Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Landið frítt, fólkið skítt Grete Linck Grönbech: ÁRIN OKKAR GUNNLAUGS Jóhanna Þráinsdóttir íslenskaði. Almenna bókafélagið 1979. Gunnlaugur Scheving var hlé- drægur maður og um margt ein- fari. Eðlisfar mun hafa ráðið miklu um það. En að loknum lestri Áranna okkar Gunnlaugs eftir fyrrverandi konu hans Grete Linck Grönbech skýrist margt sem áður var ókunnugt. Það hlýt- ur að hafa komið illa við við- kvæma lund Gunnlaugs að kona hans kunni ekki við sig á íslandi, meðal annars af þeim sökum að henni var alltaf kalt og gat þess vegna ekki klæðst sumarkjól. „Hann stóð þarna svo dapur og hnípinn" segir Grete um kveðju- stund þeirra árið 1938, en þá heldur hún heim til Danmerkur með Gullfossi. Þau sáust ekki framar. Grete giftist fjórum árum síðar listmálaranum Niels Grön- bech, en þau Gunnlaugur skrifuð- ust á til dánarárs hans 1972. Þau Gunnlaugur og Grete kynntust þegar þau voru bæði við nám í Listaakademíunni í Kaupmanna- höfn á árunum 1928—31. Grete hefur getið sér orð sem teiknari og einnig fengist við ritstörf. Frásagnir Grete af dvöl þeirra Gunnlaugs á Seyðisfirði á kreppu- árunum ber ekki vitni neinum hlýhug í garð íslendinga. Hún finnur þeim flest til foráttu. Á leiðinni til íslands með Lagarfossi 1932 kemur það hinni vel siðuðu Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON dönsku dömu „afskaplega á óvart að heyra nokkra af íslendingunum ropa hátt við borðið" í matsalnum. Hún roðnar af skömm. Ekki tekur betra við á Seyðisfirði, meðal annars er þar fátt um salerni og fóstra Gunnlaugs hellir upp á kaffi með vatni úr vaskafati sem hún hefur geymt fölsku tennurnar í. Gunnlaugur er þessu öllu vanur og lætur það ekki á sig fá. En það er helst að danskættað fólk þar eystra fullnægi kröfum Grete um mannasiði. Islendingarnir eru annað hvort of þurrir á manninn eða of kjaftagleiðir til þess að það geti talist viðeigandi. Ekki batnar ástandið í Reykjavík, en þó eru þar nokkrir Islendingar sem ekki eru algjörir skrælingjar. Frá lífi ungra elskenda í Kaup- mannahöfn segir Grete á trúverð- ugan hátt. Þó er lýsing hennar á Gunnlaugi furðu ástríðulítil og hún virðist snemma hafa tileinkað sér aðfinnslur og vandlætingu. Innan um og saman við eru heimildir um Gunnlaug sem stað- festa álit landa hans á honum, en Árin með Gunnlaugi eru fyrst og fremst æviminningar Grete sjálfrar. Gunnlaugur er oftast í baksýn. Lesandinn fær það á tilfinning- una að lestri loknum að það hafi verið mikið happ fyrir Grete Linck Grönbech að losna undan því böli sem ísland var henni, ef undan eru skildar fáeinar bjartar minn- ingar um góðan dreng og sannan listamann. Niðurstaða bókarinnar verður eins og hjá ýmsum útlendingum sem nóg hafa fengið af viðkynn- ingu við íslendinga: Landið frítt, fólkið skítt. Grete Linck teiknuð aí Gunnlaugi Scheving Sigmund teiknar. Sigmund á skopöld Vita menn yfirleitt að skop- myndagerð er alls staðar í hinum siðaða heimi talin til fullgildrar myndlistar. Einn sá snarasti þátt- ur myndlistar, sem kemur eins og boðberi gleði og ádeilu inn í amstur dagsins. Allt frá því er borgin Pompey fór undir ösku frá Vesúvíusi hafa verið gerðar skop- myndir af stjórnmálamönnum. Eg man, að fyrir tugum ára var ég eitt sinn staddur í hinum fornu rústum og leiðsögumaður okkar félaga sýndi okkur þá