Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 63 BLÖM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Einir Juniperus „Einir hvassa barriö ber byggir óöul fornra skóga ævinlega samur sér sumar, vetur grænn hann er.“ Þessi lágvaxni þekkilegi runni er eina íslenska tegundin sem telst til barrtrjáa og útbreiddastur þeirra allra á jarðkringlunni! Hann þrífst á Grænlandi, einnig í 3500 m hæð yfir sjó í Alpafjöllum og líka suður á sólheitum klöppum Kaliforníu. Flestir þekkja aldin hans — einiberið — en það er í raun og veru hnöttóttur berköngull og er tvö ár að þroskast. Fyrra sumarið eru einiberin græn en verða blásvört seinna sumarið. Oft sjást bæði græn ung og dökkbláleit fullþroskuð ber að hausti á sama runnanum. Hagamýs, refir, rjúpur, þrestir o.fl. fuglar eta berin og melta aldinkjötið en fræin ganga ómelt niður af þeim og berast víða. Smalamönnum fyrri tíða þótti gott að nasla einiber og mörg okkar drekka seyði af þeim, kannske án þess að gera okkur það ljóst! Flestir munu þó kannast við einiberjabrennivínið a.m.k. að nafninu til. Einiber eru líka notuð til bragðbætis í öl og áfenga drykki, m.a. í gin og genever. Fyrrum voru berin etin með harðfiski og smjöri hér á landi og stöku sinnum brennd í kaffibæti. Einibarr ilmar af harpix og var einir því stundum tekinn inn í hús, einkum fyrir jólin og stráð á gólf og víðar til ilmbætis. Líka voru jólatré skreytt með honum. Sum heimatilbúin jólatré voru gerð þannig að boraðar voru holur í stofn og greinum þ.e.a.s. mjóum prikum stungið þar í. Síðan var þetta vafið einigreinum og stundum líka sortulyngi og gat orðið hið myndar- legasta jólatré. Nú notum við mest rauðgrenihríslur en stafafuran vinnur mjög á sem jólatré þar sem ekki fellur barrið af henni — og sómir hún sér vel. Nú líður að jólum og börnin syngja „Göngum við í kringum einiberjarunn“. En verður þá einir nokkurn- tíma svo vöxtulegur að nokkrum detti í hug að ganga syngjandi umhverfis hann? Jú víst — mundu t.d. Norðmenn segja. Til eru allt að 17 m há einitré á Norðurlöndum og víðar. Þykir einiviður góður til smíða. Siðurinn að ganga syngjandi kringum einirunn mun eiga rætur að rekja til ævagamallar þjóðtrúar á mátt einis gegn ýmsu illu og yfirnáttúrlegu. Var fyrr á öldum beinlínis helgi á eini víða um lönd. íþróttadeild Fáks Aöalfundur íþróttadeildar Fáks, verður hald- inn mánudaginn 17. des. kl. 8. í félagsheimili F^ks' Dagskrá. 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kaffihlé. 3. Kvikmyndasýning. stjórnin. Heilagur Frans frá Assisi Ævi hans og starf, eftir Friörik J. Rafnar Þetta er ævisaga þess manns, sem talinn er hafa komist næst því aö feta í fótspor Krists. Bókin er prýdd yfir 70 heilsíðu litmyndum og er ótrúlega ódýr. Ein glæsilegasta jólagjöfin í ár. Kaþólska kirkjan á íslandi DESEMBER 1979 Mánutíagur 3 10 17 24 31 Þriöiudagur 4 11 18 25 DESEMBER flutningamánuöur? Desember er meiri háttar flutningamánuður. Fjölskyldur taka til í geymsl- unni og bílskúrnum og flytja rusl á haugana. Framleiðendur og innflytj- endur flytja óvenju mikið vörumagn til verslana. í allt snattið,fram og aftur um allan bæ, er hagstætt að nota lipra og neyslugranna flutningabíla. Bíla sem þú hefur full umráð yfir meðan á notkun stendur. Slíka bíla bjóðum við þér til leigu um lengri eða styttri tíma. BÍLALEIGA SÍMI21190 -21188 GYLMIR + G&H 5.2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.