Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 57 J JI pólitíkinni er ég strangtrúaður marx- isti en lifi lífinu sem ævintýramaður 7 5 _____________________ (SJÁ: Hermdarverkamenn) HERMDARVl' IIM Hl I 111 [^^■■■1 Carlos liggur í leyni og brýnir kutann Carlos: reynir eftir mætti að sýnast kaldrif jaður og samvisku- laus. Iiich Ramirez Sanchez, betur þekktur sem Carlos, hryðju- verkamaðurinn, sem tók Yamani fursta og aðra olíuráðherra i gislingu á OPEC-fundi árið 1975, virðist nú vera farinn að sakna sviðsljóssins. Arabiskt timarit, A1 Watan A1 Arabi, hefur að undanförnu birt viðtal við þennan venesuelenska hryðjuverkamann og telja flestir að þar séu engin brögð í tafli og að verið sé að ræða við réttan mann. í fyrsta hluta viðtalsins lýsir Carlos sjálfum sér sem „ævintýra- manni“ og lætur að því liggja, að þjálfun í hryðjuverkum hafi hann fengið við Patrice Lumumba-há- skólann í Moskvu seint á síðasta áratug. „Á þessum tíma tók ég þátt í nokkrum minniháttar að- gerðum sem ég get þó ekki skýrt nánar frá,“ sagði hann við Assem el Jundi, sýrlenskt ljóðskáld, sem ræddi við hann á einhverjum ókunnum stað. í viðtalinu virðist Carlos gera. sitt besta til að sýnast jafn kaldrifjaður og samviskulaus og hann er sagður vera og var engu líkara en hann væri farinn að eltast við þá mynd, sem fjölmiðL arnir hafa dregið upp af honum. „í pólitíkinni er ég strangtrúaður marxisti, en lifi lífinu sem ævin- týramaður," sagði hann. Jundi vildi engar upplýsingar gefa um það hvar Carlos er niðurkominn og lét ekkert hafa eftir sér um þær staðhæfingar sumra dagblaða í Arabalöndum, að Carlos dveldist einkum í írak og af og til í Líbanon. Carlos gaf sjálfur í skyn, að brátt léti hann að sér kveða á nýjan leik. „Aðeins meiriháttar aðgerðir, sem hafa þennan sérstaka Carlos-blæ, vekja uppnám um allan heim. Næst þegar þú heyrir af slíku uppnámi máttu vera viss um að ég hef staðið þar að baki og líklega séð um framkvæmdina sjálfur," sagði hann. Lögreglan í London telur, að það hafi verið Carlos, sem skaut á Edward Sieff, forseta Marks and Spencer-verslananna og kunnan zionista, á heimili hans árið 1973. Skotið var á Sieff af stuttu færi og lenti kúlan í andlitinu en þrátt fyrir það lifði hann af. Það var þó í París, sem Carlos olli mesta uppnáminu. Talið er að hann hafi verið sá, sem varpaði hand- sprengju inn í troðið kaffihús, sem Gyðingar sóttu, með þeim afleið- ingum að tveir ungir Frakkar létu lífið og margir særðust alvarlega. í júni árið 1975 komst Carlos undan við illan leik úr umsátri lögreglunnar um íbúð eina í Lat- ínuhverfinu í París, drap tvo lögreglumenn, arabískan upp- ljóstrara og særði þriðja lögreglu- manninn. Það var í desember árið 1975 sem Carlos lét næst til skarar skríða. Þá var hann fyrir hópi hryðjuverkamanna af báðum kynjum, þ.