veggskreyt- ingu, er var skopmynd af fram- bjóðendum til borgarráðs, og ekki er ólíklegt, að skop eigi sinn þátt í hellnamálverkum frumbýlinga víða um veröld. Saga skopteikn- inga í heiminum hefur verið skrif- uð, og viti menn, er ekki talað þar um hinn ágæta hæstráðanda til sjós og lands, Hr. Jörund, en hann var mjög snjall skopmyndasmiður og hefur skráð nafn sitt á sögu- blöð fyrir það, en ekki að sama skapi fyrir konungdóm sinn hér úti í miðju hafi. Það hefur oft furðað mig, hve úthaldsmikill og frjór andi kemur fram í vissum myndum Morgun- blaðsins. Svo til í hverju blaði er á ferð verk eftir mann, er mun sitja úti í Vestmannaeyjum og kemur á blað öllu því, er verulega máli skiptir í daglegu lífi okkar hér á meginlandinu. Það er sama, hvort um er að ræða stjórnmálaerjur, fegurðarsamkeppni, búskap, fisk- veiðar og þorskastríð, hjónaerjur eða kynbombur. Allt er þetta á reiðum höndum hjá þessum undramanni Sigmund. Þar að auki ku maðurinn vera hinn mesti uppfinnari og gera hlutina á svo hugvitsaman hátt, að þeir í Eyjum stara hugfangnir og hissa. Og þarf mikið til, segja þeir heimamenn. Ég veit engin deili á Sigmund, nema hvað hann mun vera ættað- Myndlist eftir VALTÝ PÉTURSSON ur úr Færeyjum og fékk ekki inngöngu í hinn merkilega Hand- íða- og myndlistarskóla hér á árunum. Þótti ekki nægilega góð- ur teiknari, ef ég man rétt úr einhverju skrifuðu máli. En nú finnst manni þetta svolítið skop- legt, þar sem Sigmund hefur teiknað ein 15 ár í Morgunblaðið með þeim ágætum, að manni finnst blaðið alls ekki hafa komið inn fyrir þröskuld, fyrr en Sig- mund hefur verið skoðaður. Ég er áreiðanlega ekki einn um þetta, og við höfum orðið miklir vinir með þessum kynnum, án þess nokkru sinni að hafa hitzt, svo að ég viti til. Sigmund hefur fyrir löngu þróað sérstæðan og persónulegan stíl með sér sem teiknari. Hann hefur einnig þá merkilegu skop- Karl í krapinu Ásgeir Jakobsson: Tryggva saga Ófeigssonar. Skuggsjá — Bókabúð ólivers Steins, Hafnarfirði 1979. Þessi stóra og að öllu myndar- lega bók varð til eins og segir í nokkrum orðum, sem söguritarinn kallar Bókargerðina. Þar segir svo: „Bók þessi varð til með þeim hætti, að sögumaðurinn, Tryggvi Ófeigsson, hafði lesið sögu sína inná segulband og Rannveig dóttir hans vélritað upp af þeim. Þennan talaða texta stokkaði ég upp í tímaröð og færði til ritaðs máls og reyndi þá eftir því sem mér hæfilegt þótti, að halda talshætti sögumannsins. Notuð eru útlend heiti á einu og öðru um borð í skipi, þótt íslenzk væru tiltæk, ef hin voru málvenja sjómanna, og þá einkum togaramanna." Þess skal svo þegar getið, að söguritarinn hefur sums staðar skotið inn frá sjálfum sér smá- köflum, einkum þar, sem honum hefur þótt þörf á frekari greinar- gerð um ástand og aðstæður í landinu yfirleitt. Að ég hef ekki skrifað fyrr um þessa bók á sér eftirtalda ástæðu: Ég hef frá því að ég man eftir mér haft áhuga á sjómennsku, afla- brögðum og útgerð, og valda því ætterni mitt og uppeldi sem um Bökmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN sumt var mjög líkt því sem lýst er í sögunni. Það átti svo fyrir mér að liggja að bera nokkuð mikla ábyrgð á útgerð á kreppuárunum, og þannig er það enn í dag, að aldrei þykist ég mega missa af fréttum um aflabrögð, skipakost og afkomu skipaflotans. Það er svo fljótsagt, að þessi stóra og myndarlega