Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Endurminningar dr. Friðriks Einarssonar læknis eru komnar út fyrir nokkru skráðar af Gylfa Gröndal. Hér verða birtir tveir kaflar úr bókinni, annar frá hernámsárunum í Kaupmannahöfn þar sem dr. Friðrik starfaði sem sjúkrahúslæknir en hinn er frá Axlá í Aðaldal og segir m.a. frá glímunni við „þann stóra“. Talið er, að um fimm þúsund gyðingum hafi tekizt að flýja þangað fyrstu tíu daga október- mánaðar. Ýmis félög skipulögðu flóttann; læknafélagið hafði til dæmis báta í förum. Og bústaður hjúkrun- arkvenna á Bispebjergspítala var felustaður, þar sem hýsa mátti áttatíu manns í einu. Flóttafólkið var á aldrinum þriggja mánaða til 87 ára. Börn voru svæfð með meðulum, áður en lagt var af stað, svo ekki skyldi heyrast í þeim. Sumt gamla fólkið var svo lasburða að bera varð það um borð í bátana. Og sumir voru svo skelfingu lostnir og slæmir á taugum að gefa varð þeim deyf- andi sprautur. Því miður létust ekki svo fáir á flóttanum yfir sundið. Þýzku nazistana grunaði að vonum spítalana um græzku, og voru því komur hermanna þangað tíðar. Þegar ég var á næturvakt í Kommunehospitalet og kallað var á mig yfir á slysavarðstofuna í næstu byggingu, brást það varla, að þýzkir hermenn fylgdu mér þangað og miðuðu á mig byssum sínum á meðan. Vinnuaðstaðan var því allt ann- að en skemmtileg. Vitað var, að særðir skemmdar- verkamenn leituðu læknishjálpar, en sem betur fór náðist sjaldan í þá, ef þeir komust inn á spítala. Eins og ég gat um í upphafi þessarar bókar, fór þetta venju- lega fram þannig, að hinn særði var fluttur á sjúkrahús, en innan HARÐNANDIATÖK Enginn var óhultur. Við hjónin fórum ekki varhluta af ótta og spennu fremur en aðrir. Við bjuggum í fjölbýlishúsi í Kaupmahnahöfn og höfðum eign- azt elztu dóttur okkar, Kirsten, en hún fæddist 8. maí 1942. Hún hefur tekið BA-próf í dönsku og sögu og er nú kennari í Verzlun- irskólanum; gift Sigurði Ingvars- syni sölustjóra hjá Flugleiðum. Síðar eignuðumst við annað barn í Danmörku, Halldór, sem er fædd- ar 29. ágúst 1944. Hann er nú kerfisfræðingur hjá IBM; kvæntur Kristrúnu Pétursdóttur. Innbort voru algeng um þetta leyti, því að löggæzla var lítil og upplausnarástand ríkti. Eitt sinn var ég að fara niður á spítalann til að ganga kvöldstofu- gang. Þá sá ég þrjá menn læðast inn í kjallarann hjá okkur. „Þessir ætla áreiðanlega að ■stela þvotti," hugsa ég með mér og veiti þeim eftirför. Ég fer inn um uðrar dyr og geng svo eftir kjallaraganginum. Þá veit ég ekki fyrri til en þrír ■Tienn standa í kringum mig og miða á mig skammbyssum. „Hvers vegna varstu að læðast á eftir okkur," spyrja þeir digur- narkalega. „Ég var ekki að læðast," svara ég. „Það eruð þið, sem voruð að 'æðast. Ég á heima hér, en þið ekki.“ „Megum við sjá skilríki þín?“ Stofugangur i Landspítalanum: „Jæja, hvernig er nú heilsan i dag?“ neðanjarðarhreyfinguna. Hann var fyrst fluttur á Bispebjergspít- alann, síðan á sjúkrahús í Gent- ofte og kom loks á Kommune- hospitalet, þar sem ég starfaði á fimmtu deild. Við vorum í miðjum klíðum að gera að sárum hans. Hann hafði fengið skot neðarlega í magann, í gegnum þvagblöðruna og á fimm stöðum í gegnum mjógirnið. Það var því nokkuð tafasamt að finna þetta allt og gera að því. Allt í einu ryðjast þýzkir her- menn inn á skurðstofuna og vilja fá hann framseldan. Yfirlæknirinn bregzt reiður við og neitar því harðlega. „Við sleppum honum ekki,“ seg- ir hann. „Þið verðið að minnsta kosti að ná í einhvern, sem er ykkur æðri í hernum." Skipanir voru það, sem Þjóð- verjar báru mesta virðingu fyrir. Þess vegna hlýddu hermennirnir og fóru að leita að einhverjum yfirmanni, eins og þeim hafði verið sagt. Á meðan reyndum við að kepp- ast við að ljúka aðgerðinni. En því miður tókst okkur það ekki. Aðeins skammur tími leið, þar til hermennirnir komu aftur — og nú í fylgd með kapteini. Þeir tóku unga manninn af skurðarborðinu frá okkur, fóru með hann í Vestrefængsel og köstuðu honum á steingólf. Þar fékk hann hvorki vott né þurrt í fimm daga. Loks sá herlæknir fangelsins hvers kyns var og fannst aðfarirn- ar ljótar. Hann var þó læknir, þótt hann væri Þjóðverji. Komið var með unga manninn aftur til okkar, en þá var orðið um seinan að bjarga lífi hans. Þessir ungu Danir, sem börðust „Bjóst satt við að f á kúlu að segja í bakið“ „Má ég þá taka þau upp úr vasanum?" Þegar þeir sáu, að ég var læknir og hafði leyfi til að vera úti nvernær sólarhringsins sem var ■ægna starfs míns, sögðu þeir mér -.