Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Viihjálmur G. Skúlason skritar um lyf Ekki má nota þessi lyf handa einstaklingum, sem áöur hafa fengiö ofnæmi fyrir cefalós- pórínlyfjum. Aögæzlu skal viö- hafa, þegar nýrnastarfsemi er skert, viö samtíma notkun þvagræsilyfja, er hafa hraöa verkun og ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir penicillínsambönd- drepandi og eru lítiö eitruö eins og penicillín, en eru miklu dýrari en þau. Sum þessarra lyfja er aöeins hægt aö nota sem stungulyf, en önnur er hægt aö nota bæöi sem stungulyf og í inntöku sem töflur, hylki eöa mixtúru. Lyfin komast í gegnum fylgju og skilja aö nokkru leyti út meö móöurmjólk og geta þannig haft áhrif á fóstur og kornabörn. Útskilnaöur er mestur um nýru og aö óverulegu leyti meö galli. Ef nýrnastarfsemi er skert, geta lyf úr þessum flokki safnazt saman í líkamanum og eitrun getur komiö í Ijós, ef ekki er tekiö tillit til þess meö því aö minnka skammt. Notagildi, verkunarmáti og lyfjaform Cefalóspórínflokkurinn hefur mjög hliöstæöa verkun á sýkla og benzylpenicillín og hefur ennfremur verkun á sýkla, sem eru orönir mótstööugir gegn elztu penicillíntegundunum vegna þess, aö þeir framleiða penicillínase og verja sig þannig gegn áhrifum fúkalyfsins. Enn- fremur verkar hann á ýmsa sýkla, sem ampicillín er venjulega not- aö gegn. Lyfjaform, sem inni- halda cefalóspórín, eru einkum notuö gegn alvarlegum smitun- um af völdum óþekktra sýkla eins og til dæmis lífshættulegri blóðeitrun, lífhimnubólgu, heila- himnubólgu, beinhimnubólgu og ígerö í sárum og þá oft ásamt amínósykrungum eöa öörum fúkalyfjum. Þessi lyf verka sýkla- hinn bóginn er þessu ekki til aö dreifa varðandi amínósykrunga eins og áöur er getiö. Helztu cefalóspórínlyf, sem eru á markaöi hér á landi Cefalexín (ceporexR) dreifu- kyrni og hylki; cefalóridín (cepor- anR) stungulyf; cefapírín (cefa- trexylR) stungulyf; cefazólín (cef- acidalR) stungulyf; cefradín (vel- osefR) hylki, saft og stungulyf. Erytrómycín. Erytrómycín er fúk- alyf, sem var uppgötvað áriö 1952 af vísindamönnum viö Lilly rannsóknarstofurnar í Indianap- olis í Bandaríkjunum. Lyfiö er unniö úr sérstökum stofni jarö- vegssveppsins Streptomyces erythreus, sem fannst í jarö- vegssýni frá Filippseyjum. Erytr- ómycín hefur einkum áhrif á gram-jákvæöa sýkla og er þess- vegna í daglegu tali kallaö „mjóspektraö“ fúkalyf. Erytrómycín verkar á sömu sýkla og penicillín (benzylpenic- illín) og er oft notað, þegar sjúklingur hefur ofnæmi fyrir Denicillíni eöa svklar eru orönir :.. Smitsjúkdómalyf mótstööugir gegn penicillíni (t.d. klasasýklar). En sýklar geta einn- ig oröiö mótstööugir gegn erytr- ómycíni og þessvegna er ekki skynsamlegt aö nota þaö gegn smitunum, þar sem hæt er aö nota penicillín. Erytrómycín er notaö bæöi sem stungulyf og töflur. Lyfiö má ekki nota handa einstaklingum, sem áöur hafa sýnt ofnæmisvið- brigöi við notkun þess og varúö skal viöhafa, þegar lifrastarfsemi er skert. Erytrómycín er mjög lítiö eitr- aö lyf. Ofnæmisviöbrigöi eru mjög sjaldgæf og koma oftast í Ijós sem útbrot og sótthiti („drug fever“). Ekki skal gefa penicillín, cefalóspórín, linkómycín eöa klindamycín samtímis erytróm- ycíni. Helztu erytrómycínlyf, sem eru á markaöi hér á landi Erytrómycínstearat (abbotic- inR) töflur; erytrómycínetylsúxín- at (abboticinR) mixtúra; erytróm- ycín (emu-VR) sýruhjúptöflur, (er- ythromycinR) sýrhjúptöflur. Cefalóspórín Inngangur. Áriö 1945, þegar nokkur reynsla haföi fengizt af notkun penicillíns og notkun streptomycíns var um þaö bil aö hefjast, geröi Guiseppe Brotzu, sem var prófessor í gerlafræöi viö háskólann í Cagliari á