Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 43 Jónas Guðmundsson eins og gömul skonnorta á sjó- mannadaginn." Hvað sem líður gildi samlíking- anna, hefði átt að standa en í stað einkum. Annars eru í bókinni nokkrar haglegar mannlýsingar, dregnar fáum en skýrum dráttum. Loks vil ég benda Jónasi á tvennt sem miður fer, en hægur vandi á að vera að forðast. Annað er sú ofnotkun persónufornafna sem veldur því að lesandinn verð- ur að hafa sig allan við til þess að vita, hver talar eða um hvern er talað. Hitt er endurtekning sömu umsagna með svo stuttu millibili, að lesandinn segir þegar í stað við sjálfan sig: „Þetta var hann nú búinn að segja áður með sömu orðunum." Loks óska ég svo Jónasi til hamingju með þá breytingu, sem á honum hefur orðið sem rithöfundi, sem sé landtökuna, því að ég vona fastlega, að útsog bárunnar, sem hefur borið hann að landi, sogi hann ekki út á hættusvæðið þar sem illhvelin bylta sér. „Þá komu feðurnir frægu“ Árni óla: Landnámið fyrir landnám. Setberg 1979 Árni Óla lét handritið að þess- ari bók eftir sig fullbúið til prentunar, og hvað sem öðru líður, verður ekki sagt, að níræður hafi hann verið orðinn sljóvgaður að minni eða rökvísi, þegar hann féll að foldu. Hann var fyrstur manna hér á landi blaðamaður, það er að segja starfsmaður á ritstjórnarskrif- stofu. Hann varð og almenningi snemma kunnur sem ritstjóri Les- bókar Morgunblaðsins og naut sem slíkur mikillar hylli, en efni Lesbókarinnar réð hann 1926— 1936 og síðan á ný frá 1945—1961, en eftir það starfaði hann fyrst og fremst sem rithöfundur og ritaði 21 bók, en áður höfðu komið frá hans hendi 15 bækur, þar af 6 um Reykjavík og sögu hennar. Hann starfaði mikið í Góðtemplararegl- unni, og var hann þar og í Blaðamannafélagi íslands kjörinn heiðursfélagi. Um ísland og nátt- úru þess ritaði hann fagurlega og mjög mikið skrifaði hann um dulræn efni. Snemma varð honum hugleikin saga landnáms á Islandi, og kom sums staðar fram í fyrri bókum hans það sem þessi bók fjallar eingöngu um, sem sé, sú vissa að ekki væri það allt með felldu, sem yfirleitt hefur verið haft fyrir satt um fyrsta landnám á íslandi. Þessi bók er 180 blaðsíður í stóru broti. í formála gerir höf- undur ljósa grein fyrir því, hvers vegna hann tók að safna í hana Árni Óla Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN efni — og hverja fyrirhöfn það kostaði hann allt frá árinu 1930. Hirði ég ekki um að skýra frá, hvað þar er skráð, en hins vegar verður þess ekki látið ógetið, að öll bókin er rituð til þess að sanna, að Norðmenn hafi ekki fyrstir fundið ísland og hafi síður en svo komið að óbyggðu landi. Hér hafi ekki aðeins verið fyrir nokkrir papar, sem svo hafi flúið af landi brott, heldur hafi landið verið allmarg- býlt af Keltum, þegar Naddoður kom hingað og þá auðvitað líka, þá er Ingólfur Arnarson nam land. Bókin skiptist í þrjá höfuðkafla. Þeir heita: Hillingar, Ljósaskipti og Feluleikur. Þessir þrír kaflar skiptast svo í marga með undir- fyrirsögnum. Ég er laus við að vera vísindamaður í fornum fræð- um, íslenzkum eða erlendum, en ég hef tamið mér það, sem kallað var að „taka sönsum", þ.e. að láta rök ráða um breytileik skoðana minna, og