Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Kommunista- hreyfingin íslandi Menningarsjóður hefur nýlega gefið út bókina Kommúnistahreyfingin á íslandi 1921 — 1934 eftir Þór Whitehead sagnfræðing. Bókin er í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir og gefin út í samvinnu við Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, ritstjóri er Þór- hallur Vilmundarson prófessor. í bókinni er gerð grein fyrir upphafi kommúnista- hreyfingar hér á landi, klofningnum í Alþýðuflokkn- um og, aðdragandanum að stofnun Kommúnista- flokks íslands. Lýst er skipulagi flokksins, flokks- lífinu á því tímabili í sögu kommúnistahreyfingarinn- ar, sem kennt er við Jósef Stalín. Rakin eru tengsl íslenskra kommúnista við Moskvu miðstöð heimsbylt- ingarinnar. Sagt er frá stjórnmálaátökunum í verkalýðshreyfingunni, þar sem kommúnistum tókst að halda velli, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að hnekkja áhrifum þeirra. Morgunblaðið hefur fengið leyfi höfundar til að birta eftirfarandi þátt úr bókinni og ber hann heitið: Sovét — ísland, óskalandið. Sovét — ísland, óskalandið I ráðstjórnarskipulaginu var að finna kjarna þess framtíðar- þjóðskipulags, sem kommúnistar hugðust koma á hér. Án þess að víkja að gildi þess fyrir boðskap kommúnista, væri aðeins hálf sagan sögð. Ráðstjórnarríkin voru í aug- um kommúnista ekkert venju- legt ríki, þau voru annað og meira. Þau voru draumsýn þeirra kynslóða, sem erjað höfðu þessa jörð til að afla herrum sínum auðs og valda. Loksins hafði hinn nafnlausi múgur snúið þróuninni sér í vil og reist eigið ríki. I Ráðstjórnarríkjun- um var í sköpun nýtt mannlíf og ný menning, sem að sögn tók öllu fram. Á sama tíma virtist sem hagkerfið á Vesturlöndum ætti sér varla viðreisnar von. Nú er vitað, að lýðræðisríkin höfðu öll þau tæki, sem þurfti til að lækna kreppuna. En stjórnmála- mennirnir neituðu að beita þess- um tækjum á þann hátt, sem glöggskyggnir hagfræðingar ráðlögðu. Fyrir bragðið bjuggu milljónir manna við skert kjör eða atvinnuleysi. í vonleysi kreppunnar beindu margir sjón- um sínum til hins nýja ríkis í austri. Þar voru menn sagðir lifa í allsnægtum og öryggi. Einar Olgeirsson reit: „Með gagnrýni og árás á auðvaldsskipulagið i anda Marx og Engels, með myndun Kommúnistaflokks og sigri verkalýðsbyltingar að for- dæmi Lenins og bolshevikk- anna, með framkvæmd sósíal- ismans eins og Stalín hefur stjórnað henni í Rússlandi, — myndi íslenzkur verkalýður með markvissri baráttu gera að veruleik þann draum, sem íslenzka alþýðan og hennar beztu menn hafa þráð og óskað eftir meir eða minna óljóst en innilega og heitt allan þann tíma, sem stétta- þjóðfélagið hefir staðið á Islandi: að afnema alla kúgun og alla fátækt af þessu landi og þessari jörð.“ I þessu alþjóðlega ljósi verður að skoða drauminn um Sovét- ísland. Ráðstjórnarríkin voru upphafið að allsherjarsambandi sósíalistaríkja. Þegar alþýða auðvaldsríkis steypti kúgurum sínum af stóli, var henni opin leið í ráðstjórnarsambandið. I samþykkt Kominterns frá 1928 var að finna drögin að þessu sambandi: „Alræði öreiganna er nauðsyn á, að hin nýstofnuðu verk- lýðsríki gangi í samband við hin eldri sem fyrir eru, að bandaríki þessi, sem einnig ná yfir nýlendur þær, sem varpa af sér oki stórveldastefnunn- ar, vaxi stöðugt og verði