Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 VERwLD KIRKJAI Kaþólskir eru enn of- sóttir í Kína Um það bil 100 kínverskir jesúitar eru hafðir i vinnubúðum í Kína, að því er jesúítaprestur, sem þar var á ferð nýlega, hefur skýrt frá. Hefur hann gefið lýsingu á aðstöðu þeirra til höf- uðstöðva kaþólsku kirkjunnar i Róm, og eru það fyrstu beinu fréttirnar, sem þangað berast af riki rómversk-kaþólsku kirkj- unnar i Kina um þrjátiu ára skeið. Prestur sá sem hér um ræðir heitir Michael Chu. Hann er af kínversku foreldri og fæddist í Kina, en hefur bandarískan ríkis- borgararétt. Hann fékk nýlega leyfi kínverskra yfirvalda til þess að heimsækja fjölskyldu sína í Kína, en hana hafði hann ekki séð síðan 1949. Hann dvaldi rúma tvo mánuði í Kína nú í haust og vann þar að gerð leynilegrar skýrslu um horf- ur á því, hvort unnt væri að hefja á nýjan leik trúboðsstarfsemi þar í landi. Jesúítar hafa stundað trúboð í Kína að meira eða minna leyti sl. þrjár aldir. Þeir eru hræddir um, að Kínverjar kunni að mistúlka niðurstöður rannsókna föður Chu Fangasýning á kínverska vísu: sumar nunnur voru sakaðar um mannát. og hafa bannað honum að tala við fréttamenn. Hins vegar hafa þeir skýrt frá því, að faðir Chu hafi haft samband við tvo jesúítasöfn- uði í Kína, en þeir voru átta, þegar kommúnistar tóku völdin í land- inu. Faðir Chu skýrði frá því, að flestir prestarnir væru í vinnu- búðum, en þeim leyfðist að dvelj- ast með fjölskyldum sínum nokkr- ar vikur á ári. Síðustu erlendu trúboðarnir í Kína hurfu úr landi skömmu eftir 1950. Áður en faðir Chu fór í Kínaferð sína skrifaði hann blaðagrein, þar sem hann skýrði frá því, að hann hafi starfað í 17 ár á Formósu eftir að hafa lokið námi við háskóla í Shanghai. Bróðir sinn sem einnig var jesúítaprestur hafi dvalist áfram í Kína og hafi hann verið í fangelsi um 20 ára skeið, áður en hann var fluttur í vinnu- búðir. Annar rómversk-kaþólskur prestur var á ferð í Kína fyrir skömmu. Hann heitir Franco Demarchi og kennir þjóðfélags- fræði við háskólann í Trent á Norður-Ítalíu. Hann telur, að þess sé ekki langt að bíða að yfiitvöld í Kína muni taka í útrétta hönd páfagarðs og gera við hann sátt- mála til þess að koma skipulagi á tengsl ríkis og kirkju. Hann segir m.a: — Kínverjar benda á, að Jóhannes Páll páfi hafi verið alinn upp í kommúnistísku þjóðfélagi, og hann sé páfi sem hægt sé að semja við. — Mao formaður og stuðn- ingsmenn hans létu sig trúmál litlu skipta, — heldur Demarchi áfram. — En kaþólikkar sættu hræðilegum ofsóknum á dögum Shanghai-klíkunnar. Sumar nunn- ur voru jafnvel ásakaðar fyrir barnamorð og mannát. En síðan hafa orðið breytingar. Kínverjar sækjast nú eftir því að njóta alþjóðlegs álits og virðingar, og umfram allt í augum þeirra ríkja, sem eru kaþólskrar trúar og því þjónar það þeirra eigin hagsmun- um að sýna kaþólikkum velvild. - DAVID WILLEY. BASLBUSKAPUR Brezhnev barði í borðið og heimtaði bleyjur! í ræðu, sem Brezhnev forseti flutti fyrir skömmu, þar sem hann gerði úttekt á sovéskum efnahagsmálum á þessu ári, vék hann að þvi, að þannig væri málum komið, að bleyjur væru orðnar illfáanlegur munaðar- varningur þar í landi. Þessi ummæli sýna ljóslega hvernig ástatt er fyrir venjulegum rússn- eskum neytendum, sem engan aðgang eiga að verslunum for- réttindastéttanna. Aðrar nauðsynjavörur, sem Brezhnev