Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Undarlegur draumur og eftirtektarvert málþing Jónas og hvalurinn Málþing Islendinga I Útg. Lífgeislaútgáfan 1979 Ritstjóri Þorst. Guðjónsson Einhverja nótt fyrir ekki löngu dreymdi mig, að ég væri að rifja upp fyrir mér, að ég hefði gert mér ferð að Gilsbakka í Hvítársíðu til þess að tala við Guðmund Helga- son fyrrum prest í Reykholti, og hafði ég það á tilfinningunni, að þetta hefði glatt hann verulega. Var þetta undarlegur draumur, því að fjarri fer, að endurminning þessi hefði við raunveruleik að styðjast. Raunverulega hefir það aldrei átt sér stað, sem draumur- inn bendir til, og er hér því um að ræða ótvírætt dæmi um, að sof- andi maður hafi verið annar en hann er í vöku. En þegar ég svo síðar í „Málþingi Islendinga" rakst á ályktunarorð Þorsteins úr Bæ um Guðmund Helgason ásamt því, sem ég í Kaupfélagsriti Borg- firðinga hafði látið fylgja þeim, þá var ekki laust við, að upp rynni fyrir mér nokkurt ljós. Kom mér þá í hug, að Guðmundi kynni, í framlífi sínu, að hafa vitnast þessi upprifjan mín þar, og sem einnig er tekin upp í málþingið, um hina óafvituðu þátttöku hans í fræki- legasta afreki frumlegasta vís- indamanns þjóðarinnar, og að sú upprifjan hefði glatt hann. Get ég hugsað mér þetta þannig, að draumgjafi minn, sem auðvitað hefir verið á alltöðrum stað en ég þóttist verið hafa, hafi þar með einhverjum hætti orðið tengiliður milli mín og hins lönguliðna klerks, sem ég aðeins lítillega hafði haft kynni af í bernsku. En að tengiáhrifa þessara skyldi ekki gæta fyrr en upprifjan mín um afreksþátttöku hans birtist einnig í Málþingi íslendinga, þykir mér spá góðu um útkomu þess rits. Skal hér ekki önnur grein gerð fyrir því riti en sú, að þar er safn ritgerða og ummæla ýmsra manna, flestra þjóðkunnra, um Helga Pjeturss og verk hans, og eru þau öll frá þeim tíma, sem liðinn er síðan Nýall byrjaði að koma út. Eru það upprifjanir eingöngu á hinn betri veg og því þannig, að gleðja megi framlifend- ur þá, sem þar eiga hlut að máli. Vænti ég þess, að unnendur Nýals og nýalskra málefna taki riti þessu vel, því að það er gert samkvæmt smekkvísi og af góðum hug. Nóv. 1979 Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. Jónas Guðmundsson: Farangur. Sögur. Ingólfsprent Reykjavík 1979 Jónas Guðmundsson, sem ekki er nú lengur auðkenndur með stöðuheitinu stýrimaður, er vissu- lega mjög fjölhæfur listamaður. Hann hefur gefið út margar bæk- ur og misjafnar að efni og gerð, og hann er orðinn kunnur sem mál- ari. Hann er og duglegur á því sviði myndlistarinnar, fréttist ýmist að hann hafi sölusýningar á list sinni í Reykjavík eða suður í löndum. Og ég fékk ekki annað séð en að nýlega fengi hann viður- kenningu hjá slíkum sérfræðingi í myndlist sem Valtý Péturssyni. Ég á og frá honum tvær myndir, teikningu og málverk, sem ég — raunar ósérfróður — kann vel að meta. Þá virðist mér af einni frásögninni í hinni nýju bók hans, að hann hljóti að vera hneigður fyrir söng og hljómlist, hvort sem hann nú hefur lagt fyrir sig hljóðfæraleik og sönglagasmíð eða ekki. Á vettvangi bókmenntanna hef- ur hann eins og fjölmargir íslend- A'f-mnA Frábærar barna- og unglingabækur þú getur bókað þaö Andrés Indriðason: Lyklabarn Verðlaunabókin í barnabókasamkeppni Máls og menningar. Hér er sagt frá Dísu, sem flyst í nýtt og hálfbyggt hverfi með foreldrum sínum og litla bróður. Hún er einmana í fyrstu, en smám saman stækkar kunningjahópurinn og Dísa fer að kunna vel við sig. En það fer margt öðru vísi en krakkar vilja. Þessi saga segir líka frá því. Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665. Ármann Kr. Einarsson Mamma í uppsveiflu Nýi strákurinn í 6. bekk H. B., Geiri, er söguhetjan i þessari bók ásamt fjöl- mörgum dugmiklum bekkjarfélögum sínum. Krakkarnir innrétta gamalt pakkhús og hyggjast hefja leiksýningar til styrktar heyrnardaufri bekkjarsystur sinni. En einmitt þegar frumsýning er í nánd fer mamma Geira „í uppsveiflu" og hætta er á að öll fyrirhöfnin sé til einskis. Verð kr. 5.310. Félagsverð kr. 4.515. Maria Gripe: Náttpabbi Bráðskemmtileg barnasaga eftir höfund bókanna um Húgó og Jósefínu. í þessari bók er sagt frá ungri stúlku, Júlíu, sem eignast náttpabba, sem gætir hennar á meðan mamma er í vinnunni. Náttpabb- inn á ugluna Smuglu, og uglur vaka á næturnar... Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Verð kr. 4.940. Félagsverð kr. 4.210. nKfE'narsson Afstrid Undgrcn á Saltkráku Astrid Lindgren Á Saltkráku Sagan um fjölskylduna sem leigir sér ókunnugt hús á ókunnri eyju og lendir þar í ótal ævintýrum. Eftir þessari bók hafa verið sýndir mjög vinsælir sjón- varpsþættir, Þýðandi Silja Aðalsteins- dóttir. Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665. Astrid Lindgren: Víst kann Lotta næstum allt Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin. Sagan um Lottu litlu sem getur allt - nema renna sér í svigi á skíðum. Og þegar öll jólatré í bænum eru uppseld tekur hún til sinna ráða. Þýðandi Ást- hildur Egilson. Verð kr. 3.295. Félagsverð kr. 2.800. 3/A K. M. Peyton: Erfingi Patricks Falleg og athyglisverð unglingasaga, þriðja og síðasta bókin um vandræða- gripinn og hæfileikamanninn Patrick Pennington. i upphafi bókarinnar situr hann í fangelsi fyrir að ráðast á lög- regluþjón við skyldustörf. Þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Verð kr. 5.915. félagsverð kr. 5.025. Astrid Lindgren: Ný skammarstrik Emils í Kattholti dnnur bókin um hinn óforbetranlega Emil í Kattholti. Þegar þessi bók hefst hefur Emil tálgað 99 spýtukarla i skammarkróknum, en þegar henni lýkur eru þeir orðnir 125. Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Verð kr. 5.000. Félagsverð kr. 4.250. Mál og menning Bökmennlir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN ingar verðbólguþjóðfélagsins og þá ekki sízt ýmsir „listamenn" komizt í álíka náin kynni við sama ófétis illhvelið og gleypti nafna hans, Jónas spámann, sem Heilög ritning segir okkur frá. Það er illhveli kæruleysis, hroðvirkni og vanmats á gengi alvarlegrar og eðlilegrar hugsunar. Mér hafði sem sé virzt, að þetta foraðsill- hveli hefði gleypt skáldið og rit- höfundinn Jónas Guðmundsson. En ég fæ ekki betur séð af bókinni Farangri en að hvalurinn hafi nú spúið skátdinu og rithöfundinum Jónasi Guðmundssyni á land upp, raunar svolítið sködduðum, enda trúi ég því ekki, að nafni hans, spámaðurinn, hafi verið laus við öll ummerki meltingarvökva hvalsins, þegar skepnan skilaði honum, þó að ég hins vegar, mestan part af ótta við séra Guðmund Óla og skoðanabræður hans, dirfist ekki draga í efa söguna af misferli og síðan iðran og yfirbót eins alræmdasta ill- hvelis í allri veraldarsögunni! Hún lætur ekki mikið yfir sér, bókin sú arna. Hún er alls tíu arkir og hefur að flytja 11 smásög- ur og frásagnir. Allar eru þær læsilegar og sumar haglega samd- ar. Haglegastar sem smásögur tel ég þessar: Gulur páfagaukur, Sumarhús, Draumur með lotið stefni og koparskrúfu, (þarna hefðum við Vestfirðingar sagt lotað, en ekki lotið), Rakarinn og Sorg innan seilingar. Bókin er yfirleitt á góðu máli, en á stöku stað bregður fyrir orðum úr sjó- mannamáli, þar sem betur færi á að nota íslenzkt orð. Tek ég til dæmis orðið að lensa, það er dæla sjó úr bát, en það er algengt í annarri merkingu. Þá ber þess að geta, að á flestum sagnanna er viðfelldinn persónulegur stíll, og er það gleðileg nýjung hjá höfund- inum. Hann notar mikið samlík- ingar og tekst þar víða eftirminni- lega, en fyrir kemur, að hann ofhleður svo af þeim, að hann missir á þeim rökrétt tök eins og í því, sem hér fer á eftir: „Árin höfðu leikið hana grátt. Einu sinni hafði hún verið falleg, en nú minnti hún hann á gamalt, hrörlegt leikhús eða fátæka kirkju, einkum þegar hún dubbaði sig upp og þau fóru eitthvað, þá luraðist hún áfram, fánum prýdd oq de rri ari ta/r Kjartan gullsmíöur, Aöalstraetí 8. m und

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.