og hátterni, sem þróazt hefur öldum saman, hin ástríöufulla sannfæring um gildi frelsis og réttlætis, sem fyllir hug og hjarta hundraöa milljóna, er okkur verömætara en allt það, sem vísinda- uppgötvanir geta fært okkur.“ I þessum orðum felst sá boöskapur, að framtíð mannkyns sé ekki aöeins háö eflingu vísinda og tækni, heldur einnig í ræktun mannlegra verömæta. Ef ást á þá aö rökstyöja trú mína? Ég þarf ekki einu sinni aö skilja hana. Mér er nóg aö eiga hana. Þeim leyndardómi, sem í þessu felst, lýsti Halldór Laxness í skáldsögu, er hann ritaöi veturinn, sem hann stóö á tvítugu, í klaustri suöur í Lúxembúrg. Hann nefnir söguna „Undir Helgahnjúk". Þar segir m.a. frá þrem drengjum á Stað undir Helgahnjúk, Atla, Ljúfi og Manga. Síöla vors bar þar aö garöi flökkukarl, sem ekki haföi sézt á þeim slóöum í mörg ár. Hann hét Grímur meö pokann, af því aö hann haföi alltaf meö sér dálítinn poka. í sögunni segir: „Hann elskaöi öll börn og öll börn elskuöu hann. Hann átti eina sálmabók meö gamla letrinu, og þaö var hiö eina, sem hann átti, og á hana raulaði hann meö sjálfum sér á hverjum degi... Hann sagöi þeim sögur um góð börn, sem voru svo þæg viö hana móöur sína aö þegar þau dóu kom eingill af himni til þess aö sækja þau og fara meö þau til paradísar. Og þar er guö ... Og allt sem hann sagöi var svo fallegt, aö þaö var ekki hægt aö trúa ööru en aö þaö væri satt. Ef illa lá á dreingjunum gat hann á augabragði feingiö þá til aö gleyma öllum ama. Ef þeir voru reiöir blíðkaði hann þá. Ef þeir höföu háreysti og læti hóf hann gömlu hnýttu höndina á loft. Hann þoldi eingan hávaöa. Hann sagði: Viö eigum aö vera stillt og góö börn, og ekki hafa hátt um okkur, því annars veröa einglarnir okkar hræddir og fara burt frá okkur. Eru þá alltaf einglar hjá okkur? spuröi Ljúfur. Þarf ekki að skilja trúna - mér er nóg að eiga hana r sprengjum, sem eytt gætu öllu lífi á jöröu. Hvaö um mengunina? Hvaö um firringuna? Fyrir rúmri öld spuröi lista- skáldiö góöa: Höfum viö gengið tii góös götuna fram eftir veg? Er þaö ekki athyglisvert, aö þeim mun auöugri og voldugri, sem maöurinn verður, þeim mun ríkari ástæöa er til þess að endurtaka þessa spurningu? Aö sjálfsögöu má slíkt ekki vekja í hug okkar vanmat á vísindum eöa tortryggni í garö tækni, ekki gera okkur óttabland- in eöa hjátrúarfull. Maöurinn á vísindum og tækni ómetanlega þakkarskuld aö gjalda. En hann þarfnast fleiri hluta, ef hann á að vera sá maöur, sem hann getur verið og á aö vera. Nútíminn er tími vélarinnar. Það er þess vegna í sjálfu sér ekki undarlegt, þótt maöurinn dragi nú í vaxandi mæli dám af vélinni. í því er einmitt fólgin sú meginhætta, sem aö menningu steöjar á öld véla, kjarnorku og rafeinda. En til er afl, gamalt og máttugt, sem getur varöveitt manninn, mannssálina, mann- göfgina, fyrir ofurvaldi vélarinnar. Þaö er listin. Eins og samvizkan breytti dýri í mann, veröur nú listin aö standa vörö um, aö vélin nái ekki aö undiroka manninn. Oft er það rætt, hvaö sé ólíkt meö listum og vísindum, jafnvel talaö um þessa meginþætti menningar sem and- staaöur. Vísindi eru þá gjarnan kennd viö kalda skynsemi, en list viö heitar tilfinn- Hugvekja á aðventu- kvöldi í Kópavogs- kirkju 9. desember frelsi og tryggö viö réttlæti er ekki undirstaöa siögæöis mannsins, getur hann villzt af braut farsældar, einkum og sér í lagi á tímum hagsældar og hóglífis. Eitt af mikilvægustu verkefnum nú- tíimans er aö tryggja, aö verkmenning og hugmenning haldist í hendur. Ef verk- menningin ein drottnar, veröur maöurinn