loks að Sambandi sósíalistískra ráðstjórnarríkja alls heims. Samband þetta, sem er undir forræði hins skipulagsbundna, alþjóðlega verkalýðs, gerir sameiningu mannkynsins að veruleika." í þetta samband bar Sovét- Islandi að ganga. Stjórnskipan landsins yrði þá hin sama og með þegnum Stalíns. Þessi afstaða tii umheimsins verður ekki skilin og skýrð nema í ljósi alþjóðahyggjunnar. í sam- skiptum sínum við Komintern og ráðstjórnina voru kommúnistar óbundnir af þeim reglum og siðvenjum, sem þegnum íslenzka ríkisins var ætlað að fylgja í skiptum við erlend stjórnvöld. í kommúnistaávarpinu sagði: „Ör- eigalýðurinn á ekkert ættland. Það, sem hann ekki á, verður ekki af honum tekið.“ En nú var öldin önnur. Rússnesku öreig- arnir höfðu tekið ríkisvaldið úr höndum borgaranna, og með því höfðu öreigar allra landa eignazt sitt „sanna föðurland" eins og komizt var að orði í blaðinu Sovétvininum. í blöðum komm- únista var börnum innrætt al- þjóðahyggja og þeim kennt að varast borgaralega þjóðernis- hyggju: „Skátarnir elska íslenzka fánann, fána auð- manna. En öll verklýðsbörn elska rauða fánann, fána verk- lýðsins". Framvarðarsveit öreig- anna hafði engrar þegnskyldu að gæta við ríki borgaranna, íslenzka ríkið, því að „þjóðlegur í borgaralegum skilningi verður hann (öreigalýðurinn) aldrei" (Kommúnistaávarpið). And- stæðingar kommúnista brigzl- uðu þeim um óþjóðhollustu og landráð, með því að flokkurinn tæki stefnu eftir fyrirmælum frá Moskvu, sendi þangað upplýs- ingar um íslenzka menn og málefni, þægi þaðan fjárhags- stuðning og óskaði eftir samein- ingu við Ráðstjórnarríkin. En í vitund kommúnista voru slík brigzl að engu hafandi, því að þau byggðust á hugmyndum um þegnskyldu við ríki stéttarand- stæðingsins. Hugtak sem „ís- lenzka þjóðin" var merkingar- leysa í þeirra augum. Á íslandi bjó ekki „þjóð“ í borgaralegri merkingu, heldur öreigastétt og borgarastétt, sem áttu í látlausri baráttu. Kommúnistar óskuðu þess að vera hollir sinni stétt, aiþjóðlegu öreigastéttinni, og ríki hennar, Ráðstjórnarríkjun- um, sem þeir ætluðu Islandi að sameinast. Foringi ráðstjórnar- innar, Jósef Stalín, var foringi íslenzkra kommúnista, og þeir tignuðu hann sem „einhvern göfugasta hugsjónamann og mannvin nútímans .. Með því að vera hollir sinni stétt töldu kommúnistar sig vera holla sínu landi: hagsmunir íslands (þ.e. íslenzku öreigastéttarinnar) og Ráðstjórnarríkjanna fóru saman í einu og öllu. Kommúnistar voru hinir sönnu ættjarðarvinir, borgararnir voru „óþjóðhollir" í þeim skilningi, að þeir vildu selja landið í hendur útlenda auðvaldinu (danska, enska, þýzka og svo framvegis). Samanburður á kjörum verka- lýðsins á íslandi og í allsnægta- Þáttur úr nýút- kominni bók eftir Þór Á bókarkápu er mynd frá 1. maí- göngu kommún- ista í Reykjavík 1934. þjóðfélaginu í austri var mjög algengur í áróðri kommúnista. Þeir töldu fræðsluna um Ráð- stjórnarríkin nauðsynlega til þess, að verkalýðurinn eygði rétta leið úr ógöngum kreppunn- ar til Sovét-íslands. Fjölmargar sendinefndir sóttu Ráðstjórn- arríkin heim á þessum árum og fluttu löndum sínum lýsingar á þeim stórvirkjum, sem þar væru unnin. Málgögn kommúnista sögðu íslenzkum verkamönnum, að meðan þeir þræluðu myrkr- anna á milli eða gengu atvinnu- lausir, væri vinnutími í Ráð- stjórnarríkjunum 6—7 stundir