Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Þáttur foreldra: Vonbrigði barna með jólagjaf irnar - og nokkur einföld ráð Nú eru aðeins fáeinir dagar til jóla. Flestir eru farnir að undirbúa jólin á margvislegan hátt og margir eru önnum kafnir við hvers konar verkefni. Við getum víst sungið með nokkurri sannfæringu: „Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til... “ Það er afskaplega mismunandi, hvað börn fá í jólagjafir og hvernig þau eru búin undir jólin. Hvernig tölum við annars um jólin? Um hvað snúast umræðurnar? Hvað á að kaupa, hvert á að fara, hverjir eiga að kaupa hvað o.s.frv.? Allur undirbúningur er nauðsynlegur og því meir, sem við tölum við börnin og tökum þau með í undirbúninginn, þeim mun meiri líkur eru til þess að þau verði fyrir vonbrigðum, þegar þau svo loks opna pakkana sína. Nokkur ráð: 1. Ræðið við börnin um gjafir almennt'. Ef þið eruð illa stödd fjárhagslega, er alveg óhætt að segja börnunum, að í ár sé ekki hægt að gefa margar eða dýrar gjafir (og standa við það). Segið þeim, að hafi þau skrifað óskalista, eins og margir gera, verði að velja fáeina hluti af honum o.s.frv. Það er ekki hægt að kaupa allt — jafnvel þó að Pétur og Páll fái sitthvað dýrt... 2. Á ákveðnum aldri eru „mjúkar" gjafir ekki spennandi. Jafnvel þótt börnin þurfi á fötum að halda, þá er oft gott að setja eitthvað, sem er hart viðkomu, með í pakkann. 3. Gefið aldrei í skyn, að það geti verið, að barnið fái eitthvað, sem er alveg öruggt, að það fái ekki. 4. Ráðlegt er að hafa eina gjöfina a.m.k. þannig, að hún gefi börnunum möguleika til þess að leika sér með hana í nokkurn tíma. Hvað á barn t.d. að gera, sem aðeins hefur fengið föt, peninga, sælgæti, happdrættismiða og glas í jólagjöf? Hvernig leikur það sér, það sem eftir er aðfangadagskvölds? 5. Oft er gott að ráðfæra sig við vini og kunningja, hvað er gott og nytsamlegt til jólagjafa. Hvers óska börnin helst, hvað er efst á baugi o.s.frv. Stundum er gott að spyrja kennara, fóstrur og aðra, sem hafa vit á leikföngum. Að lokum: Hafið eitthvað, sem er gagnlegt, eitthvað, sem ber hátt í óskum barnsins, og eitthvað skemmtilegt. Þriðji sunnudagur í aðventu Nú er þriðji sunnudagur í aðventu og stutt til jóla. Undanfarnar vikur höfum við birt vers úr jólasálmi eftir Philips Brooks, í þýðingu Hugrúnar skáldkonu, sem bæði hefur ort og þýtt marga hugljúfa sálma. I stuttu viðtali fyrir skömmu, sagði Hugrún eða Filippía Kristjánsdóttir, að hún vissi, hvernig sálmur þessi þefði orðið til. Fyrir allmörgum árum var höfundurinn á ferð í Betlehem. Hann var einn á ferli sjálfa jólanóttina. Allt í einu var hann gripinn einkennilegri hrifningu. Hann dáðist að stjörnum himinsins og dásemdum sköpunarverksins. Friður gagntók hjarta hans og sál og orðin mynduðust í huga hans. Sálmurinn varð til á örfáum mínútum. Við birtum nú þriðja versið: Og daggir himins drupu á jörð, þar dreypti á mannkyn þreytt. Svo undurrótt og hægt og hljótt var heimi gjöfin veitt. Hún kom frá himinhæðum að hugga syndarann. Hver hógvær sál fær himneskt mál, sem hyllir frelsarann. Aðventuleikir Á MIÐÖLDUM var það algengt, að lciknir voru hclgileikir íyrir framan kirkjur á aðventutimanum. Einna vinsælastur var helgileikurinn um syndafallið og hrottreksturinn úr Paradís. Stór tré voru sett upp í tilefni leiksins. en síðan voru hcngd á það epli og ljósker. Siður þcssi var svo aftur tekinn upp af þýskum iðnaðarmönnum. scm skreyttu trc og fundu þeim stað fyrir framan samkunduhús sín. Frá því um 1850 fóru jólatrésskreytingar að verða algcngar í mörgum löndum í Evrópu. Jóla- skreyting Á þessari mynd eru tvær skreyt- ingar, önnur á trjágrein, en hin á diski. Ef þú lætur góðan leirklump á disk (eða grein) getur þú fest ýmislegt á hann. Kerti er best að koma fyrir fyrst og festa það vel. Hér eru kertin með skreytingum, en fullt eins fallegt er að hafa einlitt, slétt kerti. Síðan festir þú grcnigreinar — i mcðallagi stórar — í kring um kertið og loks skraut. t.d. sveppi, ber, kúlur, köngla og e.t.v. skrautgrein. En gættu þess að ofhlaða ekki. Og síðan þarf að hafa gát á kertaloganum því að bæði greni og skraut er mjög eldfimt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.