Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 13
45 Evrópumeistarakeppni skákfélaga: Burevestnik vann Volmac, félag Korchnois. í síðasta mánuði fór fram i Bad Lauterberg í Vestur- Þýzkalandi úrslitakeppnin í Evrópumeistarakeppni skákfé- laga. Til úrslita tefldu meistar- arnir frá þvi árið áður Bure- vestnik frá Moskvu og hol- lenska félagið Voljmak frá Rotterdam. Bæði liðin tjölduðu því sem tii var. í sveit Sovétmanna voru sex stórmeistarar, en Voljmak skartaði hins vegar þeim Kor- chnoi og Timman á fyrsta og öðru borði. Úrslit fyrri dag keppninnar urðu þessi: Burevestnik 2'k — Voljmak 3'k '/2 Balashov — Korchnoi V2 V2 Georgadze — Timman V2 0 Razuvajev — Van der Wiel 1 'k Bagirov — Böhm '/2 V2 Kochiev — Van Baarle Vt 'k Dolmatov — Van der Vliet 'k Það sem mest kom á óvart var vitanlega sigur Van der Wiels yfir Razuvajev. Hollendingurinn ungi varð Evrópumeistari ungl- inga um síðustu áramót og hefur tekið stöðugum framförum síðan. Seinni daginn höfðu austan- menn styrkt lið sitt með Smys- lov fyrrum heimsmeistara, sem tók sæti á öðru borði. Það hefði þó litlu máli skipt ef menn Burevestnik á neðri borðunum hefðu ekki tekið á sig rögg: Burevestnik 3 lk (6) — Voljmak 2‘/2 (6) 'k Balashov — Korchnoi 'k 'k Smyslov — Timman 'k 0 Georgadze — Van der Wiel 1 1 Bagirov — Böhm 0 1 Kochiev — Van der Vliet 0 'k Dolmatov — Van Dop 'k Enn varð það Van der Wiel sem velgdi Rússum undir uggum og nú varð að tefla eina úrslita- umferð. Þá loks tókst Sovét- mönnum að sanna yfirburði sína: Burevestnik 4 — Voljmak 2 'k Balashov — Korchnoi V2 'k Smyslov — Timman V2 1 Georgadze — Van der Wiel 0 'k Razuvajev — Böhm V2 'k Bagirov — Van Baarle V2 1 Dolmatov — Van Dop 0 Liðsmönnum Burévestnik tókst því að verja titil sinn, en fengu nú miklu meiri keppni en áður. Keppnin var ákaflega skemmtileg og spennandi og það virtist engin áhrif hafa að kepp- endum hafði verið fækkað úr átta í sex, vegna hins háa ferðakostnaðar. Það væri reyndar athugunar- efni hvort ekki sé farinn að koma grundvöllur undir að íslensk félög, þá helst Taflfélag Reykjavíkur, geti farið að vera með í keppninni. Ef félög á borð við Burevestnik eða Voljmak sæktu okkur heim, þætti mér ekki ólíklegt að þátttakan í keppninni stæði undir sér fjár- hagslega. Við skulum nú líta á eina skemmtilega skák úr viðureign Burevestniks og Voljmaks: Hvítt: Van der Wiel (Voljmak) Svart: Georgadze (Burevestnik) 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — e6, 6. Rdb5 - d6, 7. Bf4 - e5, 8. Bg5 - a6, 9. Ra3 - b5, 10. Bxf6 - gxf6,11. Rd5 - f5. (Nú er komin upp ein af þekktustu stöðunum í Lasker afbrigðinu, mest umdeilda og jafnframt mest rannsakaðasta afbrigði allrar skákfræðinnar á þeim áratug sem nú er að ljúka.) 12. Bxb5!? - axb5. 13. Rxb5 — Ha4 (Þessi leikur vakti mikla hrifningu þegar hann kom fyrst fram, en nú telja flestir svart ekki nægilega undirbúinn undir að hefja gagnsókn svo snemma og mæla með 13. ... Da5) 14. Rbc7+ - Kd7, 15. 0-0 - Hxe4,16. Dh5 - Rd4?! (Öruggara er hér 16. ... Re7. 16. ... Rd4 er það nýjasta af nálinni í þessu afbrigði, en Georgadze kemur svo sannar- lega ekki að tómum kofunum hjá Van der Wiel) 17. Dxf7+ - Be7 18. f3! (Lakara en 18. Ra8, eins og Veröczy-Petronic lék á kvenna- skákmóti í Zalaegerszeg í fyrra gegn Porubsky, vegna 18. ... Df8!) Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Ilh4, 19. g3 - Hh6, 20. c3 - Re6. (Eftir 20. ... Re2+, 21. Kg2 ætti riddarinn augljóslega ekki afturkvæmt. Svartur verður því að láta af hendi peðið á f5, en eftir það hefur hvítur þrjú peð fyrir manninn og áframhaldandi sókn) 21. Dxf5 - Dg8 (Betra var 21.... Hf8) 22. Rxe7 - Kxe7, 23. Rd5+ - Kd8, 24. Hadl - Dg6, 25. Re3 - Rf4? (Nú vinnur hvítur þvingað. Svártur varð að reyna 25. ... dxf5) 26. Dxe5 - Re2+, 27. Kf2! (Snjall leikur, eftir 27. ... Hxh2+? 28. Kel standa hrók- urinn á h8 og peðið á d6 bæði í uppnámi) He8, 28. Da5+ - Ke7, 29. Kxe2 - Hxh2+, 30. Hf2 - Hh5 (Ef 30. ... Dxg3 þá 31. Dc7+ Bd7, 32. Rf5+) 31. Hh5 - Ilxd5, 32. Dxd5 - Kf8, 33. Kd2 - Dbl, 34. Dxd6+ - Kg8, 35. Rc2 - Dxb2. 36. Dd5+ - Be6, 37. Dg5+ - Kf7, 38. Hh2 - Hh8, 39. Hh6 og svartur gafst upp. ★ Það kom fram á fundi Skák- sambands Islands í síðasta mán- uði að sambandið ætlaði sér ekki að senda fulltrúa á Evrópu- meistaramót unglinga í Gron- ingen um áramótin vegna fjár- skorts. Þau ánægjulegu tíðindi hafa hins vegar gerst að Búnaðar- banki íslands hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með Skák- sambandinu og greiða fargjöld íslenska keppandans, sem sam- kvæmt úrslitum á síðasta Skákþingi íslands yrði Jóhann Hjartarson. Jóhann starfaði í Búnaðar- bankanum í sumar og hefur tekið þátt í skákkeppnum síðan fyrir hönd bankans og náð ágæt- um árangri. ★ Bréfskákþing íslands 1980, hið 4. í röðinni, mun hefjast þann 15. febrúar n.k. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að hafa borist fyrir 20. janúar 1980. Mótið mun standa í u.þ.b. 2 ár. Teflt verður í landsliðsflokki, meistaraflokki og almennum flokki. Stefnt er að því að hafa 10—12 manna riðla. Þátttökugjald verður 10.000.- kr. og verður innheimt með gíróseðli í upphafi mótsins. Þátttaka tilkynnist til eftir- taldra aðila: Þórhallur B. Ólafsson, Lauf- skógum 19, 810 Hveragerði, Jón A. Pálsson, Hrauntungu 105, 200 Kópavogi, Birgir Þ. Karlsson, Engihjalla 1, 200 Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.