ég játa það hiklaust, að Árni Óla hefur í þessari bók borið fram slíkar sannanir á því stór- máli, sem hann fjallar um, að ég verð að trúa honum, hvort sem mér sárnar eða ekki að varpa fyrir borð því, sem ég hef marglesið og sem ungur maður státaði af hér á landi og í Noregi. Ég læt svo máli mínu lokið, en skora á hvern þann, sem metur sannleikann meira en skráðar blekkingar að lesa þessa bók. Með því geta þeir gert upp við sig, hvað sé satt og hvað vísvitandi rang- hermt í svo til helgum íslenzkum heimildum — og um leið heiðrað minningu þess níræða manns, sem þessa bók ritaði síðast alls. Ljóðabók eftir Sigrúnu Fannland BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur gefið út ljóðabókina Við arininn eftir Sirgúnu Fannland frá Sauð- árkróki. Þetta er fyrsta Ijóðabók Sigrúnar, en hún hefur áður birt ljóð í blöðunt og timaritum og i Skagfirzkum ljóðum. í bókinni við arininn eru 32 ljóð og nokkrar stökur. Sigrún Fannland Sigrún Fannland fæddist 29. maí 1908 að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. 1931 giftist hún Páli Sveinbjörnssyni bifreiðar- stjóra og bjuggu þau á Sauðár- króki, en síðustu árin hefur Sigrún verið búsett í Keflavík. Bíireiðar & Landbúnaðarvélar hf iuAui4et»raul 11 • ww|wi - SM 19100 ASTRAD VEF 206 AKRANES Verzl. Örin BÍLDUDALUR Versl. Jóns S. Bjarnasonar BOROEYRI Kaupfélag Hrútfirðinga BORGARNES Verslunin Stjarnan BLÖNDUÓS Kaupfélag Húnvetninga BREIDDALSVÍK Kaupfélag Stöðfiröinga BÚÐARDALUR Kaupfélag Hvammsfjarðar DALVÍK Kaupfélag Eyfirðinga DJÚPIVOGUR Kaupfélag Berufjarðar EGILSSTAÐIR Versl. Gunnars Gunnarssonar GRINDAVÍK Kaupfélag Suðurnesja HAFNARFJORÐUR Radíóröst Rafkaup, Reykjavíkurv. 66 HÓLMAVÍK Kaupfélag Steingrímsfjarðar HVOLSVÖLLUR Kaupfélag Rangæinga HÚSAVIK Bókaversl. Þórarins Stefánssonar HÖFN — HORNAFIRÐI Verzl. Siguröar Sigfússonar HVAMMSTANGI Kaupfélag Vestur-Húnvetninga HAGANESVÍG Samvinnufélag Fljótamanna KEFLAVÍK Kaupfélag Suðurnesja Radíónaust, Hafnargötu 25 Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50 Stapafell KRÓKSFJARÐARNES Kaupfélag Króksfjarðar NESKAUPSTAÐUR Kaupfélagið Fram REYKHOLT Söluskálinn REYKJAVÍK Domus, Laugavegi 91 F. Björnsson, Bergþórugötu 2 Fönix, Hátúni 6A Hljómur, Skipholti 9 Radíóhúsið, Hverfisgötu 37 Radíóvirkinn, Týsgötu 1 Rafbúð Sambandsins, Ármúla 3 Sjónval, Vesturgötu 11 Sjónvarpsmiösþðin, Síðumúla 2 Tíðni, h.f., Einholti 2 SAUÐÁRKRÓKUR Kaupfélag Skagfirðinga SIGLUFJÖRÐUR Verslun Gests Fanndal STYKKISHÓLMUR Kaupfélag Stykkishólms SKRIÐULAND Kaupfélag Saurbæinga SÚGANDAFJÖRDUR Kaupfélag Súgfirðinga, Suðureyri STÖOVARFJÖRÐUR Kaupfélag Stöðfirðinga VOPNAFJÖRÐUR Versl. Ólafs Antonssonar VESTMANNAEYJAR Kaupfélag Vestmannaeyja VARMAHLÍD Kaupfélag Skagfirðinga. ÚTSÖLUSTAÐIR FYRIR ASTRAD VIÐTÆKI SELENA 210/2 MB Langdrægt viötæki í teak kassa. 17 transistorar, 11 díóöur. Lang-, miö- og FM-bylgjur, 5 stuttbylgjur. Innbyggöur spennubreytir fyrir 220 V. Verö kr. 64.330.00. VEGA 402 Lítiö en hljómgott tæki í leöurtösku Lang- og miöbylgja. Verö kr. 16.380.00. Afar næmt viötæki. 10 transistorar, 2 díóöur. Miö-, lang- og bátabylgja + 5 stuttbylgjur. Verö kr. 42.695.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.