Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Nokkrir minnismolar frá Jerúsalem: Gamla borgin í Jerúsalem verður mér stöðug uppspretta við- bragða — nú eftir að ég hef kynnzt henni eilítið. Lífið þar sem mér fannst svo mikið plat þegar ég kom þangað fyrst er mér nú meira ekta en ég hefði gert mér í hugar- lund þá. Þegar ég var í Jerúsalem nú á dögunum voru ferðamenn þar fáir, í gamla bænum sitja sumir kaupahéðnarnir og hálfdotta. það tekur því ekki að sinna þessum fáu foglum, sem slæðast þangað. Einn hefur þó rænu á að draga mig inn í búðina til sín. Hann býður mér forláta blússu: „I give you good price,“ segir hann og otar að mér flíkinni. Eg segist þekkja góðu verðin þeirra — ég hafi nefnilega verið áður í ísrael. — Þetta er ekki ísrael, segir hann og leggur frá sér blússuna. — Þetta er Jerúsa- lem. Eftir að við höfum villzt að venju nokkra hringi um Via Dol- orosa, setjumst við niður á forn- fálegu kaffihúsi að hvíla lúin bein og fá okkur hressingu. Hér sem annars staðar er okkur tekið af stakri hlýju og eigandinn segist selja bjór á aðeins fimmtán lírur. Og þá gerir maður sér auðvitað enga rellu út af því þótt í glugganum sé auglýst stórum stöfum að bjór fáist þarna fyrir tíu lírur. Svo kemur hann öðru hverju með gulrótarbita og af- hýdda eplisbáta og gaukar að okkur. Hann brosir yfir allt and- litið að geta borið okkar þessar ágætu veitingar og ekkert skyggir á gleði hans fyrr en við búumst til brottferðar. Við komumst að Grátmúrnum að kalla fyrirhafnarlaust. Þegar ég kom hingað fyrst, man ég að ég var uppfull af leiða á platinu og plastinu sem mér fannst einkenna allt. Þá langaði mig til að skilja Jerúsalem. Sú ósk mín rættist svona smám saman. Þess vegna verður óskin mín við Grátmúrinn nú líka uppfyllt — seinna. Hverfin eru sitt með hverjum svip — við horfum upp í Gyðinga- hverfið sem er vitaskuld nýjast, byggingar þar eru stílhreinar og reynt að halda ákveðnum svip í byggingarlagi sem falli að því sem fyrir er. Kristna hverfið er snyrti- legast og í Arabahverfinu er minnst í allt borið — en þar er langsamlega mest fjörið. Síðdegis — þegar maður hefur rölt m\\l\/ allra helgra staða er gaman að setjast niður á hin dæmigerðustu kaffihús í Arabahverfinu. ,Þar sitja þungbúnir skeggjaðir menn á óþægilegum tréstólum, spila á spil og reykja stórar vatnspípur. Þeir láta sér fátt um finnast þótt framandi gestir komi inn. Þessir menn eru flestir gamlir, í það minnsta ellilegir og lítið glaðir á svipinn, drekka tyrkneskt kaffi og vatn og þeir geta haldið áfram að spila tímunum saman og ég get hreint gleymt mér við að horfa á þá við þessa iðju sem virðist í sjálfu sér fjarska tilbreytingar- laus og endurtekur sig aftur og aftur. Að villast um gömlu borgina að venju - og stíga diskódans við bróðurmorð- ingja frá Marokkó hefði okkur auðvitað þótt skrítnara hefði hann látið það vera; En ég leit á hann harla lítið ypparleg og bjóst auðvitað við allt öðru en því að maðurinn spyrði ofurkurteislega, hvort það gæti verið við værum frá íslandi: við hefðum nefnilega svo líkt andlit og kona frænda hans sem er íslenzk og þau hafi búið á íslandi í tólf ár. Eg man ekki hvort hann sagði að frændi sinn héti Fuad eða eitthvað í þeim dúr, alténd bað hann fyrir kveðju frá Walid, sem er svona ámóta algengt nafn þar og Jón og Guðmundur hér. En kveðjan þótt ófullkomin sé kemst þó, vænti ég til skila. Þegar við höfum villzt þetta í gömlu borginni skundum við heim á hótel, skolum af okkur rykið og ákveðum að fara um kvöldið að hlusta á Yöffu Yarkoni sem syng- ur hér í Khanklúbbnum, einum helzta skemmtistað fyrir ferða- menn, þessa dagana. Næturklúbb- ar í Jerúsalem eru reyndar mjög ólíkir þeim hugmyndum sem maður gerir sér um slíka staði. Þar sitja menn bara kyrrir við sín borð, sötra þunnt rauðvín og hlusta á vandaða ísraelska þjóð- lagasöngvara og dansara flytja list sína. Rúsina kvöldsins kemur texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Yaffa Yarkoni. frægust Þjóðlagasöngkona þeirra ísraela og lætur ekki á sjá þótt hún hafi verið í bransanum í þrjátíu ár að eigin sögn. Hún er atvinnumanneskja fram í fingur- góma og spilar á áhorfendur eins og hljópfæri. Þetta kvöldið voru gestir í Khanklúbb frá ýmsum þjóðlöndum og hún flutti lög þeirra flestra. En stóð alveg á gati þegar hún heyrði að þarna væru líka gestir frá íslandi. Þangað sagðist hún aldrei hafa komið og þó siglt um öll heimsins höf. En hún söng þá bara Jerusalayim fyrir okkur í staðinn. Á eftir tíndumst við niður í píanókjallarann. Þangað koma að- allega ísraelar, því að þeir líta ekki við ferðamannanæturklúbb- unum. Þarna sat slangur af fólki, dreypti á víni og sté dans. Athygli mín beindist fljótlega að manni nokkrum, dökkum yfirlitum. Ekki vegna þess hann bæri af öðrum viðstöddum um gjörvuleika, held- Frá Gyðingahverfinu í gömlu borginni. Þótt æ fleiri íslendingar hafi á síðustu árum lagt leið sína til Israels, eru þeir ekki fyrirferða- miklir miðað við túrista frá öðrum löndum. Og því var það furðu- kostulegt að einn daginn er við sátum inni á Ramsis í dýrlegum fagnaði að drekka hvítvín og úða frá okkur kortum til vina og kunníngja á kalda landinu, að þá hnippir í mig einn penn Arabi og brosir þekkilega. Út af fyrir sig svo fram síðast, í svona klukku- stund, og um miðnætti er öllu lokið og leiðsögumennirnir smala hópunum sínum út og inn í bílana sem bíða. Yaffa Yarkoni er snjöllust og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.