Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 51 ... túristar sáust nánaat hvergi. í átt að grátmúrnum. ur vegna þess hve ókyrr og eirðarlaus hann var. Hann stökk á fætur, þegar minnst vonum varði, dró dömur út á gólfið og skildi þær eftir í miðju lagi og var þá kominn í hávaðasamræður einhvers stað- ar annars staðar. Svo kemur auðvitað röðin að mér, ég bað um að hafa mig afsakaða, en það var ekki við það komandi, kvenmann frá Islandi rak ekki á fjörur hans á hverjum degi. Svo að við stigum einn léttan diskódans með miklum sveiflum og hæfilegum þrýstingum til skiptis. En fegin var ég nú samt þegar ég gat horfið til sætis og hann flaksaðist á burt að fá sér nýtt kompaní. „Það var rétt hjá þér að neita ekki,“ sagði samferðafólk mitt. „Aldrei að vita upp á hverju hann tekur... “ ? Hann er nýkominn til ísraels, þessi maður, ættaður frá Mar- okkó. Undanfarin sjö ár hefur hann setið í fangelsi í Frakklandi, hann myrti bróður sinn með því að reka hann í gegn. Bróðirinn hafði verið að gamna sér með eiginkonu hans að því er talið var og því fékk hann tiltölulega vægan dóm. Hann hefur ekki náð heilsu og hann er ör og trylltur og flestir reyna að forðast hann, í mesta lagi fólk blandi við hann geði til að losna við að hann dragi upp hníf einn mikinn og vænan sem hann ber jafnan á sér og ógnar fólki iðulega með ef það er eitthvað að andmæla honum. Maður upplifir alltaf eitthvað nýtt í Jerúsalem. Það er ekki bara Grátmúrinn, Via dolorosa, Sadt og Begin — nú stígur maður einnig diskódans við bróðurmorðingja frá Marokkó. Lönd og lýðir: Bók um Sovétríkin ÚT ER komin bókin SOVÉTRÍK- IN, eftir Kjartan ólafsson hag- fræðing. Þetta er nýtt bindi í flokknum Lönd og lýðir, en hann telur nú alls tuttugu og tvær bækur. Ritið er 280 blaðsiður að stærð og prýtt fjölda mynda. Útgefandi er Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir svo: „Höfundur bókarinnar, Kjartan Ólafsson hagfræðingur, er löngu kunnur af ritum sínum, frum- sömdum og þýddum. Kann hann rússnesku, hefur ferðast víða um Sovétríkin og aflað sér mikils fróðleiks um sögu Rússa. Skiptist ritið í þrjá aðalhluta sem bera fyrirsagnirnar Sovétríkin, Sam- bandslýðveldin og Þjóðlíf og menning. Inngangurinn um Sovét- ríkin fjallar einkum um sögu hins forna ríkis en rekur atburði til daga byltingarinnar og ráðstjórn- arinnar, síðari heimsstyrjaldar- innar, kalda stríðsins og nútím- ans. Þá er greinargóð lýsing á Sovétríkjunum fimmtán, hverju um sig, og helstu sérstöðu þeirra og loks víðtæk frásögn af þjóðlífi, aldarfari og menningu í hinu umdeilda stórveldi. Dylst ekki að höfundur er gagnkunnugur þessu margþætta efni en jafnframt slyngur og athyglisverður rithöf- undur. Bókin um Sovétríkin er í meginatriðum hliðstæð að gerð fyrri ritum flokks þessa um lönd og lýði sem - nýtur mikilla vin- sælda. Var til útgáfu hans stofnað í því skyni að kynna íslendingum ríki og þjóðir heims og víkka andlegan sjóndeildarhring les- enda.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.