á m. nokkrum úr Baad- er-Meinhof-hópnum, sem lagði undir sig höfuðstöðvar OPEC í Vín. Síðan hafa menn þóst sjá hann hér og hvar um allan heim en með fullri vissu sást hann síðast í Algeirsborg þegar síðasta OPEC-gíslinum var sleppt. —COLIN SMITH. TÆKNI & VISIND Böðlinum bætist nýtt aftökutól Sá maður, sem næst verður liflátinn i ríkisfangelsinu i Okla- homa-fylki i Bandaríkjunum, mun líklega ekki verða þess var þegar „dauðinn sækir drótt“, dálítili höfgi og síðan er öllu lokið. í Oklahoma hefur verið sam- þykkt, að framvegis verði dauða- refsingin í líki banvænnar sprautu, sem er það nýjasta í þeim efnum í Bandaríkjunum. Ennþá hefur þó enginn verið deyddur með þessum hætti og þeir, sem lögfróðir eru, segja, að mörg ár kunni að líða áður en til þess kemur. Áttatíu og tveir morðingjar, nauðgarar og mannræningjar hafa verið líflátnir í rafmagnsstól ríkisfangelsisins í Oklahoma frá því á árinu 1915 og einn hefur verið hengdur. Með sprautunni banvænu mun dauðinn koma á svipstundu, hinn dæmdi sofnar svefninum langa í bókstaflegri merkingu. I lögunum er mælt svo fyrir, að deytt skuli með því að sprauta í líkamann „afar fljót- virku deyfilyfi ásamt efni, sem hefur lamandi áhrif". Opinber dánarorsök er hjartaslag. Það er ekki aðeins Oklahoma- fylki eitt sem hyggst taka upp nýjar aðferðir við að lífláta fólk, sams konar lög hafa verið sam- þykkt í Texas, Idaho og Nýju- Mexicó og eru í athugun víðar. Á síðustu 30 mánuðum hafa kviðdómar í Oklahoma kveðið svo á um, að 27 menn skuli láta lífið fyrir sprautunni; í Texas bíða 125 sömu örlaga og einn í Idaho og annar í Nýju-Mexicó. Líklegt er þó að enn líði nokkur ár þar til fyrsti maðurinn verður tekinn af lífi á þennan hátt vegna áfrýjana og lagalegra álitsefna. I Oklahoma verður allt með öðrum brag en við aftökur fyrr á árum. í stað „göngunnar hinstu" frá dauðadeildinni í gegnum kjall- arann að rafmagnsstólnum er nú farið með fangann upp á þriðju hæð stjórnardeildar ríkisfangels- isins, þar sem 30 manns verða vitni að aftökunni. Hinn dauða- dæmdi er borinn á börum, sem hann er bundinn á, og höfuðið látið liggja nokkuð hátt til að vitni, þ.ám. sex blaðamenn og fimm menn, sem fanginn velur sjálfur, geti fylgst með honum þar til yfir lýkur. Böðullinn verður einhver þriggja sjálfviljugra sjúkraliða, sem klæddir eru hvítum kuflum með hettu og þess gætt, að enginn geti borið kennsl á þá. Þeir standa bak við skilrúm en í gegnum það liggur slanga, sem tengd er við arm eða fót hins dauðadæmda manns. Allir þrír munu þeir sprauta dökkum vökva inn í slöng- una án þess þó að vita hver þeirra dælir eitrinu. „Ekki ólíkt því sem gerist um aftökusveitir," sagði Nancy Nunnally, talsmaður fang- elsisyfirvalda. Margir telja, að kviðdómendur í viðkomandi ríkjum hafi að undan- förnu kveðið upp fleiri dauðadóma en fyrr og stafi það af því að þeir telji þessa líflátsaðferð mannúð- legri en rafmagnsstólinn. RON JENKINS Að fara í hundana í fín- um félagsskap Brezka fíkniefnalögreglan er ráðþrota gagnvart hópi unglinga af aðalsættum, sem eru forfallnir heróínneytend- ur. t>eir hafa myndað með sér samtök og vitað er að starf- semi þeirra fer einkum fram á Kings Road i London og í glæsilegum húsum þar i grennd. En fátt eitt er annað um þau vitað en að þau kaupa og neyta heróins í stórum stíl og þetta atferli hefur vakið vaxandi áhyggjur á meðal for- eldra þeirra, lækna og lögregl- unnar. Þessi ungmenni, sem lögregl- an