Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Úr Setborgsannál Á alþingisstaðnum, Þingvöllum við öxará. 71 I Vetur misjafn með hretviðrum, storm- I snjóum og hörðum frostum á góunni, svo firði alla lagði. Urðu á þessum vetri fjárskaðar og brotnuðu skip víða... Á alþingi voru líflátnar 6 manneskjur, karlmenn og konur, sem var: Kona úr Kjós, er fargað hafði barni sínu, er hún átti við giftum manni, en hann strauk. Úr Staðarsveit maður og kona. Hún var systurdóttir hans. Úr Strandasýslu maður og kona. Hún var bróðurdóttir hans. Úr Þingeyjarþingi maður, er barn hafði átt við systur konu sinnar. Hann meðgekk ekki sitt brot fyrr en á alþingi, kostaði sig sjálfur að norðan til hesta, og voru aldrei járn á hann lögð, gekk hughraustur til dauðans með söngum og guðhræðslu. Sögðu margir hann ei ólíkan verið hafa Jómsvíkingum forðum, hverjir dauðann ekki óttuðust. Konan, sem hann átti barnið við, réttuð heima í héraði eftir alþing. ,þú átt eftir að bíta úr nálinni“ Galdramaður er nefndur, sem Finnur hét; hann var svo forn og illur í skapi, að allir voru hræddir við hann. Þegar hann dó vildi enginn, hvorki karl né kona, verða til þess að líkklæða hann og sauma utan um hann. Þó varð kvenmaður einn til þess að reyna það; komst hún ekki nema hálfa leið og varð svo vitstola. Þá gaf önnur sig til og gaf hún sig ekki að því hvernig líkið lét. Þegar hún var nærri búin sagði Finnur: „Þú átt eftir að bíta úr nálinni." Hún svaraði: „Ég ætlaði að slíta, en ekki bíta, bölvaður," sleit síðan nálina frá, braut hana í sundur og stakk brotunum í iljar líkinu. Er þess ekki getið hann gjörði neinum framar mein. íslenzkir málshættir Vinnan verður keypt, en dyggðin aldrei Fyrr mun dag en dæmi þrjóta Einsdæmin eru verst Fátæktin er lötum fylgisöm Ekki eru allar konur eins að kyssa Lítill er ljúfs biti, leiður verður aldrei fylltur Grýluþula Grýla kallar á börnin sín þegar hún fer að sjóða til jóla. Komi þið hingað öll til mín. Leppur, Skreppur, Langleggur og Skjóða. Brytjaðu Leppur bóg af nauti, bjarndýrslær og þjó af kú, kapalshrygginn býsna blautan, bringukollinn og lendabú, sauðarkrof og selinn feita og svínsskammrif nokkuð fín. Grýla kallar á börnin sín. Þó mun ekki af þessu veita ef þiggjum máltíð góða, Leppur, Skreppur, Langleggur og Skjóða. Sæktu vatnið síðan Skreppur, sjálf hún Grýla mælti þá. Undir láta lízt mér Leppur, laglega það fara má. Sjálf er ég eins og sigakeppur og svo er líka hún Skjóða mín. Grýla kallar á börnin sín. Ef mér fótur óvart sleppur upp þá gjöri ég hljóða, Leppur, Skreppur, < Langleggur og Skjóða. Nú skal Leppur sjálfur sjóða, sá það verkið dável kann. Ketilinn Skreppur hefur til hlóða og hellir á barma staðfuilan. En undir kynda á hún Skjóða með úlfgrátt hár og síðar brýn. Grýla kallar á börnin sín, en Langleggur á að bjóða öllu liðinu fróða, Leppur, Skreppur, Langleggur og Skjóða. Grýla og bœndur hennar Grýla hét norn ein gömul; hún var tvígift. Fyrri maður hennar hét Boli. Þau bjuggu undir Arinhellu. Áttu þau mörg börn saman sem segir víða í Grýlukvæðum. Þau voru bæði mannætur hinar mestu, en þótti þó hnossgæti mest að borða allt ungviði sem skáldið kvað: Grýla og Boli bæði hjón börn er sagt þau finni þau er hafa svæsinn són til sorgar mömmu sinni. Og: Boli, boli bangar á dyr, ber hann fram með stöngum; bíta vill hann börnin þau sem belja fram í göngum. Ætíð þótti meira koma til Grýlu en Bola. Andaðist hann fjörgamall úr ellilasleika eftir það hann hafði lengi legið í kör. Eftir dauða Bola giftist hún aftur og eignaðist gamlan mann er hét Leppalúði. Þau áttu saman tuttugu börn, en ekki fleiri, því hún stóð á fimmtugu þegar hún átti tvíburana Sighvat og Surtlu sem bæði dóu í vöggu. Grýla lifði báða bændur sína og varð að amla fyrir þeim lengi karlægum, enda er sagt henni væri óleitt að betla. Reykjavík eftir aldamótin 1800 Bær var varnarlaus og opinn, sem mest mátti verða, fyrir hverjum víkingi, sem fyrstur kom að landinu, hversu van- máttugur sem var, og þar með var þar engin fyrir- hyggja höfð um annað en fédrátt og skart. Voru allir bæjarmenn kramar- ar, og þernur þeirra og þjónar hugsuðu ei um annað en skart og móða. Konur höfðu gullhringa marga hver, og keppt var um hvað eina, sem til yfirlætis horfði, sam- kvæmi jafnan og dansar og drykkjur. Og eftir þessu vandist alþýðan, er Reykjavík á tímum Innréttinganna (um 1770) „Voru bæjarmenn allir kramarar...“ Bessastaðaskóli þar var um kring, og jókst þar mikið iðnarleysi, en allt það, er horfði til harðgjörvi eða réttrar karlmennsku og hugrekki,% var þar sem fjarlægast. Og með því að slíkt þótti horfa til siðaspillis ungum mönnum, þá hafði skólinn verið fluttur til Bessa- staða. Varð hann þar þó ærið kostnaðarsamur og aðbúnaður illur um hríð, því húsin voru afar köld. Jón Espólín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.