á dag. Fimmti hver dagur væri hvíldardagur og að auki fengju menn mánaðarsumarfrí. Menn þyrftu aldrei að kvíða morgun- deginum í því landi vegna at- vinnuleysis eða öryggisleysis. Öðru nær, í Ráðstjórnarríkjun- um byggi hamingjusamasta fólk veraldar, sem ynni fyrir hæsta kaupi í Evrópu, en hefði lengstan frítíma allra. Tómstundirnar notuðu menn til hvers kyns menningarstarfsemi og skemmt- ana, áhyggjulausir og óþreyttir með fulla vasa fjár. íslendingum gæti hlotnazt öll sú gæfa, sem þegnum Stalíns hefði tekizt að höndla. Þeir gætu líka gert drauminn að veruleika: „Hvora leiðina vilt þú heldur ganga — leið Sovétþingsins Sagnfræöífannsóknir Þór Whitehead KOMMÚNISTAHREYFINGIN Á ÍSLANDI 1921-1934 eða leið hins íslenzka Alþingis. Allir möguleikarnir fyrir sköpun sósíalismans að dæmi Sovétríkjanna eru fyrir hendi á Islandi. Það vantar aðeins hinn volduga sameinaða vilja verkalýðs og allra kúgaðra til að brjótast til valda undir forustu Kommúnistaflokks- ins...“ Þannig var andstæðunum lýst. Valið var um hörmungar krepp- unnar og ráðstjórnarskipulagið, þar sem „framtíðin hlær við fólkinu". I grein, sem birtist í Verka- lýðsblaðinu 2. júní 1932 og bar heitið „Hvað er kommúnisminn? Hvað myndu kommúnistar gera ef þeir næðu völdum?", er að finna ýmsar hugleiðingar um framtíðina. Fyrsta verkið eftir valdatök- una yrði að koma á alræði verkalýðsins til að tryggja vald hans. Þessu ríkisvaldi yrði beitt vægðarlaust til að berja niður allar tilraunir auðvaldsins til að hrifsa völdin að nýju. Meðal fyrstu verkefna yrði að koma á víðtækum ríkisrekstri. Skýrt var tekið fram, að eðlismunur yrði á þessum rekstri og þeim, sem fyrir væri, þar eð ríkisvaldið yrði þá komið í hendur verka- lýðsins. Bankarnir yrðu samein- aðir í einn þjóðbanka. Öll utan- ríkisverzlun og innflutningur yrði þjóðnýtt, einnig togarar og önnur skip. Lóðir og lendur auðmanna yrðu teknar eignar- námi. Til að bæta úr bráðasta skorti alþýðunnar átti að grípa til þessara ráðstafana: Matvæl- um, sem auðvaldið hefði átt, svo sem saltfiski, saltkjöti, síld og öðrum fæðutegundum, yrði út- hlutað ókeypis til verkalýðsins. Komið yrði á sérstakri fram- leiðslu einungis til að fullnægja fæðuþörf alþýðu (fisk- og síldar- útgerð, kartöflurækt o.fl.). Hús- næði burgeisa yrði skipt upp af verkamannaráðum. Fötum og fataefni úr verzlunum og verk- smiðjum yrði úthlutað til klæðlítillar alþýðu. Þegar allir hefðu þannig fengið fæði og klæði, átti að hefjast handa við framleiðsluna. Sú hugsun var sem rauður þráður í gegnum slíkar. hugleiðingar, að í Ráð- stjórnarríkjunum gætu íslend- ingar fengið allt, sem þá vanhag- aði um, og selt þangað alla framleiðslu sína. Einar Olgeirs- son reit: „Út á við treystir verka- manna- og bændastjórn íslands á sambandið við Sov- étríkin og samhjálp alls verka- lýðs í veröldinni. Sovét-ísland mun hagnýta sér þá auð- valdsmarkaði sem hægt verð- ur, en treysta fyrst og fremst á sósíalistísk vöruskipti við Sovétríkin — og þeim getur hún örugglega treyst. Allt, Sem Sovét-ísland gæti fram- leitt fengi þar viðtöku, og í té yrði látið á móti allt, sem sigrandi verkamenn og smá- bændur Islands til sjávar og sveita þyrftu." Bandalagið við Ráðstjórn- arríkin var skilyrði þess, að íslenzka byltingin heppnaðist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.