kallar gjarnan sætabrauðs- börnin, hafa myndað með sér nánast órofa hring, og þau Gamalkunnu aðferðirnar duga ekki við hástéttardópistana. virðast ekki þurfa að leita út fyrir hann vegna skorts á peningum eða milliliðum. Leynilögreglumenn geta ekki beitt sínum gamalkunnu að- ferðum við þessa hástéttardóp- ista, þ.e. að komast inn í samtökin með einhverjum hætti eða afla upplýsinga frá einhverjum meðlimum. Lög- reglumaður getur auðveldlega brugðið sér í gervi skuggalegs eiturlyfjasala á hinum al- ræmda neðanjarðargangi á Piccadilly, en það er nánast ógerningur fyrir hann að villa á sér heimildir á meðal ungl- inganna í Belgravia, og þykjast vera einn af þeim. Svipmyndum af neðanjarðar- starfsemi unglinganna skýtur endrum og eins upp á yfirborð- ið, einkum ef einhver úr sam- tökunum er handtekinn eða lætur lífið. Það er algengara að þeir deyi vegna eiturlyfjaneyzl- unnar en að þeir komist undir manna hendur. Hins vegar kemur það stundum fyrir að einhverjum úr hópnum sé laumað inn á sjúkrahús. Dr. Meg Patterson, einn þekktasti læknirinn á þessu sviði, fékk eitt sinn til meðferðar unga stúlku, sem hafði tekið svo mikið heróín í nefið að mið- snesið á henni var gersamlega uppétið. Er lögreglan fær til rann- sóknar dauðsföll af völdum heróínneyzlu unglinga úr þess- um hópi, finnst henni sem hún sé komin inn í rammgert völ- undarhús. Meiriháttar rann- sókn var gerð, eftir að 17 ára gömul stúlka, Natalia Citkovitz fannst látin í baðherbergi í íbúð sinni í Earls Court. Hún hafði látizt skömmu eftir að hún sprautaði í sig heróíni sem hún hafði sennilega keypt sama kvöld, en enginn vissi af hverj- um. Þessi stúlka var dóttir lafði Caroline Lowell, og tónskálds- ins Israel Citkovitz, og var systurdóttir markgreifans af Dufferin. Hún hafði verið for- fallinn eiturlyfjaneytandi í eitt ár. Lögreglan komst lítið áfram við rannsókn málsins og komst að þeirri niðurstöðu, að foreldr- ar unglinganna, sem virtust flækjast inn í þetta atvik væru lítt hrifnir af því að láta yfirheyra börn sín og vini þeirra. Sumir foreldrar segja, að þeir hafni ekki aðstoð lög- reglunnar af einskærri fordild heldur liggi fleiri ástæður að baki. Aðalskona nokkur í tengslum við konungsfjölskyld- \ una gaf lögreglunni allar þær upplýsingar sem hún hafði um eiturlyfjaviðskipti á vegum jafnaldra barna sinna. Daginn eftir fékk hún bréf, þar sem henni var hótað því, að yngstu börnum hennar yrði gert mein, ef hún héldi áfram samstarfi við lögregluna. Kona þessi er sannfærð um það að bréfritari hljóti að hafa fengið vitneskju um vitnisburð hennar fyrir tilstilli einhvers úr lögreglunni. Fíkniefnaviðskiptin fara fram í glæsilegum húsum í Chelsea, Kensington og Bel- gravia. Itrustu varkárni er gætt við allan undirbúning. Margir fíkniefnasalarnir eru frá íran, og hafa komið til London eftir fall Iranskeisara. Þeir virðast hafa gnótt birgða og eru mjög grunsamlegir. — Maður verður eiginlega að spila fimmtu sin- fóníu Beethovens í dyrasímann, áður en þeir hafa sig í burtu, — segir einn eiturlyfjaneytand- inn. —GEORGE BROCK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.