Sard- iníu, uppgötvun, sem leiddi þegar fram liöu stundir til þróunar ennþá eins mikilvægs flokks fúkalyfja, sem fékk nafniö cefal- óspórín. Brotzu var allt í senn gerla- fræöingur, stjórnmálamaöur og embættismaöur, en allt um mikl- ar annir ákvaö hann aö rannsaka þaö forvitnilega fyrirbrigöi, aö sjórinn viö strönd Cagliari, þar sem skólp frá borginni blandað- ist honum, var einkennilega laus viö sjúkdómsframkallandi bakt- eríur. þaö er enginn vafi á því, aö þær uppgötvanir, sem Flemin og Waksman höföu gert, urðu til þess, aö hann fór aö velta því fyrir sér, hvort skýringin á þessu kynni aö vera sú, aö sýklarnir dræpust af völdum annarra ör- vera. Meö þessa hugmynd aö leiöarljósi rannsakaöi hann þetta svæði áriö 1948 og árangur erfiöins varö sá, að honum tókst aö einangra svepp úr sjónum nálægt skólpræsinu, sem er þekktur undir nafninu Cephal- osporium acremonium. Hann framleiddi þegar í staö óhreint efni úr þessum sveppi og gaf þaö sjúklingum meö ýmsa smitsjúk- dóma svo sem graftarkýli af völdum klasasýkla, taugaveiki- bróöur og brúsasýki. Enda þótt mjög lítið hljóti að hafa veriö af virku efni í þessum extrakti, viröist meöferöin tíafa verið nægilega árangursrík til þess að fullvissa Brotzu um, aö tíann heföi gert mikilvæga uppgötvun. Hann vissi þessvegna, aö næst þyrfti hann aö vinna virka efnið í hreinni mynd, en þar sem hann taldi sig ekki hafa möguleika á aö gera þaö sjálfur, sneri hann sér til forráöamanna ítalska lyfjaiön- aöarins. Hanrv fór bónleiöur til búöar og ákvaö því áriö 1948 aö birta niðurstööur sínar í þeirri von, aö aörir, sem heföu betri aöstööu en hann, læsu skýrslu hans og héldu rannsóknunum áfram. Vísindamenn í Oxford á Englandi, sem áöur höföu rann- sakaö penicillín undir stjórn Sir Howard Florey, uröu til þess aö þoka cefalóspórínrannsóknum í rétta átt, en þar sem verkefnið var mjög erfitt viöfangs, komu cefalóspórínlyf ekki á almennan markaö fyrr en á árunum eftir 1964. um. Helztu hjáverkanir. Hjáverkanir cefalóspórínlyfja eru sjaldgæfar en þó nokkru tíöari en þegar penicillínlyf eru notuö. Þegar stungulyfi sem inniheldur cefa- lóspórínlyf er dælt inn í líkamann, getur komiö staöbundin erting á stungustaö og meltingartruflanir, þegar lyfin eru tekin í formi taflna. Þegar mjög stórir skammtar eru notaðir, geta kom- iö í Ijós nýrnaskemmdir, krampar og blóöbreytingar. Stundum minnkar fjöldi hvítra blóökorna eöa blóöplatna. Ennfremur getur komiö fram ofnæmi með útbrot- um, ofsakláði og í einstaka tilvikum lost. Sum önnur fúkalyf eins og tetracyklín, klóramfeníkól og er- ytrómycín geta dregiö úr sýkla- drepandi verkun cefalóspórín- Ivfia. ef bau eru aefin samtímis. Á MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 49 r . Dr. Krístján Eldjárn forseti Islands: Hér þarf að bregðast fljótt við Eins og kunnugt er af frétt- um stendur nú yfir árleg lands- söfnun Hjálparstofnunar kirkj- unnar „Brauð handa hungruð- um heimi“, sem í ár er tileinkuð Kampútseu. Forseti íslands, herra Krist- ján Eldjárn er verndari söfnun- arinnar og flutti ávarp til þjóðarinnar i sjónvarpi sunnu- daginn 9. desember s.l. Fer ávarp hans hér á eftir ... Trúarhöfundur vor hefur boð- ið mönnum að þeir skuli elska náunga sinn eins og sjálfa sig. Þetta er hörð krafa til mann- anna í ófullkomleika sínum og reynist erfitt undir hana að ganga bæði í orði og verki. Leiðarljósið er þó jafnskært fyrir því, hið milda ljós sem lýsir gegnum geiminn, eins og skáldið [ segir, „þótt fetið nái skammt, ég feginn verð ef áfram miðar samt“. En hver er náungi vor? Þeirrar spurningar hefur oft verið spurt. Er það kannski einn úr fjölskyldu vorri, eða einhver í næsta nágrenni eða hver og einn