ð fara. Er ég gekk út bjóst ég satt að egja við að fá kúlu í bakið. Eg var svo utan við mig, að ég í jólaði aðrar götur niður á spítal- ,.nn en ég var vanur að fara. Og jafnskjótt og ég kom þangað, hringdi ég til konunnar minnar og . agði henni, að hún skyldi ekki ara niður í kjallarann. Svo rann upp hinn 29. ágúst 143, en þann dag neitaði danska ’tjórnin skilyrðislaust kröfum ' jóðverja. Ríkisstjórn og konung- • r voru sammála um, að ekki væri með neinu móti unnt að hafa í imstarf við þá lengur. Þeir höfðu -- ’ikið bókstaflega öll loforð, sem eir gáfu við hernám Danmerkur. Þýzkir hermenn tóku konungs- .öllina aðfaranótt 29. ágústs eftir r tutta en snarpa orrustu. Upp frá rví mátti heita, að Kristján kon- , ngur X. væri fangi Þjóðverja. eir tóku einnig danskar herbúðir r-varvetna í landinu, víðast hvar (*ftir skemmri eða lengri bardaga. vergi voru fyrir nema fáeinir i anskir hermenn, sem börðust af í ugrekki gegn ofurefli. Þeir flotaforingjar danskir, sem ‘kki náðu að flýja með skip sín til víþjóðar þessa nótt, sökktu þeim. Kaupmannahöfn var þrjátíu rerskipum sökkt, þar á meðal níu tfbátum, þeim nýjustu og beztu r-fim Danir áttu. Þrettán skip uppu til Svíþjóðar. Margir af helztu andans mönn- !m þjóðarinnar voru nú hand- isknir. Nokkrir voru skotnir, en estir settir í fangabúðir, ýmist í * 'anmörku eða Þýzkalandi. Aðfaranótt 2. október 1943 hófu • ýzku nazistarnir gyðingaofsóknir Danmörku. Öllum gyðingum var safnað saman og þeir sendir til Þýzkalands. Fólkið var handtekið hvar sem til þess náðist, meira að segja á elliheimilum. Margir hinna gömlu og lasburða gyðinga dóu á leiðinni eða seinna af illri meðferð; og ófáir frömdu sjálfs- morð fremur en falla í hendur nazista. Mótmæluni rigndi yfir þýzku nazistana vegna gyðingaofsókn- anna; frá konunginum, hæstarétti, skrifstofustjórum í ráðuneytum og stéttarfélögum. Háskólinn lok- aði í viku í mótmælaskyni. En kröftugust voru andmælin frá kirkjunni. Sunnudaginn 3. október var harðorð yfirlýsing frá biskup- inum í Kaupmannahöfn lesin upp í öllum kirkjum landsins. Almenningur tók höndum sam- an til hjálpar gyðingum. Menn hikuðu ekki við að stofna eigin lífi í hættu við að fela þá og fæða og hjálpa þeim að flýja til Svíþjóðar. Um tvö þúsund gyðingar voru faldir á spítulum á meðan þeir biðu undankomuleiða, og voru flestir lagðir inn undir röngu nafni. Þessa daga sigldi straumur báta og skipa á hverri nóttu frá ger- vallri austurströnd Danmerkur með flóttafolk yfir til Svíþjóðar. tíðar komu þangað hermenn og heimtuðu hann framseldan. Þá var sjúklingurinn oftast farinn og búið að leggja hann inn á annað sjúkrahús undir nýju nafni. Þar var gert að sárum hans í flýti, en að því búnu var hann fluttur á þriðja spítalann og enn undir nýju nafni. Þetta bragð gafst mjög vel. Þó var það ekki óbrigðult, og man ég eftir einu hörmulegu dæmi þess: Ungur maður varð fyrir skoti úti á götu í Kaupmannahöfn. Hann hafði verið lögregluþjónn, en nú var búið að leysa dönsku lögregluna upp, svo að hann gekk í fyrir frelsi ættjarðar sinnar, voru sannkallaðar hetjur. Aldrei heyrði ég þá mæla æðruorð, hversu særðir sem þeir voru. Ég get nefnt annað dæmi: Foringi fyrir flokki manna, sem hafði fengið það verkefni að sprengja í loft upp verksmiðju í Ryesgötu, fékk skot hægra megin í kviðinn. Hann skipaði mönnum sínum að dreifa sér og sagðist geta séð um sig sjálfur, þótt særður væri. Hann gekk því næst inn á veitingastofu og fékk glas af vatni. þaðan reikaði hann tveggja kíló- Þær eru ófáar ferðirnar, sem dr. Friðrik hefur farið í sjúkraflug til Grænlands. Myndin er tekin í Scoresbysundi eitt sinn er hann fór þangað í flugvél með Birni Pálssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.