sagði að skorti, eru „nauðsynlegustu lyf, sápur, þvottaefni, tannburstar, tann- krem, nálar og tvinni". Hann minntist líka á smjör og osta svo ekki sé talað um kjöt, sem er með öllu ófáanlegt víða í Sovétríkjun- um nema í þremur stærstu borg- unum, Moskvu, Leningrad og Kænugarði. Vaxandi óánægja rússneskra neytenda með vöruskortinn, bið- raðir, sem sjaldan hafa verið lengri og jafnvel stöku ummæli, sem lýsa eftirsjá eftir „góðu, gömlu dögunum" þegar Stalín var og hét, sýna, að ekki er allt með Ennfremur skortur á lyfjum og jafnvel tvinna. felldu í þessu næst stærsta efna- hagskerfi í heimi. Almenn óánægja með vöruekl- una hefur vafalaust valdið því, að Brezhnev tók dæmið um bleyjurn- ar í ræðu sinni kvöldið áður en Æðsta ráðið kom saman til fundar í Kreml. Lestirnar til Moskvu eru yfir- fullar dag hvern af fólki af landsbyggðinni, sem kemur til að kaupa kjöt, sósur og vetrarfatnað. Þegar byltingarafmælið stendur fyrir dyrum í nóvember ár hvert eru vörubirgðir verslananna í Moskvu að jafnaði með myndar- legasta móti og svo var einnig um biðraðirnar að þessu sinni. Gífur- legur fjöldi utanbæjarfólks fyllti allar verslanir og þegar kaupæð- inu linnti, Moskvubúum til sárrar gremju, var ekki deigan vodka- dropa að fá í allri borginni. Þvottaduft hefur ekki verið á sovéskum markaði mánuðum saman og könnun, sem rússneskt dagblað gerði, leiddi í ljós, að þrjú ráðuneyti voru komin í hár saman og kenndi hvert öðru um ástandið. Eitt bar ábyrgð á úreltri verk- smiðju, sem gat ekki lengur fram- leitt nauðsynleg efni, annað var sakað um umbúðaskortinn og því þriðja var legið á hálsi fyrir að fullunnar vörur hlóðust upp í verksmiðjunum og voru aldrei fluttar á áfangastað. Þó að Brezhnev hafi nefnt með nöfnum þá ráðherra, sem hann sagði bera ábyrgð á vöruskortin- um, hefur ekki verið við þeim hróflað og allir halda þeir emb- ættum sínum. í Rússlandi hefur það reyndar lengi þótt gott að hafa strákinn til að geta kennt honum um alla klækina og Brez- hnev er ekki tilbúinn til að hrista upp í kerfinu með því að hleypa inn nýju blóði og nýjum hugmynd- um. Kerfiskarlarnir og skriffinn- arnir eru nefnilega svo vel settir, að vöruskortur kemur ekkert við þá. Þeir geta valið úr innfluttum vörum í sérstökum verslunum, sem eru forboðnar rússneskum almenningi. - RICHARD BEESTON 2.500 konur: „Ég hélt að ég mundi ekki lifa þetta af BANDARIKINI Sífellt fleiri konur sækja í kolanámurnar Frá árinu 1842 hefur konum og börnum verið bannað samkvæmt brezkum lögum að starfa í koianámum. í skólum er börnum skýrt frá ástandinu, sem ríkti, áður en lög þessi tóku gildi, þegar konum og börnum var beitt fyrir kolavagnana og drógu þá einatt á fjórum fótum eftir örmjóum neðanjarðargöngum, þar sem loftið var mettað af raka. Slikar sagnir munu m.a. stuðla að því, að Bretar verði tregir til að færa vinnumáialöggjöfina i eidra horf. í Bandaríkjunum er þessu á annan veg farið. Þar hafa konur aldrei unnið í námum, þannig að þar er litið á það sem framfara spor að hleypa kvenfólki inn í námurnar, og talið stuðla að auknu jafnrétti kynj- anna. í desember árið 1973 eða fyrir réttum sex árum, voru ráðnar tvær konur til starfa í námum í Jenkis, Kentucky og voru það fyrstu banda- rísku konurnar, sem gerðust náma- verkamenn. Allmargar hafa fetað í fótspor þeirra, því að á miðju þessu ári unnu um 2.500 konur í