Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 61 i M. Jólasveinn úr fjöllum fer Teikning: Bergur, 6 ára, Kársnesskóla. Frumsamið ljóð Guðrún Glódís Gunnarsdóttir, 10 ára, Rvik. Stríð Sprengja sprakk í sprungu og sprengdi nokkra menn. Ef sprengjan hefði ei sprungið, þá lifðu þeir allir enn. Ps. Við viljum nota tækifærði með þessu ljóði og minna fólk á þær hörm- ungar. sem millj- ónir manna verða líða um þessar mund- ir. í veimegun og kapphlaupi við peninga. tíma og eínisleg gæði, megum við ekki gieyma „náunga** okkar i fjarlægum löndum. Hjálparstofnun Kirkjunnar safnar nú fé til hjálpar „hungruðum heimi** í Kampútseu. Við minnum á orð meistarans frá Nasaret: „Allt sem þér viljið .. .** Hvers hefðum við óskað af meðbra'ðrum okk- ar við svipaðar eða sams konar aðstæð- ur? RokÞ Krakkar mínir komið þið sæl Teikning: Vilhjálmur, 6 ára, Kársnesskóla börnunum úr Mýrarhúsaskóla sem syngja á ABCD plötunni. Abcd, tuttugu og tveggja laga barnaplata „Mér finnst að það hafi verið gert svo mikið af því að láta börn syngja hátt og sterkt og þetta hefur að mínum dómi skemmt barnaraddirnar og sönginn og önnur börn hafa reynt að líkja eftir þessu, en öndvert við þetta hef ég vísvitandi látið börnin syngja á ABCD plötunni á eðli- legan hátt án þess að líkja eftir þeim fullorðnu," sagði Sigríður Ella Magnúsdóttir söngvari í samtali við Mbl. um nýja barna- lagaplötu sem hún hefur sungið inn á ásamt Garðari Cortes söngvara og börnum úr kór Mýr- arhúsaskóla undir stjórn Hlínar Torfadóttur. Flest þekktustu barnalög síð- ustu áratuga á íslandi eru nú komin út á hljómplötu, eða alls 22 lög og má þar nefna lögin Allir krakkar, Það er leikur að læra, Ef væri ég söngvari, Inn og út um gluggann og Abcd, en platan heitir einmitt ABCD. Það er hljómplötuútgáfan íslenzkar hljómplötur sem gefur plötuna út og hefur Sigríður Ella Magnúsdóttir söngvari valið lög- in á plötuna, en hún fékk brezka hljómlistarmanninn Gordon Langford til þess að setja út lögin á einfaldan og skemmtilegan hátt eins og lögin eru að jafnaði sungin. Gordon er þekktur fyrir slíkar útsendingar. Plötuumsíag- ið er teiknað af Arnheiði Björns- dóttur. Hugmyndin að þessari plötu hefur haft nokkurn aðdraganda, en Sigríður Ella hefur lagt áherzlu á að barnaraddirnir fengju að njóta sín á eðlilegan hátt eins og þeim er lagið. Plata af þessu tagi hefur ekki verið til hérlendis, en öll börn eiga auð- veldlega að geta sungið með plötunni án þess að hafa fengið sérstaka þjálfun í söng. í tilefni barnaárs m.a. drifu aðstandendur plötunnar í því að gefa hana út. fást hjá Leikfangabúðin Iðnaðarhúsinu - Hallveigarstig 1 /ft&lcít'HlLlSIO \)** LAUGAVEGI178,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.