Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 21
53 í þágu góðleikans Eins og þeir sem ekkert virðast sjá annað en viðbjóðinn í mönnun- um verða til lengdar þreytandi aflestrar, þá getur eins farið um þá, sem stöðugt einblína einungis á góðu hliðarnar í manneskjunni. Myndir slíkra höfunda skortir stundum dýpt, því það er um skáldskap eins og málverk, að það er samspil andstæðnanna sem gefur þeim líf. Enginn skepna veraldar býr yfir öðrum eins andstæðum í eðli sínu og maður- inn, þess vegna er hann hið óþrjótandi viðfangsefni góðra rit- höfunda. Hugrún er enginn viðvaningur. Hún hefur skrifað ljóðabækur, skáldsögur, æviþætti kvenna, smásögur og barna- og unglinga- bækur. Mun þessi bók hennar vera tuttugasta og sjötta bókin frá 1941. í skáldsögum sínum og smásögum mörgum er hún höf- undur hinna hrjáðu olnbogabarna lífsins, því samúð hennar er rík og kærleikur hennar sterkur. Hún er því fyrst og fremst hinn mikli huggari lesenda sinna. Bækur hennar eru uppbyggjandi fyrir þá sem í raunum lenda og þurfa á auknum lífsþrótti að halda og nýrri trú á lífið og möguleika þess. Ég held að þetta sé hinn göfugi tilgangur Hugrúnar og því sé eðlilegast og sanngjarnast að dæma ritverk hennar útfrá því sjónarmiði, hvort henni takist þetta eða ekki. Það er lítil uppörv- un að því að rétta sjúkri og þjáðri manneskju bók, sem beinir aðal- athygli sinni að því illa í mannin- um. Það er engum sem á því þarf að halda hressing eða uppörvun. Ég hygg að sé litið á verk Hugrúnar frá þessu sjónarmiði, þá komi í ljós, að þetta hafi henni vel tekist, því sögur hennar eru skrifaðar á fallegu alþýðumáli án nokkurrar tilgerðar í stíl eða efni. Góðleikur höfundar og rík samúð með ólánsbörnum lífsins bregður sérstakri hirtu yfir það sem hún skrifar, svo hún getur oft hitað góðu fólki um hjartarætur. Það er líka list. I þessari síðustu bók Hugrúnar LEIKIR AÐ LÍFSINS TAFLI eru allmargar sögur og með ýmsum blæ. Gætir í sumum þeirra áhrifa frá barna- og unglingabókahöf- undinum, því yfir þær slær birtu ævintýrsins. Ein ágæt saga Klukkan með sálina er bersýni- lega skrifuð undir áhrifum hins fræga H.C. Andersens og er það góð saga, sögð af gamalli klukku. Þær sögur sem gerast í sveit hafa yfir sér sterkan svip raunveru- leika, sökum lifandi lýsinga. Tvær sögur hefðu mátt vera lengri, að mínum dómi, til þess að höfundur geti gert persónum betri skil. Þar á ég við fyrstu söguna Það skeður margt á langri leið og Ef ég hefði skapað þig. hefði ég haft þig öðruvísi. Um fyrri sög- una er það að segja, að höfundi tekst að vekja mjög forvitni les- anda um manninn sem athyglin beinist að, en eftir að hafa byggt upp talsverða eftirvæntingu er lesandi svo svikinn um að fá að kynnast leyndardómi þessa manns, því áður en maður veit af er sögunni lokið! Þetta verkar á lesanda eins og hann hafi aðeins fengið að kynnast einhverju sem aldrei hefur verið lokið við. Slíku gerir höfundur miklu betri skil í öðrum sögum í þessari bók. Síðar- nefnda sagan gefur manni ekki heldur nægilegt tækifæri til þess að kynnast prestinum, sem sagan fjallar um. Hún leggur einungis áherslu á atriði, sem engar upp- lýsingar gefur um prestinn, sem í upphafi virðist vera aðalsöguefn- ið. Þessi saga hefði því mátt vera lengri og víðtækari að þessu leyti. Það er mjög mikill vandi að skrifa stuttar sögur. Þær lúta sérstökum lögmálum, sem erfitt getur verið að uppfylla. Því er líkt farið um rithöfunda sem fást við hin ólíkustu bókmenntaform og hljóðfæraleikara, sem spila á mjög mörg hljóðfæri. Þeir geta tæpast gert þeim öllum jafngóð skil. Og þetta hefur jafnan komið fram hjá fjölhæfustu lista- mönnum á þessu landi. hin sivinsælu log meö m MORTHENS á nýju plötunni c er ycfdci á ycdccm éját Ath! S.G. sendir út á land. Faxafón sími 30863 TELEFWMKEN PLÖTUSPILARAR CORDA, nýtt matar- og kaffistell. Hönnuðurinn HERTHA BENGTSON er sænsk og tekst henni hér mjög vel að sameina léttleika og dæmigert skandinavískt útlit. Nýjungar, svo sem lengri börð á diskum og skálum, falla vel að heildarsvip og auka á notagildi. CORDA er eldfast og hentar vel til notkunar í örbylgju- ofnum. CORDA er fagurt og notadrjúgt matar- og kaffistell. HERTA BENGTSON hefur einnig hannað dúka, diska- mottur, servíettur og servíettuhringi í stíl við CORDA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.