bandarísk- um námum og konur eru nú rúmlega 1% kolanámumanna í landinu. Af hverju vilja bandarískar konur vinna í námum? Ein ástæðan hlýtur að vera sú, að með því móti hafa þær brotið niður síðasta virki hins algera karlveldis. En önnur sjónarmið eiga sjálfsagt einnig sinn þátt í þessu nýmæli og þá ekki sízt bágur efna- hagur. Flestar konur, sem ráða sig til starfa í námum, gera það af illri nauðsyn. Þær eiga fárra kosta völ á vinnumarkaðnum. Ef konur ætla að bera eitthvað úr býtum fyrir vinnu sína t.d. í Vestur-Virginíu hafa þær í fá hús að venda önnur en námurnar. Hin hefðbundnu kvennastörf, svo sem verksmiðjustörf og þjónusta eru illa launuð. Á hinn bóginn fær námaverkamaður, sem notið hefur einhverrar þjálfunar tæplega 70 dollara eða um 28.000 krónur á dag. Sandy Bailey starfaði áður í verk- smiðju og ók strætisvagni en eftir að hún fór að vinna í námum þrefölduð- ust laun hennar. Rúmlega tvítug kona, gift bækluðum manni, vann til skamms tíma á saumastofu og bar tæpa 19 dollara úr býtum á dag, áður en hún réðst til námuvinnu. Virginia Chapman, ellefu barna móðir, hóf störf í námu 48 ára að aldri. Þá hafði hún fyrir fimm börnum að sjá, faðir þeirra var látinn, og síðari maður Virginiu var bæklaður. Hún kvaðst hafa valið sér námustörf vegna þess að ég vildi að börnin mín fengju eins mikið og hver annar. En enginn skyldi ætla, að konur þessar hristi peningana fram úr erminni. Carol Jean Narland skýrði svo frá fyrsta degi sínum í námu. — Ég tiplaði um, og festist í forinni. Mér fannst þetta hræðilegt. Ég varð gegndrepa, vinnuflíkur mínar urðu stífar af skít, og ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af. En ég sagði bara við sjálfa mig aftur og aftur: 57 dollarar á dag, 57 dollarar á dag og það hressti mig heilmikið. Nýlega fór fram rannsókn á hög- um 15 kvenna sem störfuðu í kola- námum í Appalachiu-fjallahéruðun- um. í þeirri könnun kom fram, að þeim fannst þeim bera skylda til að leggja mjög hart að sér við starfið í fyrstu til þess að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum, að þær væru færar um að gegna því. Það vill og æði oft verða hlutskipti þeirra að vinna verstu og erfiðustu verkin sem óbreyttir verkamenn. Þær moka kolum af færiböndunum, koma vögnum fyrir á teinum, færa til rafmagnskapla og úða námaveggina með kalki til þess að halda kolaryki í skefjum. Enn sem fyrr hafa konur sem sé komið sér í þá aðstöðu að sækja og bera birgðar til og frá samfélaginu. Hin þýðingarmeiri störf við námurnar, að því er talið er, krefjast þó minni líkamlegs erfiðis. Sumar konur vinna mjög hættuleg störf, m.a. við að færa skorður eða loftbita, eftir að þeir hafa verið höggnir. Síðan þurfa þær að raða timbri ofan á bitana, langsum og þversum á víxl, til þess að styrkja þá, Á sl. sumri héldu kolanámukonur sína fyrstu ráðstefnu. Til hennar mættu 250 konur frá 8 ríkjum ásamt stuðningsmönnum sínum. Á síðasta ári féllst annar mesti kolaframleiðandi Bandaríkjanna á það, að þjálfa a.m.k. eina konu á móti fjórum körlum til starfa í námunum, þar til konur væru orðn- ar 33% þeirra sem við námur hans störfuðu. 2. október sl. var enn nýjum áfanga náð í baráttunni fyrir jafn- rétti kynjanna í Bandaríkjunum. Þann dag fórst Marilyn McCusker frá Pennsylvaníu, fyrsta verkakonan sem lét lífið ofan í kolanámu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.