Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 47 Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum í Reykjavík RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum i borginni. Þeir, sem geta veitt upplýsingar um neðangreindar ákeyrslur eru beðnir að hafa strax samband við lögregluna i síma 10200. Þann 30.11. s.l. var ekið á bifr. R-10117 sem er Fíat, grænn að lit á bifr.stæði við Hagkaup í Skeif- unni. Varð frá kl. 20.00 til 21.00 um kvöldið. Skemmd á bifr. er hægra afturaurbretti og er hvít málning í skemmdinni. Þann 9. des. s.l. var ekið á bifr. R-67182, sem er Mazda 323, grá- sanseruð við Kríuhóla 4 Rvík. Varð frá kl. 01.30 um nóttina og til kl. 15.00 að deginum. Skemmd er á framaurbretti hægra megin. Þann 10.12. s.l. var ekið á bifr. Y-6669, sem er Toyota Celica svört að lit á Amtmannsstíg milli Skólastrætis og Lækjargötu. Varð frá kl. 19.00 til 20.35. Skemmd á bifr. er vinstra afturaurbretti og afturhöggvari skemmt. Tjónvald- ur gæti verið Lada station bifr. sem skrásetningarnúmerið byrjar á R-58 og er fimm stafa. Þann 12.12. s.l. var ekið á bifr. R-54264 sem er Austin Allegro, rauð að lit við Blómaval í Sigtúni, eða við Garðastræti 37. Var bifr. við Garðastrætið frá kl. 09.00 til Sverðgleyp- ir setur heimsmet Fort Erie, Kanada, 13. des. AP. COUNT Desmond, sem er sverðagleypir að atvinnu, krafðist þess í dag að heims- met sitt yrði viðurkennt, en þá sporðrenndi hann tíu sverð- um. Samkvæmt metabók Guinness var fyrra metið sett 1978 af Edward nokkrum Benjamin í sjónvarpsþætti hjá David Frost. Gleypti hann átta sverð. Aður en Desmond sneri sér að því að setja heimsmetið í dag hafði hann gleypt einn hljóðnema. Hann sagði við- stöddum, sem fylgdust með gleypugangi hans, að hann hefði slasast illa í átján skipti af þeim 1052 sem hann hefði komið fram við þessa iðju sína. kl. 19.00 og við Blómaval frá kl. 19.30 til kl. 20.00. Skemmd er á vinstra framaurbretti og er blár litur í skemmdinni. Þann 12.12. s.l. var ekið á bifr. G-4085, sem er Escort orange litaður að vestanverðu við Bíla- markaðinn við Grettisgötu 12—18. Átti sér stað eftir kl. 12.30. Skemmd er á hægra framaur- bretti og höggvara og er ljósgrár litur í skemmdinni. Þann 12.12. s.l. var ekið á bifr. Y-9096 sem er Saab 96 drapplit- aður á bifr.stæði við Landa- kotsspítala Hrannarstígsmegin. Varð frá kl. 15.10 til 16.10. Skemmd á vinstra framaurbretti, framhöggvara og stefnuljósi. I skemmdinni er rauð málning og svart eftir gúmmíhöggvara. Þann 12.12. s.l. var ekið á bifr. R-54553, sem er Lada 1500, dökk- brún að lit við hús nr. 4 við Tjarnargötu. Varð frá kl. 17.25 til 17.45. Skemmd er á vinstra aftur- aurbretti ofan við afturhjól. Fimmtudaginn 13.12. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. R-20205, sem er Escort station, gegnt húsi nr. 39 við Baldursgötu. Bifreiðin er brún að lit. Varð aðfaranótt 13.12. Skemmd er á afturaurbretti vinstra megin og er rautt í skemmdinni. Geróu kröfur og þú velur Philishave Philishave — nafnið táknar heimsfrægt rakhnífakerfi. Þrjá hringlaga,fljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka hnífa.sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnu níutíu raufar, sem grípa bæði löngogstutt há í sömu stroku. Er ekkikominn tími til,aðþú tryggir þérsvo frábæra rakvél? Philishave 90-Super 12,hefur stillanlega rakdýpt, sem hentar hverri skeggrót. Vegna hinna nýju 36 hnífa, rakar hún hraðar og þægi- legar. Níu dýptarstillingar auka enn á þægindin. Bartskerinn er til snyrtingar á skeggtoppum og börtum. Þægilegur rofi og auðvitað gormasnúra. Vönduð gjafaaskja (HP1121). Hleðsluvél með stillanlegri rakdýpt. Á einni hleðslu tryggir þessi Philishave 90- Super 12,þér rakstur í tvær vikur. Níu dýptarstillingar og ein þeirra hentar þér örugglega.Teljari sýnir hve oft vélin hefur verið notuð frásíðustu hleðslu. Bart- skeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP 1308) Philishave 90-Super'12. Hraður og mjúkur rakstur, árangur 36 hnífa kerfisins. Rennileg vél sem fer vel í hendi. Bartskeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP1126). Rafhlöðuvél. Tilvalin í ferðalög, í bátinn, bílnum, og hjólhýsinu. Viðurkenndir rakstrareiginleikar. Fórar rafhlöður, tryggja f jölmSrga hraðaog þægilega rakstra. I þægilegri ferðaöskju (HP 1207). Philips kann tökin á tækninni. Nýja Philishave 90-Super 12 3x12 hnífa kerfið. PHILIPS Fullkomin þjónusta tryggir yðar hag. Stanley í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum Þessi stórmerka ferðabók er prýdd eitthundraö penna- teikningum, tuttugu og einni vatnslitamynd og tveimur olíumálverkum. Bókin er í forkunnarfagurri, litprentaðri öskju. Ábyrgur bókagagnrýnandi hefur lagt til aö bókin fengi sérstök fegurðarverölaun. ÖRN&ÖRLYGUR VESTURCÖTU 42, S(MI 25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.