Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 39 Hluti af Hafnanesbótinni. „Þetta umhverfi fylgir mér hvert sem ég fer,“ segir dr. Friðrik um bernskuslóðir sínar. metra langan veg til læknis, sem hann vissi að hægt var að treysta. Loks komst hann til læknisins og gat stunið upp: „Hjálpaðu mér! Ég hef verið skotinn." Síðan hneig hann niður. Það tókst að flytja hann með leynd á spítala. Þar kom í ljós að hann hafði fengið skot gegnum lifrina og annað lungað og helm- ingur hægra nýrans var í tætlum. Samt lifði hann þetta af. En brosleg atvik komu líka fyrir. Á Bispebjergspítala hafði föð- urlandssvikari verið skotinn, og Gestapo hótaði að skjóta sex lækna í hans stað. Flestir lækn- arnir þorðu því ekki annað en að fara hluldu höfðu. Loks voru ekki nema tveir eftir á einni deildinni — og þeir gengu með skammbyss- ur á sér. Síðla dags var annar þeirra á gangi. Þá sér hann hvar maður fylgir stöðugt á eftir honum. Læknirinn greikkar sporið og fer yfir í aðra deild. Komumaður tekur þá til fótanna, hleypur á eftir honum og kallar: „Halló. Stanzið!" Þá snýr læknirinn sér leiftuf- snöggt við, miðar byssunni á manninn og spyr: „Hvað viljið þér?“ Veslings maðurinn skalf af hræðslu, en fékk loks stunið upp erindinu. Hann ætlaði að forvitn- ast um líðan konu sinnar, en hún hafði verið lögð inn um morgun- inn. Þegar hann fór, spurði hann ofur gætilega, hvort hann mætti ekki bara hringja næst, ef hann langaði til að vita hvernig konunni liði! Þegar ég missti þann stóra Veiðar hafa löngum heillað mig — allt frá blautu barnsbeini. Á unga aldri gekk ég til rjúpna með föður mínum. Hef ég sagt frá harðindaárinu 1918, sem var mesta rjúpnaár í manna minnum? Við pabbi komum upp á hjalla, þar sem sér inn dalinn milli Hafraness og Þernuness. Það vek- ur undrun okkar, að dalbotninn og hlíðarnar eru hvítar á að líta. Skyldi hafa fallið snjór í nótt?“ segir pabbi. En svo var ekki. Þetta var rjúpa. Fjallið var hvítt af rjúpu! Pabbi gat fengið um hundrað rjúpur á dag, þótt skotfæri hans væru ófullkomin. Þau voru lítil og hann hlóð þau sjálfur af mestu natni. Það heyrðist varla í, þegar skotið hjóp úr byssunni, enda var það kallaður rjúpnafretur. Rjúpurnar voru svo gæfar, að hann rak þær saman í hóp til að ekkert skot færi til spillis. Rjúpu hefur stórfækkað á seinni árum eins og kunnugt er og er veiðimönnum kennt um — alveg að ósekju finnst mér. Þegar ég var krakki sást varla hrafn og mávur, en nú er allt krökkt af þeim. Sem dæmi um það get ég nefnt, að við dreifðum slorinu á túnin, því að betri áburður er ekki hægt að fá. Nú á dögum væri ekki hægt að gera það, því að mávurinn mundi éta upp allt slógið. Ég hef séð svartbak gleypa hvern æðarungann á fætur öðrum norður í Laxamýri. Það þarf enginn að segja mér annað en þeir tíni upp rjúpnaunga líka. Ég er sannfærður um, að það er fremur þessum vargfulgi að kenna en skyttum, hve lítið er orðið af rjúpunni. Mest hef ég fengið sextíu rjúpur á einum degi. Það var á Holta- vörðuheiði fyrir nokkrum árum. Skúli bróðir minn var með mér og fékk níutíu stykki, en hann er einhver bezta skytta sem ég þekki. Það geigar næstum aldrei skot hjá honum. Fljótlega eftir að ég kom heim frá Danmörku, fór ég að veiða lax og gerði það um tuttugu ára skeið. Mörg ár veiddi ég í Grímsá; dvaldi þar með fjölskyldu minni og vinum og á þaðan ljúfar minningar. Já, það er margs að minnast frá laxveiðum mínum, en tvær eftir- farandi sögur ber þó langhæst. Sumar eitt var ég í Laxá í Þingeyjarsýslu. Þannig háttar til Tveir kaf 1- ar úr endur- minningum dr. Friðriks Einarssonar á þeim slóðum, að neðst í ánni rétt fyrir ofan ósana er eyja, sem vaða þarf út í. Lítill grasbali er þar undir kletti og lygna fyrir utan. Einn daginn kemur þarna mesta laxagengd, sem ég hef séð. Hún líkist einna helzt síldar- göngu. Það voru heilu torfurnar fyrir framan fætur mína. Og allt voru þetta stórir og vænir laxar, sextán og átján pund. En einn var miklu stærstur. Á þessum árum veiddi ég með maðk, eins og flestir gera fyrstu laxveiðiár sín. En brátt steinhætti ég því. Það er ekkert gaman að veiða með maðki. Það er bara dorg. En sleppum því. Ég kasta væn- um maðki út í, og laxarnir þyrpast strax að — hinir smærri. Ég flýti mér að draga frá, því að ég vildi reyna að ná þeim stóra. Þegar ég kasta öðru sinni, rýkur hann á og gleypir undir eins. Heimir frá Tjörn í Aðaldal, sem er mikill veiðimaður og allir laxveiðimenn þekkja, liggur uppi á klettinum og fylgist með. „Hann