aö sálarlausu vélmenni, án feguröar- skyns, án kærleika, án lífsnautnar. Ef hugmenningin ein er tignuð, glötum viö þeirri velmegun, sem viö höfum öölazt, og veröum aftur fátækir menn. Þess vegna verður þaö aö vera maögr, sem gæddur er sívaxandi siögæöisþrótti, sem sækir fram á sviöi verkmenningar. Sá maöur, sem hlotið hefur hlutdeild í þekkingu vísinda og nýtur ávaxta tækni- framfara, sá maöur, sem séö hefur inn í undraheim listanna, sá maður, sem nýtur frelsis og kann aö meta mátt kærleika, sá maöur hefur sannarlega öölazt þroska og skilyröi til farsældar. En er hann orðinn jafnsannur maður og hann getur oröiö? Eg held, að enn eitt sé sönnum manni nauösynlegt: Trú, — trú á einn sannan guö og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Væri ég spuröur: Trúir þú, þá svaraði ég: Já. Væri ég spurður: Hvers vegna, þá svaraöi óg, af hjartans einlægni: Ég veit það ekki. Og ég bætti viö: Eg þarf ekki aö vita þaö. Mér nægir að vita, aö í þessu efni stend ég á bjargi, sem bifast ekki, þótt þaö bjarg sé hvorki sama bjargið né sams konar og þaö, sem takmörkuð þekking mín á sviði vísinda hvílir á. Þaö, sem ég veit á sviöi vísinda, skil ég. Ég kann reglur í stæröfræöi, sem ég get sannað. Ég hef lært um kenningar í hagfræöi, skil þær og get rökstutt þær, sem ég aöhyllist. Ég hef yndi af tónlist, en ég hef aldrei skiliö hljómkviöu eftir Beethoven né sönglag eftir Schubert. Mér hefur aldrei fundizt ég þurfa aö skilja list. Ég ann frelsi og aöhyllist skoðanir um gildi mannkærleika og bræöralags allra manna. En mér dettur ekki í hug, aö þessar skoöanir mínar séu réttar í sama skilningi og lögmál í eölisfræöi er rétt. Hvers vegna þarf ég Já, svaraði Grímur. Eða hvernig held- urðu, væni minn, aö viö kæmumst í gegnum lífið ef þaö væri ekki alltaf góöur eingill sem hjálpaöi okkur. Af hverju getum við þá ekki séö einglana? spuröi Ljúfur. Ef viö erum góö börn, þá getum viö séö þá, svaröi förumaöurinn. Og ef viö erum mjög góö börn, þá getum viö kannske séö hann sjálfan, sem er meiri en allir einglarnir. Á næturnar um þetta leyti árs er margt gott á ferli. Og þeir sjá margt fallegt sem vaka. Hefur þú séð „hann“? hvíslaöi Ljúfur og horföi áfjáöur í sólskinsandlit föru- mannsins. Vinurinn minn! svaraöi Grímur meö pokann, og strauk dreingnum yfir Ijósan vángann. Hann kemur til allra sem eru þreyttir og fátækir og til allra þeirra sem leggja eyrun viö og hlusta og til þeirra sem líta í kringum sig í auömýkt og bera lotningu fyrir sköpunarverkinu. Hann kemur og leggur höndina á höfuðiö á þeim, vinur minn. Dreingirnir sátu alvarlegir og hljóðir. Förumaöurinn hélt áfram: Því hann á heiminn, börnin mín. Guö skapaöi heiminn fyrir hann, en hann geröi heiminn dýrlegan. Vitiö þiö af hverju sóleyjarnar og baldursbrárnar sprínga út á vorin börnunum til ununar? Þaö er af því aö Jesús elskar heiminn. Þess vegna eigum viö aö vera góð börn í heiminum sem Jesús á. Vitið þiö um hvaö Jesús baö kvöldiö sem hann þjáöist í grasgaröinum? Hann baö um aö sólin mætti Ijóma yfir börnin alla Jónsmessunóttina. Hann baö fyrir okk- ur, börnin mín, fyrir mér og þér, aö viö yröum heilög meöan við svæfum. Og þessvegna megum viö aldrei gleyma því hvaö guð var góöur aö lofa okkur aö fæöast inn í þennan heim, sem er svo fallegur af því aö Jesús dó fyrir hann. Svo hélt Grímur áfram með pokann sinn á bakinu og þakkir barnanna í hjarta." Góöir kirkjugestir! Ég lýk þessum oröum mínum meö því aö óska öllum viöstöddum gleöilegrar jólahátíöar. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.