Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 BUXNA ÍSKA Hnébuxur eru greinilega er veröa í mikilli tízku. Hér eru myndir af vortízk- unni frá Ninu Ricci. Á tveimur myndanna eru sýningarstúlkurnar í buxum rétt niöur fyrir hné, koti og víöum jökkum utan yfir. Önnur í marglitum rósóttum jakka úr polysterefni. Á þriöju myndinni eru buxurnar síöari og úr krepefrii. Einnig blússan, en utan yfir er rósótt kápa úr kínasilki. Rósótt viröist aftur komiö í tízku. Síöi kjóllinn er úr þunnu polyster-krepi. Rósirnar eru rauöar, appelsíngular og grænar og beltiö úr svörtu lakki. Dragtin er líka meö svörtu belti, en hún er græn meö svörtum bol undir. Gísli Konráðsson og ævistarf hans er eitt hinna furðulegu fyrirbæra í íslenzku þjóðlífi. í fari hans var ríkust „fýsnin til fróöleiks og skrifta", fátækleg- ur kostur bóka var notaður til hlítar og andi fornra sagna og kveðskapar bregður blæ yfir daglegt líf. Syrpa þessi úr handritum hans hefur aö geyma þjóðsögur og munnmæli hvað- anæva af landinu og er þó að- eins lítið eitt af því er þessi mikli fræðaþulur skráði. Þeir fjársjóðir, sem Gísli Konráðs- son lét eftir sig, verða skemmti- efni margra kynslóöa, rann- sóknarefni margra alda, — og „meira þó í huga hans hvarf með honum dánum“. Syrpa Gísla Konráðssonar er án efa ein þjóðlegasta bókin, sem út kemur á þessu ári. ÞJOOSOGUR Þetta er þriðja bindi þessa bóka- flokks og hefur að geyma 16 nýja þætti um mæður, skráða af börnum þeirra. Alls eru þá komnir 46 þættir í öllum þrem bindum þessa skemmtilega bókaflokks, um húsfreyjur úr sveitum og bæjum og frá víð- um starfsvettvangi. Með safni þessu er mótuð all góð þjóð- lífsmynd þess tíma er þessar húsfreyjur störfuðu á, dregnar fram myndir, sem vart munu gleymast þeim er bækurnar lesa, því hver þáttur safnsins er tær og fagur óður um móður- ást. Enn eru öll þrjú bindin fáanleg, en óðum gengur á upplag fyrri bindanna, svo vissara er að tryggja sér eintak af þeim fyrr en seinna. Tryggva saga Ófeigssonar er tvimælalaust ein merkasta ævisaga síðari tíma. Hún er samfelld baráttusaga manns, sem stöðugt sótti á brattann, mat menn eftir dugnaði, kjarki og krafti, og flokkaði þá í „úr- valsmenn“ og „liðléttinga“. Sjálfur var Tryggvi umdeildur, enda maðurinn mikillar gerðar og ærið umsvifa- og fyrirferðar- mikill í íslenzku þjóðlífi síðasta mannsaldurinn. Tryggva saga Ófeigssonar er mesta sjómannabók, sem gef- in hefur verið út á íslandi, og samfelld saga togaraútgerðar frá fyrstu tíð. Bókin er sjór af fróðleik um allt er að fiskveiðum og útgerð lýtur og hún er ekki aðeins einstæð í bókmenntum okkar, hún er stórkostlegt framlag til íslenzkrar þjóðar- sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.