er á,“ kallar Heimir til mín. „Það veit ég vel,“ svara ég. „En nú liggur hann grafkyrr — og hugsar. Þetta er ekkert spaug, því að ég er sannfærður um, að þessir stóru laxar hugsa. Hvernig á ég að losna við það sem ég hef gleypt? hefur hann ugglaust hugsað í þetta sinn. Þegar liðnar eru fimmtán mínútur, án þess að laxinn bæri á sér, fer mér að leiðast þófið. Ég færi mig neðar, svo að laxinn hafi bæði strauminn á móti sér og þungann af stönginni og færinu. Þegar þetta var farið að verða nokkuð þungt fyrir hann og ég tók að draga hann niður og hann þurfti að vinna á móti straumnum líka — þá rýkur hann af stað. Ég var ungur og sprækur þegar þetta var og hentist i loftköstum á eftir honum út í ánni. Þar var mikið af stórgrýti, og það reið á að fylgja honum eftir. Upp úr miðri ánni stendur stór steinn, og laxinn fer hinum meg- inn við hann, fjær mér. Þá hugsa ég með mér: „Jæja, nú er hann farinn! Svona stór lax hlýtur að slíta þarna undir steininum." Svo líður dágóð stund. Þá rýkur hann enn af stað, en sem betur fór til vesturs. Og svo — hviss — og línan upp hjá steininum! Ég hélt í laxinn af öllum kröftum, þar til þeir Theódór Skúlason læknir og Heimir frá Tjörn komu og hjálpuðu mér. Aðstæðan var erfið, því að vaða þurfti yfir á planka, en þarna var mjög djúpt. Loks fórum við á báti að sækja laxinn. Eftir þrjá stundarfjórðunga landaði ég honum svo á sandinum. Hann reyndist vera 104 sentímetr- ar á lengd og 15 kíló að þyngd. Þetta var nú meiri skepnan! Ég fékk Christensen kaupmann í Norðurmýrinni til að geyma laxinn fyrir mig í frysti og bað hann að reykja hann síðar um veturinn. Dag nokkurn verður Sigurði Samúelssyni lækni gengið í þessa kjötbúð. Á borðinu liggur laxinn minn, því að nú var verið að þíða hann áður en hann yrði reyktur. „Nei, sko,“ segir Sigurður. „Þarna er laxinn hans Friðriks.“ „Hva — þekkið þér laxinn?" spyr afgreiðslumaðurinn aldeilis dolfallinn. „Já, hvort ég þekki hann,“ segir Sigurður, en hann hafði verið með okkur í veiðiferðinni, og það hafði enginn annar jafnstór lax veiðzt þetta sumar. Nokkrum árum síðar var ég í Heiðarendanum í Laxamýrar- landi. Klukkan er að verða tíu að kvöldi. Vinur minn Jón Sigtryggs- son prófessor var með mér þennan dag. „Það þýðir ekkert fyrir þig að fara þarna niðureftir," segir Jón. „Þú færð engan lax.“ Ég vildi hins vegar vera lengur, svo að Jón ekur heim í veiðihús. Ég kasta þarna yfir og nota nú spón. Það situr allt fast. „Nú, ég hlýt að hafa lent í botni þarna," hugsa ég. En um leið og ég byrja að draga, finn ég að lax er á, og hann tekur að lulla í áttina til mín. Það virtist enginn máttur vera í honum. Hann stökk ekki einu sinni, eins og þeir gera oft, þegar þeir verða fastir. En það leið ekki á löngu, þar til hann sýndi mér, að hann hafði heldur betur krafta í kögglum eða öllu heldur afl í uggum. Það er skemmst frá að segja, að ég kom laxinum á land með því að taka í sporðinn á honum — þrisvar sinnum. En ég réð ekkert við hann, enda er bakkinn þarna snarbrattur og ég gat ekki náð í kylfuna mína til að rota hann. í annað skiptið lá ég um stund við hliðina á honum. En hann var svo sleipur, að hann rann mér alltaf úr greipum. í þriðja skiptið slitnaði línan. Ég náði reyndar í línuendann og tókst að draga hann örlítið að landi. Mér virtist hann vera orð- inn máttfarinn. En það hjálpaðist allt að. ífæran mín var í bílnum, og enginn maður nærri til að rétta mér hjálparhönd. Og allt í einu kippir laxinn í — og ég missti hann. Ég fer heim í hús. Félagar mínir er setztir að snæðingi og spyrja mig, hvort ég hafi fengið nokkuð. Ég svara því játandi, og þeir sjá strax á svip mínum, að ég muni hafa misst hann. „Var hann stór?“ spyrja þeir. „Já,“ svara ég. „Hann var stór. Ég hef fengið þrjátíu punda lax, en þessi var miklu stærri." Ég hafði enga matarlyst, heldur fór beint í rúmið. Þegar vakið var klukkan sjö morguninn eftir, var ég í draumi búinn að missa laxinn þrisvar og vakna á milli. Ég var í svo slæmu skapi, svo óendanlega leiður og sár, að ég fór ekki út fyrr en eftir hádegi. Alltaf öðru hverju síðan þetta gerðist, hafa félagar mínir verið að spyrja mig: „Hvað heldurðu nú í alvöru, Friðrik, að laxinn þinn hafi verið stór?“ Og ég hef jafnan svarað: „Ég ætla aldrei að segja nein- um, hvað ég held, að þessi lax hafi verið stór!“ Mörg ár veiddi dr. Friðrik í Grimsá, dvaldi þar með fjölskyldu sinni og vinum og á þaðan ljúfar endurminningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.