sem samlandi vor kallast? Vér högum oss oft eins og svo væri. Islendingum verður ekki brugðið um að beir séu seinir til að sýna samúð og rétta hjálpandi hönd þegar granni vor eða landi verð- ur fyrir þungum áföllum af einhverju tagi. En því fjær oss sem "ósköpin dynja yfir, því minna kennum vér til fyrir annarra hönd og því minna höfumst vér að til hjálpar. Þetta er ekkert íslenskt sérkenni, held- ur mannlegur breyskleiki, eða er það kannski sjálfsvörn manns- ins? Það er ef til vill hverjum manni ofvaxið að taka þátt í raunum alls mannkyns. Engu að síður er það svo, að náungi vor er ekki aðeins granni eða landi, heldur hver sá sem þjáist hvar sem hann er á jarðarkringlunni, og oss er boðið að koma til hjálpar ef vér megum einhverri hjálp við koma. Vel megum vér íslendingar vera minnugir þess sem skammt er að minnast, að fyrir fáeinum árum lét fólk í fjarlægum löndum stórfé af hendi rakna til þess að gera bærilegar raunir fólks í einu byggðarlagi lands vors. Vér eig- um skuld að gjalda. Minnumst þess nú, þegar íslenskar líknarstofnanir skera upp herör til þess að lina óumræðilegar þjáningar fólks í fjarlægu landi, í Kampútseu, þjáningar sem eru svo ofboðslegar að einn mesti og besti samtímamaður vor, Kurt Waldheim, aðalritari sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að sjaldan eða aldrei hafi veröldin orðið vitni að þvílíkum hörmungum. Ég hef fyrir satt að hér sé ekki ofmælt, enda er kunnugt að samviska margra velmegunar- þjóða hefur tekið við sér svo að um munar. EKki væru það meðmæli með íslenskri þjóð- menningu ef vér yrðum eftirbát- ar nágranna vorra í þessu efni, því að vér erum í hópi velmegun- arþjóða, þrátt fyrir allan barlóm vorn og sjálfsvorkunn. Ég á líka miklu fremur von á að vér munum síður en svo skerast úr leik, heldur þvert á móti taka eins myndarlega á og þeir sem best gera. Til eru ýmisleg ráð til að svæfa samviskuna og hafast ekki að þegar beðið er um liðsinni til líknarmála. Til dæmis að segja við sjálfan sig að vandinn sé svo hrikalegur að ekkert muni um hvern einn eða jafnvel fámennis- þjóð eins og íslendinga. Ellegar að hjálp nái svo skammt að hún geri ekki annað en fresta því sem þó hljóti að verða, eins og hver annar mjög skammgóður verm- ir. Allt slíkt er þó sjálfsblekking eða misskilningur og gengur þvert gegn skyldunni við náung- ann. Hér er verið að biðja um hjálp til að útvega matvæli handa þúsundum og aftur þús- undum manna sem eru að svelta í hel. Hér þarf að bregðast fljótt við og hver einasti biti í barns munn í dag getur ráðið úrslitum um hvort það lifir til morguns. Og hver nýr dagur ber þó að minnsta kosti vonina í skauti sér. Einhvern tíma hlýtur þess- um ósköpum að linna. íslenskar hjálparstofnanir hafa af því reynslu að framlög Islendinga sem um hendur þeirra hafa farið á liðnum árum hafi bjargað tugum þúsunda mannslífa í hungurlöndum Nefna má lönd eins og Eþíópíu og Zaire sem nýleg dæmi. Það væri því mikill misskilningur að halda að framlag vort komi að engu eða sáralitlu gagni. Þvert á móti, allt kemur að því gagni sem til er ætlast, alltaf í bráð og sem betur fer oft í lengd. Nú fara jól í hönd. Fjölskyld- urnar þurfa á miklum peningum að halda til þess að geta haldið hátíð ljóss og friðar með venju- legri reisn. Til eru þeir vor á meðal sem ekki hafa úr miklu að spila. En hinir eru til allrar hamingju miklu fleiri sem ékki mundu sjá það mikið á reikningi jólanna, þótt þar sé bætt við einni jólagjöfinni enn, greiðslu velmegunarþjóðar til hins fjar- læga náunga vors sem horfist í augu við hungurdauðann meðan vér höldum fagnaðarhátíð krist- inna manna. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.