bók þeirra Ásgeirs Jakobssonar og afreksmannsins Tryggva Ófeigssonar reyndist mér seinlesin. Ég þurfti víða að staldra við í lestrinum, unz ég hafði lesið bókina til enda. En þar með var ég ekki ánægður með lesturinn. Ég varð að lesa allt enn á ný og síðan glugga í frásögnina hér og þar. Ég komst svo að þeirri niðurstöðu, að ekki væri til neins fyrir mig að rita svo rækilega um bókina sem vert væri, það yrði allt of langt mál. En svo var þá að fá það fram í tiltölulega stuttu máli, sem ég teldi lesendum þessa greinarkorns helzt mega koma að gagni. Ef ég hefði verið ungur maður og viljað stefna að því að verða togaraskipstjóri, efnast á því að fá loks aðstöðu til að gera út togara með æskilegum árangri, þá hefði ég ekki aðeins lesið þessa bók tvisvar og síðan sitthvað í henni aftur og aftur, heldur hefði ég ef svo mætti segja saumfarið hana æ ofan í æ, eins og Helgakver varð að lesa hér áður fyrrum, þegar það var skilyrði fyrir sáluhjálp að geta romsað því upp úr sér reiprenn- andi, jafnvel líka bændunum fyrir og eftir berging! Og vissulega held ég að ungi maðurinn mundi vera nokkru nær eftir lesturinn. Hitt er svo annað mál, hvort hann væri þannig þjálfaður og af guði gerð- ur, að hann reyndist fær um að nota sér lesturinn til velfarnaðar. En hvað sem því líður lít ég svo á, að hann og hver annar borgari þjóðfélagsins að ráðherrum og hagsýslustjórum ekki undan- skyldum, hefði gott af að kynna sér það hvað fleytti Tryggva Ófeigssyni heilum á húfi jafnt á lítt færum útsjó sem í brimlend- ingum misæris og óáranar. Það er vissulega auðsætt af sögu hans, hvað hefur gert hann að þeim happamanni, sem alþjóð hefur haft spurnir af. Fyrst er þar að nefna ætt og uppeldi, sem var hvort tveggja æskilegt slíku mannsefni. Þar þróaðist hin með- Ásgeir Jakobsson fædda athyglisgáfa og viljinn til að verða að manni stæltist svo, að aldrei hefur komið fram veila í stálinu. Síðan hefur Tryggvi ávallt verið iðinn og glöggskyggn nem- andi í skóla langs og oft erfiðs lífs, hefur snemma komið auga á gildi reglusemi, natni og sparsemi, sem miðaði þó við það, að aldrei væri neitt látið skorta, sem þjónaði þessum eða hinum nauðsynlega tilgangi, hvort heldur var á skipi eða landi. Hann hefur verið ráðríkur — og það með afbrigðum — í krafti reynslu og þekkingar á því, sem mikilvægt hafði reynzt, en til slíks ber oft og tíðum brýna nauðsyn, jafnt á sætrjám sem á þurru landi. Sá, sem ber ábyrgð- ina þarf að fara sínu fram og það stundum harkalega, enda þykist ég hafa séð á langri ævi að framkvæmdamaður eða forstjóri, Tryggvi Ófeigsson sem ekki er fær um að vera einráður, þegar í hnúkana tekur, getur ekki svo vel fari stjórnað framkvæmdum eða fyrirtæki. Þá hefur og Tryggvi allt frá bernsku og æsku notið þess, að hann er mannþekkjari. Hann hefur því haft lag á að velja góða og oft ágæta menn til bæði forystu og annarra starfa, enda fer hann slíkum orðum um sitt úrvalalið, að stundum leggur yl virðingar’og þakklátssemi af orðum hans. Og auðséð er, að honum er ánægja af því að segja frá einstökum atvik- um sem sýna herkju, kunnáttu, snarræði, dugnað eða krafta kappa hans. Þá er vert að geta þess, að Tryggvi er vel kvæntur og hefur haft að góðu heimili að hverfa. Allt það, sem ég hef sagt um Tryggva Ófeigsson veit ég að er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.